Morgunblaðið - 23.12.1975, Side 28

Morgunblaðið - 23.12.1975, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1975 Afkoina smásöluverzlunar 1974 og 1975 Á árinu 1890 hófst í Banda- ríkjunum löggjafarstarfsemi, sem hafði þann tilgang að varðveita frjálsa og óhefta samkeppni sem reglu í viðskiptum. Þessi löggjöf Bandaríkjanna um hindrun óheil- brigðra viðskiptahátta hefur síðan verið aukin og endurbætt eftir kröfum nýs tíma og hefur á margan hátt orðið fyrirmynd slíkrar löggjafar hjá öðrum nálægum þjóðum. Þrátt fyrir nær aldar tilvist hefur þessi löggjöf grannþjóða okkar haft lítil áhrif hérlendis. Islendingar hafa í stöðugt vax- andi mæli tileinkað sér austur- evrópska fyrirkomulagið á verð- myndun, þar sem nefndir manna ákveða hámarksverð og hámarks- álagningu á vörum og þjónustu. Islenzk verðmyndun hefur því sjaldnast verið I góðu samræmi við markaðsaðstæður og oftast verið við það miðuð að útiloka hagnað af atvinnurekstri. Fyrir bragðið hafa atvinnuvegir lands- manna beint starfsemi sinni á margan hátt inn á þjóðhagslega óæskilegar brautir. Einnig hefur þetta fyrirkomulag verðmynd- unar hindrað framfarir. Erlendis hefur á undanförnum árum og áratugum orðið nánast bylting í verzlunarháttum. Stór- verzlanir hafa risið upp, sem selja algengustu neyzluvörur heimil- anna; matvörur, fatnað, húsbúnað og búsáhöld. Með sjálfsafgreiðslu og miklum veltuhraða tekst að hafa vöruverð lágt, þrátt fyrir rúman verzlunartíma. Samhliða þessu verzlunarfyrirkojnulagi hafa smærri sérverzlanir jafn- framt blómgazt. Hérlendis hafa verið gerðar vissar tilraunir í þessa átt, en þær leikreglur, sem stjórnvöld setja verzlun, hafa verið þessari þróun andsnúnar. Skattlagning bifreiða tafði lengi, að bifreiðaeign yrði nægilega almenn til þess að stór- markaðir gætu þrifizt og reglur um verðmyndun hafa slævt eða jafnvel útilokað þá verðsam- keppni, sem stórmarkaðir reiða tilveru sfna á. Ahrif verðlagsákvæðanna hafa orðið þau, að hagnaður I verzlun er að mestu horfinn, enda greiða fjölmörg fyrirtæki í verzlun (og einnig öðrum atvinnuvegum) enga tekjuskatta, þótt þau greiði mikla skatta í formi aðstöðu- gjalds, eignaskatts og launaskatts, en þessir skattar eru ekki lagðir á hagnað. Afleiðingin verður þvf sú, að ekki verður arðbært að stækka reksturinn um of, þar sem slfkt eykur skattgreiðslur; en hagnaðurinn eykst ekki nægilega til þess að það réttlæti þá auknu fjárfestingu í vörum, tækjum og mannahaldi, sem þörf er á. Kostnaður vegna mannahalds er stærsti kostnaðarliður smásölu- verzlunar, en þessi kostnaður hefur farið vaxandi sem hlutfall af heildartekjum um leið og hagnaður lækkar samsvarandi: hjá verðlagsnefnd í fimm mánuði, en hefur ekki enn verið tekið til afgreiðslu. Er orðið fyllilega tíma- bært að svo verði gert, enda sýnir versnandi afkoma verzlunar fulla nauðsyn þess. Tilmæli viðskipta- ráðuneytisins um verðstöðvun breyta þar engu um, enda aðeins tilmæli um formfestingu á þeim reglum um verðstöðvun, sem notaðar hafa verið s.l. fimm ár án nokkurs gagns. Auk þess hefur verðlagsnefnd ekki samþykkt % að hækka, en hækkanir ekki leyfðar vegna verðstöðvunar, leiðir það annað hvort til ómældra erfiðleika fyrir fyrir- tæki eða þess, að vörur hverfa af markaðnum. Umframeftirspurn innanlands leiðir síðan til auk- innar ásóknar í innflutning með þeim afleiðingum, að af hljótast alvarlegir gjaldeyriserfiðleikar. Nú, þegar reglur um verðstöðv- un hafa verið formfestar og verði Frá * . s ■ c ' * r Verzlunarráði Islands neinar reglur um framkvæmd verðstöðvunar. Þegar formfesting reglna um verðstöðvun kom til umræðu átaldi Verzlunarráðið þá ráðstöf- un af eftirtöldum ástæðum: 1. Verðlag hér innanlands ræðst engar lagfæringar gerðar á álagn- ingunni, er ljóst, að afkoma smá- söluverzlunar verður slsém í ár og ekki eru betri horfur framundan á næsta ári. Meðfylgjandi tafla sýnir meðal- afkomu smásöluverzlunar síðan ár má gera ráð fyrir, að velta og kostnaður aukist nokkuð sam- hliða, en afkoman ræðst af þeirri meðalálagningu, sem fyrirtæki nú á árinu. Lækkun álagningarinnar verður sennilega ekki eins mikil og sýnt er í dálki 2, þar sem ekki eru allar vörur háðar verðlags- ákvæðum. Afkoman ætti hins vegar að vera verri en sýnt er I dálki 1, þar sem þar er reiknað með sömu meðalálagningu og árið 1974, en álagning var lækkuð í byrjun september 1974 og aftur f febrúar 1975 en hækkuð aðeins óverulega í lok apríl s.l. Afkoman er þó mjög misjöfn í einstökum greinum smásölunnar. Fiskverzlun, matsöluverzlun, söluturnar Rekstur fiskverzlana hefur verið mjög erfiður undanfarin ár vegna erfiðra aðfanga og strangra verðlagsákvæða. Fiskverzlunum hefur því fækkað mjög. Árið 1971 MEÐFYLGJANDI tölur um meðalafkomu smásöluverzlunar samkvæmt rekstrarreikningum fyrir- tækja ná til smásöluverzlunar I heild. Tölur áranna 1971—1973 eru niðurstöður úrtaksathugunar Þjóðhagsstofnunar með þeirri breytingu, að laun eigenda 1 einstaklingsfyrirtækjum hafa verið aðskilin frá hagnaði og þeim reiknuð meðallaun 1 viðkomandi verzlunargreinum miðað við vinnufram- lag þeirra. Aætlun ársins 1974 er reist á úrtaksathugun Verzlunarráðs Islands á afkomu einstakra verzlunargreina, en afkoman f ár er hins vegar framreiknuð fyrir einstakar greinar á grundvelli þeirra niðurstaða, miðað við beztu hugmyndir um breytingu tekna og tilkostnaðar á árinu f ár. I töflunni er annars vegar miðað við óbreytta meðalálagningu frá árinu áður (dálkur 1) og hins vegar að lækkun verðlagsyfirvaida á álagningunni komi að meðaltali að fullu fram f afkomunni (dálkur 2). Desember 1975 v'erzlunarrAð Islands REKSTRARREIKNINGUR SMASÖLUVERZLUNAR atv.gr. 617-629 Cí milljónum króna) 1971 1972 1973 áætlun spá 197 5 1974 1. 2. TEKJUR: Vörusala Aftrar tekjur 15.748,1 310,4 19.760,9 383,1 24.962,4 526,6 35.739,5 785,5 49.635,2 1.148,9 49.635,2 1.148,9 Tekjur samtals: 16.058,5 20.144,0 25.489,0 36.525,0 50.784,1 50.784,1 GJÖLD: Vörunotkun Launakostnaöur Annar kostnaÖur Tekju- og eignaskattar Hagnaöur, tap 12.702,1 1.692 ,1 1.341,4 105,5 217,4 16.003,2 2.316,7 1.618,3 183,7 22,1 20.109,4 3.029,1 2.064,1 227,2 59,2 28.882,0 4.529,7 3.044,9 242,3 - 173,9 40.208,3 6.097,1 4.219,4 317,2 57 ,9 40.888,6 6.097,1 4.219,4 317 ,2 - 738,2 Gjöld samtals: 16.058,5 20.144,0 25.489,0 36.525,0 50.784,1 50.784,1 meðalAlagning HAGNAÐUR / VÖRUSALA x 100 23,98% 1,38% 23,48% 0,11% 24,13% 0,24% 23,74% - 0,49% 23 ,45% - 0,12% 21,39% - 1,49% HAGRÆN REKSTRARAFKOMA: HagnaÖur samkvæmt rekstrarreikningi ± leiör. vegna verÖbreytinga vörub. — arÖur af eigin fé 217 ,4 + 99,7 - 156,5 22,1 - 134,1 - 172,2 59,2 - 560,3 - 216,3 - 173,9 -1.005,1 - 451,4 Hagrænn hagnaöur, tap: 160,6 - 284,2 - 717,4 -1.630,4 (1) í þessum dálki er notuö sama meöalálagning og 1974. (2) Hér er meöalálagning lækkoö í samræmí viö ákvaröanir verölagsyfirvalda. af stjórn peningamála, fjármála rfkisins, gengi og stefnu i kaup- gjaldsmálum auk erlendra verð- Hlutföll af heildartekjum: ár launakostnaður hagnaður tap 1971 10,5% 1,4% 1972 11,5% 0,1% 1973 11,9% 0,2% 1974 12,4% 0,5% 1975 12,0% 0,1%—1,5% Verðlagsyfirvöld eiga einnig stóran þátt í versnandi afkomu smásöluverzlunar. Frá því að nú- verandi rlkisstjórn tók við völd- um hefur hún beitt sér fyrir því, að meðalálagningarprósenta f smásöluverzlun yrði um 10% lægri í ár en í fyrra. Slíkt hefur að sjálfsögðu alvarleg áhrif á afkomu smásöluverzlunar. Verzlunarráðið hefur því beitt sér fyrir, að verðlagsákvæðin væru lagfærð, enda eru litlar horfur á, að ný löggjöf um verðmyndun komi til framkvæmda á næstunni. 1 júlíbyrjun í ár sendi Verzlunarráðið verðlagsnefnd bréf, þar sem farið var fram á ákveðnar lagfæringar á álagning- unni. Þetta erindi hefur nú legið lagsbreytinga. Verðstöðvun getur aldrei komið f stað skynsamlegrar stjórnar á þessum sviðum. 2. Séu engar verðhækkanir nauðsynlegar hækkar verðlag ekki og verðstöðvun er því ónauð- synleg. 3. Þurfi verð á vöru og þjónustu að hækka og hækkanir verði þrátt fyrir verðstöðvun, er verðstöðvun gagnslaus og aðeins ódýr leið til þess að reyna að blekkja almenn- ing. Þannig hefur framkvæmd verðstöðvunar verið s.l. fimm ár enda hefur almennt verðlag hækkað stundum allt að 60% á 12 mánuðum á þessu tfmabili. 4. Þurfi verð á vöru og þjónustu 1971. Tölur áranna 1971—1973 eru niðurstöður úrtaksathugunar Þjóðhagsstofnunar með þeirri breytingu, að laun eigenda 1 ein-_ staklingsfyrirtækjum hafa verið aðskilin frá hagnaði og þeim reiknuð meðallaun f viðkomandi verzlunargreinum miðað við vinnuframlag þeirra. Áætlun árs- ins 1974 er reist á úrtaksathugun Verzlunarráðs íslands, en afkoman í ár er framreiknuð fyrir einstakar greinar á grundvelli þeirra niðurstaða miðað við beztu hugmyndir um breytingu tekna og kostnaðar á árinu í ár. 1 töfl- unni er annars vegar miðað við óbreytta meóalálagningu í einstökum greinum frá árinu áður (dálkur 1) og hins vegar miðað við að lækkun verðlagsyfir- valda á álagningunni í einstökum greinum komi að meðaltali að fullu fram f afkomunni (dálkur 2). Afkoma smásöluverzlunar, eins og meðfylgjandi tölur sýna, hefur farið versnandi sfðan 1971.1 fyrra jókst allur kostnaður mikið og meira en sem nam aukningu veltu. Jafnframt var álagning lækkuð 1 byrjun september. Afkoman varð því slæm á árinu. 1 voru 55 fyrirtæki 1 þessari grein, 1972 51 fyrirtæki og 1973 hafði þeim fækkað í 43 fyrirtæki. Þessi fækkun er ekki vegna stækkunar fyrirtækja, því að árið 1969 störfuðu 104 heilsársstarfsmenn við þessa grein en 1973 hefur þeim fækkað í 63, eða um 40%. Almenn matvöruverzlun hefur einnig haft mjög erfiða afkomu undanfarin ár. Fjöldi fyrir- tækja hefur staðið f stað en mann- aflinn hefur aukizt nær 3% á ári. Þannig hefur nokkur tilhneiging til stækkunar verzlana átt sér stað og hafa sum þeirra fyrirtækja skilað nokkrum hagnaði, þó ekki nægilegum til þess að öll greinin skilaði hagnaði hin síðari ár. Sölu- turnar hafa hins vegar sýnt nokkuð breytilega afkomu undan- farin ár. Sem heild hafa þessar greinar ekki sýnt jákvæða afkomu síðan 1971. Það ár stóð reksturinn f járnum, en árið eftir var tapið rúmar 33 m. króna. Afkoman var nokkru betri 1973 en þó tap upp á 19 m. króna. 1 fyrra var tapið um 2,4% af vörusölu eða 240 m. króna og reksturinn skilar sízt betri afkomu í ár. Fatnaður, skósala A undanförnum árum hefur afkoma þessara greina farið versnandi. Astæðurnar kunna að vera margar og mætti þar nefna verðlagsákvæði sérstaklega varð- andi skófatnað, aukna samkeppni innanlands og aukin ferðalög Is- lendinga erlendis, sem vafalaust hafa f för með sér fatakaup að einhverju leyti vegna tolla og skatta af fatnaði hérlendis. Rétt er að nefna, að sum fyrirtæki stunda einnig framleiðslu, sem ekki er vitað hvort skilar betri afkomu. 1 ár ætti veltuaukning í þessum greinum að verða rúm 22% i krónutölu, sem þýðir veru- legan magnsamdrátt. Afkoman í ár ætti því að verða verri en undanfarin ár. Lyfjaverzlun Lyfjaverzlun hefur á margan hátt sérstöðu meðal verzlunar- greinanna, þar sem veltubreyt- ingar fylgja ekki eins breytingum eftirspurnar innanlands. Breyt- ingar afkomunnar ráðast aðallega af breytingum tilkostnaðar og álagningar. 1 ár má gera ráð fyrir að veltan aukist f krónutölu um 57%, sem er meiri veltuaukning en í öðrum greinum verzlunar. Sennilegt er, að álagning verði svo til óbreytt frá því í fyrra og þvf ætti afkoman að batna nokkuð í ár, þar sem tilkostnaður eykst ekki til jafns við aukningu veltu. Húsbúnaður Þessi verzlunargrein er mjög háð eftirspurn innanlands og þeim sveiflum og spákaup- mennsku, sem oft koma upp vegna rangrar gengisskráningar og verðlagningu birgða eftir gengisbreytingar. Afkoman verður því sviptingum háð. Árið 1972 var hagnaður greinarinnar nær 60 m. króna eða 3,3% af vörusölu en tvö næstu árin var rekstrarafkoman jákvæð um 0,4% af vörusölu. 1 ár er gert ráð fyrir um 16% veltuaukningu i krónutölu, sem þýðir verulegan magnsamdrátt. Þessi samdráttur, ásamt senni- legri lækkun meðalálagningar, hlýtur að þýða mjög erfiða rekstrarafkomu í ár. Ýmsar sérverzlanir Þessar greinar verzlunar eru mjög blandaður hópur ýmissa sér- verzlana, m.a. blómaverzlanir (620), bókaverzlanir (623), úra- og skartgripaverzlun (626), snyrtivöruverzlun (627), sport- vöruverzlun, leikfangaverzlun og ýmis önnur sérverzlun (628). Af- koma þessara greina allra hefur verið nokkuð jöfn undanfarin ár og var svipuð 1 fyrra og 1971. 1 ár er gert ráð fyrir um 39% veltu- aukningu í krónutölu, sem þýðir verri afkomu í ár en í fyrra, lækki meðalálagning eitthvað. Blönduð verzlun 1 þessum flokki eru þau verzl- unarfyrirtæki, sem ekki flokkast f neinn flokk smásöluverzlunar hér að framan, verzla t.d. bæði með fatnað og matvöru. Megin uppi- staðan f þessum flokki er verzlun kaupfélaganna um land allt og þau ráða því mestu um afkomu greinarinnar. 1 fyrra gekk reksturinn erfiðlega hjá mörgum fyrirtækjum í þessari grein vegna mikillar hækkunar tilkostnaðar, en veltan jókst ekki að sama skapi. Greinin, sem heild, kemur því út með tapi. 1 ár má gera ráð fyrir svipuðu tapi og f fyrra, en þó veltur þar á miklu hvaða meðal- álagningu fyrirtækin ná á árinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.