Morgunblaðið - 23.12.1975, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1975
37
VELVAKAINIDI
Velvakandi svarar í síma 10-100
kl 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu-
dags
# Hafnarbúðir
óheppilegur staður
fyrir aldraða
Ólafur Þórðarson skrifar:
„Það hörmulega hefur gerzt, að
nota á Hafnarbúðir sem biðstöð
þeirra, sem bundnir eru við
sjúkrarúmið vegna langvarandi
veikinda. Þetta er ekki í anda
mannúðar. Ekki er hægt að álíta,
að þeir, sem að þessum ráðstöfun-
um standa, hafi nokkurn tima
komið að Hafnarbúðum þegar at-
hafnalifið við höfnina og
Tryggvagötuna er í fullum gangi.
Hvaða fólk er það svo, sem á að
senda inn I þessa hringiðu um-
ferðar og eitraðs umhverfis? Það
er m.a. fólkið, sem gerði uppfyll-
inguna, sem Hafnarbúðir standa
á, — útslitnir sjómenn og
sjómannskonur, allt frá skútu- og
árabátatímanum. Einnig bændur
og bændakonur, sem unnu með
orfi og hrífu og tóku bæjarbörnin
yfir sumarið og skiluðu þeim síð-
an aftur glaðari og hraustari að
hausti.
Reykvikingar þeir, sem nú telj-
ast til hinna eldri, muna vel þetta
Hafnarbúðahverfi. Þá náði sjór-
inn (við flóð) upp að húsunum,
sem standa landmegin við
Tryggvagötuna, á móti Hafnar-
búðum. Þá var þarna engin upp-
fylling, heldur fallegir klettar,
slipaðir af brimi og bárum. Aðrir
vaxnir þangi. Þarna var lika
sandur og pollar með skeljum og
kuðungt(m eftir hvert útfall.
Þarna var þá hægt að draga and-
ann „í botn“ svo að brjöstkassinn
lyftist ósjálfrátt, en lungun
fylltust af hreinu og súrefnisriku
lofti. Þarna er nú einhver hávaða-
mesti og mengaðasti staður borg-
arinnar. Staðurinn er mengaður
ryki, kolsýringi, sóti og hávaða frá
bílum, skipum, mótorbátum,
krönum og lyfturum. Þessu er
meira og minna stjórnað af mönn-
um, sem verða að nota eyrna-
hlifar til að verjast heyrnarleysi.
Skellinöðrum er ekið jafnvel
hljóðdunkslausum, framhjá öll-
um hliðum hússins. Þarna hafa
erlendir ferðamenn úr stórum
skipum gengið á land og tugir
langferðabila biða þarna langtím-
um saman með vélarnar í gangi.
O Athafnasvæði
og umferðargata
Ekki má gleyma Akraborginni,
sem fer á hverjum degi og fermir
og affermir að meðaltali 120 vöru-
og fólksbíla, sem aka beint inn i
skipið svo að segja við hlið
hússins, spúandi baneitruðum
kolsýringi með blýi og sótmettuðu
lofti. Þetta þrýstist inn um hurðir
og glugga hússins (hverfiglugga,
sem ekki eru hæfir fyrir sjúk-
linga).
Mikill hávaði er svo frá gömlu
verbúðunum, sem eru við húsið.
Slippurinn er þarna skammt frá
með margs konar hávaðasamar
vélar, sem notaðar eru við skipa-
viðgerðir, m.a. loftpressur,
rafmagnshnoðhamra, védrifnar
ryðsköfur o.s.frv.
Svo er hin daglega umferð um
Tryggvagötuna með þúsundir bif-
reiða. Þessi gata er einn af tengi-
liðum landsbyggðarinnar við
höfuðborgina. Umferð um borg-
ina út á Seltjarnarnes allt út að
Gróttuvita fer nær öll framhjá
aðaldyrum Hafnarbúða og veldur
bæði mengun og hávaða.
Rikisskip hefur þarna vöru-
skemmur, með að- og fráakstri við
húsið, svo og fermingu og af-
fermingu skipa.
í óveðrum er þarna veðraviti (í
NA-, og SA-roki). Þá stendur
særokið yfir húsið.
Að flytja langlegusjúklinga i
Hafnarbúðir mundi auðvilað flýta
fyrir þvi að sjúkrarúm losnuðu,
þannig að hægt væri að taka við
nýjum og nýjum. Þannig mætti
fljótlega gera þá alla að stuttlegu-
sjúklingum.
% Finnið heil-
næmari og
friðsælli stað
Nú þegar unga fólkið er að taka
við landinu og þvi, sem það gamla
skilur eftir, lætur það sér detta í
hug að senda lasburða feður sina
og mæður niður í óþverrann á
hafnarbakkanum. Þetta er ekki
hægt.
Fyrir hönd allra þeirra, sem
kunna að eiga það á hættu að
verða sendir á hafnarbakkann og
fyrir hönd aðstandenda þeirra,
skora ég á heilbrigðiseftirlitið,
presta borgarinnar og borgar-
stjórn að vinna að því að fundinn
verði annar, friðsælli og
heilnæmari staður lil að biða
skilnaðar Við jarðardvöl þessa
með von um aðra og bjartari
framundan.
Reykjalundi i desember,
Olafur Þórðarson."
% Að vinna
ósigur
Maður kom að máli við Vel-
vakanda til að vekja athygli á
orðalagi, sem kom fyrir i frétl af
kosningasigri Malcolms Frasers i
Ásíraliu á dögunum. Minnzt var á
Whitlam, tetrið, og sagt að hann
hefðu unnið mikinn ósigur. Þótti
manninum fréttamaður heillum
horfinn er hann tók svo til orða.
Hann hafði að vísu rétt fyrir sér,
og þurfti ekki spekihg til, en lík-
lega hafa allir góðviljaðir lesend-
ur séð, að þarna var um að ræða
það, sem kallað er „Iapsus“, en
ekki annað verra. En vonandi
hefur enginn beðið alvarlegan
ósigur af þessu.
Annars er Velvakandi heldur
ánægður með að menn virðast
velta nokkuð fyrir sér málnotkun
i blöðum og útvarpi um þessar
mundir, og er óskandi að áfram-
hald verði á þvi.
En sem sagt: meinlokur eru
mannlegar. Og blaðamenn,
handritalesarar og prófarka-
lesafar eru ekki siður mannlegir
en aðrir(!)
þannig f maf að maður þyrfti að
kaupa regnhettur og svo valdi
hún sér eina. Það veit ég alveg
upp á hár, þvf að ég varð að taka
fyrir hana sérstaklega vegna þess
að hún hafði að öðru leyti lokið
sfnum innkaupum þá.
Hún sté niður af háa stólnum
og benti Burden á grind þar sem
litskrúðugar regnhettur héngu.
— Þær eru að vfsu ekki alveg
vatnsþéttar, sagði hún f trúnaðar-
tón. — Að minnsta kosti ekki
þegar hellirignir, en þær eru
ágætar. Hún valdi sér eina Ijós-
rauða og ég man ég sagði það
passaði ágætlega fyrir hana.
— Þakka vður kærlega fyrir,
sagði Burden — þér hafið verið
mér til ómetanlegrar hjálpar.
Hann spurðist einnig fyrir í
búðunum sem voru milli kjörbúð-
arinnar og Tabard Road, en eng-
inn minntist þess að hafa séð frú
Parsons daginn áður. Nágrann-
arnir á Tabard Road vfrtust
þrumulostnir og komu ekki að
miklu liói. Frú Johnson sem bjó f
næsta húsi við Parsonshjónin
hafði séð hana fara út klukkan
rúmlega tfu og koma aftur þegar
klukkuna vantaði um það bil
stundarfjórðung f ellefu. Þegar
klukkan var tólf — hélt hún —
hafði hún staðið í eldhúsinu og
HÖGNI HREKKVÍSI
Biauðbær
VeitingahiLs
simar 25090 20490
Högni
fór
í Fiskhöllina
í morgun
og krækti sér í lúðu,
sem við ætlum að matreiða
fyrir þig í dag
Hvers vegna ekki vandað úr?
Stórkostlegt
úrval af:
Herra-úrum
Dömu-úrum
Skóla-úrum
Hjúkrunar- og
vasa-úrum
Einnig stofu-
eldhús og
vekjaraklukkur
Verð — gæði og útlit fyrir alla
Ur og skartgripir
Æ'
Jón og Oskar Laugavegi 70
sendum í póstkröfu sími 2491 0
1
ODÍð til kl. 11
JÓLAGJÖF HEIMILISINS
GLÆSILEIKI - VANDVIRKNI
HAGSTÆTT VERÐ
LOFT- VEGG- OG
BORÐLAMPAR FRÁ S.V.A.Í.
SENDUM Í PÓSTKRÖRI UM LAND AILT
LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL
LJÓS & ORKA
Suðurlandsbraut 1Z
simi 84488