Morgunblaðið - 23.12.1975, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1975
ífí + 8|K*±*#*í!í *
35 sólarlandaferðir
Vinningar í happdrætti Blaksambands íslands
eru 35 sólarlandaferðir. Þú getur unnið 5 ferðir
á aðeins einn miða, vegna þess að dregið
verður 4 sinnum, 5. janúar, 15. janúar, 15.
febrúar og 15. marz n.k. Miðana þarf ekki að
endurnýja.
* $$ * >(< #
JÚGÓSLAVNESKA lands-
liðið sigraði það íslenzka
aftur á laugardaginn og að
þessu sinni með 5 marka
mun, 25:20. Leikur þessi
var þó talsvert ólíkur þeim
fyrri, sem fram fór á
fimmtudaginn, og nú átti
fslenzka liðið mun meiri
möguleika á sigri. Þannig
var staðan t.d. jöfn 20:20
þegar aðeins 7 mínútur
voru til loka leiksins, en þá
hljóp allt í haklás hjá
íslenzka landsliðinu og því
tókst ekki að skora eitt
einasta mark það sem eftir
lifði leiktímans, en máttu
5 sinnum hirða knöttinn úr
eigin neti.
Eins og í fyrri leiknum fóru
mörg dauðafæri íslenzka liösins
forgörðum, en það sem þó var
verra voru mistökin f sóknar-
leiknum sem gáfu hinum eld-
snöggu Júgóslövum möguleika á
hraðaupphlaupum, sem yfirleitt
gáfu liðinu mark. Sóknarleikur
liðsins var þó að mörgu leyti
góður, en varnarleikurinn hins
vegar mjög gloppóttur. Þá var
markvarzlan ekki upp á marga
fiska lengst af og þar í liggur
fyrst og fremst munurinn á
þessum liðum, þó svo að júgó-
slavnesku ólympfumeistararnir
séu einnig mun betur samæfðir
og hafi meiri snerpu.
Islenzka liðið lék flata vörn
framan af leiknum og gekk það
mjög vel, staðan var t.d. jöfn eftir
10 mínútur, 4:4. Upp úr því fór
varnarleikurinn að riðlast og
júgóslavarnir sigldu fram úr. Þeir
náðu 4 marka forystu á aðeins 5
mínútna kafla og hélzt sá munur
að mestu út allan fyrri hálf-
leikinn, en í leikhléi var staðan
16:11. Með réttu hefði staðan þá
þó átt að vera 15:12, því norsku
dómararnir létu sem þeir sæju
ekki er gróflega var brotið á
Stefáni Gunnarssyni, sem hefði
átt að gefa vftakast. Ekkert var
dæmt, Júgóslavarnir brunuðu
upp og skoruðu nokkrum
sekúndum áður en blásið var ti!
leikhlés.
Fyrstu 10 mínútur seinni hálf-
leiksins dró hvorki sundur né
saman með liðunum, en þá kom
að því að íslenzka liðið náði sínum
bezta leikkafla í landsleikjunum
tveimur, skoraði 4 mörk í röð og
misnotaði auk þess vítakast, en
staðan var allt í einu orðin jöfn,
19:19, og leikurinn galopinn.
Aftur varð jafnt 20:20 og voru þá
aðeins 7 mínútur eftir af leiknum.
Þær mínútur voru hins vegar
martröð líkastar fyrir íslenzku
leikmennina, sem ætluðu sér of
mikið, ekki var beðið eftir að leik-
kerfi liðsins gengju upp, heldur
tóku einstakir leikmenn áhætt-
una og skutu úr erfiðum mark-
færum. Þeir höfðu ekki heppnina
með sér, Júgóslavarnir sneru
vörn í sókn og skoruðu úr öllum
sfðustu sóknarlotum sínum. Voru
sum mörk þeirra að vísu ódýr, en
mörk voru það og færðu ólympfu-
meisturunum annan sigurinn í
þessum tveimur leikjum þjóð-
anna.
Beztu menn íslenzka liðsins að
þessu sinni voru þeir Ölafur H.
Jónsson, Stefán Gunnarsson,
Sigurbergur Sigsteinsson og
Björgvin Björgvinsson. Þetta eru
þó ekki markhæstu leikmenn
liðsins, heldur þeir sem mest og
bezt börðust í leiknum, bæði í
vörn og sókn. Jón Karlsson og
Ölafur Einarsson voru mark-
hæstir í íslenzka liðinu, báðir með
Rogers og Carter fremstir
í flokki er „íslenzka” úrvals-
liðið vann Bandaríkjamennina
Jón Karlsson skoraði 5 mörk f landsleiknum á laugardaginn og á mvnd Friðþjófs hér að ofan sést hann skora eitt þeirra.
MEÐ mikilli baráttu og oft á
tfðum mjög góðum leik tókst
úrvalsliði KKl að bera sigurorð
af bandarfska körfuknattleiks-
liðinu frá Rose Hulman há-
skólanum f Laugardalshöllinni.
(Jrslitin urðu 95:86 sigur „ís-
Ienzka“ liðsins, en með þvf léku
Bandarfkjamennirnir Jimmv
Rogers og Curtiss Carter og var
það f fyrsta skipti, sem þeir
léku saman. Attu þeir báðir
mjög góðan leik, einkum þó
Rogers, sem varð að yfirgefa
völlinn í sfðari hálfleiknum,
vegna höggs sem hann fékk á
annað augað. Var það þó ekki
eftir slagsmá! eins og á dög-
unum er Bandarfkjamönn-
unum lenti saman f leik Ar-
manhs og KR, heldur fékk
hann olnbogaskot frá einum
andstæðinganna og lá óvfgur I
gólfinu eftir áreksturinn.
Fyrst í stað höfðu leikmenn
Rose Hulman forystu í leiknum
og var munurinn mestur átta
stig. tslenzka liðið náði svo
mjög góðum leikkafla f lok
fyrri'hálfleiks og hafði 11 stig
yfir í hálfleik, 48:37. I byrjun
seinni hálfleiksins jókst
munurinn enn og varð mestur
yfir 20 stig. Bandaríska liðið
gafst þó ekki upp og minnkaði
muninn verulega, en þó ekki
það mikið að sigur úrvalsins
væri í hættu. Urslitin urðu svo
95:86 eins og áður sagði.
Flestir leikmenn KKl-liðsins
léku vel að þessu sinni, en
fremstir í flokki voru þeir
Jimmy Rogers, Kolbeinn Páls-
son og Kristinn Jörundsson.
Einnig gerðu þeir Trukkur
Carter og Jón Sigurðsson lag-
lega hluti og vakti það mikla
kátínu áhorfenda þegar
Allt í baklás hjá landanum
og aftur tap gegn Júgóslavíu
Trukkurinn tróð knettinum
hvað eftir annað í körfuna með
tilheyrandi látum.
Um bandaríska liðið er það
að segja að leikmenn þess eru
flestir mjög ungir. Þeir voru
greinilega þreyttir í þessum
leik, eftir erfitt ferðalag og
sagði þjálfari þeirra að leiknum
loknum að þreytan hefði f það
minnsta kostað lið hans 20 stig í
leiknum. Lið Rose Hulman há-
skólans hélt héðan f gær og
mun leika á meginlandi Evrópu
yfir hátíðarnar.
Flest stig islenzka liðsins
skoruðu Carter (24), Rogers 18,
Kristinn Jörundsson (11),
Símon Ólafsson (10), Kolbeinn
Pálsson, Jón Sigurðsson og
Torfi Magnússon allir 8 stig.
-áij.
5 mörk, en nokkur úr vítaköstum.
Attu þeir báðir sæmilegan dag, og
einkum þó Ólafur, en Jón virkaði
þreyttur í seinni hálfleik. Axel
Axelsson komst ágætlega frá
leiknum, en Páll Björgvinsson
hefur verið eitthvað miður sín í
leikjunum gegn Júgóslavíu.
Islenzku markverðirnir standa
hinum júgóslavnesku kollegum
sínum Iangt að baki, en Ólafur
Benediktsson varði þó vel meðan
íslenzka liðið var að jafna leikinn
í seinni hálfleiknum og hirti þá
m.a. langsendingar Júgóslavanna
fram völlinn Lhraðaupphlaupum.
1 stuttu máli:
Landsleikur í handknattleik:
Laugardalshöll, 20. desember:
Island — Júgóslavía 20:25
(11:16)
Gangur leiksins:
Mfn. tsland Staðan Júgóslavfa
1. 0:1 Karalic
3. 0:2 Karalic
5. Axel 1:2
7. 1:3 Pocrajac
9. ÓlafurE. 2:3
9. Björgvin 3:3
10. 3:4 Radjenovic
10. Friðrik 4:4
12. 4:5 Karalic
12. 4:6 Pavicevic
12. 4:7 Horvat
13. ölafur J. 5:7
13. 5:8 Pavicevic
14. 5:9 Pocrajac
15. Páll 6:9
16. 6:10 Horvat
17. ólafur J. 7:10
17. 7:11 Pavicevic
18. 7:12 Karalic
19. Axel 8:12
20. 8:13 Horvat
22. 8:14 Pocrajac
23. Jón (v) 9:14
24. Jón (v) 10:14
25. 10:15 Horvat
27. Jón 11:15
30. 11:16 Karalic
LEIKHLÉ
33. Axel 12:16
34. ólafur J. 13:16
35. 13:17 Fejsula
37. Páll 14:17
37. 14:18 Radjenovic
39. Ólafur E. 15:18
10. 15:19 Miljac
42. Jón 16:19
45. Ólafur E. 17:19
47. Jón 18:19
49. ólafur 19:19
50. 19:20 Bojovic
53. ðlafur 20:20
54. 20:21 Radjenovic
54. 20:22 Horvat
58. 20:23 Popovlc
60. 20:24 Pocrajac
60. 20:25 Timko
MÖRK lSLANDS: Ólafur Einars-
son og Jón Karlsson 5 hvor, Axel
Axelsson og Ólafur Jónsson 3
hvor, Páll Björgvinsson 2, Björg-
vin Björgvinsson og Friðrik
Friðriksson 1 hvor.
MÖRK JUGÖSLAVÍU: Karalic 5,
Horvat, Pokrajac og Pavisevic 4
hver, Radjenovic 3, Timko,
Miljac, Popovic og Fejzula 1 hver.
BROTTVÍSANIR AF LEIK-
VELLI: Ólafi Einarssyni, Horvat,
Radjenovic og Bojovic var vikið af
velli i 2 mínútur hverjum.
MISHEPPNUÐ VlTAKÖST: Víta-
köst voru varin frá Ólafi Einars-
syni og Jóni Karlssyni og Páll
Björgvinsson átti vítakast í stöng.
DÓMARAR: Norsku dómararnir
Bolstad og Larsson dæmdu
þennan leik mun betur en leikinn
á fimmtudaginn, en stóðu sig þó
engan veginn vel.
-áij.
Sfmon Olafsson lék með úrvalslíði KKt og þessi hávaxni leikmaður
gerði ýmislegt laglegt 1 leiknum, en virkaði þó helzt til ragur f
leiknum. Aðrir leikmenn fslenzka liðsins á myndinni eru Kolbeinn
Pálsson og Curtis