Morgunblaðið - 23.12.1975, Síða 40

Morgunblaðið - 23.12.1975, Síða 40
Fímm hús skemmast í Axarfirði r Botn Mývatns hefur hækkað um 5 cm á kafla Þessi mvnd var tekin við gos- sprunguna undir Leirhnjúk á sunnudaginn og sést vel hvernig gufustrókarnir standa upp úr sprungunni. Öxlin sem mennirnir standa á er gamall sprungubarmur. Nýja hraunið sem sést á mvndinni er aðeins 1—2 m á þykkt. Ljósm Friðþjófur. Þórshöfn: 56 ára maður finnst látinn r Averkar voru á honUm — veskið finnst ekki LAUST eftir hádegi á sunnudag fannst Ifk 56 ára gamals manns f útjaðri Þórshafnar á Langanesi. Áverkar voru á andliti og vinstri hendi og föt mannsins úr lagi færð, en ekki var hægf að sjá á vettvangi að til átaka hefði komið. Vitað var, að maðurinn var með veski sitt á sér þegar hann fór að heiman daginn áður, en f þvf voru nokkur þúsund krónur f peningum og ávfsun að upphæð 500 þúsund krónur. Maðurinn var ekki með veskið á sér þegar hann fannst á sunnu- daginn og það hefur ekki fundizt þrátt fyrir leit. Lík mannsins var sent til Reykjavfkur til krufn- ingar strax á sunnudaginn. Framhald á bls. 22 Haldið verður áfram með stöðvarhúsið: Sjá grein og viðtöl á bls. 20 og 21. „Fáum svigrúm fram í miðjan janúar” — segir Jón G. Sólnes form. Kröflunefndar ROLEGT var á gos- stöðvunum við Leirhnúk í gærkvöldi og var gosið jafnvel enn minna en í fyrradag. Jarðskjálftar héldu áfram í Mývatns- sveit og Axarfirði í gær. Mestir voru þeir í Axar- firði fyrir hádegi. 1 harð- asta kippnum, sem kom kl. 10. 35 hentist fólk til þar sem það stóð á gólfum. Þá skemmdust einnig þrjú íbúðarhús, vélahús og fjár- hús. Landsig hefur orðið á nokkrum stöðum í Axar- firði og á einum stað hefur þjóðvegurinn sigið á 10 metra kafla og var sigið orðið 50 sm í gærkvöldi og hélt áfram. Þá virðist land- ris hafa orðið í austur hluta Mývatns, þvi 5 cm vatnsborðslækkun hefur orðið við Voga og er talin vera meiri við Reykjahlíð. Að sögn jarðskjálftafræð- inga og jarðfræðinga virð- ist hrinan ganga norður á bóginn og í gær náði hún langt út í Axarfjörð. Upptök skjálftanna virðast eiga sér stað í kringum Skinnastaðií Axarfirði, og er það norðar en jarðfræð- ingar töldu í fyrstu. Séra Sigurvin Eliasson frétta- ritari Mbl. í Axarfirði sagði í gær- kvöldi, að þar hefðu kippir verið á nokkurra mínútna fresti í gær, en þó ekki eins margir og í fyrradag. Mesta hrinan kom um kl. 10 og komu margir i röð. Sá öflugasti kom kl. 10.35. Fólk hentist þá til, þar sem það stóð inni í húsum. 1 þessum kipp urðu skemmdir á vélahúsi að Hóli í Kelduhverfi og Framhald á bls. 22 „ÞAÐ var lán i óláni, að allir starfsmenn við Kröflu voru farnir í jólafri þegar náttúru- hamfarirnar byrjuðu og það var ákveðið að ekki yrði hafist handa á ný af neinum krafti fyrr en um miðjan janúar, þannig að við höfum nokkuð svigrúm og getum séð hvernig málin þróast þann tíma,“ sagði Jón G. Sólnes, formaður Kröflunefndar, f samtali við Morgunblaðið í gær. Jón sagði, að ef eldgosið í Leirhnjúk ágerðist ekki, og vonandi hætti það sem fyrst, þá væri ætlunin að halda áfram með stöðvarhúsið þar sem frá var horfið þegar starfsmenn- irnir fóru í jólafrí, og Ijúka við Jón G. Sólnes það. T.d. ætti eftir að ljúka við hluta af þakinu m.a. með meiri jarðskjálftastyrkingu og ýmis suðuvinna væri eftir. Að sögn Jóns á vélaniðursetn- ing ekki að hefjast fyrr en eftir 3—4 mánuði. Túrbinur og raf- alar eiga að koma til landsins í maí og eftir því sem síðast frétt- ist frá framleiðendum, er ekki annað vitað, en sú áætlun standist fulikomlega. „Ef hægt er að segja að eitthvað sé jákvætt við þessar náttúruhamfarir, þá er það svigrúmið sem við fáum fram yfir áramót. Okkur í Kröflu- nefnd hefði ekki liðið vel með 100 manns í vinnu á virkjunar- staðnum nú,“ sagði Jón G. Sól- nes. Að jafnaði munu starfa um 100 manns við Kröfluvirkjun. Kaupir Toyota-fyrirtækið físk- afurðir héðan fyrir V 2 milljarð HORFUR er á því að japanska Þarna gæti orðið um að ræða um ekki einungis f flökum heldur hug á að kanna möguleika stórfyrirtækið Toyota kaupi héð- an sjávarafurðir á næsta ári fyrir milli 300 og 500 milljónir króna. 1000 tonn af frystri loðnu, fryst- an kúffisk, bæði f skelinni og blokkfrystan og einnig karfa, einnig heilfrystan. Fulltrúar frá Toyota-fyrirtækinu hafa verið hér á landi vegna þessa og tóku þeir auk þess með sér sýnishorn bæði af spærlingi og kolmunna. Milligöngumaður Toyota hér hefur verið framkvæmdastjóri Toyota-umboðsins hér á landi, Páll Samúelsson, og að sögn hans var það í júlí si. að hann fékk fyrirspurn frá Japan um þetta atriði og litlu síðar komu full- trúar frá fyrirtækinu til að kynna sér allar aðstæður. Höfðu þeir þá fyrst og fremst á að kaupa hér loðnu en Páll kvaðst hafa farið með Japanina á fund dr. Björns Dag- bjartssonar hjá Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins, er kynnti auk þess fyrir' þeim karfa, kúfskel, spærling og kolmunna. Páll kvaðst hafa leitað aðstoðar við- skiptaráðuneytisins er sýnt hefði mikinn áhuga á hugsanlegum sölumöguleikum á karfanum og kúfskelinni og boðist til að vera innan handar á allan hátt. Einnig kveðst Páll hafa rætt við forráð- Framhald á bis. 22 ^ JT***':

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.