Mosfellsblaðið - 01.01.2000, Síða 10

Mosfellsblaðið - 01.01.2000, Síða 10
Sextíuogsex 1995. Biggi og Kalli í myndatöku fyrir plötu nr 2, Sextíuogsex í sveitinni. Plata sem aö þeir sögðu að vœri að vissuleiti tileinkuð Mosfellssveitinni. skiptið sem við höfum fengið góðann stuðning við gerð plötu. Reykjagarður studdi okkur dyggilega við gerð beg- gja platnanna. Arið 1997 kom svo Gildran saman á ný og vann að gerð plötunnar Gildr- an í 10 ár það er tvöfalt albúm. A síð- asta ári gáfum við svo út plötu undir nafni Gildrumezz sem innihélt rjó- mann af CCR dagskránni. Það er fyrsta platan sem við gefum út með efni eftir aðra. Hafa farið marga hringi í kringum landið Frá því að fyrsta plata Gildrunnar kom út var það hreint og beint lífs- spursmál fyrir okkur að spila út um allt land það var okkar eina leið til að kynna plötumar. Við gáfum allar okk- ar plötur út sjálfir og höfðum engin ráð til að auglýsa þær á annan hátt. Eitt sumarið fórurn við fjóra hringi í kringum landið við fengum svima. Sömu sögu má segja um Sex- tíuogsex á árunum 1994-1996 spiluð- um viðtæplega 400 sinnum undir því nafni út um allt land. Sextíuogsex varð í raun mikið vinsælli og eftir- sóknarverðari hljómsveit en við bjuggumst við. I Sextíuogsex störfuðu með okkur tveir bassaleikarar þeir Friðrik Halldórsson og Jón Olafsson frábærir tónlistarmenn báðir tveir og skemmtilegir félagar. Arið 1998 stofnuðum við svo ásamt Sigurgeiri og Mezzofortebassaleikar- anum Jóhanni Asmundssyni hljóm- sveitina Gildrumezz. Undir því nal'ni höfum við farið út um allt land með okkar vinsælu CCR dagskrá. CCR dagskráin var ein vinsælasta tónlistar- dagskrá ársins 1999 og önnuðum við vart eftirspum. Eins er hljómsveitin talsvert bókuð á nýju ári við ýmis tækifæri árshátíðir og fl. Af hverju öll þessi nöfn en nánast alltaf sömu menn? Einfaldlega vegna þess að Gildran, Sextíuogsex og Gildmmezz hafa all- ar fengist við svo ólík verkefni. Okk- ur hefði fundist ósanngjamt að aug- lýsa Gildruna og mæta svo tveir á sviðið með kassagítar, sneriltrommu og munnhörpu eins og við höfum ver- ið undir nafni Sextíuogsex. Það er hætt við að margur hefði orðið l'yrir vonbryggðum þá. Við hefðum komist einn hring í kringum landið en alveg örugglega ekki ann- an. Vendipunkturinn er þó alltaf sá að þessar hljómsveitir em allar svo gjör- ólíkar og hafa allar einhver sterk sér- einkenni. Allar hafa þær náð að skapa sér nafn í íslensku tónlistarlífi Gildran og Uriah Heep 1988. Myndin er tekin að loknum frábœrum tónleikum sem að gagnrýnendur jafnt sem áhorfendur héldu vart vatni yfir. Gildran var klöppuð tvisvar upp það gerist ekki oft hjá upphitunarböndum. Greinilega kátir karlar þarna á ferð. A milli Kalla og Bigga erMick Box einn þekktasti rokkgítarleikari heims og við hlið Þórhalls stendur Lee Kerslake trommuleikarinn sem að Kalli var með mynd af á sínu fyrsta trommusetti. Gildran og Jethro Tull 1992. Myndin er tekin að loknum frábœrum tónleikum í íþróttahöllinni á Akranesi. Fleiri þúsund manns lögðu leið sína á þessa tónleika. Þarna er Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari kominn til liðs við þá félaga hann er lengst til hœgri á myndinni. Við hlið hans stendur hinn heimsþektki forsprakki Jetliro Tull lan Anderson. 3 tlosfcllsbliiitiA

x

Mosfellsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.