Morgunblaðið - 30.12.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.12.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1975 5 Dr. Sturla Friðriksson afhendir Jðni Steffensen prófessor verð- laun Ásu Guðmundsdóttur Wright. Jóni Steffens^n veitt verðlaun Asu Guðmundsd. Wright HEILÐURSVERÐLAUN Veið- launasjóðs Ásu Guðmundsdótt- ur Wright voru veitt Jóni Steff- ensen prófessor við hátíðlega athöfn f Norræna húsinu sfðast- liðinn sunnudag. Jón Steffen- sen fékk verðlaunin að þessu sinni fvrir uppfræðslustörf f læknisfræði og veigamikil mannfræðileg vfsindastörf. I ræðu, sem dr. Sturla Friðriksson, einn þriggja stjórnarmanna sjóðsins, hélt við afhendinguna sagði hann m.a. um verðlaunahafann: „Jón Steffensen hefur með mikilli samvizkusemi og kunnáttu verið giftusamur uppfræðari. Og mun hann hafa verið kenn- ari flestra lækna, sem nú starfa á landinu. En samfara kennslu- störfum hefur prófessor Jón Steffensen alitaf sinnt veiga- miklum vísindastörfum á sviði mannfræða. Hann hefur skýrt frá niðurstöðum af rannsókn- um sínum og athugunum i fjölda ritgerða, sem að miklu leyti hefur verið safnað saman í bókinni Menning og meinsemd- ir, sem gefin var út á vegum Sögufélagsins.“ Síðan sagði dr. Sturla: „Með vísindastarfsemi sinni og þeim rannsóknarað- ferðum, sem hann hefur beitt hefur honum tekizt að leggja af mörkum drjúgan þátt til þekk- ingar okkar á tildrögum land- náms, sögu íslendinga og af- komu og heilsufari þjóðarinnar f landinu.“ I stjórn Verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright eru auk dr. Sturla Friðrikssonar, dr. Kristján Eldjárn og dr. Jóhannes Nordal. Kennedy ekki sagður við eina fjölina felldur í kvennamálum BANDARÍSKA VIKURITIÐ Time birti I siðasta tölublaði sinu grein, sem sögð er vera nákvæm lýsing é ástalifi Kennedys Bandarikjafor- seta, þau þrjú ár sem hann sat i Hvita húsinu. Ýmsar sögusagnir hafa veiS á kreiki um kvennamál forsetans, en ekki veriS um þau fjallað opinskátt fyrr en nú. Skv. frásögn Time var Kennedy langt frá þvi aS vera viS eina fjölina felldur I kvennamálum og fór raunar aldrei dult meS hrifningu sina á fögrum konum og þegar hann var i samkvæmum eSa meS móttökur gerði hann aár far um aS gefa sig á tal viS ungar, fallegar konur, sem hann kom auga á. Upphafið að þessari frásögn Time er, að kona nokkur i Los Angeles, Judith Campell Exxner, skýrði frétta- mönnum frá þvi fyrir jól, að hún hefði verið náin vinkona forsetans um tveggja ára skeið, 1961—63 Kona þessi var áður gift leikaranum Wiliiam Campell. Þessi frásögn Judith staðfesti orðróminn um kvennamál forsetans og kom öllum skrifunum af stað. Time segir að forsetinn hafi einkum lagt lag sitt við konur, sem ekki voru kunnar. en þó hafi hann einnig haft náin kynni af leikkonunum Jayne Mansfield, Marilyn Monroe og verið orðaður við Kim Novak, Janet Leigh, Rhonda Flemming og Angie Dickinson, eiginkonu Burts Bacharachs. Þá mun einnig hafa verið talsvert um það að ungar og ’ fallegar flugfreyjur kaemu i heim- sókn í Hvíta húsið, og þurfti leyní- þjónustan þá að kanna nákvæmlega æviferil þeirra. Einnig kom það fyrir að vinir Kennedys sendu stúlkur í heimsókn til hans, er Jackie var I burtu, og skipaði Kennedy þá lif- vörðum sínum að hleypa stúlkunum inn, sem þeir gerðu, en höfðu alltaf nokkrar áhyggjur af. Lifverðir for- setans voru hans helztu bandamenn í þessum málum og gættu þess eins og sjáaldur auga sins að ekki kæmist upp hvað Bandarikjaforseti væri að aðhafast. Fregnir herma einnig að Kennedy hafi haft nokkrar ungar og fallegar konur á launaskrá I Hvíta húsinu sem skrifstofustúlkur, en þær hafi næsta litið sinnt þeim störfum, en alltaf verið nálægar hvar sem for- setinn var. Einkum voru tvær stúlkur nefdar i þessu sambandi og gengu þær undir dulnefnunum „Fiddle og Faddle" hjá lifvörðum forsetans. Þá er hermt að Kennedy hafi eitt sinn hneykslað tvo settlega brezka ráðherra, þá Harold Macmillan for- sætisráðherra og Richard A. Butler, er hann átti með þeim fund i Nassau 1962, er hann trúði þeim fyrir þvi að ef langur timi liði milli þess að hann sængaði hjá kvenmanni fengi hann áköf höfuðverkjaköst Ekki fara sögur af hvort Jacqueline hafi vitað um þetta atferli manns síns, en þó er sagt að eitt sinn er hún hafi komið heim úr ferðalagi hafi hún fundið kven- mannsnærflik undir dýnunni i svefn- herbergi forsetans. Afhenti hún honum flikina og bað hann ofur róleg um að leita að eigandanum, þvt að þetta væri ekki sitt númer. Mari fyn Monroe. Kim Novak. Jayne Mansfield. 10 sölustaðir í Reykjavík: Skátabúðin Snorrabraut - Volvosalurinn Suðurlands- Hraunbær 102E - Burstafell, Réttarholtsvegi ■ braut - Alaska Breiðholti - Við Úlfarsfell Hagamel - Bílaborg Borgartúni 29 - V!ð verslunina Víði Seglagerðin Ægir Grandagarði - Austurstræti 12 Starmýri. Þú færóallt fyrirgamlárskvöld hjá okkur,opið til kl.10 daglega Hjálparsveit skáta Reykjavík Ef þú Flugeldar - sólir - blys - gos - tivolíbombur ■ Ijós og margt fleira - allt traustar vörur. 3 gerðir af fjölskyldupökkum. 10% ódýrari. 1200 kr. 2000 kr. 3000 kr. þú þarft fyrir gamlárskvöld. Reykvíkingar, Flugeldasalan er fjáröflunarleið til tækjakaupa og reksturs hjálparsveitarinnar. Hjálpið okkur til þess að við getum hjálpað ykkur sem best. stjörnu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.