Morgunblaðið - 30.12.1975, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1975
14
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, slmi 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, slmi'«22 4 80.
Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið.
Iallri sögu mannkyns-
ins er það stjórnar-
form, sem ríkt hefur um
skeið í Vestur-Evrópu og
Norður-Ameríku og ör-
fáum löndum öðrum, lýð-
ræðisskipulagið, aðeins
agnarlítill þáttur, en samt
sem áður stöndum við, sem
búum við þetta stjórnar-
form, í þeirri trú, að lengra
hafi mannkynið ekki náð á
þeirri braut að skapa fólki
frelsi og hverjum ein-
staklingi aðstöðu til að
hafa eðlileg áhrif á stjórn
sinnar þjóðar. Um leið er
okkur Ijóst, að lýðræðið,
eins og það hefur þróazt á
tuttugustu öldinni, hefur
átt í vök að verjast og næg-
ir í þeim efnum að hverfa
þrjá til fjóra áratugi aftur i
tímann er meginhluti
Vestur-Evrópu og raunar
Austur-Evrópu einnig, laut
einræði hins þýzka
nazisma. Hið lýðræðislega
stjórnarform lifði þann
hildarleik af, en óneitan-
lega hefur það vakið at-
hygli að á sama tíma og
nokkrir tugir ríkja hafa
öðlazt sjálfstæði og losnað
undan nýlenduoki hinna
gömlu stórvelda hafa fæst
þeirra tekið upp lýðræðis-
legt stjórnarfyrirkomulag.
Venjulega er því borið við,
að almenningur í þessum
löndum hafi ekki náð þeim
þroska að lýðræði henti
þeim. Þess vegna hefur
einræðisríkjum í raun og
veru farið fjölgandi á
síðustu áratugum.
Þegar þessi heimsmynd
er höfð í huga skyldu menn
varast að láta sem vind um
eyru þjóta ítrekaðar
aðvaranir sovézka Nóbels-
skáldsins Alexanders
Solsjenitsyns til vestrænna
ríkja en hann hefur hvað
eftir annað aðvarað Vest-
urlandabúa og látið í ljós
þá skoðun, að staðfesta
þeirra gagnvart sovézkri
ásælni væri ekki nægileg.
Nú hefur Solsjenitsyn á ný
látið til sín heyra í viðtali
við franskt tímarit og látið
í ljós þá skoðun, að hinn
vestræni heimur kunni að
standa á tímamótum og
vestræn siðmenning kunni
að vera komin á sitt loka-
skeið. I viðtali þessu segir
Solsjenitsyn m.a.: „Vest-
urlandabúar hafa tilhneig-
ingu til að halda að lýð-
ræðið muni vara en eru
samt ekki svo sannfærðir
um það. Lýðræðið er eins
og eyja í hinu mikla fljóti
sögunnar, vatnið rís
stöðugt og einföldustu lög-
mál sögunnar vinna gegn
lýðræðisþjóðfélögum, en
Vesturlandabúar neita að
horfast í augu við þessa
staðreynd. Nú er hinn vest-
ræni heimur á tímamótum.
Tilvera vestrænnar
siðmenningar er í hættu á
næstu árum... Þið
Vesturlandabúar eruð ekki
lengur reiðubúnir til þess
að færa fórnir til þess að
halda frelsinu, þið viljið
einungis málamiðlun.“
í viðtali þessu segir
Solsjenitsyn, að ef leið-
togar einræðisríkjanna í
austri mundu sjá minnsta
merki þess, að Vestur-
landamenn væru tilbúnir
til þess að fórna lífi sínu
fyrir frelsi og lýðræði,
mundi það halda aftur af
þeim og hann bendir á, að í
hvert sinn, sem vestrænir
leiðtogar hafa sýnt festu
frammi fyrir ógnunum
kommunista hvort sem það
hafi verið í Berlín, Kóreu
eða Kúbu, hafi leiðtogar
Sovétríkjanna látið undan
síga. En hann lætur í ljós
þá skoðun, að Vesturlanda-
búar kunni ekki að meta
frelsið vegna þess að þeir
telji, að þeir hafi unnið til
þess í eitt skipti fyrir öll og
segir, að slík afstaða hafi
áhrif á íbúa Sovétríkjanna
o viðleitni þeirra til þess að
öðlast meira frelsi. I hvert
skipti sem íbúar Sovét-
ríkjanna sjái, að valda-
jafnvægið breytist leiðtog-
um þeirra í hag, minnki
von þeirra um aukið frelsi
sjálfum þeim til handa og
ef stjórnarfar sem
almenningur í Sovét-
ríkjunum hafi fyrir-
litningu á, breiðist út frá
einum heimshluta til
annars hljóti fólkið í Sovét-
ríkjunum að komast að
þeirri niðurstöðu að það
feli í sér eitthvað gott. Loks
segir Solsjenitsyn rétti-
lega, að kommúnisminn sé
ekki rússneskt fyrirbæri,
hann hafi tekið sér ból-
festu í Rússlandi og notað
Rússland en hann geti
einnig tekið sér bólfestu í
hinum vestræna heimi.
ítrekaðar aðvaranir hins
sovézka Nóbelsskálds
hljóta að vera íbúum lýð-
ræðisríkja á Vesturlöndum
mikið umhugsunarefni.
Hann er í raun og veru að
segja, að siðferðisstyrkur
okkar hafi veikzt svo mjög,
að þótt við höfum yfir
nægilegri tækni og auðæf-
um að ráða til þess að halda
okkar hlut, þá höfum við
ekki þann siðferðisstyrk til
að bera sem þarf til þess að
standast ásókn einræðis-
ríkjanna. Það hlýtur að
verða áleitin hugsun fyrir
okkur öll, hvort
Solsjenitsyn kunni að hafa
á réttu að standa.
Aðvörun Solsienitsyn
Flugrekstur Landhelgis-
gœzlunnar 20 ára
TUTTUGU ÁR voru I gær liðin
frá því er Landhelgisgæzian fór f
fyrsta gæzluflugið við strendur
landsins á eigin flugvél. Var það
Catalina-flugvélin TF-RAN og
áhöfn flugvélarinnar f þessari
fyrstu gæzluför hennar var: Aðal-
björn Kristbjarnarson, flugstjóri,
Guðjón Jónsson, flugmaður,
Guðmundur Kjærnested, skip-
herra, Hörður Þórhallsson, stýri-
maður, Gunnar Loftsson, véla-
maður, og Garðar Jónsson, loft-
skeytamaður. Að 20 árum liðnum
eru aðeins tveir úr þessari áhöfn
enn starfandi hjá Landhelgis-
gæzlunni: Guðmundur
Kjærnested, skipherra, og
Guðjón Jónsson, flugstjóri.
Á blaðamannafundi, sem Land-
helgisgæzlan efndi til I gær af
þessu tilefni, skýrði Pétur Sig-
urðsson frá flugþjónustu Land-
helgisgæzlunnar, sem vaxið hefur
mikið á þessum árum. Fyrst á
meðan flugið var i bernsku, kom
varla fyrir að flugvél Gæzlunnar
fyndi ekki einhvers konar lögbrot
í gæzluferð. Pétur kvað flugþjón-
ustu gæzlunnar mjög nauðsyn-
lega og án hennar kvað hann
gæzluna vera sem blindan
kettling. Nú starfa við flugþjón-
ustu Landhelgisgæzlunnar 18
menn og rekstur hennar kostar
heldur minni upphæð en rekstur
varðskips. Kvað Pétur yfirstjórn
Landhelgisgæzlunnar aldrei hafa
fundizt flugreksturinn dýr —
hann væri nauðsynlegur og í þvf
sambandi benti hann á ummæli í
Morgunblaðinu frá 19. september
1920, þar sem erlendur flugkappi
sagði frá möguleikum flugvéla,
m.a. við landvarnir og nefndi
hann sérstaklega að unnt væri að
fylgjast með veiðiskipum um-
hverfis landið og varna þeim
veiðum í landhelgi.
Guðjón Jónsson, flugstjóri
Landhelgisgæzlunnar, skýrði á
blaðamannafundinum frá því er
TF-RÁN tók brezka togarann
Cape Cleveland hinn 16. febrúar
1956 fyrir ólöglegar veiðar við
Ingólfshöfða og skipaði honum að
sigla til hafnar í Neskaupstað.
Flugvélin stóð skipið að ólögleg-
um veiðum á hádegi og sveimaði
yfir honum þar til landfestar voru
bundnar á Norðfirði klukkan 01
um nóttina. Sveimaði flugvélin
yfir togaranum allan tímann að
undanteknum þremur klukku-
stundum, er flugvél Flugfélags Is-
lands leysti hana af á meðan elds-
neyti var sótt til Egilsstaða. |
Togarataka hefur aldrei síðan |
verið gerð úr flugvél, en eins og
Pétur Sigurðsson forstjóri sagði á
blaðamannafundinum í gær:
„Það sem einu sinni hefur gerzt,
getur gerzt aftur.“
Gæzluflug á vegum Landhelgis-
gæzlunnar er þó eldra en 20 ára,
þar sem áður en RÁN kom til
sögunnar voru notaðar leiguflug-
vélar. Fyrsta gæzluflugið var far-
ið árið 1952 og var þá eins hreyfils
vél leigð af Birni Pálssyni, sem
flaug sjálfur, og f ferðinni var
Pétur Sigurðsson einnig með. Að-
dragandinn að því að Landhelgis-
gæzlan eignaðist RÁN var sá að
bandaríski flugherinn átti vélina
og hlekktist henni á við Þórshöfn
á Langanesi. Var hún síðan lag-
færð og henni flogið til Reykja-
víkur. Keypti flugmálastjórnin
vélina, sem síðan seldi Landhelg-
isgæzlunni hana. Vélin var mjög
vel búin á þeirra tíma mælikvarða
með ratsjá og öðru nauðsynlegu
tii gæzluflugs. Var hún síðan send
til Danmerkur í klössun og skilaði
hún sfðan margra ára þjónustu
fyrir Landhelgisgæzluna.
Framhaid á bls. 27
Fyrsta flugvél Landhelgisgæzl-
unnar, TF-RAN. A myndinni er
flugvélin, Catalina, á flugi yfir
togara að veiðum f landhelgi.
Myndin birtist f Morgunblaðinu
30. marz 1957. Togarinn er með
vörpuna á sfðunni.
Á AÐFANGADAG jóla skipaði
Matthfas Bjarnason, sjávarút-
vegsráðherra, sérstaka nefnd,
sem gera á tillögur um stjórn
fiskveiða með sérstöku tilliti til
skýrslu fiskifræðinga um ástand
fiskstofnanna við landið. Alls eru
átta menn í nefndinni, en for-
maður hennar er Einar B.
Ingvarsson aðstoðarmaður
sj ávarútvegsráðherra.
Einar sagði þegar Morgunblað-
ið hafði samband við hann f gær,
að þegar hefði verið boðað til
fundar í nefndinni, en hún kæmi
þó ekki saman fyrr en eftir ára-
mót, þar sem hluti nefndarmanna
býr úti á landi. Ætlunin væri að
Jafntefli í fyrstu
skák Guðmundar
GUÐMUNDUR Sigurjónsson
samdi um jafntefli við Arthur
Bisguíer frá Bandarfkjunum
eftir 24 leiki f fyrstu umferð
skákmótsins f Hastings f gær.
Aðeins David Bronstein frá
Sovétríkjunum og Wolfgang
Uhlman frá Austur-Þýzkalandi
unnu sínar skákir. Bronstein
vann Julio Kaplan frá Banda-
rfkjunum og Uhlman vann Robert
Bellin frá Bretlandi.
Tékkarnir Hort og Jansa gerðu
jafntefli og Bretinn John Nunn
náði jafntefli við Rússann
Taimanov. Bretarnir Stean og
Miles og Hartston og Kean gerðu
jafntefli.
Skák Viktors Korchnois og
Gennandi Sosonko frá Hollandi
fór í bið eftir 40 leiki. Korchnoi er
með peð yfir en getur reynzt
erfitt að vinna skákina. Honum
var yfirleitt spáð sigri áður en
mótið hófst.
hraða störfum eins og hægt væri
og mjög líklegt að náið samband
yrði haft við Fiskveiðilaganefnd-
ina, sem nú reyndi að flýta störf-
um eftir mætti.
Auk Einars B. Ingvarssonar eru
eftirtaldir menn f nefndinni: Frá
Landssambandi íslenzkra útvegs-
manna Björn Guðmundsson og
Vilhelm Þorsteinsson, frá Far-
manna- og fiskimannasambandi
Islands Asgeir Sölvason, frá Haf-
rannsóknastofnuninni Sigfús
Sehopka, frá Sjómannasambandi
tslands Tryggvi Helgason, frá
Fiskimálaráði Eggert Jónsson, frá
Fiskifélagi Islands Már Elísson.
Pétur Sigurðsson, forstjóri, og Guðjón Jónsson, flugstjóri, skoða
logbók TF-RAN frá fyrstu ferðinni 29. desember 1955.
Eiga að gera tillögur
um stjórn fiskveiða