Morgunblaðið - 30.12.1975, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1975
15
5 dœmdir til dauða
í Sovétríkjunum
Moskvu 29. desember — Reuter.
SOVÉZKUR dómstóll hefur
dæmt fimm menn til dauða fyrir
að svfkja 9 milljónir rúblna út úr
ríkinu. Er um mikið fjársvikamál
að ræða, sem meðal annars snert-
ir kaup á niðursuðuverksmiðju,
sem ekki er til.
Sagt var frá réttarhöldunum
yfir mönnunum, sem haldin voru
I Azerbaijan og stóðu 118 mánuði,
f smáblaði, sem kom til Moskvu
um helgina. Auk mannanna fimm
fengu 59 aðrir strangan dóm að
sögn blaðsins.
Time velur
konur ársins
New York 28. desember — Reuter
BANDARÍSKA vikuritið
Time, sem hefur það fyrir
venju að kjósa mann
ársins, hefur valið 12 kon-
ur sem konur ársins, til
heiðurs líðandi kvennaári.
Meðal kvennanna eru
Betty Ford, forsetafrú,
tennisstjarnan Billie Jean
King og rithöfundurinn
Susan Brownmiller. Hinar
konurnar gegna ýmsum
störfum, eru í stjórnmál-
um, starfa í hernum eða
eru prestar.
Leiðtogi þeirra var yfirbókari
niðursuðuverksmiðju en hinir
fjórir voru yfirmenn samyrkju-
búa. Á árunum 1966 til 70 gerðu
þeir og aðrir starfsmenn búanna
skýrslur um sölu á þúsundum
lesta af grænmeti, sem aldrei var
ræktað. Voru greiðslur niður-
suðuverksmiðjunnar fyrir græn-
metið færðar af reikningi ríkisins
inn á bankareikninga samyrkju-
búanna. Síðan var fjármununum
skipt á milli hlutaðeigandi.
Eignir allra þeirra, sem hlutu
dóm, Voru gerðar upptækar, en
mennirnir fimm verða skotnir.
Bandaríkin
taka togara
New York 29. desember
— Reuter.
BANDARÍSKA strandgæzlan
tók i dag pólskan togara fyrir
að hafa stundað ólöglegar veið-
ar innan 12 mílna fiskveiðilög-
sögu Bandaríkjanna. Tals-
maður gæzlunnar sagði, að
togarinn, Lepus, sem er 2.691
lest að stærð og með 98 manna
áhöfn, hefði verið tekinn þar
sem hann var að veiðum 11
mílur frá strönd Long Island.
Farið var með skipið til New
York þar sem það mun liggja
þar til yfirvöld taka mál skip-
stjórans fyrir.
BergmanogA.
Aalto heiðraðir
Vaduz, 29. desember, Reuter.
LISTASTOFNUN í Veduz í
smáríkinu Liechtenstein í
ölpunum tilnefndi í dag
sex menn fremstu fulltrúa
vestrænnar siðmenningar,
hvern á sínu sviði, sam-
kvæmt ábendingum sér-
fræðinga.
Þeir eru sænski kvik-
myndaframleiðandinn Ing-
mar Bergman, brezki
myndhöggvarinn Henry
Moore, spænski listmálar-
inn Juan Miro, finnski
arkitektinn Alvar Aalto,
bandaríski rithöfundurinn
Thornton Wilder, sem er
nýlátinn, og sovezka tón-
skáldið Dimitri Shosta-
kovich, sem lézt fyrr á
árinu.
1. Bergman A. Aalto
Talsmaður stofnunarinnar, sem
var sett á laggirnar 1948, sagði að
378 sérfræðingar frá 39 löndum
hefðu valið þessa menn fremstu
fulltrúa vestrænnar siðmenning-
ar.
Slíkar tilnefningar fara fram á
fimm ára fresti á vegum stofn-
unarinnar en þeim fylgja engin
verðlaun. Þó hefur stofnunin
fjármagn til að veita sams konar
verðlaun og Nóbelsverðlaunin en
eina listgreinin sem heiðruð er
með Nóbelsverðlaunum er bók-
menntir.
VILJA ÁKÆRA PERON — Stjórnarandstaðan I Argentlnu hefur krafizt þess, að þingið ákæri Mariu
Estelu Peron forseta fyrir óstjórn og spillingu. Stuðningsmenn forsetans munu sennilega fallast á að
þingið ræði kröfuna. Þrátt fyrir klofning í flokki peronista er talið ólíklegt að samþykkt verði að höfða
mál gegn forsetanum. Til þess þarf tvo þriðju atkvæða.
Árekstur Týs og Andromedu
mikið mál 1 brezkum blöðum
— Morning Star
málaráðuneytið lýí
London 29. desember —
Einkaskeyti til Morgunblaðsins
frá AP og Mike Smartt.
ÍSLENDINGAR fengu
stuðning í fiskveiðideilu
sinni við Breta á mánudag
f dagblaði brezkra
kommúnista. Morning
Star. Krafðist blaðið þess f
leiðara að brezka stjórnin
viðurkenndi þegar „rétt
fslenzku þjóðarinnar til yf-
irráða yfir þeim auðlind-
um, sem þeir byggja efna-
hagslega framtfð sína á.“
Sagði blaðið í greininni að
áreksturinn milli Týs og
Andromedu sýndi að lífi og lim-
um væri hætta búin í þorska-
strfðinu.
„Kjánaleg sýning á ímynduðum
flotastyrk Breta gerir málið
aðeins erfiðara með hverjum deg-
inum sem líður. A málinu er bara
ein lausn. Brezka stjórnin verður
að viðurkenna rétt íslenzku
þjóðarinnar til yfirráða yfir þeim
auðlindum, sem þeir byggja efna-
hagslega framtíð sina á, það er
fiskinum i sjónum i kringum land
hennar.
Brezka stjórnin hefur krafizt
þessa réttar varðandi olíuna í
Norðursjó, jafnvel þó að hún selji
yfirráð þeirra amerfskum ein-
okunarfyrirtækjum. Þessi réttur
nýtur nú vaxandi stuðnings í
heiminum.
ýsir stuðningi við
ir ábyrgð á hendur
Ráðherrar eiga að vinna að þvi
að viðræður við islenzku stjórnina
verði hafnar á ný á grundvelli
þess að hún beri ábyrgð á nýtingu
fiskauðlinda þjóðar sinnar.
Aðeins með því móti getum við
náð samkomulagi, þar sem hags-
raunum áhafna okkar og fisk-
iðnaðar er gætt.“
Brezkir fjölmiðlar gerðu
árekstri varðskipsins Týs og frei-
gátunnar Andromedu ýtarleg
skil, en Morning Star var eina
blaðið, sem selt er um allt land,
sem fjallaði um hann í leiðara.
Fimm af níu stærstu blöðum
Bretlands skýrðu frá árekstrinum
á forsiðu, en hin fjögur á inn-
sfðum. Flest blöðin töluðu um at-
burðinn sem „árekstur", en sögðu
frá ásökun íslendinga um að frei-
gátan hefði siglt á Tý, ásamt neit-
un brezka varnarmálaráðuneytis-
ins við þeirri ásökun.
í frétt Daily Telegraph, sem
styður íhaldsmenn sagði: „Árekst
urinn getur orðið ástæðan sem
íslenzkir vinstrisinnar byggja á
kröfu sfna um að slitið verði
stjórnmálasambandinu við
Breta.“
I fréttinni segir einnig:
„Islenzkir ráðherrar viðurkenna í
einkaviðtölum að ríkisstjórnin
muni komast í minnihluta ef hún
leitar samþykktar Alþingis á
samningum við Breta — og þá
sérstaklega eftir áreksturinn f
gær.“
ísland en varnar-
landhelgisgæzlunni
I tilkynningu sem skipherra
freigátunnar Andromedu, Robert
Gerken, lét frá sér fara á sunnu-
dag, segir hann meðal annars.
„Við héldum beinni stefnu, en
ég hafði miklar áhyggjur af
siglingarmáta Týs f tvö skipti
þegar hann beygði fast upp við
síðuna á okkur til að komast aftur
fyrir skutinn. Hann hafði auð-
sjáanlega skrúfurnar á fullu aftur
á bak.
I þriðju tilraun vanmat Týr
hraða sinn afturábak og beygði of
fljótt og virtust skipstjórnarmenn
hafa misst stjórn á skipinu enda
rakst framhlið þess f rekkverkið
hjá okkur. Þegar Týr rakst á
stjórnborðshlið okkar héldum við
beinni stefnu og jöfnum hraða og
togarinn, sem við vorum að verja
var í einnar mflu fjarlægð á bak-
borða.
Af öllum þeim myndum að
dæma, sem teknar voru um borð i
Tý, virtist sem þeir væru á
síðustu stundu að taka mynd fyrir
keppnina um beztu ljósmynd
ársins 1975 Og ég var mótívið og
gerði allt annað en að brosa.
Ég er enn að velta þvf fyrir mér
að skipherra Týs hafi verið í leyfi
og að óvanur maður hafi verið við
stjórnvölinn, þar sem hann missti
stjórn á skipinu með því að sigla á
fullu aftur á bak og inn f kjölfar
beggja skipanna. Vanur maður
hefði áttað sig á hættunni, sem
því er samfara."
Framhald á bls. 27
Tilvera hins vestræna heims í hættu
— segir Solzhenitsyn
París 28. desember — Reuter.
SOVÉZKI rithöfundurinn Alexander Solzhenitsyn
sagði í viðtali, sem birt var í dag, að hinn vestræni
heimur stæði nú á krossgötum, og lýsti því yfir að
tilvera hans væri í hættu á næstu árum.
Solzhenitsyn, sem rekinn var
frá Sovétríkjunum i febrúar f
fyrra og býr nú með eiginkonu
sinni í Sviss, sagði f viðtalinu,
sem birtist i vikuritinu Le
Point: „Þið (Vesturlandabúar)
hafið tilhneigingu til að halda
að lýræðið sé varanlegt. Þið er-
uð samt ekki vissir um það.
Lýðræðisríki eru eins og flestar
eyjar i hinni miklu elfi sögunn-
ar. Vatnið hækkar stöðugt. Ein-
földustu lögmál sagnfræðinriar
vinna gegn lýðræðisþjóðfélög-
unum. En þið neitið samt þess-
ari auðsæju staðreynd."
„Hinn vestræni heimur
stendur nú á krossgötum. Á
næstu árum mun þeirri menn-
ingu, sem hann hefur skapað,
verða stofnað í hættu.“
Nóbelsskáldið, sem Le Point
útnefndi mann ársins, sagði
ennfremur: „Hugmyndir ykkar
um frelsi hafa ekki staðizt tönn
tímans. Heimurinn er óbreytt-
ur en þið hafið búið ykkur til
nýjar hugmyndir um frelsi, lít-
ið frelsi, sem er aðeins skrípa-
mynd af miklu frelsi, frelsi þar
sem hvorki er til skuldbindinga
eða ábyrgð."
Hann bætti við: „Þið eruð
komnir inn f tímabil útreikn-
inga. Nú er frelsinu, eins og
það var áður skilið, ekki lengur
færðar fórnir, þið bjóðið þvi
aðeins málamiðlun.“
Solzhenitsyn sagði að ekkert
stjórnmálalegt eða hernaðar-
legt samkomulag gæti bjargað
Vesturlöndum frá markmiðum
kommúnista.
„Aðeins ef leiðtogar Austur-
veldanna fá að skynja f ykkur
hinn minnsta loga, hina
minnstu viðleitni til að vernda
og auka frelsi í hinum vestræna
heimi, ef þeir skildu að þið er-
uð reiðubúin að fórna lífi ykk-
ar, nú á þessu augnabliki, þá
munu þeir hugsa sig um á ný.“
Solzhenitsyn sagði að í hvert
skipti, sem vestrænir leiðtogar
hefðu sýnt ákveðni gegn ógn
kommúnista eins og i Berlín,
Kóreu og Kúbu, þá hefðu
sovézku leiðtogarnir gefizt upp.
Hann lýsti þeirri trú sinni að
hinn vestræni heimur kynni
ekki að meta frelsið vegna þess
að hann áliti sig hafa öðlazt það
í eitt skipti fyrir öll. Lagði hann
áherzlu á að slík afstaða hefði
áhrif á baráttu sovézku þjóðar-
innar fyrir auknu frelsi og
sagði: „Sovézkir borgarar draga
sig meira f hlé því meira sem
þeir verða varir við að valda-
jafnvægið raskast i þágu leið-
toga sinna."
Þá sagði hann:„Kommúnismi
er ekki rússneskt fyrirbrigði.
Hann festi rætur í Rússlandi og
notaði Rússland. A morgun get-
ur hann einnig fest rætur f hin-
um vestræna heimi og notfært
sér hann og mannkynið mun
færast aftur á við.“