Morgunblaðið - 30.12.1975, Síða 25

Morgunblaðið - 30.12.1975, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1975 25 VELVAKANDI Velvakandi svarar í sfma 10-100 kl 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Umferðar- vikurnar verði 52 Guðmundur Höskuldsson skrifar: „Velvakandi. Fyrir nokkrum dögum birtist smágrein i lesendadólki yðar. Greinarstúfur þessi var eftir konu, sem spurði, hvort ekki ætti að vera umferðarvika allt árið. Þessi grein, sem var ekki nema örfá orð, var að mínu áliti það bezta, sem skrifað hefur verið um umferðarmál á þessu hausti. Ég vil hér með þakka henni ábendinguna, þvi að þetta kalla ég að hitta naglann á höfuðið. Eg vil hér með þakka henni ábendinguna, þvi að þetta kalla ég að hitta naglann á höfuðið. Ég veit, að flestir, sem aka bíl, tóku eftir (eins og þessi kona), at. umferðin stórbatnaði i eina viku um daginn. Það vita lika allir, að það var ekki vegna áróðurs i blöð- um og útvarpi, nema að hluta, heldur einfaldlega vegna þess, að lögreglan var virk þessa viku. Það hlýtur að vera krafa okkar, borgaranna, að hún sé það, ekki eina viku, heldur 52 vikur á ári. Dómsmálaráðherra er nú að flytja frumvarp i þinginu um að leggja 1V4% gjald á iðgjöld ábyrgðartrygginga bifreiða og vill að peningarnir renni til umferðarráðs. Ég legg til að peningarnir renni beint til löggæzlunnar, svo að hún geti haft umferðarviku allt árið, eins og konan leggur til. Með vinsemd og virðingu, Guðipundur Höskuldsson.** % Gjaldeyrissóun Helga Jónsdóttir hafði sam- band við Velvakanda og lét i ljós hneykslun sina á gjaideyrissóun þeirri, sem hún taldi vera látna viðgangast. Hún sagði: „Hér eru allar verzlanir fullar af útlendum kökum, og ég skil ekki að þessi innflutningur skuli vera látinn viðgangast þegar viðurkennt er, að gjaldeyrismál þjóðarinnar séu í ólestri. Eru engir ráðamenn, sem geta stöðvað svona óstjórn?" Um leið vildi Helga vekja athygli á þvi, að hækkanir á lyfj- um, sem nýbúið er að ákveða, komi raunverulega út sem lækkun á elli- og örorkulifeyri, þar eð fólk, sem þiggur slíkan lífeyri þurfi meira á lyfjum að halda en aðrir. — Já, ég veit að þetta er veikur hlekkur. Ég er heldur ekki ýkja hrifinn af þessu sjálfur. En þau gætu hafa komið auga á eitthvað inni f skóginum. Að minnsta kosti tekst Parsons á einhvern hátt að fá hana með sér inn f lundinn — og þar kvrkir hann hana... Húrra! Frú Parsons ætlar að fara að borða kvöldverð á góðum veitingastað, en hún sér ekkert athugavert við að bregða sér inn f blautan skóginn áður — til að elta kanfnu kannski... máski hana langi að gæða sér á kanfn- unni? Og maðurinn hennar kem- ur á eftir henni og þegar þau eru komin þangað sem skógurinn er hvað þéttastur segir hann blfð- lega: „Vertu nú kyrr augnablik vina mfn, meðan ég næ mér f spotta, þvf að ég ætla aðeins að fá að kvrkja þig.“ Þetta er beinlfnis undursamlegt! — Hann gæti hafa drepið hana á veginum og dregið lfkið inn á milli trjánna. Það eru fáir á ferli á Pomfretveginum. Hann getur líka hafa borið hana — hann er kraftalegur maður og enga slóð er að rekja eftir hann, fvrst kýrnar spörkuðu allt út... öldungis hárrétt. % Kertaljósin Kona hafði samband við Velvakanda. Hún sagðist alltaf hafa haft gaman af kertum, en þau væru vandmeðfarin. Hún hefði alltaf verið i vandræðum með að fá gild kerti til að brenna fallega, og til skamms tíma hefðu slik kerti ekki náð að brenna nema til hálfs. Nú hefði hún hins vegar komizt að þvi hvernig ætti að fara með þau og vildi miðla öðrum af þessari þekkingu. Hún sagði: „Þegar slökkt er á kertunum á að hella vaxinu úr lautinni, sem myndazt hefur og skera siðan af börmunum. Þá eru þessi kerti alltaf eins og ný og ekki þarf að fleygja þeim hálf- brunnum eða hafa áhyggjur af þvi að þau renni, sem kallað er.“ Siðan vék hún að kertum og meðferð þeirra almennt. „Aðventukransarnir, sem hér hafa náð miklum vinsældum, eru stórhættulegir. Það má ekki mikið út af bera til að ekki kvikni i þeim og þvi ætti alltaf að hafa undir þeim bakka úr málmi.“ Q Þakkir til séra Hreins Hjartarsonar Ein i Fellunum óskar að koma þessu á framfæri: „Kæri Velvakandi. Mig langar til að biðja þig að koma á framfæri fyrir mig inni- legu þakklæti til séra Hreins Hjartarsonar fyrir þættina hans „Að kvöldi dags“. Þetta hafa verið mjög góðir þættir og sér- staklega fróðlegir, bæði um aðventuna og jólin. Ég veit að margt ungt fólk hefur kunnað að meta þetta. Ég mundi leggja til að þessir þættir væru gefnir út svo fólk gæti lesið betur um sögu aðventunnar og jólanna. Ég hef talað við marga sem vildu taka undir þessi orð min. Hafi séra Hreinn bestu þakkir fyrir og ég vona að hann komi sem fyrst aftur i sjónvarpið. Með þökk fyrir birtinguna. Ein I Fellunum.“ HÖGNI HREKKVÍSI 1975 MtNtujhl Syndiratr, Inc. — Minning Hallgrímur Framhald af bls. 19 við kaldhæðni örlaganna og meira en það; hann hafði slfkan stálvilja til að taka þátt I baráttu lífsins að undrun sætti. Máltækið „þar sem ekkert er stríðið er engan sigur að fá“ á vel við þegar rætt er um hinn sterka vilja I fasi hans. Að öllum ólöstuðum naut Hallgrfmur mestrar virðingar meðal vina og kunningja. Skyndilega er þessi góði dreng- ur horfinn yfir hina miklu móðu. Hann lézt af slysförum hinn 19. desember sl. og hefúr sláttumað- urinn, sem engu eirir, nú höggvið stórt skarð i traustan vinahóp. Þótt við ungir séum mun aðeins langur tími geta fyllt það skarð, ef það nokkurn tíma verður fyllt. Félagar hans úr skátahreyfing- unni munu einnig sakna hans svo og skólafélagar, en öll ættum við að hafa hans einstöku eiginleika að leiðarljósi. Foreldrar Hallgrfms voru Indr- iði Nielsson, byggm. og Ingunn Hansdóttir. Fyrir hönd gamalla vina og fyrrverandi bekkjarfé- laga votta ég þeim svo og systkin- um hans okkar dýpstu samúð. Einar Kristinn Jónsson. Með skáta- kveðju Sigrfður Þóra Traustadóttir, Fædd 4. júlf 1958 Dáin 19. desember 1975 Hallgrfmur Indriðason. Fæddur 4. nóvember 1957 Dáinn 19. desember 1975. KVEÐJA Og við gengum af stað. Það var gamall vegur og gott að rata. Og við hugsuðum djarft: Nei, við hræðumst það ekki, þetta er heimalnings gata. Svo héldum við áfram. f hópnum var enginn huglaus né tregur. Svo námum við staðar: Það var auðn og myrkur á allar hliðar, og enginn vegur. Steinn Steinarr Við nemum staðar og hugsum um veginn sem við gengum saman. A okkar stuttu sameigin- legu gönguför kynntumst við því hve ómetanlegt það er að eiga góða vini. Nú þegar þau eru fallin frá þeim vegi, sem í upphafi virt- ist svo breiður, stöndum við eftir með efa I augum, og trúum ekki að til sé slíkt óréttlæti. Þau hurfu á þeim aldri þegar lifið var rétt búið að opna dyrnar og þau stóðu á þröskuldinum. Það sem er erfiðast að sætta sig við er, að lifið skyldi ekki taka við þeim, þeirra hugsjónum og mark- miðum. Við munum halda áfram. Það verður erfiðara og tómlegra, en við vonum að þær minningar sem við höfum um þau styrki okkur á áframhaldandi göngu. Þökkum samleiðina. Skátakveðja Landnemar. — Minning Sigríður Framhald af bls. 19 mér skal takast það,“ voru orð sem oft heyrðust. Arið liðu og leið frænku minnar lá víða, og hún var ekki alltaf bein og slétt leiðin hennar frekar en margra annarra. Margt barnið hefði kannski orðið kenjótt og erfitt, en Sigga-Þóra varð bara sjáifstæðari, ákveðnari og ábyrgðarfyllri. Barnið varð að ungling sem stækkaði og þroskaðist. Hendurnar voru fullar af verkefnum, bæði heima fyrir og I skólanum, og hún hélt áfram að strá sólskini allt f kringum sig. Enginn mátti gleym- ast, heima eða heiman. Hún passaði vel upp á allt fólkið sitt. Tryggðin og hugulsemin voru henni svo rótgróin. Ef hún fór I burtu komu bréfin með reglu- bundnu millibili. Skemmtileg og listavel skrifuð af hinum fædda stflista. Stundum kom hún og gisti hjá ömmu og afa, þá var hátið I bænum. Stundum kom hún eins og hvirfilvindur inn um dyrnar, knúsaði okkur að sér, sagði kannski „Mm-, mér þykir svo vænt um þig,“ kom öllum í gott skap, athugaði hvort hún gæti orðið að liði á einhvern hátt, rökræddi um allt milli himins og jarðar, og svo var hún þotin aftur. Vinirnir hennar góðu voru þá stundum komnir að sikja hana. Skátastarfið heillaði hana. Þar var reglusemin, samheldnin og hjálpsemin f heiðri höfð. Ég veit að hjá skátunum undi hún sér vel, og meðal þeirra voru hennar allra hjartfólgnustu vinir. Það var svo gaman að lifa. Erfið prófin í Menntaskólanum voru af- staðin með prýði og jólin og frfið fram undan. Það var búið að ákveða hvað gera skyldi í jólafri- inu. Vinahópurinn ætlaði upp í skála að skemmta sér. En örlaganornunum fannst nóg komið. Einmitt núna, þegar barnsskónum var slitið og fram- tíðin virtist svo björt, féll dómur- inn. Tfminn er útrunninn, nú kemur þú aftur til okkar. — Og I þetta sinn gat enginn mannlegur máttur bjargað henni frænku minni. Hún varð að sinna kallinu ásamt vini sinum, öðrum sólar- geisla, sem örlaganornirnar höfðu lika lengi haft augastað á. Hver tilgangur þeirra er, er okkur mannanna börnum óskiljanlegur, en örlög sin fær víst enginn umflúið til lengdar. Við hin sitjum eftir og sorgin nistir hjarta okkar. Við spyrjum hvers vegna? en heyrum ekki svarið. Það er okkur hulið. Eflaust er þeim báðum ætlað annað og mikilsverðara hlutverk en það sem þau höfðu og við í eigingirni okkar töldum svo ómissandi. Það að strá sólskini og hlýju i kringum okkur. Það er sagt að það sé stutt á milli gleði og sorgar. Kannski þessi spakmæli geti hjálpað fleirum en mér. — Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þin. — Sigga-Þóra er horfin sjónum okkar. Nú á stundu skilnaðarins þökkum við ástvinir hennar, fyrir samverustundirnar sem okkur voru gefnar. Minningin um fallega, bjarta sólargeislann, sem okkur var sendur, mun verma hjartarætur okkar áfram og ylja okkur á erfiðum stundum. Far þú í friði og friður Guðs þig blessi. Hjartans þökk fyrir allt og allt. Hjördfs Þorleifsdóttir. — Minning Guðmundur Framhald af bls. 21 sem skyldi að lýsa þeim mæta manni, sem hér er kvaddur. Hann var af þeirri gerð manna, sem með hæversku sinni og prúðri framkomu vakti traust, hvar sem hann fór. Þó vil ég með þessum fátæklegu orðum þakka honum samfylgdina og kveðja hann með versi úr sálmi þeim er ég hefi áður vitnað til. Far þú I friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fyigi, hans dýrðar-hnoss þú hljóta skalt. Gunnar Gunnarsson. •i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.