Morgunblaðið - 30.12.1975, Page 27

Morgunblaðið - 30.12.1975, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1975 27 Messur KIRKJUVOGSKIRKJA. Gamlársdagur: Messa kl. 2 síðd. Séra Jón Árni Sigurðsson. HVALSNESKIRKJA. Gamlárs- dagur: Aftansöngur kl. 6 síðd. Nýársdagur. Messa kl. 5 síðd. Séra Guðmundur Guðmundsson. REYNIVALLAKIRKJA. Nýárs- dagur: Messa kl. 2 síðd. Séra Einar Sigurbjörnsson. GAULVERJARBÆJARKIRKJA. Nýársdagur: Guðþjónusta kl. 2 síðd. Sóknarprestur. — Flugrekstur Framhaid af bls. 14 Á blaðamannafundinum í gær kom það fram að miklar framfarir hafa orðið á þessum sviðum hin síðustu ár. Næturmyrkur og þoka eru þó enn aðaltálmi gæzluflugs, þótt möguleikar til þess að at- hafna sig við slíkar aðstæður hafi stóraukizt. Nú starfa 18 manns við rekstur gæzluflugvélar Landhelgisgæzl- unnar, TF-SÝR. Tveir skipherrar eru á vélinni til skiptis, Sigurjón Hannesson og Bjarni Helgason. Bjarni Helgason skipherra sat blaðamannafundinn í gær og upp- lýsti hann á fundinum, að fram til 29. desember væru flugtímar Landhelgisgæzlunnar á árinu 1975 orðnir 945, þar af frá 15. nóvember, er fiskveiðideilan við Breta hófst að nýju, 355 stundir. Er þetta langt yfir áætlun nefnd- arinnar, sem kannaði flugrekstur Landhelgisgæzlunnar, sem áætl- aði 500 klukkustundir að meðal- tali á ári. — Saltfiskur Framhald af bls. 28 Portúgal og i Suður-Ameríku. Þó væri þeir S.I.F. menn ekki úrkula vonar um að úr rættist. Mestu erfiðleikarnir væru á markaðnum f Brasilíu, en þar er nú 100% innborgunarskylda í gildi í eitt ár. Hefur því verið illmögulegt að selja þurrkaðan saltfisk þangað. — Skemmdir Framhald af bls. 2 fari og bognuðu 12 bönd frameft- ir. 10 til 15 sm rifa kom á bak- borðshlið varðskipsins um 2 metra frá þilfari. Skemmdirnar á varðskipinu eru ekki miklar. Andromeda missti landganginn og allt rekkverk frá miðju skipi og aftur eftir. Þessi sama frei- gáta hafði áður þennan morgun gert margítrekaðar tilraunir til ásiglingar á Tý.“ Þess má geta að þegar þannig er siglt, sem lýst er í frásögn Land- helgisgæzlunnar hér að ofan, myndast mikið sog á milli skip- anna. Varðskipið Týr, sem er all- miklu minna skip en freigátan, aðeins rúmar 1.000 rúmlestir á móti 2.400 rúmlestum, mun hafa sogazt að freigátunni. Skipherr- ann á Tý, Guðmundur Kjærne- sted, beitti bógskrúfu varðskips- ins til þess að reyna að rífa það frá freigátunni, er ljóst var að hverju stefndi, en þrátt fyrir það tókst ekki að forðast árekstur. Samkvæmt Reuters-frétta- skeytum um áreksturinn missti freigátan svokallað rekk- verk á 18 metra kafla og eld- flaugapallur freigátunnar brotn- aði, en þykkt undirstaða hans var 7,5 sm. Paul Iredale fréttamaður um borð í freigátunni segir að atburðurinn hafi verið 60 mílur frá landi og hafi freigátan verið að vernda brezka togara fyrir varðskipinu. Skipherra freigát- unnar, Robert Gerken, sagði við fréttamanninn eftir atburðinn: „Ég varð að halda óbreyttri stefnu, því að ef ég hefði dregið mig til baka, hefði Týr fengið tækifæri til þess að komast að togurunum og klippa á togvíra þeirra." Á það skal bent að sam- kvæmt frásögn Landhelgisgæzl- unnar voru togararnir ekki með veiðarfæri f sjó og Týr með klipp- urnar uppi. Skipherra freigátunn- ar heldur því jafnframt fram að áhöfn Týs hafi misst stjórn á skip- inu, er hún ætlaði að beina skip- inu aftur fyrir skut freigátunnar. „Eg gat ekki beygt á stjórn- borða, því að þá hefði stefni varð- skipsins aðeins farið enn dýpra inn í skip mitt og hefði ég beygt á bakborða hefði áreksturinn gerzt fyrr.“ Þá sagði Gerken skipherra að ,,árás“ varðskipsins hefði verið þaulhugsað samspil tveggja varð- skipa, þar sem varðskipið Þór hefði birzt á togaramiðunum á sama tíma. Freigátan Lowestoft gætti togaranna fyrir Þór. Þá er að geta viðbragða varnarmálaráðuneytisins í Lond- on. Það taldi frásögn landhelgis- gæzlunnar um ásiglingu freigát- unnar hlægilega. Ekki hefði verið um neina ásiglingu að ræða. I gærkveldi voru engin varð- skip á miðunum fyrir austan. Ægir var þó á leið á miðin og í dag fer varðskipið Öðinn. Þór og Týr eru að koma inn og munu væntan- legir til Reykjavíkur í dag. Þess má geta í sambandi við áreksturinn á miðunum á sunnu- dag, að brezkar freigátur hafa áð- ur leikið þann leik að reyna að slá skut sínum í varðskip. Þetta reyndi freigátan Falmouth rétt fyrir utan Langanes fyrr í þessum mánuði gagnvart varðskipinu Þór. Aftan á freigátunum eru sterkbyggðir ishnífar, sem freigáturnar nota tilþess að bægja frá sér fsjökum og samkvæmt frásögn yfirmanna á Þór gerði freigátan Falmouth ítrekaðar til- raunir til þess að laska Þór með þessum hætti, en án árangurs. — Ritsafn Framhald af bls.7 ræðir Hjálmar þannig um upp- runa sinn, menntunarleysi og köllun sína til skáldskapar- iðkana. Og líkir sér við hest sem ekki sé haft svo mikið við að beisla, aðeins hnýtt upp í hann: Mcnntagyðjan kostakunn kom í manna heima, snæri hnýtti mér f munn, mig svo fór að teyma. Ekki er þetta sýnishorn af kveðskap Hjálmars eins og hann gerðist bestur. Enda voru ekki gerðar þær kröfur til rímnaskálds að það orti afburða vel heldur að hver vísa stæði í ljóðstaf og rímaði saman. Ekki er þetta heldur laundrýldni; Hjálmar vissi hvar hann stóð og leit raunsærri augum en svo á lífið og skáldskap sinn að hann tæki að ofmetnast. En hann grunaði líka að hefði mennta- gyðjan lagt við skáldfák sinn veglegri tygi hefði hann getað gert betur, ort ennþá betri rím- ur. Þannig var Hjálmar, furðu- víðsýnn i öllum sínum þreng- ingum; og gagnrýninn jafnt á sjálfan sig og aðra þrátt fyrir bág lífskjör og hatrammlegt persónulegt andstreymi alla sína ævi. Ég vona að sem flestir eigi eftir að lesa og njóta þessarar vönduðu heildarútgáfu. — Mestu máli Framhald af bls. 2 hefði verið leitað fyrir sér með sýnishornum af ýmsum vöru- tegundum, sem helzt hefðu ver- ið taldar koma til greina. I þessu sambandi mætti ekki gleyma að löng leið væri til Japans og flutningskostnaður mikill Þrándur í Götu. Það sem nú væri nærtækast og skipti mestu máli frá þjóðhagslegu sjónarmiði væri veruleg aukn- ing á sölu loðnuhrogna, sem nú rynnu að mestu leyti í sjóinn við löndun loðnunnar. Hér gæti verið um útflutningsverðmæti að ræða sem skipti hundruðum fnilljóna. — B.S.R.B. Framhald af bls. 2 lög, sem fresta því að kjaradeila BSRB og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs’ fari til kjara- dóms.Frestunin er til janúarloka og á að freista þess í janúar- mánuði að ná samkomulagi um löggjöf um kjarasamninga opin- berra starfsmanna og um nýjan kjarasamning. Framkvæmda- stjóri BSRB Haraldur Steinþórs- son, sagði í viðtali við Mbl. í gær að bandalagið gengi heilshugar til samningaviðræðnanna með þá von í brjósti að samningar tækjust. Félög innan BSRB hafa undan- farið verið að tilnefna trúnaðar- menn í hið 1.000 manna trúnaðar- mannaráð sambandsins og er Iangt komið að þeirri tölu sé náð. Kvað Haraldur allt eins geta orðið að fjöldi manna í ráðinu yrði meiri en eitt þúsund manns. Þá er verið að vinna að því að út komi nýtt fréttablað á vegum BSRB, sem koma á út jafnframt ritinu Ásgarður. Fréttabréfið hefur hlotið nafnið Hugi, sem var fót- fráastur í byggð Htgarða-Loka. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær fyrsti fundur um kjaramál opinberra starfsmanna innan BSRB hefst, en búizt er við því að hann verði skömmu eftir áramót. — Námamenn- irnir Framhald af bls. 1 lögreglumenn slökktu eldinn í klæðum hennar. Konan var flutt í sjúkrahús með alvarleg brunasár. Reiðir ættingjar hafa brotið rúður í skrifstofum fyrirtækisins sem á námuna, en framkvæmda- stjóri þess, R.P. Sharrna, kveðst skilja vel sorg þeirra og reiði. Sharma sagði að það gæti tekið 12 til 22 daga að dæla vatni úr námugöngunum. Hann sagði að göngin þar sem mennirnir unnu hefðu alveg fyllzt af vatni. Talið er að vatnið I námunni sé um 110 milljón gallon. Fimm dæl- ur hafa verið teknar í notkun og hver þeirra dælir um 8.000 gallon- um á klukkustund að meðaltali. I fyrstu var talið að allt að 700 menn kynnu að hafa lokazt inni, en nú eru embættismenn og starfsmenn verkalýðsfélaga sam- mála um að tala þeirra sé senni- lega 372. Stjórnin hefur fyrirskipað rannsókn á slysinu og heitið því að greiða fjölskyldum námu- mannanna rúmlega þúsund rúpt- ur (20.000 kr.) þegar í stað. Hún mun seinna greiða þeim tífalda þá upphæð og veita þeim ein- hvers konar atvinnu auk annarrar aðstoðar. — Smjörbirgðir Framhald af bls. 3 innanlands 987 smálestir og er það 8,1 % aukning frá i fyrra. Birgðir af smjöri 1. nóvember s.l. voru 482 smálestir, en af ost- um 691 smálestir. Þá voru birgðir af smjöri 1. des. sl. 405 smálestir og er gert ráð fyrir að smjör- birgðir verði f algjöru lágmarki þegar kemur fram á veturinn, því smjörframleiðsla er óveruleg um þessar mundir. — Nöfn nýju Framhald af bls. 3 var, sem er útibú Kaupfélags Ar- nesinga og er i austurenda þorps- ins. Það er því mikið hagræði fyrir vesturþorpið að fá þarna verzlun, svo og bakaríið, og huga Þorlákshafnarbúar gott til þess að geta nú átt eitthvart val i verzlun- armálum hérna heima. En þó er auðvitað nauðsynlegt að allt sem þarf til matargerðar fáist á einum stað. Því ætlaði bak- arinn að selja mjólk líka og hafði gert það frá opnun 18. desember, en á Þorláksmessu brá svo við að brugðið var fæti fyrir þessa þjón- ustu því Mjólkurbú Flóa- manna tilkynnti bakaranum að framvegis fengi hann hvorki mjólk né rjóma hjá búinu. Bakar- inn taldi sig þó hafa nauðsynleg leyfi og vottorð fyrir sölu mjólkur og mjólkurafurða, svo sem verzl- unarleyfi, leyfi hreppsfélagsins til verzlunaraðstöðu í Þorláks- höfn, og heilbrigðisvottorð og vottorð öryggiseftirlits. Sem sagt að það kom i ljós, að eitt leyfi enn vantaði í hóp þeirra sem fyrir voru, sem sé leyfi Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavik og hefur bakar- inn því orðið að kaupa mjólkina á útsöluverði. Þetta er þvi aðeins þjónusta við fólkið að hafa mjólkina á boðstólum. „Þessar að- farir eru mjög slæmar fyrir mig,“ sagði Guðmundur bakari þegar ég ræddi við hann. „Ég nota mikla mjólk og rjóma í sambandi við starf mitt. Að fá þetta bann á sig núna og geta ekki afgreitt pantan- ir sem fólk hafði lagt inn vegna hátíðarinnar, svo sem 70 lítra af rjóma svo eitthvað sé nefnt, og fólkið kannski fær ekki annars staðar. Þetta er ekki sú þjónusta sem ég hafði hugsað mér að veita Þorlákshafnarbúum." Fólki hér þykir sannarlega ieitt til þess að vita ef þetta leyfi sem vantar frá Mjólkursamsölunni í Reykjavík á að verða til þess að við hér í Þorlákshöfn fáum mjólk og aðrar mjólkurvörur aðeins i öðrum enda þorpsins um ófyrirsjáanlega framtið. Þorlákshöfn er þó að verða 1000 manna bær og 2 mjólk- urbúðir eru sízt of mikið. Það skal tekið fram að mjólkur- bússtjórinn, Grétar Símonarson, sagði við undirritaða: „Mjólkur- búið vill að sjálfsögðu selja sem allra mest af mjólk, en hefur ekki leyfi til þess fyrr en leyfi Sam- sölunnar liggur fyrir.“ Það er von fólks að úr þessu ástandi rætist hið fyrsta, með tilliti til hinnar öru þróunar á öllum sviðum hér í Þorlákshöfn. „ ... - Ragnheiður. — Árekstur Týs Framhald af bls. 15. Niels P. Sigurðsson, sendiherra Islands í London, sagði að Andromeda hefði með vilja siglt á og skemmt bakborðshlið Týs. Hann sagði að Týr hefði verið í grennd við 3 brezka togara, haldið beinni stefnu og hefði ekki verið með klippurnar úti. Sagði sendiherrann að Andromeda hefði gert margar til- raunir til að sigla á Tý, sem hefði verið að reyna að koma í veg fyrir árekstur þegar ásiglingin átti sér stað. „Ég mótmæli yfirgangi brezkra freigátna á Islandsmiðum,“ sagði Níels. „Það er nú full ástæða til að ætla að freigáturnar hafi skip- un frá Whithall um að laska veru- lega eða sökkva íslenzku varð- skipunum með því að sigla á þau aftur og aftur sem fyrr eða síðar getur kostað íslenzkan sjómann lífið.“ Sagði hann að Bretar álitu að þannig gætu þeir losnað við íslenzku skipin úr baráttunni, og sagði að ísíendingar tækju því ekki þegjandi, heldur svörðuðu með viðeigandi aðferðum. Brezka varnamálaráðuneytið sagði það vera hina mestu fjar- stæðu að freigátan hefi af ásetningi siglt á Tý eins og land- helgisgæzlan íslenzka fullyrti. Sagði talsmaður ráðuneytisins, að freiðgáturnar væru léttbyggðar og gerðar fyrir mikinn hraða og myndu aldrei taka áhættuna af árekstri við íslenzk varðskip, sem væru sérstaklega styrkt. Han benti á það að skemmdirnar á Andromedu væru á stjórnborðshlið hennar og væri það tæpast visbending um að hún hefði siglt á Tý. Sagði hann að skemmdirnar á freigátunni væru á rekkverki, landgöngustiga og þyrluþilfari og væru ekki alvar- legar. helgisgæzlunnar var Pétur við góðan orðstir það sem eftir var stríðsins. Lengst af sem 1. eða 2. stýrimaður á varðskipinu Þór. Einnig á varðbátnum Óðni og björgunarskipinu Sæbjörgu. Nokkru eftir striðslok réðst hann aftur i þjónustu Eimskipafélags Islands, en aðeins um stundarsak- ir. Þótt Pétur sjómaður hefði siglt til Evrópuhafna og til Ameríku togaði útþráin enn í hann og nú tók við timabil í siglingum um heimshöfin, þar sem hann sigldi sem stýrimaður á erlendum skipum í mörg ár og varð einn víðförlasti meðal islenzkra farmanna. Pétur sjómaður varð þjóðsagna- persóna í lifanda lífi. Sögur af honum og eftir honum voru sagðar á flotanum og sjálfur vissi ég margt um manninn er fundum okkar bar fyrst saman. Þá var Pétur kominn i land, vann á kajanum og bjó einn i herbergi á Óðinsgötunni. Oft ræddum við sitthvað frá liðnum tímum og yfir því var jafnan léttur blær. Vetur- inn sem við unnum að bók um Pétur hittumst við oft og margt sagði hann mér þá, sem ekki verður á þrykk látið. Mörgum þótti Pétur sjómaður harður á skrápinn. Mótlæti i bernsku og siglingar um öll heimsins höf eru ekki til þess fallnar að menn beri tilfinningar sínar á borð. Pétur var hinsvegar tilfinninganæmur undir og niðri, góðgjarn og hjálp- samur. Frásagnasnilld Péturs var með eindæmum. Hann talaði í meitluðum setningum, sem minntu oft á fornt ritmál og frá- sagnargieði hans var frábær. Það var því alltaf gaman að hitta Pét- ur sjómann og eiga við hann tal. Mér er einnig kunnugt um að hann var alla tíð vel látinn af skipsfélögum sínum. Síðustu árin bjó Pétur sjómaður á Hrafnistu, en stundaði vinnu hjá Eimskipa- félaginu allt fram á s.l. haust. Þá kenndi hann þess sjúkdóms, sem varð honum að aldurtitla. Nú er Pétur sjómaður horfinn sjónum okkar. Hann sigldi alla tíð einn í ólgusjó þessa lífs. Hann var persónuleiki sem ekki gleymdist, sannur sjómaður, sannur far- maður. Oft hefir mér fundizt að eftirfarandi stef Arnar Arnar- sonar úr rímu af Stjána bláa hefði eins getað verið ort til Péturs sjómanns: „Hetll til stranda, Stjáni blái, stfg á land og kom til mín. Hér cr nóg að stríða og starfa. Stundaðu sjó og drekktu vín, kjós þér lciði, vcl þér veiði. Valin skciðin hfður þfn.“ Sveinn Sæmundsson. — Minning Aðalsteinn Framhald af bls. 11 Á haustin þá vindarnir vctur boða, viðkvæmu hlómin dcyja og sofa frjómoldin kólnar og faðmar þær rætur cr falla f dá um veturnætur og náttúran öll af nákulda grætur. Eins fcr oss mönnum. þá missum þá mund cr mvndar nýtt jarðlff f gróandi lund. Nú stynur hlóm mcð bcra fætur björkin krcfur um skaðabætur hvönnin hnfpir við röðulsrönd rósin grætur við kalda strönd. — Húnvetnska Framhald af bls. 12 Pétur Sigurðsson var Skagfirð- ingur og lag hans við Ætti ég hörpu er alltaf talið skagfirskt lag. Það lag sungu Húnvetningar ekki, þegar undirritaður þekkti þar vel til, heldur húnvetnska lag- ið eftir Magnús Þorleifsson á Hvammstanga, en hann er látinn fyrir allmörgum árum. I þessum efnum voru svo hreinar línur, að mjög líklegt er, að Laxness fari rétt með, þegar hann talar um áhrif frá húnvetnsku lagi. Guðmundur Ilansen. — Minning Jón Framhald af bls. 18 stríðið hófst, en vegna utan- aðkomandi orsaka, sem hér verða ekki raktar, varð hann að fara þaðan úr skiprúmi. Eftir þetta var hann á ýmsum skipum, M.s. Skelj- ungi, E.s. Heklu ofl. en vorið 1941 varð Pétur 2. stýrimaður á varð- skipinu Þór. I þjónustu Land- Guð blessi Ásu, Guðrúnu, Stein- unni og Ingibjörgu og styrki i sárri sorg. Kristín Eiriksdóttir. Hann Steini mágur er dáinn. Þessi orð móður minnar fara ekki úr huga mér. Aðalsteinn Norberg var sérlega vel gerður maður, sem aldrei heyrðist hallmæla nokkrum manni, og var hvers manns hug- ljúfi, tilbúinn til hjálpar ef það var á hans valdi, og þær munu aldrei gleymast þær stundir sem hann kom og talaði við okkur i rólegheitum, þegar erfiðleikar steðjuðu að. Þessar stundir voru okkur mikill styrkur og hjálp. Þessar fáu línur eru lítill þakk- lætisvottur til hans fyrir allt það sem hann reyndist okkur og móð- ur minni þegar á reyndi. Megi góður Guð styrkja Ásu og dæturnar og fjölskyldur þeirra, þvi mikið er frá þeim tekið. Guð blessi minningu um góðan mann. em

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.