Morgunblaðið - 31.12.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.12.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1975 37 fréttagetraun ?<? ?<? 24) f júlf komst prestastefnan I sviðsljósið vegna þess að a) einn prestanna mætti á galla- buxum b) ályktun var gerð þar sem varað var við ofneyzlu messuvíns c) ályktun var gerð sem þótti gagnrínin I garð spiritista d) ályktun var gerð sem hvatti til söngnámskeiðs fyrir presta sem ekki finna hinn hreina tón. 25) Friðrik Olafsson tefldi á skákmóti I Sviss I júlf og þótti aðstæður vondar vegna þess að: a) teflt var í tveggja manna tjöld- um b) hitinn f salnum var svo mikill að bezt hefði verið að tefla á sund- skýlu c) þak skáksalarins lak og rign- ingar voru miklar d) keppendur fengu pylsur í allar máltíðir. 26) 60 ferkflómetrar af beiti- landi f Þingeyjarsýslu voru með dauðan gróður. Orsökin var: a) Sverrir Runólfsson missti nið- ur blöndu á staðnum b) torfæruakstur hafði eyðilagt svörðinn c) Iirfur birkifirðrildisins d) úrgangur frá Kisiliðjunni. 27) Mikil átök urðu f dag- blaðaheiminum og um leið f stjórnmálunum vegna ritstjóra- skipta á dagblaðinu Vfsi. Afleið- ingin varð sú að: a) hagur bænda fór hraðversn- andi b) hagur bænda fór stórbatnandi c) hagur bænda varð óbreyttur d) nýtt dagblað var stofnað. 28) Karl Bretaprins kom hing- að f ágúst. Erindi hans var: a) að athuga hvort hér á landi væri að finna konuefni fyrir sig b) að kaupa 13 ára gamlan skyr- hákarl i Vopnafirði c) að veiða lax f Vopnafirði d) að reyna að afstýra yfirvofandi þorskastriði 29) Tveir fyrrverandi ráðherr- ar, Magnús Kjartansson og Magn- ús Torfi Olafsson, komust f frétt- irnar f ágúst: a) f ljós kom að þeir höfðu skróp- að samtals í 2 mán. á síðasta þingi b) keyptu sér báðir þriggja millj- ón króna bfla með sérstökum af- sláttarkjörum c) talað var um að þeir ætluðu að stofna nýjan þjóðernissinnaflokk d) lýstu sig reiðubúna að taka sæti i rikisstjórn. 30) Hinn frægi Votmúli var á árinu seldur: a) Selfosshreppi fyrir 80 milljón- ir króna b) bæjarstjóranum í Vestmanna- eyjum c) til niðurrifs d) I túnþökur til Vestmannaeyja 31) t september staðfesti borg- arráð Reykjavfkur bráðabirgða- samning þar sem: a) fyritæki einu I Chad er heimil- að að fá afnot af hugmyndum gatnamálasérfræðinga borgarinn- ar við uppbyggingu gatnakerfis þar. b) belgfskri rammagerð er heim- ilað árleg sýningaraðstaða að Kjarvalsstöðum fyrir kfnverskar gæsamyndir. c) bandarískt ráðgjafarfyrirtæki er ráðið til að kanna mengunar- hættu f Reykjavikurtjörn d) sænsku fyrirtæki er heimilað að kanna útflutning á vatni til Svíþjóðar 32) Nokkrar deilur urðu f blöðum vegna ferðar formanns Rithöfundasambands tslands á ársfund Norræna rithöfundaráðs- ins I Noregi vegna þess að: a) formaðurinn gleymdi að segja meðstjórnendum sfnum frá ferð- inni b) kostnaður við ferðina og uppi- hald þótti óheyrilega mikill c) formaðurinn fjallaði þar um mál Varins lands d) formaðurinn fjallaði þar um menningarpólitfk íslenzku ríkis- stjórnarinnar. 33) Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að Ar- mannsfellsmálinu yrði: a) gleymt b) visað til Sakadóms Reykjavík- ur c) vlsað til föðurhúsanna d) visað til sérstakrar siðanefnd- ar stjórnmálamanna. 34) t nóvember segir Morgun- blaðið frá þvf að langminnugt fólk f Siglufirði hafi krossað sig og beðið guð að hjálpa starfs- mönnum landhelgisgæzlunnar vegna þess að þeir: a) höfðu verið að skyldustörfum i gömlu eyðibýli þar sem sagan seg- ir að séu hinir verstu reimleikar b) höfðu verið við löggæzlu á álagabletti c) höfðu verið gabbaðir til að drekka brugg heimamanna d) fóru á kvenfélagsball á staðn- um. 35) Mikið tjón varð af völdum ofviðris og sjógangs f sama mán- uði, og mest var það a) I Þorlákshöfn b) í Trékyllisvik c) á Sölvhólsgötu d) á Eyrarbakka. 36) Mikil alda umferðarslysa reið yfir Reykvfkinga f nóvember og var árið 1975 þá orðið mesta umferðarslysaár frá upphafi. Meðal aðgerða sem lögreglan greip til vegna þessa var: a) að senda sfbrotamenn í um- ferðinni til veðurathugana á Hveravöllum b) að hækka hraðasektir um 100% c) að hækka hraðasektir um 50% d) að setja beizli á gangandi veg- farendur. 37) Roy Hattersley og félagar hans f brezku samninganefndinni f fiskveiðideilunni fóru frá við- ræðufundi hér f nóvember með eftirminnilegum hætti. a) þeir fóru með Air Viking, nema hvað Hattersley sjálfur fór með loftbelg b) þeir fóru til sfns heima eftir að hafa verið daglangt í kynnisferð með íslenzku varðskipi c) þeir fóru í fússi úr hádegis- verðarboði á Hótel Sögu d) þeir fóru vel. 38) Brezkiir fréttamaður var settur f stofufangelsi á Neskaup- stað. Maðurinn hafði: a) farið f land af brezku aðstoðar- skipi án leyfis íslenzka yfirvalda b) hafði ekið blindfullur um göt- ur kaupstaðarins c) hafði sent lygafréttir i miklu magni um þorskastriðið d) hafði laumast i land undir þvi yfirskini að hann værrveikur. 39) Bretar sögðust hafa undir höndum nýtt vopn f baráttunni við tslendinga f þorskastrfðinu: a) kraftmiklar mykjusprautur til að sprauta yfir varðskipin b) klippur til að klippa á klippur varðskipanna c) hátiðniflautur til að æra varð- skipsmenn d) ishnffa til að rista á skrokka varðskipanna. 40) Þórhallur Tryggvason bankastjóri og Eggert N. Bjarna- son rannsóknarlögreglumaður tókust f hendur senni part ársins (sjá mynd hér fyrir neðan). Ástæðan var þessi: a) Eggert var 10. þúsuntiasti mað- urinn sem fékk lán hjá Þórhalli b) Eggert vann 1. verðlaun I fjöl- bragðaglfmu Búnaðarbankans c) Eggert hafði fundið peninga- buddu sem Þórhallur hafði týnt d) Eggert og félagar hans f rann- sóknarlögreglunni höfðu með snaggaralegum hætti haft upp á 1V4 milljón, sem stolið var frá Búnaðarbankanum, á afgreiðslu Vængja hf. 44. Nýstárleg hljómsveit hélt hér hljómleika I sumar. Hvað hét hún ................. 43. Hvaða skepna er það sem þarna púar sfgarettu af miklum móði ...................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.