Morgunblaðið - 31.12.1975, Blaðsíða 22
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1975
Þegar Ali var skýrt frá valinu, sagði hann aðeins: Nema hvað?
Ali og Pröll Moser
„íþróttafólk ársins”
IÞRÖTTAFRETTAMENN fréttastofnunarinnar Associated
Press völdu bandarlska hnefaleikarann Muhammad Ali
„lþróttamann ársins 1975.“ Hlaut AIi einu atkvæði meira en
bandarfski tennisleikmaðurinn Arthur Ashe og I þriðja sæti
varð svo austurrfski kappakstursmaðurinn Niki Lauda.
Muhammad Ali, sem nú er 33 ára að aldri, varði heims-
meistaratitil sinn I hnefaleikum þungavigtar fjórum sinnum á
árinu og þykir það afrek hans frábært, sérstaklega þegar tekiðer
tillit til þess að hann keppti við þá sem voru ofarlega á lista yfir
áskorendur.
„Iþróttakona ársins 1975“ var kjörin Anne Marie Pröll Moser
frá Austurrfki og hlaut hún töluvert fleiri atkvæði en þær sem
næstar komu. Urslit f kosningunni urðu annars sem hér segir:
IþRÓTTAMAÐUR ARSINS 1975:
1. Muhammad Ali, Bandarfkjunum (hnefaleikar)
2. Arthur Ashe, Bandarfkjunum (tennis)
3. Niki Lauda, Austurrfki (kappakstur)
4. Joao Oliveira, Brasilfu (frjálsar fþróttir)
5. Tim Shaw, Bandarfkjunum (sund)
6. John Walker, Nýja-Sjálandi (frjálsar fþróttir)
7. Gustavo Thoeni, Italfu (skfðafþróttir)
8. Peter Michel Kolbe, V-Þýzkalandi (siglingar).
9. Johnny Cecotto, Venezuela (kappakstur)
10. Franz Klammer, Austurrfki (skfðafþróttir)
(ÞRÖTTAKONA ARSINS:
1. Anne Marie Pröll Moser, Austurrfki (skfðafþróttir)
2. Kornelia Ender, A-Þýzkalandi (sund)
3. Fayna Melnik, Sovétrfkjunum (frjálsar fþróttir)
4. Chris Evert, Bandarfkjunum (tennis)
5. Billie Jean King, Bandarfkjunum (tennis)
6. Ludmilla Tourischeva, Sovétrfkjunum (fimleikar)
7. Shirley Babashoff, Bandarfkjunum (sund)
8. Irena Szewinska, Póllandi (frjálsar fþróttir)
9. Renata Stecher, A-Þýzkalandi (frjálsar fþróttir)
10. Lucinda Prior Palmer, Bretlandi (hestamennska).
Strandamaðurinn sterki, Hreinn
Halldórsson, kann greinilega ann-
að fyrir sér í fþróttum en að kasta
kúlu og takast á við lyftinga-
áhöld. A jólamóti ÍR sem fram
fór 26. og 27. desember sýndi
hann einnig haéfni sfna sem
stökkvari án atrennu og náði þá
góðum árangri bæði f langstökki
og þrfstökki. Hreinn er reyndar
ekki fyrsti „sterki“ maðurinn
sem sýnir getu f þessum greinum
og er þess skemmst að minnast,
að Gústaf Agnarsson varð Is-
landsmeistari f langstökki án
atrennu í fyrra, og á jólamótinu
náði hann einnig ágætum
árangri. Óskar Jakobsson, ts-
landsmethafi f spjótkasti, varð
svo sigurvegari f hástökki án at-
rennu á jólamótinu.
Þetta var f 19. eða 20. skiptið
sem tR efnir til slíks jólamóts, og
hefur það oftsinnis verið vett-
vangur góðra afreka. Að þessu
sinni var það tugþrautarmaður-
inn Elías Sveinsson sem vann
beztu afrekin með því að stökkva
3,31 metra í langstökki og 9,57
metra í þrístökki á mótinu sem
fram fór 26. desember, en þann
keppnisdag náðist til muna betri
árangur en seinni daginn.
Helztu úrslit í einstökum grein-
um á jólamótinu urðu:
Langstökk án atrennu (26/12)
Elias Sveinsson, IR 3,31
Grústaf Agnarsson, KR 3,20
Hreinn Halldórsson, HSS 3,16
Langstökk án atrennu (27/12)
Friðrik Þór Óskarsson, ÍR 3,04
Óskar Jakobsson, IR 2,98
Þrfstökk án atrennu:
Elfas Sveinsson, ÍR 9,57
Friðrik Þór Óskarsson, IR 9,51
Vilmundur Vilhjálmsson, KR 9,34
Langstökk kvenna án atrennu:
Sigrún Sveinsdóttir, Á 2,56
Margrét Grétarsdóttir, Á 2,54
Asta B. Gunnlaugsdóttir, IR 2,38
Langstökk telpan án atrennu:
Asta B. Gunnlaugsdóttir IR 2,36
Margrét Óskarsdóttir, ÍR 2,06
Hástökk án atrennu:
Óskar Jakobsson, IR 1,60
Friðrik Þór Óskarsson, IR 1,60
Hástökk kvenna með atrennu:
Þórdís Gísladóttir, IR 1,50
Björk Eiríksdóttir IR 1,40
Hástökk með atrennu:
Guðmundur R. Guðmundsson,
FH 1,70
Þrfstökk kvenna án atrennu:
Asta B. Gunnlaugsdóttir, ÍR 6,58
Björk Eiríksdóttir, IR 6,48
Þá var ennfremur keppt i
flokki stráka og stelpna og voru
keppendur á aldrinum frá 8—12
ára. Sigurvegari i öllum stráka-
greinunum varð Birgir Þ.
Jóakimsson, IR, sem stökk 1,25
metra í hástökki, 6,31 metra i
þrístökki án atrennu og 2,18
metra i langstökki án atrennu.
Sigurvegari í öllum stelpnagrein-
unum varð Eyrún Ragnarsdóttir,
IR, sem stökk 1,25 metra í
hástökki, 2,14 metra í langstökki <
án atrennu og 6,29 metra i
bristökki án atrennu.
Breytingar á leikjum
NOKKRAR breytingar verða á
leikjum f Islandsmótinu f hand-
knattleik vegna landsleikjanna
við Sovétmenn um helgina.
Leikirnir tveir f 1. deild sem vera
áttu nú á laugardaginn flytjast til
mánudagsins 16. febrúar, en
þetta eru leikir Vals og Ármanns
og Vfkings og Fram. Þá flytjast
einnig þeir leikir sem áttu að
vera f Hafnarfirði á sunnudaginn
(4. janúar) til sunnudagsins 15.
febrúar.
Föstudaginn 2. janúar fara
fram í Laugardalshöllinni eftir-
taldir leikir: Valur — Víkingur
og KR — Armann i 1. deild
kvenna og IR — Leiknir í 2. deild
karla. Hefst fyrsti leikurinn þá kl.
19.30.
Aðrar breytingar verða eftir-
taldar:
3. janúar kl. 17.00 fer fram í
Laugardalshöll leikur KR og UBK
í 2. deild karla sem samkvæmt
mótabók átti að fara fram 10. jan.
3. og 4. janúar fara fram leikir
Fylkis við KA og Þór, þeir, er
frestað var vegna ófærðar í
nóvemberlok. Laugardaginn 10.
janúar kl. 16.35 fer fram leikur
Fylkis og UBK í 2. deild sem vera
átti 4. janúar og 14. janúar kl.
19.15 fer fram leikur Vals og
Fram í 1. deild kvenna sem vera
átti 10. janúar.
Elías vann ImztB afrek iolamólsins
— en sterku mennimir vom atkvœðamiklir
Tvö lyftingamet
TVÖ NV íslandsmet í lyfting-
um voru sett á jólamóti Ár-
manns sem fram fór i æfinga-
húsnæði því sem lyftingamenn
hafa yfir að ráða í sænsk-
íslenzka frystihúsinu. Það voru
þeir Kári Elisson, Ármenning-
ur, og Hreinn Halldórsson,
HSS, sem metin settu, Kári í
snörun fjaðurvigtar en Hreinn
í snörun í yfirþungavigtar-
flokki.
Alls voru keppendur á Ár-
mannsmótinu sex talsins. Kári
snaraði 90,0 kg í fjaðurvigtar-
flokknum, en hins vegar mis-
tókst honum í jafnhending-
Fortuna
aftur?
SIGURVEGARI f skfðastökki af
háum palli á Olympíuleikunum i
Sapporo 1972 var Pólverjinn
Wojciech Fortuna, sem þá var
nær algjörlega óþekktur sem
skíðastökkvari. Eftir Olympíusig-
urinn var næsta hljótt um
Fortuna. Hann hætti að keppa og
æfa — sagðist ekki stefna að
frekari sigrum i stökkbrautinni.
En Olympíuleikarnir virðast hafa
kveikt í þessum snjalla iþróttá-
manni aftur. Hann keppti nýlega
í Zakopane í heimalandi sínu og
vann þar mikinn sigur. Stökk 106
og 104 metra. Annar í þessari
keppni varð landi hans Jozef
Tajner sem stökk 95 og 98 metra
og þriðji varð Tékkinn Stanislaw
Bobak.
I léttþungavigt lyfti Arni Þór mundur nái örugglega lágmark-
Helgason, KR, 105 kg í snörun
og 145 kg í jafnhendingu, eða
samtals 250 kg. I þungavigt
lyfti Friðrik Jósefsson frá Vest-
mannaeyjum 140 kg í snörun og
170 kg í jafnhendingu eða sam-
tals 310 kg og f yfirþungavigtar-
flokknum bætti Hreinn metið f
snörun um 2,5 kg með því að
lyfta 152,5 kg og í jafnhending-
unni lyfti hann 172,5 kg og var
samanlagður árangur hans þvf
325 kg.
Guðmundur Sigurðsson, A,
reyndi sig við Ólympfulágmark-
ið í milliþungavigt á mótinu, en
það er 332,5 kg. I snörun lyfti
hann 135 kg og átti mjög góðar
tilraunir við 142,5 kg og f jafn-
hendingu lyfti hann 170 kg og
átti sfðan góðar tilraunir við
190 kg. Aðstaðan er engan veg-
inn sem bezt í frystihúsinu
þannig að ætla má að Guð-
inu, þegar hann fær mót þar
sem skilyrðin verða betri. Sem
kunnugt er þá hefur einn Is-
lendingur, Gústaf Agnarsson,
þegar náð Ólympíulágmarkinu
í sfnum þyngdarflokki, en Gúst-
af keppti ekki á jólamótinu
vegna smávægilegra meiðsla.
Helgi Danfelsson
Helgi varaformaður
STJÓRN Knattspyrnusambands
Islands hefur nú skipt með sér
verkum og var Helgi Danfelsson
kjörinn varaformaður sambands-
ins, en Jón Magnússon, sem verið
hefur varaformaður þess um
nokkurt skeið gaf ekki kost á sér
til endurkjörs f stjórn á sfðasta
ársþingi. Friðjón B. Fríðjónsson
verður áfram gjaldkeri og Árni
Þorgrfmsson verður ritari
stjórnarinnar. Meðstjórnendur
eru Jens Sumarliðason, Gylfi
Þórðarson og Hilmar Svavarsson.
Ekki er enn skipað í allar
nefndir sambandsins, en þó
ákveðið að Jens Sumarliðason
verði áfram formaður landsliðs-
nefndar og með honum í nefnd-
inni verður Arni Þorgrímsson og
síðan landsliðsþjálfarinn, hver
sem hann verður. Gylfi Þórðarson
verður formaður aganefndar og
einnig hefur verið skipað í tækni-
nefnd og eiga sæti f henni sömu
menn og áður: Reynir Karlsson,
Karl Guðmundsson og Sölvi
Óskarsson. Eftir er m.a. að skipa í
þá nefnd er vinnur sennilega
mesta og erfiðasta verk sem fram
fer á vegum KSl og er þar átt við
mótanefnd en Helgi Daníelsson
hefur verið formaður þeirrar
nefndar undanfarin ár.
Kári Elfsson — met f snörun f jarðurvigtar
Hreinn Halldðrsson — met f snörun yfirþungavigtar