Morgunblaðið - 31.12.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.1975, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1975 S JÓNVARP & ÚTVARP Undanfarin ár hefur sjónvarpið sýnt á gamlaárskvöid dag- skrá frá sýningu f fjölleikahúsi Billy Smart og verður slfkur þáttur að loknum erlendum svipmyndum I kvöld og hefst kl. 21.35. Margir frægir fjöllistamenn koma fram og sýna ótrú- legar kúnstir. Myndin er af Bruksonfjölskyldunni sem sýnir meðal annars flóknar jafnvægisæfingar. Knud Hamsun 0 Eiður Guðnason, veizlustjóri, ræðir við gesti. % Við allsnægtaborð Hins opinbera I áramótaskaupi. Eins og sjá má svignar borðið svo hlaðið veizlukosti er það. 0 Spilverk þjóðanna kemur fram og fremur tónlist. Góða veizlu gjöra skal: Myndir úr innlendum og erlendum fréttum kl. 20.20 AÐ LOKNU ávarpi forsætisráð- herra, Geirs Hallgrfmssonar, f kvöld, gamiaárskvöld, verða tveir fréttaþættir: annar heitir „Innlendar svipmyndir frá liðnu ári“ og hinn „Erlendar svipmyndir frá liðnu ári“. Eiður Guðnason og Guðjón Einarsson annast þann fyrr- nefnda, en Jón Hákon Magnús- son sér um erlenda fréttaþátt- inn. Eiður Guðnason sagði að þátturinn væri eins og titillinn benti til byggður upp af myndum úr fréttum ársins 1975. Ekki væri þarna um neinn tæmandi annál að. ræða né endanlega lýsingu á atburð- um, heldur yfirlit af þvf helzta. Þarna ber að sjálfsögðu einna hæst landhelgismál og alla þá atburði sem gerzt hafa á miðun- um síðan útfærslan var gerð í október s.l. Þá er gosið fyrir norðan, myndir frá vertfð, fram- Atuiar þáttur afBenóní og Rósu á nýjársdagskvöld Bandarfska söng- og kviktnyndalcikkonan Barbra Streisand skemmtir með söng og dansi kl. 22.35 á nýjársdagskvöld. Vmsir listamenn frá fjölmörg- um löndum koma og fram f þættinum með henni. Fjöldi gesta í áramóta- skaupi sjónvarpsins Mack & Sælundi og Benónf. JAFNAN er beðið áramóta- skaups sjónvarps með mikilli óþreyju. Höfundar þess nú eru Hrafn Gunnlaugsson, sem einnig er leikstjóri, og Björn Björnsson. Einnig hafa lagt hönd á plóg Hermann Jó- hannesson, Davfð Oddsson, Helgi Seljan, Þórarinn Eld- járn, Halldór Blöndal, Flosi Olafsson og fleiri. Eiður Guðnason er veizlu- stjóri en upptöku stýrði Tage Ammendrup. Hann sagði Mbl. svo frá að áramótaskaupið væri nú með öðru sniði en í fyrra, þegar það var byggt að mestu upp af örstuttum þáttum. Nú er sem sagt haldin mikil veizla á vegum Hins opinbera og til hennar boðið fjölda gesta. Ekki komast þvf allir f þessa veizlu, en Hið opinbera gerir vel við sína og hlaðið allsnægtaborð biður hinna útvöldu. Hlutverk veizlustjóra er að lýsa gangi veizlunnar og sjá um að allt fari nú vel og notalega fram, að sögn Tage. Meðal gesta eru Ömar Ragnarsson, Spilverk þjóðanna, Róbert Arnfinnsson, Guð- mundur Pálsson, Bessi Bjarna- son, Karl Guðmundsson, Sig- rfður Þorvaldsdóttir, Haukur Morthens, Sigfús Halldórsson, Guðrún A. Sfmonar, Jörundur Guðmundsson, Þuríður Páls- dóttir og fleiri. Magnús Ingimarsson sér um undirleik f veizlunni. Tage sagði að byrjað hefði verið að vinna skaupið í byrjun nóvember og sfðan hefði verið gengið frá upptöku rétt fyrir miðjan desember. Skaupið hefst kl. 22.35. kvæmdum ýmiss konar, sagt frá för forseta íslands til Kanada, og sýndar verða myndir frá komu Svíakonungs hingað og ýmislegt fleira. Innlendi þátturinn tekur um fjörutíu mfnútur og sá erlendi er um fimm mfnútum skemmri. „Erum enn ákveðnari að vinna þetta stríð f, -viðbrðgrð varðskipsmanna í gamtali við Morfrunblaðið á Loðmundarfirði A NÝJARSDAG verður fluttur annar þátturinn af sex um Benonf og Rósu sem eru unnir eftir samnefndum skáldsögum Knuts Hamsun. Benónf hefur komið út hjá Helgafelli f af- bragðs þýðingu Jóns frá Kaldaðarnesi en Rósa mun ekki hafa verið þýdd. Þetta verður Benóní hið mesta áfall en síðar kemur í ljós að sambúð Rósu og Nikulásar lög- spekings verður hreint ekki snurðulaus. Benónf kemst síðar óvart í geysimikil efni, er hann ákveður að kaupa spildu lands, þar sem vitavörðurinn segir honum að miklir málmar séu i jörðu. Enginn hefur Iagt trúnað á orð vitavarðarins, en síðar kemur í ljós að hann hefur verið sannspár. Síðar kemur svo Edevarda, dóttir Macks, heim að Sælundi, orðin ekkja og þykir henni nóg um kven- semi föður sfns og bindast þau Benóní samtökum í því skyni að koma í veg fyrir að Mack haldi uppteknum hætti að fleka og barna flestar stúlkur sem nálægt honum koma. Samskipti Benónís og Macks ganga skrykkjótt öðru hverju, eða þar til Benónf hefur efnazt svo rækilega að Mack sér sinn hag vænstan f þvf að gera við hann bandalag og gera hann að með- eiganda að öllum sfnum eignum. Nikulás úr Hringjara- bænum hverfur á braut og haft er fyrir satt að hann sé dáinn. Rósa dregst sfðar á að giftast Benóní og enda þótt Nikulás skjóti f sögunni upp kollinum á iiý stutta stund fer þetta þó allt ákjósanlega að Iokum. I fyrsta þættinum kynntumst við Benóní pósti, sem verður fyrir því þunga áfalli að gerast fulldjarfur f umtali um fröken Rósu prestsdóttur og missir póstsembættið. Ríkismaðurinn Mack á Sælundi, sem er slótt- ugur og útsmoginn bragðarefur og kvennamaður flestum meiri, tekur Benóní undir sinn verndarvæng og vegur Benónís vex að nýju og á endanum tekst Mack að fá Rósu prests til að trúlofast honum. En hún sýnir tregðu á að ganga í ektastand enda hefur hún um árabil verið trúlofuð Nikulási úr Hringjara- bænum, sem hefur verið f burtu árum saman að læra lög- speki. Nikulás kemur síðan heim á meðan Benóní er í leið- angri fyrir Mack og takast á ný ástir með honum og Rósu og lyktir verða þær að Rósa íkveður eftir hið mesta sálar- itríð að bregða heiti við Benóní >g taka sfnum gamla unnusta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.