Morgunblaðið - 10.01.1976, Qupperneq 5
MORGUNBLA^ÐIÐ LAUG ARDAGUR 10. JANUAR 1976
5
Fréttamaður Reuters um borð í Leander:
„Má bjóða ykkur að
koma yfir og fá te”
Landhelgismálið frá sjónarhóli Breta
— sagði skipherrann á Þór skömmu áður
en freigátan og varðskipið skullu saman
FRÉTTAMAÐUR Reuters um borð í
Leander, Uli Schmetzer, sendi frétt
um árekstur skipanna og tekur þar
svo til orða að „árekstur hafi orðið
milli skipanna eftir hálfrar annarrar
klukkustundar viðureign I grennd við
brezka togara úti af austurströnd-
inni".
Hann segir að átt^ sinnum hafi engu
mátt muna að skipin rækjust saman,
þegar Þór hafi reynt að hrekja freigát-
una af leið sinni. John Tait, skipherra
freigátunnar, sem er jafnframt yfir-
maður „verndarflotans” á íslandsmið-
um, sagði: „Við sigldum rétt en hann
kom öslandi. Við vöruðum hann við að
halda sér á mottunni, en hann stefndi
rakleitt í áttina til togaraflotans.
í þriðju tilrauninni, segir Schmetzter,
sem Þór gerði til að hrekja freigátuna
af leið, voru skipin svo fast hvort við
annað að stefni freigátunnar gnæfði
yfir þyrluþilfar varðskipsins en þar
voru sjö íslenzkir skipverjar.
Siðan segir: „Er Helgi Hallvarðsson
skipherra venti skipinu að Leander sást
hann halla sér út um brúargluggann
skellihlæjandi. í eitt skipti i viðureign-
inni, sem fram fór í nánd við fjölda
brezkra togara og örstutt á milli skip-
anna kallaði Helgi Hallvarðsson yfir í
herskipið: „Má bjóða einhverjum að
koma um borð og fá sér tesopa."
Hrópaði þá Tait skipherra á móti: „Nei,
þökk fyrir, ég vil heldur kaffi.""
Fréttamaðurinn segir að þessi orða-
skipti skipherranna hafi dregið örlítið
úr spennu atburðarins og Leander hafi
heppnazt að aftra Þór frá því að komast
að togurunum Þá segir hann að þyrla
frá freigátunni og flugvél landhelgis-
gæzlunnar hafi báðar sveimað yfir
skipunum í lltilli hæð í fárra mí!na
fjarlægð áttu tvö önnur brezk herskip,
Naiad og Bacchante, í höggi við tvö
önnur varðskip, Ægi og Tý, og tókst
þeim að koma i veg fyrir að varðskipin
nálguðust togarana, segir í Reuters-
fréttinni.
Tekið skal fram að I skeyti frétta-
manns Reuter er einnig sögð frásögn
landhelgisgæzlunnar af atburðinum
þótt I stuttu máli sé.
BREZKA VARNARMÁLA-
RÁÐUNEYTIÐ: ÞÓR
SIGLDI Á FREIGÁTUNA
Brezka varnamálaráðuneytið bar
fram þá ásökun í dag að islenzka
varðskipið Þór hefði siglt á freigátuna
Leander. í yfirlýsingunni sagði „Eftir
mjög hættulega siglingu á allt að 20
hnúta hraða — breytti Þór skyndilega
um stefnu i bakborða og skall á stjórn-
borðsbóg Leanders. Bakborðsreykháf-
ur Þórs er laskaður og minniháttar
skemmdir urðu á bógi Leanders Engin
slys urðu á mönnum "
„Þrátt fyrir þetta eru Bretar enn von-
góðir um að samningar náist," sagði
talsmaður brezka utanríkisráðuneytis-
ins í samtali i kvöld. „Við erum reiðu-
búnir að hefja viðræður við íslenzku
stjórnina hvenær sem er, hvar sem er
og við hvaða menn sem er." Tals-
maður utanríkisráðuneytisins sagði og
við Mbl. er hann var spurður að því
hvort lita bæri á ásiglingu freigátunnar
á varðskipið Þór sem svar við yfirlýs-
ingu íslenzku ríkisstjórnarinnar í gær,
að svo væri ekki en formleg yfirlýsing
af hálfu ráðuneytisins hefði ekki verið
gefin um málið
BREZKA UTANRÍKISRÁÐU-
NEYTIÐ: ÞÓR
VANMAT AÐSTÆÐUR
í tilkynningu, sem Morgunblaðinu
barst frá brezka sendiráðinu í gær
segir, að skömmu eftir að John Tait
höfuðsmaður hafi komið aftur á miðin
við ísland á freigátu sinni, Leander,
hafi hann lent í átökum
Siðan segir i tilkynningunni: „Nærri
lá, að hættulegar aðgerðir íslenzka
varðskipsins Þórs yllu árekstri. Kl
13.25 sigldi Þór meðfram hlið
Leanders og var bilið milli skipanna þá
aðeins sex fet. Nokkrum sekúndum
siðar var Þór kominn aftur og að þessu
sinni var bilið milli skipanna iskyggi-
Stendur ekki á
Alþýðubankanum
— segir lögmaður bankans
1 TILEFNI af frétt Morgunblaðs-
ins um að það stseði á Alþýðu-
bankanum að senda skjöl til
Sakadóms vil ég sem lögmaður
bankans fá að gera eftirfarandi
athugasemd:
Með bréfi sakadóms dags 15.
desember var Alþýðubankinn
beðinn um að senda I réttinn
mjög yfirgripsmiklar upplýsingar
og skjöl um viðskipti Guðna
Þórðarsonar, Air Viking og
Sunnu, sem m.a. spanna yfir allar
daglegar hreyfingar á öllum
reikningum þessara aðila í mörg
ár, og var fyrirspurnarbréfið í 17
liðum.
Það hefur verið mikið verk að
tína til öll þessi skjöl eða að gera
af þeim endurrit, en það verk er
nú að mestu búið, og verður af-
hent réttinum eftir helgi. Fljót-
lega mjótt Kl 14.20 átti áreksturinn,
sem virzt hafði óumflýjanlegur, sér
stað, þegar bakborðshliðin rakst á frei-
gátuna.
Leander fékk högg á stjórnborða af
skuti Þórs. Slys urðu engin. Útlit er
fyrir, að Þór hafi vanmetið aðstæður.
Fyrsta skoðun leiddi aðeins I Ijós smá-
vægilegar skemmdir — tvær smá-
dældir og rispur i málningu á bógi
Leanders. Þór virtist hafa dældazt litils-
háttar á bakborðshlið og dæld var i
stoðir þyrludekks."
SENDIHERRA BRETA:
MUNDUMHARMAEF
ÍSLENDINGAR SLITU
STJÓRNMÁLASAMBANDI
Morgunblaðið hafði i gær samband
við Kenneth East, sendiherra Breta á
(slandi, og óskaði umsögn hans um
yfirlýsingu islenzku rikisstjórnarinnar i
fyrradag með tilliti til atburðanna úti
fyrir Bjarnarey i gær.
Hann sagði, að af hálfu Bretlands
væri álitið, að Þór hefði siglt á Leander,
en brezka utanrikisráðuneytið hefði
þetta um málið að segja: „Við mund-
um harma mjög þá ráðstöfun af hálfu
íslendinga að slíta stjórnmálasambandi
við Breta. Eins og við höfum marg-
sinnis sagt, þá erum við reiðubúnir til
að hefja samningaviðræður hvar sem
er, hvenær sem er, og með þátttöku
hvaða manna sem væri."
ÍJTFÖR Barböru Arnason list-
málara var gerð frá Dómkirkj-
unni f gær. Myndin var tekin er
fulltrúar (slenzkra myndlistar-
manna báru kistuna úr kirkju.
en þeir voru Asgerður Búa-
dóttir, Kristján Davfðsson,
Björg Þorsteinsdóttir, Bene-
dikt Gunnarsson, Hjörleif-
ur Sigurðsson, Ragnheiður
Jónsdóttir, Hörður Ágústsson
og Þorgerður Höskuldsdóttir.
Ljósm. Mbl. Friðþjófur.
lega eftir að þetta bréf barst til-
kynnti saksóknari hinn 18. des.
fjölmiðlum, að hann hefði bætt
við 10 viðskiptaaðilum til rann-
sóknar.
Engin formleg tilkynning um
þessa viðbót barst bankanum frá
saksóknara, og það er ekki fyrr en
með nýju bréfi Sakadóms dags. 5.
janúar sl., sem barst bankanum í
pósti 7. janúar, að beðið er um að
senda rannsóknargögn varðandi
viðbótaraðilana til réttarins.
Sé ég ekki annað en að fyrir-
sögn yðar: „Stendur á Alþýðu-
bankanum" — hafi ekki við rök
að styðjast.
Ingi R. Helgason hrl.
Aths. Ritstj.:
Fyrirsögn blaðsins er efnislega
i samræmi við ummæli Sverris
Einarssonar, sakadómara.
Háskólatónleikar
Rœtt við
Guðnýju
Guðmundsdóttur
og Vilhelmínu
Ólafsdóttur
f DAG kl. 5 eru fimmtu Háskóla
tónleikar vetrarins í Félagsstofnun
stúdenta við Hringbraut. Þar leika
Guðný Guðmundsdóttir og Vil-
helmlna Ólafsdóttir á fiðlu og
planó, en tónleikarnir eru nokkurs
konar undanfari tónlistarkeppni,
sem þær taka þátt I I Finnlandi
siðar I þessum mánuði. Þar eru
um að ræða kammermúsikmót og
flytja Guðný og Vilhelmina efnis-
skrá tónleikanna t dag óbreytta
þar. Á efnisskránni eru verk eftir
Grieg, Sibelius, Carl Nielsen og
Þorkel Sigurbjörnsson.
Við ræddum við tónlistarkonurn-
ar og spurðum fyrst um verkin:
— Ég held, að ekkert þessara
verka hafi verið flutt hér á landi
áður, segir Guðný, nema ef til vill
sónatan eftir Grieg. Þorkell Sigur-
björnsson samdi fyrir okkur svítuna,
sem við leikum, og er þetta frum-
flutningur. Hann bauðst til að skrifa
fyrir okkur verk þegar ég kom að
máli við hann i sumar og spurði
hann hvort hann ætti ekki eitthvað
fyrir fiðlu og píanó.
— Hafið þeið leikið saman áður?
— Við vorum samtímis í Tónlist-
arskólanum og lékum þá oft saman,
segir Vilhelmina, en svo varð hlé á
þvi þegar Guðný fór til náms.
Kammermúslkmótið, sem við förum
á I Helsinki, er haldið að vegum
NOMUS, sem áður hefur gengist
fyrir tónlistarkeppni á Norðurlönd-
unum Þar verða þátttakendur frá
öllum Norðurlöndunum, — liklega
milli 10 og 15 keppendur, en þar er
í dag
Þorkell, Vflhelmina og Guðný á
æfingu nú i vikunni.
um að ræða samleik 2 — 5 tónlistar-
manna.
— Hver eru verðlaunin?
— Það er nýlunda, að nú verða
valdir þrir hópar til að fara I tónleika-
ferð um Norðurlöndin, segir Guðný,
en fram að þessu hefur verið um að
ræða peningaverðlaun Mótið hefst
1 7. janúar
Við spyrjum Guðnýju, hvort ekki
sé erfitt að komast yfir allt það, sem
hún hefur á sinni könnu, en hún er
sem kunnugt er konsertmeistari Sin-
fóniuhljómsveitarinnar og kennir þar
aðauki i Tónlistarskólanum
— Jú, æfingar Sinfóniuhljóm-
sveitarinnar eru fyrir hádegi alla
daga vikunnar nema sunnudag, og
auk þess kenni ég þrjá daga vik-
unnar eftir hádegi, en mér lætur vel
að hafa mikið að gera
Vilhelmína lauk einleikaraprófi frá
Tónlistarskólanum vorið 1974 og
lék þá píanókonsert Griegs á nem-
endatónleikum. Siðan hefur hún
sótt einkatima hjá Árna Kristjáns-
syni, en hefur I hyggju að fara til
náms í Hamborg næsta haust.
í tónleikaskrá segir Þorkell Sigur-
björnsson m a um svituna, sem
frumflutt verður á tónleikunum I
dag „Siðastliðið sumar spurði
Guðný mig hvort ég ætti einhverja
músik fyrir fiðlu og pianó. Það
fannst mér sætt af henni — og vildi
ómögulega láta hana hafa einhverja
gaddavírsmúsík frá löngu liðnum
tima Þá varð þessi músik til, „G-
Suite", einþáttungur með greini-
legum atriðaskiptum og mestmegnis
i G."
rMálaskóli-------2-69-08
Skírteini afhent kl. 2-6 e.h.
í dag laugardaginn 10. jan.
í Miðstræti 7.
2-69-08
Halldórs*
OKKAR LANDSFRÆGA
ÚTSALA HEFST
mánudagínrv 12.janúar
Terelyne buxur frá kr. 2.200------íslenzk
alullarteppi kr. 1.950-, 1,50 x 2 m.
Geysilegt úrval af skyrtum frá kr. 1.490-
Herrajakkaföt frá kr. 8.900 — einnig stakir
jakkar frá kr. 3.000-. Bolir í úrvali frá kr. 750-
ásamt fjölbreyttu úrvali af peysum á ýmsum
verðum. Stórkostleg útsala á hljómplötum
— allar aörar nýjar hljómplötur með
10% afslætti.
laugavegi 89*37
hafnarstræti 17
13008 12861 13303