Morgunblaðið - 10.01.1976, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANUAR 1976
t
Hjartkær móðir okkar,
UNNUR EIRÍKSDÓTTIR,
rithöfundur,
andaðist aðfaranótt fimmtudagsins 8 janúar
Þórunn Halla Guðlaugsdóttir,
Hlln Gunnarsdóttir,
Alda Gunnarsdóttir.
t
Eigmmaður minn
GUÐMUNDUR SVEINBJÖRNSSON,
Norðurbraut 27
Hafnarfirði,
andaðist að heimili sinu 8 janúar
Enika Enoksdóttir.
t
Hjartkær eiginmaður minn og faðir,
ELÍ KNUDSEN,
Kaupmannahöfn S.
andaðist 25. desember 1975.
Jarðarför^hefur farið fram
Lfna Knudsen, Per Kundsen.
t
Eiginmaður minn
ÞORVALDUR MAGNÚSSON,
lézt að Hrafnistu 9 þ m
Halldóra Finnbjörnsdóttir.
t
Eiginkona mín,
STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR,
Háaleitisbraut 155,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 12 janúar kl 1 30
e h. Þeim, sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið
Fyrir mína hönd, barna okkar, tengdabarna, barnabarna og annarra
vandamanna,
Garðar Ólason.
Útför +
SIGURJÓNS GUÐLAUGSSONAR, Skinnum, Þykkvabæ fer fram frá Hábæjarkirkju, laugardaginn 1 0 janúar kl 2 e h.
Pállna Jónsdóttir og vandamenn
Innilegar mannsins þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ELÍASAR KR. JÓNSSONAR, Höfðabraut 16, Akranesi.
Jóhanna Þorbergsdóttir, Auður Ellasdóttir, Kjartan Guðmundsson, Erna Elíasdóttir, Þorsteinn Ragnarsson, og barnabörn.
t
Okkar hjartans þakklæti til allra ættingja og vina, einnig til lækna og
starfsfólks Borgarspítalans og Grensásdeildar, fyrir auðsýnda samúð og
umönnun við fráfall og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa,
GUÐNA SIGURBJARNASONAR
málmsteypumanns
Kambsvegi 23, Reykjavík.
Óskum ykkur Guðs blessunar á nýbyrjuðu ári.
Sigurbjarni Guðnason,
Sigrfður Guðnadóttir,
Elfsabet Guðnadóttir,
Gfsli Guðnason og
Þorsteinn Guðnason.
Martin Tómasson
forstjóri ■
Fæddur 17. júnl 1915.
Dáinn 1. janúar 1976.
Vestmannaeyjar hafa á liðnum
öldum og áratugum orðið fyrir
miklum áföllum. Aðstæðurtil lífs-
bjargar hafa löngum verið erfiðar
og náttúruöflin oft á tíðum æði
þunghent. Þrátt fyrir óblíðar ytri
aðstæður og áföll hafa Vest-
mannaeyingar alltaf haldið göng-
unni áfram, aldrei bugast, heldur
þjappað sér saman til átaka, tekið
upp fallið merki og horft til fram-
tíðarinnar.
Þessi viðbrögð hafa til orðið
vegna þess, að í Eyjum hefur alla
jafnan búið dugmikið og gott fólk
og í þessu litla samfélagi, löngum
lifað og starfað hópur forustu-
manna á sviði athafna og félags-
mála. Einn þessara manna var
Martin Tómasson, er lézt aðfara-
nótt 1. janúar s.l. liðlega sextugur
að aldri.
Martin var fæddur að Miðhús-
um í Vestmannaeyjum 17. júní
1915. Foreldrar Martins voru
hjónin Hjördís Hannesdóttir og
Tómas M. Guðjónsson útgerðar-
maður. Tómas, faðir Martins, var
um tugi ára umsvifamikill á sviði
útgerðar, fiskverkunar og
verzlunar. Martin komst því strax
í æsku f kynni við mikil umsvif og
skapandi starf, og ungur að árum
varð hann við hlið föður síns þátt-
takandi í þessum störfum.
Að loknum námsárum í Lauga-
vatnsskóla og við Köbmanns-
skolen í Kaupmannahöfn, en það-
an lauk hann verzlunarprófi 1934,
liggur leiðin á ný til Vestmanna-
eyja. Hefst þar með hans lífsstarf
við útgerð og verzlun, fyrst í sam-
vinnu við föður sinn og síðar, að
föður hans látnum, á eigin
ábyrgð. Við starf sitt komst Mart-
in í kynni við vel flesta Vest-
mannaeyinga, og þá fyrst og
fremst sem forstjóri fyrir umboði
Olfufélagsins Skeljungs h.f. í
Vestmannaeyjum. Hlutdeild
þessa félags i olíusölu í Eyjum
Minning
hefur ætíð verið stórum meiri
heldur en annarra. Þess er ég
fullviss, að þar var hlutur Martins
þungur á metum. Framkoma
hans, greiðvikni og elskulegheit
voru með þeim hætti, að hann
aflaði sér slíkra vinsælda að fátítt
er. Svo sem að líkum lætur hefur í
tímans rás stundum verið erfitt
fyrir þá, sem höfðu olíuviðskipti
við Martin, að standa skil á
greiðslum fyrir orku- og hitagjaf-
ann. A haustin og í vertfðarbyrj-
un var og er oft þungt fyrir. Bát-
unum þurfti að koma af stað og
hita varð að fá í húsin, en
greiðslugetan var lítil. Þennan
vanda leysti Martin fyrir margan
manninn, á þann veg, að allir
minnast hans með þakklátum
hug. A öðrum sviðum athafna og
starfa var sömu sögu að segja.
Minnist ég í þessu sambandi
samstarfs okkar f stjórn ísfélags
Vestmannaeyja um tæpa tvo tugi
ára. Þar komu að sjálfsögðu upp
ýmis vandamál. Um hvernig
skyldi leysa, varð sjaldan ágrein-
ingur, og aldrei minnist ég þess
að til neinna átaka hafi komið.
Farsæl stjórn þessa fyrirtækis er
ekki sfzt Martin að þakka, og vil
ég fyrir hönd okkar stjórnarmeð-
lima og félagsins í heild þakka af
alhug.
Á sviði félagsmála var Martin
stórvirkur og vann heimabyggð
sinni mikið gagn. Þótt félagsmála-
störf væru snar þáttur í lífi hans,
þá var það ekki vegna þess að
hann sóttist eftir forustuhlut-
verki á þeim vettvangi, síður en
svo. Ég hefi það á tilfinningunni
og er reyndar þess fullviss, að
hann hafi margoft viljað vera laus
við ýmislegt það, er hann varð að
taka að sér á þessu sviði. En vin-
sældir hans og mannkostir urðu
þess valdandi að hjá varð ekki
komist.
Strax í æsku skipaði Martin sér
í raðir íþróttahreyfingarinnar og
varð félagi í knattspyrnufélaginu
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður minnar,
tengdamóður og ömmu,
GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR,
Hrauntungu 33,
Sesselja Þorsteinsdóttir, Einar Finnbogason
og barnabörn.
t
Eiinmaður minn,
HENRIK BIERING,
kaupmaður,
andaðist 7 janúar. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni miðviku-
daginn 1 4 jan kl 1 3 30
Fyrir hönd ættingja,
Olga Biering.
t
Konan mín, móðir okkar og tengdamóðir
INGA ÓLÖF ARNGRÍMSDÓTTIR,
Gnoðarvog 16,
er lést 2. janúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 1 2.
janúar kl. 10 30 Blóm og kransar afþakkað, en þeim sem vildu
minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á líknarstofnanir.
Haraldur S. Sigurðsson,
Gunnar Haraldsson, Marfa Ingvarsson,
Birgir Haraldsson, Guðbjörg Oddsdóttir,
Hafþór Haraldsson, Dagþór Haraldsson.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
EINARS HRÓBJARTSSONAR,
fyrrv. póstfulltrúa.
Ásgeir Einarsson,
Ingibjörg Einarsdóttir,
Ásta Einarsdóttir,
Sigrún Einarsdóttir,
Sveinbjörn Einarsson.
Hróbjartur Einarsson,
Júllus Jónsson,
Kristján Sigurjónsson,
Rikharður Sumarliðason,
Hulda Hjörleifsdóttir.
Ásbjörg Einarsson
og barnabörn.
Tý. Tók mikinn þátt 1 starfinu,
bæði sem þátttakandi í knatt-
spyrnu, og þá ekki sfður sem leið-
andi maður í félagsstarfinu. For-
maður Týs var hann um 8 ára
skeið frá 1940—’48 og heiðurs-
félagi var hann gerður 1961. Það
segir sína sögu um innlegg hans
til íþróttamála í Eyjum. Utvegs-
menn í Eyjum hafa haft um
langan aldur með sér ýmis heilla-
drjúg hagsmunasamtök. Innan
þessara samtaka reyndist Martin
hinn ágætasti liðsmaður og vald-
ist til forustu fyrir tveim þeirra,
Lifrarsamlagi Vestmannaeyja og
Bátaábyrgðarfélagi Vestmanna-
eyja, en stjórnarformaður í báð-
um þessum félögum var hann, er
hann lézt. Við andlát hans er í
báðum þessum félögum svo
sannanlega skarð fyrir skildi.
Opinber mál lét Martin og til sín
taka, sat í bæjarstjórn Vest-
mannaeyja um 12 ára skeið, frá
1962 til 1974, ýmist sem vara- eða
aðalfulltrúi og þá sem fulltrúi
fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Og
víðar kom Martin við, í Akoges-
félaginu í Eyjum og í
Rótaryklúbbi Vestmannaeyja, í
báðum þessum félögum gégndi
Martin mikilvægum trúnaðar-
störfum um skeið. Ræðismaður
fyrir Danmörku i Eyjum var hann
frá 1959 til dauðadags.
Árið 1940 gekk Martin að eiga
Berthu Gísladóttur, góða konu, er
bjó honum gott og friðsælt
heimili. Varð hjónaband þeirra
farsælt og með þeim ágætum að á
betra varð ekki kosið. Var Martin
framúrskarandi heimilisfaðir og
þau hjónin bæði einhuga um að
heimilið yrði skjól og athvarf f
sviptibyljum lífsins. Þau hjónin
eignuðust þrjú góð og mannvæn-
leg börn, sem komin eru til full-
orðins ára.
Nú að Ieiðarlokum þegar ég
kveð Martin þá geymi ég í huga
mér minningar um mikinn ágætis
mann, er f starfi sínu var til fyrir-
myndar, en þó fyrst og fremst
sem þennan hugljúfa og dagfars-
prúða mann, er hvers manns
vandræði vildi leysa og alla
jafnan lagði lykkju á leið sína til
þess að verða samborgurum sín-
um að liði. Með Martin Tómassyni
er góður drengur genginn.
Ég vil svo að lokum senda konu
hans, börnum og öllu hans skyldu-
liði mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. gjjjrn Guömundsson.
Þegar mér barst frétt um
skyndilegt og óvænt fráfall
Martins Tómassonar forstjóra
komu í huga mér hendingar úr
útfararsálmi okkar Islendinga
eftir sr. Hallgrím; „líf mannlegt
endar skjótt”.
Hann andaðist á Borgar-
spítalanum í Reykjavík sfðast-
liðna nýársnótt eftir örstutta
legu. Er ekki ofsagt, að lát
Martins Tómassonar hafi komið
sem reiðarslag yfir alla, sem hann
þekktu.
Með fáum orðum langar mig að
minnast þessa mannkostamanns
er dó langt fyrir aldur fram, en
átti sér merka sögu.
Martin Tómasson var fæddur
í Vestmannaeyjum 17. júní árið
1915. Foreldrar hans voru hjónin
Tómas M. Guðjónsson útgerðar-
útfaraskrevtingar
biómouol
Groðurhusið v/Sigtun giirii 36770