Morgunblaðið - 10.01.1976, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 10.01.1976, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1976 ÍSAL dró úr fram- leiðslunni á sl. ári FRAMLEIÐSLA Islenzka ál- félagsins varð um 62 þúsund tonn á sl. ári, að því er Ragnar Halldórsson, forstjóri tSAL, tjáði Morgunblaðinu í gær. Samtals seldi fyrirtækið um 65.600 tonn á árinu og útskipað Tónleikar á Sauðárkróki Sunnudaginn 11. janúar verða tónleikar i Safnahúsi Skag- firðinga á Sauðárkróki á vegum Tónlistarskóla Skagafjarðar og Tónlistarfélagsins á Sauðárkróki. Þar koma fram Philip Jenkins, píanóleikari, og Einar Jóhannes- son, klarinettleikari. var um 42.600 tonnum af áli. Birgðir í árslok voru um 27.900 tonn, en þar af á Alufinance tæp- lega 26 þúsund tonn, þannig að ISAL situr aðeins uppi með um 2 þúsund tonn í birgðum. Arið 1974 var framleiðsla ISAL um 70 þúsund tonn eða töluvert meiri en nú, enda var á sl. ári ákveðið að draga úr framleiðsl- unni með tilliti til markaðs- ástands i heiminum. Gert er ráð fyrir að framleiðslan á þessu ári verið eitthvað svipuð því sem hún var f fyrra. Að sögn Ragnars er verðið enn lélegt á heimsmarkaði eða undir kostnaðarverði. Að vfsu hefur þess orðið lítillega vart í Banda- ríkjunum að verðið sé að stíga en í Evrópu gætir þess enn ekki að verð sé að hækka. Amma raular í rökkrinu — hljómplata með lögum Ingunnar Bjarnadóttur UT er komin hljómplata með lög- um eftir Ingunni Bjarnadóttur, sem dr. Hallgrímur Helgason hefur raddsett. Hljómplata þessi nefnist AMMA RAULAR I RÖKKRINU og var hljóðrituð hjá Hljóðritun í Hafnarfirði og Ríkis- útvarpinu. Flytjendur laganna á plötunni eru bæði einsöngvarar og kórar. Kafbátar fá aðvörun frá Norðmönnum Ósló, 8. janúar. AP. NORSK herskip hafa fengið fvrirmæli um að skjóta á alla erlenda kafbáta sem sigla ólöglega í norskri landhelgi. Astæðan er sú, að á undan- förnum árum hefur orðið vart við óþekkta kafbáta f norskum fjörðum þótt víðtæk leit að þeim hafi engan árangur borið. Sigríður E. Magnúsdóttir syngur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar tvö lög á plötunni við ljóð Jóhannesar úr Kötlum. Kór Langholtskirkju flytur þrjú lög á plötunni undir stjórn Jóns Stefánssonar og Sig- rún Gestsdóttir syngur þrjú lög við undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar. Félagar úr Karlakórnum Fóstbræðrum flytja tvö lög og Alþýðukórinn flytur önnur tvö lög undir stjórn dr. Hallgríms Helgasonar. Flest lögin á plötunni eru flutt af Eddu- kórnum undir stjórn Friðriks Guðna Þórleifssonar, alls 6. Þá syngur Kristinn Hallsson þrjú lög við undirleik dr. Hallgríms Helgasonar. Almannavarnanefnd Mývetninga á varðbergi Björk, Mývatnssveit, 8. janúar. Almannavarnanefnd Skútustaða- hrepps kom saman til fundar f gær. A fundinum var bókað eftir- farandi: 1) Almannavarnanefnd Skútu- staðahrepps þakkar Almanna- varnaráði og starfsmönnum þess góða samvinnu að undanförnu. 2) Meðan skjálftavirkni er óeðlileg ákveður almannavarna- Þjóðr^knis- þing í febrúar ARSÞING Þjóðræknisfélags Is- lendinga í Vesturheimi verður haldið í lok febrúar 1976, en ekki í janúar eins og tíðkast hefur undanfarin ár. Þingið hefst að morgni föstudagins 27. febrúar og stendur þar til síðdegis laugar- daginn 28. feb. Því verður slitið með lokasamkomu að kvöldi þess dags. Dr. Kris Kristjánsson í Winni- peg verður heiðursgestur Þjóð- ræknisfélagsins á þinginu. Dr. Kristjánsson er formaður Canada Iceland Foundation, tók við þeirri stöðu 13. nóv. 1974, þegar aldaraf- mælisár varanlegs landnáms Is- lendinga í Vesturheimi var fram- undan og síst veitti af að hafa dugandi áhrifamann í forsæti. nefnd að halda vörnum sínum í viðbragðsstöðu, þar á meðal verði jarðýta höfð tiltæk til aðstoðar við brottflutning og brottflutnings- áætlun verði haldið við fyrst um sinn. 3) Farið var yfir og rætt um starfs- og framkvæmdaáætlun ef neyðarástand skapast. 4) Nefndin telur brýnt að kannað verði nánar með gerð varnargarða gegn hraunrennsli og hvetur Almannavarnir ríkisins til að láta yfirfara vatnsdælur sínar, þannig að þær væru til- tækar ef þörf yrði á. 5) Almannavarnanefnd leggur áherzlu á að haldið verði áfram jarðfræði- og jarðeðlisfræðilegum athugunum á gossvæðinu við Leirhnjúk og nágrenni í því skyni að hægt verði að fylgjast mefr þeim breytingum sem hætta kann að stafa af. Æskilegt er að komið verði á fót samstarfsnefnd rannsóknaraðila til þess að sam- hæfa athuganir þeirra, en nefnd- in gefi Almannavörnum reglu- lega skýrslu um gang mála. Nefndin væntir þess að kostnaður af þessu starfi verði greiddur úr ríkissjóði. 6) Varðandi framkvæmdir við Kröfluvirkjun vill Almanna- varnanefnd Skútustaðahrepps Ieggja áherzlu á að náin samráð verði höfð við helztu sérfræðinga um jarðskjálfta og eldgos — Kristján Ferðaskrifstofan Utsýn hefur skipulagt 150 brottfarir f hóp- ferðum frá íslandi á þessu ári, en að sögn Ingólfs Guðbrands- sonar forstjóra Utsýnar er reiknað með að hækkun á hóp- ferðagjöldum nemi um 20% frá því í fyrra eða um 8—10 þús. kr. miðað við meðaltalskostnað á tveggja vikna ferðir hjá Út- sýn. „Við verðum enn að herða sultarólina til þess að halda viðskiptum, en þessi hækkun er ekki nægjanleg miðað við að á Spáni er 20% verðbólga og fólk þekkir stöðuna hér heima. Hins vegar er rétt að geta þess að uppselt er að verða á suma Janúar 1 97« ’ » 2 3 4 5 6 7 8 » 10 11 12 13 14 15 15 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 Myndin sýnir janúarsfðu dagatals (Jtsýnar. greiðslu Utsýnar, Austurstræti 17, meðan upplag endist en það var prentað í 8000 eintökum. 12—13 þús. farþegar s.l. ár Ingólfur sagði að um helmingur af 12—13 þús. viðskiptavinum Utsýnar s.I. ár hefði ferðazt 1 hópferðum, en hinn helmingurinn hefði verið einstaklingar. Sumarferðir Út- sýnar hefjast með páskaferð 14. apríl n.k. til Ccsta del Sol og standa yfir til októberloka, en á þessu tímabili verða m.a. viku- legar ferðir til Lignano, Costa del Sol og Costa Brava. 45 leigu- flugferðir eru áætlaðar til „Reikna með 20% hœkkun á hópferðum til sólarlanda” Útsýn gefur út dagatal fyrir 1976 gististaði okkar f sumar og ef miðað er við sama tima í fyrra þá ér nú meiri hreyfing á pönt- unum í ferðir til útlanda. S.l. ár ferðuðust um 12—13 þús. manns á vegum Utsýnar til annarra landa og var það um 2000 fleiri viðskiptavinir en ár- ið 1974 “ Dagatal með ferðaáætlunum Þessar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi sem Utsýn boðaði til og kynnti lit- prentað dagatal sem ferðaskrif- stofan Utsýn hefur gefið út fyr- ir árið 1976, og hefur þvi þegar verið dreift í allstóru upplagi til viðskiptavina fyrirtækisins. Dagatalið er prýtt litmyndum frá vinsælustu sumarleyfis- stöðum Islendinga einkum frá Spáni og Italíu. Ljósmyndir dagatalsins hefur forstjóri Utsýnar, Ingólfur Guðbrandsson tekið, lit- greining var unnin I Prent- mynd sf., filmuvinna hjá Korpus h.f. en litprentun annaðist Prentsmiðjan Oddi. Dagatalið fæst afhent í af- sólarlanda með Flugleiðum og eru það heldur fleiri ferðir en s.l. ár en Ingólfur kvað veður- lag hér heima auðsjáanlega hafa áhrif á farþegafjölda til sólarlanda. Aðspurður svaraði Ingólfur því til, að um nýjung f ferðum væri að ræða f list- kynningarferð til Italíu í maí. Kvað hann mikinn áhuga hafa komið fram á þeirri ferð og pantanir hreinlega streymdu inn. I þeirri ferð verður farið f allar helztu listaborgir Italíu og fararstjórar verða menn sem eru kunnugir listum. Iandi og þjóðlífi Italfu. Auk sólarlanda- ferða ráðgerir Utsýn um 50 ferðir til Bretlands í sumar og 30—40 til Norðurlanda. Af 27,7 milljónum þurfti útgerð Ögra að borga 27 SÖLUR íslenzku togaranna í Þýzkalandi á sfðustu dögum hafa vakið mikla athvgli og margir halda eflaust, að mikill hagnaður sé fyrir útgerðirnar að láta skipin sigla með aflann, þegar þetta hátt verð fæst fvrir fiskinn. Morgun- blaðið fékk Agúst Einarsson hjá Landssamhandi fslenzkra útvegs- manna til að sundurliða allar greiðslur vegna þessarar sölu. Kom í Ijós, að af 27.701.245 kr. sölu voru aðeins eftir um 700 þús. krónur þegar upp var staðið. Alls seldi ögri 249.933 tonn, og fyrir aflann fengust sem fyrr segir kr. 27.701.245. Af þessari upphæð þurfti að greiða 4% í markaðskostnað eða 1.108.050, löndunarkostnaður nam kr. 646.731, tollar voru 14% eða kr. 3.878.174, annar sölukostnaður í Þýzkalandi nam kr. 1.551.270. Samtals þurfti því að greiða í kostnað í Þýzkalandi kr. 7.184.225 eða 25,9% af brúttóverðmæti afl- ans. Þá eru eftir allar beinar greiðsl- ur til íslenzkra aðila og áhafnar. Útflutningsgjöld eru 14.175% eða alls kr. 3.926.651, aflahluti er 27,75% af 54% brúttó eða kr. 4.151.032, aukaaflaverðlaun, en þau eru 0.3% á skipverja af sölu- verði umfram 9000 pund, eru kr. 1.917,114, mánaðarkaup og frí- dagar eru kr. 1.280.208, til líf- eyrissjóðs fara kr. 653.066, skrán- ingargjöld og trygging skipverja Sovézk hergögn send til Sómalíu Washington 8. jan. — Reuter SOVETRlKIN hafa sent tvö eftir- litsskip sem geta skotið fjarstýrð- um eldflaugum og a.m.k. 30 skammdrægum eldflaugum til Sómalíu, að þvi er bandaríski öld- ungadeildarþingmaðurinn Dewey Bartlett sagði í gær. Sagði Bart- iett, að þessar upplýsingar, sem hann hefði fengið frá varnarmála- ráðuneytinu í Washington, bættu alvarlegum þáttum við íhlutun Sovétríkjanna í Angóla og Sómalíu. eru kr. 201.960, olíukostnaður, 5.80 kr. pr. lítra, er kr. 754.000, veiðarfæri, þ.e. áætlaður kostn- aður, er kr. 1.187.000. Síðan fer 21% í stofnfjársjóð fiskiskipa eða kr. 5.817.261. Alls þarf því út- gerðin að greiða af heildar- sölunni, sem var kr. 27.701.245, krónur 27.072.261. Eftir standa því kr. 628.728 krónur. I áðurnefndum tölum er trygg- ing skips og viðhald og annar kostnaður tekið með í reikn- inginn, en gert er ráð fyrir, að viðhald togara sem Ögra kosti 12—15 milljónir króna á ári. En hver eru laun manna úr svona söluferð, en með veiðum og siglingum fram og til baka fara oft yfir þrjár vikur í veiðiferðina. Mánaðarkaup háseta er kr. 61.138, í þessari ferð voru afla- verðlaun kr. 126.401 og aukaafla- verðlaun kr. 79.879. Samtals urðu því laun háseta í þessari ferð kr. 267.418 en án orlofs kr. 246.854. Mánaðarlaun skipstjóra eru kr. 50.240, aflahlutur hans í þetta skiptið varð kr. 519.066 og auka- Moskvu 8. janúar — Reuter MÓÐIR sovézka andófsmannsins Vladimir Bukovsky hefur skorað á franska kommúnistaleiðtogann Georges Marchais í opnu bréfi að beita sér fyrir því að syni hennar verði slepp't. Frú Nina Bukovsky segir í bréfinu, að hún óttist að sonur sinn lifi ekki af 12 ára fangelsis-, þrælkunarbúðavist og útlegð í Síberíu sem hann var dæmdur til fyrir andsovézka starfsemi árið 1972. Hún segir að yfirlýsingar Mar- chais bendi til þess að flokkur aflaverðlaun kr. 79.879. Eða alls kr. 648.885 með orlofi en án þess kr. 598.989. Kirkjukór Selfoss syngur í kirkju Fíladelfíusafnaðar SÍÐASTLIÐINN þriðjudag hélt kirkjukór Selfoss tónleika i Selfoss- kirkju ásamt 25 kórfélögum úr sinfóniuhljómsveit áhugamanna i Reykjavík og einsöngvurunum Sig- riði E. Magnúsdóttur, Garðari Cortes og Halldóri Vilhelmssyni. Fluttar voru kantötur eftir Bach og Buxte- hude. Húsfyllir var á tónleikunum, og hefur verið ákveðið að þeir verði endurteknir i Reykjavik sunnudaginn 11. janúar klukkan 17, f Ffladelfiu- kirkjunni Hátúni 2. Hljómsveitin er eins og áður sagði skipuð 25 hljóðfæraleikurum úr ný- stofnaðri sinfóníuhljómsveit áhuga- manna í Reykjavík og þreyttu þeir frumraun sina á Selfossi s I þriðjudag og koma nú fram i fyrsta skipti sem slikir i Reykjavik Kórinn syngur á islenzku og eru textar þýddir af Óla Ágústssyni. hans stefni að virkilegu lýðræði og „sósíalisma með mannlegu yfirbragði“, en Marchais tók fyrir nokkru einarða afstöðu með mál- stað andófsmannsins Leonid Plyushch, sem sleppa á úr haldi nú á föstudag. I bréfinu segir frú Bukovsky m.a.: „Ef þessar hug- sjónir sem hverri heiðvirðri manneskju eru heilagar eru yður meir en orðin tóm, þá trúi ég því að þér bregðist svo við þessari bón minni að þér hefjið upp rödd yðar og krefjizt þess að syni mfnum verði sleppt hið bráðasta." Móðir Bukovskys biður Marchais um að liðsinna sér

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.