Morgunblaðið - 10.01.1976, Side 12

Morgunblaðið - 10.01.1976, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1976 SAKHAROV MÓTMÆUR DÓMNUMYFIRKOVALEV — ásamt 173 sovézkum borgurum Moskva 9. jan. AP —Reuter ANDREI Sakharov og 173 aðrir andófsmenn 1 Sovétríkjunum mótmæltu 1 dag fangelsis- dómnum yfir líffræðingnum Sergei Kovalev svo og allri þeirri kúgun sem beitt er af hálfu stjórnvalda 1 Sovétrfkjunum. Meðal þeirra sem undirrita plaggið eru rithöfundurinn Andrei Amalrik, Roy Medvedev, sagnfræðingur, mannréttindabar- áttumaðurinn Valentin Tugchin, rithöfundurinn Vladimir Voinovich, skáldkonan Lidiva Chikovskaija, Dmitri Dudko prestur og Gyðingaleiðtogarnir Alexander Lerner, Alexander Luntz og Vitaly Rubin. Kovalev, sem gaf út neðan- jarðarrit um kaþólsku kirkjuna í Litháen, var í desember dæmdur í sjö ára fangelsi í heimalandi sínu og síðan í þriggja ára útlegð fyrir ERLENT „andsovézka starfsemi" en Sakha- rov fylgdist með réttarhöldunum og reyndi árangurslaust að komast inn í réttarsalinn til að fylgjast með yfirheyrslum eins og frá var sagt á sínum tíma. Stjórnvöld leiddu Kovalev fyrir rétt vegna þess að „þau vilja láta okkur hverfa aftur til þeirra tíma þegar slík mál voru látin óátalin og hlutu jafnvel hljómgrunn og þegar ekki heyrðist ein einasta rödd sem hafði uppi mótmæli“. Andrei Amalrik sagði í öðru mótmælabréfi sem birt var sam- tímis að samkvæmt sovézkum lög- um væri sagt að ekki mætti lög- sækja menn fyrir trúarskoðanir eða pólitík. Hann vitnaði 1 grein í sovézka blaðinu New Times eftir aðstoðardómsmálaráðherra Sovét- ríkjanna, þar sem hann reyndi að verja réttarhöldin yfir Kovaiev og sagðist ekki vita til þess að neins staðar fyndist sá krókur í sovézk- um lögum að sækja mætti til saka menn fyrir trúarlega eða pólitíska sannfæringu. Amalrik kvaðst mótmæla þessu og hann sagði: „Þegar ég var í fangelsi var okkur sagt hvað eftir annað: Þið megið hafa hvaða skoðanir sem þið viljið en þið ættuð ekki að láta þær í ljós. Við leiðum ykkur ekki fyrir rétt vegna sannfæringar ykkar heldur vegna þess að þið hafið látið hana í ljós.“ Hin harðorða Angólaræða Fords — Þessi mynd sýnir Gerald Ford, Bandaríkjafor- seta, flytja hina harðorðu ræðu sína um Angólamálið á fundi bandarísku bænda- samtakanna fyrir skemmstu. w Obreyttri þrátt fyrir stefnu spáð lát Chous Washington, 9. janúar. Reuter. AP. FRÁFALL Chou En-lais forsætis- ráðherra mun tæplega spilla bættri sambúð Bandarfkjamanna og Kfnverja að sögn kunnugra í Brezk blöð um yfirlýsingu ísl. stjórnarinnar: Vonleysi meðal Islendinga — ástæðan fyrir því að þeir leita nú til NATO London 9. jan — AP. Einkaskeyti til Mbl. HOTUN tslendinga um að slfta stjórnmálasambandi við Breta ef brezki flotinn haldi áfram „ásetn- ingsásiglingum" var forsfðuefni blaða hér f dag ásamt fréttum um versnandi ástand á trlandi og fréttum af andláti Chou En-lai forsætisráðherra Kfna. Lndira afnemnr málfrelsi Nýju Delhi, 9. janúar. Reuter. INDVERSKA stjórnin hefur afnumið málfrelsi og sex önn- ur grundvallarmannréttindi, sem eru tryggð í stjórnar- skránni: fundafrelsi, félaga- frelsi, ferðafrelsi, eignarétt og frelsi til að stunda atvinnu eða viðskipti. Engin skýring hefur verið gefin á tilskipuninni, en þai með hafa stjórnarskrárákvæði í fjórða sinn verið felld úr gildi síðan lýst var yfir neyðar- ástandi á Indlandi 26. júní. Viðræður á Ítalíu Róm, 9. janúar. Reuter. Viðræður um myndun nýrr- ar stjórnar hófust á Ítalíu í dag. Foringi Lýðveldisflokks- ins, Ugo La Malfa, varafor- sætisráðherra, lýsti yfir því í blaðaviðtali að hann mundi aldrei fara aftur í ríkisstjórn þar sem haldið væri uppi „skotgrafarhernaði“. Foringi sósíalista, De Martion, sem sögðu sig úr stjórninni og ollu stjórnarkreppunni, sagði hins vegar að afstaða flokksins væri ekki eins ósveigjanleg og virzt gæti. „íslendingar leita stuðnings Atlantshafsbandalagsins" var fyr- irsögn Daily Telegraph. Times segir frá því að brezkir embættis- menn telji það nánast kraftaverk að ekki hafi orðið manntjón f árekstrinum á miðvikudag milli Andromedu og Þórs. Times segir að íslendingar hafi leitað til Atl- antshafsbandalagsins vegna þess að einungis hafi tekizt að klippa á togvira sex togara og aðeins í tveimur tilvikum á báða togvír- ana. Blaðið segir að þetta sýni að brezka flotanum hafi tekizt ætl- unarverk sitt sem sé I því fólgið að veita togurunum vernd við veiðarnar, og hafi þetta leitt til vonleysis meðal Islendinga sem komi í Ijós að þennan hátt. Þá segir frá því að Sir Anthony Troup yfirmaður aðgerðanna við ísland muni fljúga yfir miðin í dag í sjö klukkustundir „til að sjá með eigin augum það sem fram fer.“ Financial Times segir þaó koma skýrt fram að beiðni íslendinga til Atlantshafsbandalagsins um Framhald á bls. 13 Washington I dag. Þeir segja að veruleiki valdajafnvægis og eiginhagsmuna varði mestu í sambúð þjóðanna og raunsæi skipti meira máli en hugsjóna- fræði nú orðið. Á það er bent að þegar Richard Nixon fyrrum forseti fór í sögu- fræga heimsókn sína til Peking 1972 hafi bæði Bandaríkjamenn og Kínverjar séð sér hag í því að bæta sambúðina: Bandaríkja- menn vegna hernaðarlegra og hugsjónafræðilegra áhrifa Kín- verja í Asíu og Kínverjar þar sem þeir vildu vega upp á móti áhrif- um Rússa. Nixon var í hópi hinna fyrstu sem hörmuðu fráfall Chous. Hann hrósaði honum fyrir gáfur og sagði að sárafáir menn á 20. öld mundu hafa eins mikil áhrif á gang mannkynssögunnar. Hann bættí því við að það væri að miklu leyti framsýni Chous og Maos for- manns og söguskilningi þeirra að þakka að tekizt hefði að binda enda á tímabil árekstra í sögu þjóðanna og marka upphaf tíma- bils samninga og sátta. Ford forseti fór ekki síður lof- samlegum orðum um Chou og sagði að Bandaríkjamenn minnt- ust hans einkum fyrir að bæta Framhald á bls. 13 Herforingjar heimta að Pinochet fari frá HERFORINGJAR I Chile hafa krafizt þess að róttækar þreyting- ar verði gerðar á stefnu herfor- ingjastjórnarinnar I landinu og að leiðtogi hennar, Augusto Pino- chet hershöfðingi, segi af sér að sögn brezka blaðsins Sundav Times. Herforingjarnir hafa sent Pino- chet bréf þar sem þeir gefa honum frest fram í marz að sögn blaðsins til þess að gera viðeig- andi ráðstafanir til að leysa efna- hagsmálin, leggja niður leyni- lögregluna og auka álit stjórn- arinnar út á við. Jafnframt birtir Sunday Times nákvæma lýsingu brezka læknis- ins Sheilu Cassidy á því hvernig hún segir að leynilögreglan hafi beitt sig pyntingum til að neyða sig til að segja frá nöfnum ? kaþólskum prestum og nunnum sem hún hafi haft samband við. Frásögn hennar fylgir teikning eftir hana sjálfa af járnrúmi sem hún segir að hún hafi verið lögð á nakin, bundin við og pyntuð á með rafmagnshöggum. Frú Cassidy var handtekin í nóvember gefið að sök að hafa I •: •:; ■' . - i -- & Pinochet stundað vinstrisinnaðan skæru- liðaforingja, Nelson Gutierrez, sem særðist I skotbardaga í Santi- ago og hún viðurkennir það í greininni. Mál hennar varð til þess að Bretar kölluðu heim sendiherra sinn frá Chile, en Chilestjórn hefur lýst því yfir að hún ætli ekki að kalla heim sendiherra sinn í London í hefndarskyni. Stjórnin hefur neitað ásökunum frú Cassidy og sakað hana um „siðleysi" þar sem hún hafi hjálp- að „ofstopaöflum" að komast undan. Frá því segir einnig í Sunday Times að þriðji valdamesti maður herforingjastjórnarinnar og náinn vinur Pinochets, Sergio Arellano Stark hershöfðingi, hafi sagt af sér án þess að tilgreina nokkra ástæðu. Hættulegasti andstæðingur Pinochets er þó Gustavo Leigh hershöfðingi sem stendur á bak við kröfuna um að hann segi af sér. Sunday Times segir að úr- slitakostirnir og úrsögn Arellano Starks hershöfðingja úr stjórn- inni beri vott um „fyrsta alvar- lega klofninginn" í stjórn herfor- ingjanna og dvínandi áhrif Pino- chets. Hershöfðingjarnir sem standa að úrslitakostunum eru að minnsta kosti 10 talsins og hafa áhyggjur af vaxandi völdum Pino- chets, einangrun Chiles vegna gagnrýni erlendis og andstöðu Irúarhópa gegn stjórninni. Sunday Times segir að sam- vinna hafi tekizt milli ýmissa leið- toga kristilegra demókrata og ýmissa presta við frjálslyndari herforingja og því sé bollalagt í Chile hvort takast megi að telja Pinochet á að segja af sér fljót- lega svo mynda megi nýja stjórn með aðstoð nokkurra fyrrverandi stjórnmálamanna. Barizt af griinmd í Líbanon Beirut 9 jan. AP Reuter. MESTU bardagar I Llbanon I nlu mánaða borgarastyrjöld landsins geisuðu aðfararnótt föstudags og fram eftir öllum degi. Var barizt I suðausturúthverfum Beirut og þúsundir palestlnskra skæruliða og bandamenn þeirra börðust I návlgi við kristna Llbani til að ná yfirráðum yfir nærliggjandi veg- um sem eru til palestinsku flótta- mannabúðanna við Tel Zaatar. Talsmaður hersins sagði, að vitað væri að sjötlu og fjórir hefðu beðið bana og á annað hundrað voru meira og minna sárir. Sagði hann að svo gæti farið að mann- fallið reyndist mun meira. Beitt var eldflaugum og sprengjuvörp- um og sagði talsmaður hersins að llbanski herinn sem hefur reynt að blanda sér ekki meira en nauðsynlegt er I átökin yrði að skerast I leikinn ella myndi allt landið loga innan fárra daga. Þegar leið á föstudag dró heldur úr bardögum en skothrið heyrðist þó vlða I Beirut og sjúkrabllar brunuðu með sirenur á bardagasvæðin til að bjarga á braut særðu fólki. Opinberar heimildir sögðu I kvöld að tillaga um vopnahlé hefði verið send deiluaðilum, en þeir hefðu ekki sinnt þeim I neinu. Siðustu fjóra mánuði hafa fimmtán formleg vopnahlé verið gerð I landinu, en fæst hafa dugað meira en örfáa daga. Spinola í Madrid Madrid 9. jan. AP ANTONIO de Spinola, fyrrverandi forseti Portúgals, kom flugleiðis til Madridar í dag frá Spáni Mikið lið fréttamanna beið hans á flugvellin- um, en ekki tókst þeim að ná tali af honum, þar sem spánskir öryggis- verðir tóku á móti honum og óku síðan á brott til óþekkts dvalarstað- ar. Ekkert hefur verið látið uppskátt um hvert erindi Spinola gæti verið til Spánar, en ýmsar sögusagnir eru á kreiki um að hann muni hitta að máli stuðningsmenn sína þar í landi, sem hafa það að markmiði á koma honum á ný í forsetaembætti í Portúgal. Spinola var fyrsti forseti Portúgals eftir að einræðisstjórn Caetanos hafði verið velt úr sessi 25. apríl 1974, en honum var síðar vikið úr embætti nokkrum mánuðum siðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.