Morgunblaðið - 10.01.1976, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANUAR 1976
10
Gunnlaugur
Scheving
NytjalistlV
Klausturhólar
Listasafn Islands hafði varla
lokað dyrum að hinni athyglis-
verðu sýningu á list Jóns Engil-
berts fyrr en safnið opnar þær
aftur gesti sem gangandi með
nýrri sýningu og nú er hér á
ferð hluti hinnar rausnarlegu
dánargjafar listamannsins
Gunnlaugs Schevings. Dánar-
gjöfin í heild flokkast þannig:
12 olíumálverk, 306 vatnslita-
myndir, 256 túsk- og vatnslita-
skissur, 329 túsk-, blek- og blý-
antsteikningar, 841 blek-, og
blýantsskissa, 36 litkrítar-
myndir, 33 litkrítarskissur, 3
graffkmyndir, 2 collage-
myndir, 50 teiknibækur auk
dagbóka listamannsins. Hér er
hvorttveggja um að ræða fyrstu
frumriss að viðamiklum verk-
um, sem og hálf og fullgerð
verk og spannar yfir allan list-
feril hans frá fyrstu tíð og fram
að því að hann féll frá fyrir
aldur fram.
GUNNLAUGUR SCHEVING
var, eins og allir vita sem eitt-
hvað fylgjast með myndlist,
einn af okícar stórbrotnustu
listamönnum og brautryðjandi
á sviði sjávarmyndamálunar og
hafa honum sem slíkum verið
áður gerð ágæt skil af Lista-
safnsins hálfu. Hér kynnumst
við aftur á móti nýju sviði lista-
mannsins, sögu þróunarinnar
að baki verkanna, sem kemur
fram í hinni marksæknu og
fjölbreyttu skissuvinnu hans og
skipulögðum undirbúningi að
hinum stærri verkum.
Það er mjög áhrifamikið að
fylgjast með þessu og einkum
mætti það vera lærdómur fyrir
þá ungu, sem helzt vilja sjá allt
spretta fullskapað fram frá
upphafi, átakalaust, og skilja
ekki gildi markvissrar leitar að
lýtalausri og kröftugri burðar-
grind hinna „monumentölu"
mynda. Að vísu er þetta aðeins
takmarkað sýnishorn hinnar
viðamiklu dánargjafar og vafa-
lítið hefði verið farsælla að
gera hverjum einum þætti ýtar-
leg skil í senn í stað þess að
vetta innsýn til margra hliða
listamannsins, t.d. hefði ég vilj-
að sjá meira af hinum merki-
legu skissum og formyndum,
sem eins og oft vill verða eru
ekki síður hlutgeng myndlist
en hin endanlegu og fullmót-
uðu verk. Ég hef í huga að rita
síðar ítarlegar um þessa sýn-
ingu, og einkum um þennan
sérstaka þátt, og birtist hún
væntanlega í Lesbók í febrúar-
byrjun, en sýning þessi mun þá
enn í fullum gangi. Hér vildi ég
fyrst og fremst vekja athygii á
þessari fróðlegu sýningu og
hvetja til að sem flestir skoði
hana og þá einkum skólafólk,
KRlSTlN Þorkelsdóttir:
Gifsafstevpa af þjóðhátíðar-
merkinu.
listnemar og að sjálfsögðu lista-
menn, en fyrir alla er hér
drjúgur lærdómur fyrir hendi.
Þess skal getið að væntanleg
er allnýstárleg sýning af hálfu
Listasafnsins í febrúar og fleiri
munu væntanlega fylgja, og
ber að fagna slíkn framtaki,
Næg verkefni eru fyrir hendi
og þetta er rétta leiðin til að
vekja athygli á starfsviði Lista-
safns Islands jafnframt ófull-
nægjandi húsakosti safnsins.
FÉLAGIÐ LISTIÐN heldur
áfram kynningarsýningum á
starfi listhönnuðar og að þessu
sinni nefnist framtakið „BORG-
ARLEIKHUS & AF VERK-
SVIÐI TEIKNARA“.
Er sýning þessi til húsa í hús-
næði íslenzks heimilisiðnaðar
að Hafnarstæri 3, og er opin
daglega frá kl. 14—22. Ég get
þessa svo rækilega vegna þess
að á dögurium var ég þriðji
gesturinn er slæddist á sýning-
una þann daginn. Er þetta frá-
munalega bágleg undirtekt
virðingarverðs framtaks. Hér
er meira að segja m.a. verið að
sýna uppdrætti og líkan af fyr-
irhuguðu Borgarleikhúsi sem
vænta mætti að borgarbúar
teldu sig nokkru varða. Nógar
Gunnlaugur Scheving: Myndriss.
hafa umræður verið um þetta
hús i fjölmiðlum og hélt ég að
einhverjum léki forvitni á að
kynna sér málið nánar með eig-
in augum. Hér eru einnig sýnd-
ar litskyggnur sem kynna á
greinargóðan hátt hvernig nýta
má leikhúsið á marga mismun-
andi vegu, eftir eðli þeirra
verka, sem setja skal þar á svið.
Ég tel mig ekki nægilega
fróðan í innri gerð leikhúsa nú-
tímans og leiði því hjá mér að
fjalla hér um það svið, en vil
hiklaust ítreka fyrri umsögn að
ég álít húsið formfagra bygg-
ingu og niðurskiptingu grunn-
formsins fjölbreytilega og rök-
vísa. Persónulega fagna ég
slíkri byggingu og hér til við-
bótar mættu svo gjarnan rísa
áhuga- og framúrstefnuleikhús
í hinum stærri hverfum borgar-
innar. Öþarft virðist að leggja
Iðnó niður, og hvf má ekki nýta
hinar mörgu kirkjur höfuð-
borgarinnar leiklistinni til
hags, slíkt hefur víða annar-
staðar verið gert og þykir ekki
raska helgi bygginganna. Flest
er hægt ef áhuginn er fyrir
hendi og hví ekki að stofna
leiklistarsöfnuði líkt og kirkju-
söfnuði?? Voru einhverjir að
ræða um að stofna útileikhús?
Slíkt væri alténd ekki afleit
hugmynd . . .
Sá hluti sýningarinnar, er
nefnist „Af verksviði teikn-
ara“, er framlag tveggja
kvenna í teiknarastétt, þeirra
Kristfnar Þorkelsdóttur og
Friðriku Geirsdóttur. Er fram-
lag þeirra mjög vandað og
Friðrika Geirsdóttir:
Kúningariss.
teiknarastéttinni til ótvíræðs
sóma. Báðar eru þær listfengar
vel og hefðu vafalítið orðið lið-
tækar á sviði frjálsrar mynd-
sköpunar, það sýna teikningar
þeirra, litameðferð og rök-
vísi í gerð hvers konar
merkja. Það er tilefni til
íhugunar hve margt listfengt
hæfileikafólk hefur fremur val-
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
ið auglýsingateiknun að ævi-
starfi en frjálsa listsköpun hin
sfðari ár og gerir enn. Hér er
fjárhagsleg afkoma og breytt
gildismat óefað að baki og má
telja nokkurt tap fyrir mynd-
listina en jafnframt ávinning
fyrir auglýsingafagið. En tví-
mælalaust er að því mikill
ávinningur að auglýsíngar
skuli gerðar af þeirri listfengni,
sem hér kemur fram.
Margur, er leitar úti í auglýs-
ingafagið, á sér þann draum að
leita að frjálsri listsköpun við
fyrsta tækifæri og má segja að
þetta fólk sé jafnan að hætta,
en hættir bara aldri þrátt fyrir
slíka ástríðu og fögur fyrirheit.
. . Er mjög fróðlegt og til skiln-
ingsauka að bera saman teikn-
ingar kvennanna tveggja og
frumriss Gunnlaugs Schevings.
Hér sér maður greinilegan eðl-
ismun á frjálsri sköpun og
bundinni fagvinnu. Þetta er þó
sannarlega ekki sagt listiðnað-
arkonunum til lasts og ekki
þekki ég þær svo, að ég geti
dæmt um framtíðarþrár þeirra,
en það er þeim til mikilla tekna
að listræn tilfinning er að baki
vinnu þeirra hvar sem auga ber
niður á sýningunni. Þannig eru
þær með hæfilegan skammt af
„fagurfræðilegum grillum" I
malnum. Hvorug þeirra stend-
ur starfsbræðrum sínum að
baki og eru þær í fremstu röð
íslenzkra auglýsingahönnuða
og þurfa fátt til annarra að
sækja né kvennaár sér til full-
tingis.
Nokkur eðlismunur er á
vinnubrögðum starfssystranna,
þannig virðist mér Kristín
karlmannlegri og rökvísari í
vinnubrögðum, en Friðrika fín-
gerðari og draumlyndari, og
geri ég ekki upp á milli þessara
eðliskosta.
í þetta skipti er ekkert aug-
lýsingaspjald, ,,plakat“, hannað
í tilefni sýningar Listiðnar og
hefði þessi sýning þó verð-
skuldað það öðrum fremur.
Spurning er þó hvort slíkt henti
smærri sýningum yfirleitt, með
því að það kemur fólki til að
halda að um viðamiklar sýning-
ar sé að ræða. Svo var um síð-
ustu sýningu í bókasafni Norr-
æna hússins, og þótt sú sýning
væri góð var hún svo lítil f
sniðum að hún gaf naumast til-
efni til sérstakrar umsagnar.
Eitt sameiginlegt „plakat" fyrir
allt fyrirtækið hefði verið góð
hugmynd, og þá einungis orðið
um litabreytingar að ræða, likt
og með bókaflokkskápur Krist-
ínar Þorkelsdóttur. Sýningar-
og kynningarskrá vantar enn
sem fyrr.
KLAUSTURHÓLAR við
Lækjargötu hafa nú starfað um
nokkurt skeið og þar verið
haldnar einkasýningar, fjölda-
sýningar auk sýninga á mynd-
um til uppboðs. Starfsemin
virðist þó ekki hafa fengið fast-
mótað form og verður ekki spáð
í það, hvort hér sé um starfsemi
að ræða sem haldi velli um
lengra skeið. Hér er um al-
mennan myndmarkað að ræða,
þannig má sjá verk ágætra
málara við hlið algjörra
byrjenda og fúskara í
faginu. Þannig má finna góð-
ar myndir innan um lítil-
siglda vinnu, en þvf miður
eru hin laklegri verk í mikl-
um meirihluta. Starfsemi sem
þessi á fyllilega rétt á sér og
tíðkast víða erlendis, en þó er
æskilegast að leitazt sé við að
vanda val mynda svo sem þar er
gert. Sýning sú sem var þarna
fyrir og eftir jól bauð einmitt
upp á slíkt samsafn, þar mátti
t.d sjá nýlegar myndir eftir
Þorvald og verk Gunnlaugs
heitins Blöndals. Hér var í
hnotskurn nokkurs konar flóa-
markaður myndlistarverka . . .
Bragi Ásgeirsson.