Morgunblaðið - 14.01.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.01.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANUAR 1976 694 þús. farþegar með Flugleiðum 1975: Einhver hagnaður af rekstri félagsins FLUGVÉLAR Flugleiða að meðtöldum vélum International Air Bahama, fluttu um 694 þúsund farþega á s.l. ári en það er um 2,5% fækkun frá árinu 1974. Fluttir voru 282.146 farþegar með Loftleiðum yfir Norður-Atlantshaf. Gert hafði verið ráð fyrir 10% fækkun á þeirri Íeik, en hún nam ekki nema 7% Sætanýtingin á þeirri leið var 75,4%. Á flugleiðum milli Evrópulanda voru fluttir 119.800 farþegar, sem er 0,3% fleiri farþegar en árið áður. Sætanýtingin lækkaði þar úr 66,9% I 62.9%. 206.700 farþegar voru fluttir í innanlandsflugi sem er 2.7% aukning, en þar var sætanýtingin 62.7% Farþegum með Air Bahama fækkaði um 10% frá 1974 og voru 72.500. Þetta kom fram á blaða- mannafundi, sem forstjórar Flugleiða Örn Johnson, Alfreð Elíasson og Sigurður Helgason, boðuðu til I gær Örn Johnson sagði á fundinum, miðað við stærð fyrirtækisins og að gert væri ráð fyrir einhverjum hagnaði af rekstri Flugleiða á s.l. ári, en ekki væri hann mikill Sveinn Jónsson heiðursborgari Egilsstaðahrepps Sveinn Jónsson bóndi á Egils- stöðum var kjörinn fyrsti heið- ursborgari Egilsstaðahrepps s.l. fimmtudag, en þann dag varð Sveinn 83 ára. Sveinn á Egilsstöðum er löngu landskunnur maður. Hann var oddviti Vallahrepps árið 1927 og sfðan fyrsti odd- viti Egilsstaðahrepps eftir að Vallahreppi var skipt. Hann hefur verið helsti forystumað- ur sinnar sveitar um áratuga skeið. umsvif. Hann sagði, að nú væri verið að ljúka við gerð rekstraráætlunar fyrir árið 1976. Nokkur óvissa ríkti þó enn um vissa þætti sumaráætlunar, en helztu breyt- ingar i millilandaflugi frá liðnu sumri yrðu, að væntanlega yrði fjölgað um eina ferð milli Luxem- borgar og Chicago, þ.e. úr 3 í 4 á viku og í stað tveggja ferða til Óslóar og Stokkhólms með DC-8 yrðu nú farnar 3 ferðir með Boeing 727. Þá verður beinum ferðum til Kaupmannahafnar fjölgað úr 8 í 9 og verða tvær þeirra með DC-8. Hann minntist einnig á margumtalaðar ríkisábyrgðir, sem Flugleiðir hefðu fengið. Kom fram, að þegar hún var fengin voru tekin tvö lán í Bandaríkjun- um, alls að upphæð 13.5 millj. dollara. Rúm 1 milljón dollara hefur verið endurgreidd. Fyrir- hugað rekstrarlán að upphæð 5 millj. dollara hefur hins vegar ekki enn verið tekið og getur svo farið að ekki yrði þörf á að taka það fyrst um sinn. Þá kom það fram á fundinum, að um þessar mundir er unnið að því að festa kaup á Twin Otter skrúfuþotu fyrir Flugfélag Norðurlands, en Flugleiðir eiga 35% hlutafjár þess. — Nanar verður sagt frá blaðamannafund- inum í Morgunblaðinu síðar. Árshátíð á Hornafirði ARSHATIÐ sjálfstæðisfélag- anna i Austur-Skaftafellssýslu verður haldin að Hótel Höfn, Hornafirði, laugardaginn 17. jan- úar og hefst með borðhaldí kl. 19/30. Á hátíðinni verður margt til fróðleiks og skemmtunar. Alþingismennirnir Pétur Sigurðsson og Sverrir Hermanns- son flytja ræður, Ómar Ragnars- son skemmtir og margt annað verður til upplyfingar, s.s. Ljósm. Magnús Finnsson. FRETTAMENN ITN — Fréttamenn ITN- fréttastofunnar brezku voru viðstaddir sjóprófin á Seyðisfirði á mánudaginn og mynduðu þau. Þessir sömu menn hafa verið á varðskipinu Þór undanfarna daga og þeir tóku myndina af árekstrinum við freigátuna Leander, en sú mynd hefur vakið mikla athygli erlendis. Þótti hún sanna ótvfrætt að Leand- er átti sök á ásiglingunni. Lengst til hægri er fyrir- liði þremenninganna, Norman Rees. Þau mistök áttu sér stað í laugardagsblaðinu að með viðtali við Norman Rees birtist röng mynd. Var það mynd af Óskari Indriðasyni vélstjóra á Þór. En hér sést hinn rétti Rees, og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á mistökunum. Flóðahættan ekki liðin hjá í Ölfusá KLAKASTÍFLAN, sem myndast hafði í ölfusá brast í fyrrinótt og rennur áin nú eftir ál meðfram norðurlandinu. Þegar stíflan brast munaði ekki nema feti að áin flæddi yfir bakka sína hjá kaupfélags- smiðjunum og einnig var hætta á því að hún flæddi yfir bakkana hjá kirkjunni. Yfirborð árinnar hefur lækkað mikið en miklir klaka- bólstrar ná upp á bakka hennar. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er þó ekki öll flóðahætta liðin hjá ennþá, þvf fréttir höfðu borist um að stífla væri að myndast neðar í ánni og væri yfirborð hennar byrjað að hækka þar. Er þetta á svipuðum stað og stíflaðist árið 1968, eða á móts við Arnarbælis- hverfi í Ölfusi. Mikið flóð varð árið 1968 þegar stíflaðist á þess- um stað og töluvert tjón. Hvassviðrið í gær offi miklum vandræðum flutningur frumsaminna gaman- vísna. AUSTAN hávaðarok gekk yfir mestan hluta landsins f gær og fylgdi þvf vfðast hvar snjókoma. Komst veðurhæðin f 85 hnúta á Stórhöfða f Vestmannaeyjum en 12 vindstig samsvara 64 hnútum. Vfðast var vindstyrkurinn 8—10 vindstig. Mjög hvasst var á miðunum f kringum landið og var t.d. ekki veiðiveður hjá brezku togurunum þegar Ifða tók á dag- inn. Veðrið hafði hina mestu truflun f för með sér á þjóðlffinu, samgöngur á landi voru mjög erfiðar, flug lá niðri innanlands og engar millilandaflugvélar gátu lent, kennslu var aflýst eftir hádegi f mörgum skólum og á suðvesturhorni landsins átti fólk f erfiðleikum f umferðinni, helst þó f Reykjavfk og á vegum í nágrenninu. í Reykjavík varð færð mjög erfið þegar liða tók á daginn, sér- staklega í úthverfum. Lögreglan og hjálparsveitarmenn komu bif- reiðastjórum til hjálpar. Það kom greinilega fram í gær að margir bifreiðastjórar hafa oftrú á bílum sinum i vetrarakstri og lentu margir þeirra í hinu mesta basli. Vegir út frá höfuðborginni voru illfærir eða ófærir vegna roks, hálku og skafrennings. Varð að loka Keflavíkurveginum i gær- kvöldi af þessum sökum, en um daginn höfðu rúta og margir smábílar lent þar utan vegar Framhald á bls. 27 Brezkir togarar á Islandsmiðum: Miðað við sókn hef- ur aflinn minnkað „ÞAÐ mun vera rétt, að miðað við sókn hrezkra togara á Is- landsmið, þá er afli þeirra ekki jafn góður og á sama tíma f fyrra. Sú aflaaukning, sem náðst hefur á Islandsmiðum, kemur eingöngu frá aukinni sókn, en talið er að 10—15 togurum fleira að meðaltali á tslandsmiðum nú en á sama tfma f fyrra. Þetta mun vafa- laust stafa af því, að Bretar reyna að ná sem mestum afla þar til að ná sfðar betri samningum við tslendinga, og sagt er að afli hvers einstaks togara sé allt að 12% minni en á sama tfma í fvrra,“ sagði Jón Olgeirsson, ræðismaður f Grimsby, þegar Mbl. ræddi við hann í gær. Jón sagði, að Austin Laing, framkvæmdastjóri brezkra togaraeigenda, hefði sagt í gær, Rætt við Jón Olgeirs- í Grimsby son að hann fagnaði för Josep Luns til íslands, að vísu öfluðu togar- arnir vel þar, en ástandið væri samt óþolandi. Það sagði Jón, að mikil óvissa ríkti nú i út- gerðarmálum brezkra togara t.d. væri allt í óvissu um kvóta í Barentshafi. Sér væri kunnugt um þrjú skip, Boston Sterling, Boston Halifax og Notts Forrest, sem verið hefðu á veið- um í Barentshafi og ekki á listanum yfir þau skip, sem áttu að veiða við Island, samkvæmt samkomulaginu frá 1973, en væru nú farin til veiða við ísland. Allt eins gætu fleiri slíkir togarar verið farnir þang- að án þess að hann vissi það. — Ég held að það verði erfitt að ná samkomulagi milli ríkis- stjórna Islands og Bretlands, erfiðara en síðast, sagði Jón að lokum. Ný byggingarvísi- tala tekur gildi Sú gamla reiknuð út áfram HAGSTOFAN hefur reiknað út nýja byggingarvísitölu og er hún í samræmi við lög útgefin á sfðasta ári. Grundvöllur hinnar nýju vístölu er byggingakostnaður 1. október 1975 og leysir hann af hólmi gamla grundvöll- inn sem er frá 1. október 1955. Nýja vísitalan var sett á 100 stig miðao við 1. október s.l. og verð- ur hún framvegis reiknuð fjórum sinnum á ári í stað þrisvar áður. Var vísitalan reiknuð að nýju um áramótin og reyndist þá hafa hækkað um 1 stig og er því núna 101 stig og gildir hún fyrir þrjá fyrstu mánuði ársins 1976. Gamla vísitalan verður áfram reiknuð enda þótt ný hafi tekið gildi, og verður hún í hlutfaili við Dómnefndin enn föst í Glasgow DÖMNEFND bókmennta- verðlauna Norðurlanda- ráðs hefur ekki enn komizt til landsins, og sitja 8 nefndarmenn fastir í Glas- gow. í fyrradag bilaði flugvélin, sem átti að flytja þá hingað og komst hvergi og i gær var ólendandi á Keflavikurflugvelli, en nefndin átti að halda fund sinn í gær á Hótel Sögu og ætlaði að tilkynna úrslitin á blaðamannafundi á eft- ir. Ráðgert var að vélin með nefndarmennina lenti snemma í morgun og ef allt verður með felldu ætti nefndin að geta haldið fund sinn í dag. nýju visitöluna. Er þetta gert vegna ýmissa gerninga, sem til hefur verið stofnað samkvæmt grundvelli gömlu visitölunnar og er þá fyrst að nefna spariskírteini ríkissjóðs, en verðbætur á skír- teihin eru greiddar samkvæmt visitölu byggingarvisitölunnar sem gilt hefur fram að þessu. Garðar Halldórsson arkitekt. Leiðrétting ÞAU leiðu mistök áttu sér stað i blaðinu í gær, að með frétt um Garðar Halldórsson yfirarkitekt birtist mynd af Garðari Halldórs- syni, verkstjóra á Akranesi. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.