Morgunblaðið - 14.01.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.01.1976, Blaðsíða 28
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 jMorgunblabife AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 2H»r0unt>labitt MIÐVIKUDAGUR 14. JANUAR 1976 Viðlagatrygging íslands bætir tjón- ið á Kópaskeri Tryggingin hefur sannað gildi sitt,” segir tryggingaráðherra HIN NÝJA Viðlagatrygging Islands, sem stofnað var til með lögum á alþingi I fyrra, mun bæta fðlki tjðnið sem hefur orðið og kann að verða á eignum þess af völdum jarðskjálftanna á Kðpaskeri og annars staðar í Axar- firði, að þvf er Ásgeir ólafsson stjðrnarformaður Við- lagatryggingarinnar tjáði Morgunblaðinu f gær. Er tjðn- ið á Kópaskeri fyrsta stðrtjðnið sem hin nýja trygging mun greiða, en hún hefur til þessa tekið að sér tjðna- greiðslur vegna flðða á Eyrarbakka og veðurtjðns á Suðureyri. Morgunblaðið ræddi i gær- kvöldi við Matthías Bjarnason tryggingaráðherra, en hann flutti frumvarpið um Viðlagatryggingu íslands á síðasta þingi. Ráðherr- ann sagði m.a.: „Ég taldi þegar ég flutti þetta frumvarp, að það hefði mátt vera miklu fyrr á ferð- inni og það hefur nú sannað gildi sitt aðeins 8 mánuðum eftir að það tók gildi. Ég reikna með því að tryggingin hafi um 160 milljón- ir i ráðstöfunarfé um næstu ára- mót og að með frumvarpinu sé komið í veg fyrir að leggja þurfi aukaálögur á landsmenn til þess að mæta greiðslu á tjóni sem verð- ur í náttúruhamförum." Von á Luns um hádegið DR. JOSEPH Luns fram- kvæmdastjðri Atlants- hafsbandalagsins, er væntanlegur til landsins um hádegisbil í dag. Hann kemur með einka- flugvél og er ráðgert að hún lendi á Keflavíkur- flugvelli. Með Luns eru nokkrir aðstoðarmenn. Eftir hádegi í dag mun Luns eiga einkaviðræður við Geir Hallgrímsson forsætisráðherra og Ólaf Jóhannesson, sem nú gegnir starfí utanríkisráð- herra. Á morgun ræðir fram- kvæmdastjórinn við íslenzku ríkisstjórnina og er ráðgert að Einar Ágústsson utanríkisráð- herra sitji þann fund, en hann hefur að undanförnu legið á sjúkrahúsi til lækninga. Jósep Luns heldur utan snemma á föstudagsmorgun. Ljósm. R.Ax. OFÆRÐ —Mikið óveður gerði víðast hvar á landinu í gær og vegir tepptust. í Reykjavík lentu margir í erfiðleikum með bíla sína, aðallega í úthverfunum. Hér á myndinni er verið að aðstoða bílstjóra á Kringlumýrarbrautinni. Sjá nánar um Framhaid á bis. 27 óveður og ófærð á bls. 2. J ar ðsk j álf tafr æðingar: Búast við tímabimdinni aukningu jarðskjálfta Ef eitthvað gerist frekar benda líkur til að það verði sunnar VISINDAMENN eru sammála um að búast megi við tímabundinni virkniaukningu í Kelduhverfi og Axar- firði í kjölfar hins snarpa skjálfta sem kom þar f gær. Morgunblaðið ræddi við jarðskjálftafræðingana Ragnar Stefánsson og Eystein Tryggvason til að frá fregnir um horfurnar. „Ég er hræddur um, að þessi útleysing f Kelduhverfi kalli á meira og þá að nýir jarðskjálftar geti átt upptök sín annaðhvort fyrir norðan eða sunnan staðinn, þar sem jarðskjálftinn í dag átti upptök sín. Það er því ekki ólík- legt, að það verði tímabundin virniaukning á jarðskjálftum og þá helzt nokkru sunnar en jarð- skjálftinn varð í dag,“ sagði Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur í samtali við Morgun- blaðið i gærkvöldi, en hann var þá staddur á Húsavík á leið í Axar- fjörð. Hann var spurður að því hvort Ifkur á eldgosi hefðu ekki aukizt, og sagði hann að hætta á eldgosi væri alltaf fyrir hendi. — En eins og ég sagði, þá benda líkur til að ef eitthvað gerist, þá verði það sunnar en í dag. Ragnar Stefánsson sagði, að jarðskjálftakippurinn í gær hefði átt upptök sín skammt suðvestan við Kópasker. Kippurinn hefði verið geysimikill og styrkleikinn nálægt 6 á Richterkvarða. I kjöl- far skjálftans hefðu komið mjög margir smærri kippir, sem væru nú að fjara út. — Skjálftinn í dag var brota- hafa á þessum slóðum að undan- förnu. Hann er með þeim stærri sem mælzt hafa hér á landi síðustu ár. Styrkleiki hans mun hafa verið nálægt því sem jarð- skjálftinn á Reykjanesskaga var 1968. Munurinn á þessum kippum er að skjálftinn á Reykjanes- skaganum var miklu lengra frá byggð, en það munar mjög mikið um hverja 10 km frá byggð þegar svona sterkir kippir koma. Þá kom mjög sterkur kippur í mynni Skagafjarðar, 7 stig á Richter, árið 1963, en hann olli engu tjóni Framhald á bls. 27 A sjó við upptök jarðskjálftans: „Eins og að steyta á skeri” — segir skipstjórinn á Þingey ÞH 102 Fólk og peningur flutt burt frá Skógum Frá fréttamönnum Mbl, Ingva Hrafni Jónssyni og Frið- þjófi Helgasyni I HÚSI Kaupfélagsins á Kópa- skeri hitti blaðamaður Morgun- blaðsins Gunnar Gunnarsson, sem býr á Klöppum við Klifa- götu en það er f austnorðaust- urhluta þorpsins og varð ásamt Asgarði og Vfðihóli, einna verst úti f landskjálftanum mikla f gær. Húsið að Klöppum er upphaf- lega byggt f kringum 1955 og er hlaðið steinhús, en Gunnar hefur undanfarið verið að ganga frá mjög myndarlegri viðbyggingu við húsið. Við komum inn f húsið bakdyra- megin, gegnum þvottahúsið, og þá blasti við eyðileggingin og hvað gerzt hafði: frystikistan, þvottavélin og allt, sem f þvottahúsinu var, eins og hrá- viður um allt, og við höfðum orð á þvf að eitthvað hefði gegnið á. Þá sagði Gunnar: „Mér finnst ekki mikið til um þetta, en inni er skuggalegt um að lftast. Það reyndust orð að sönnu. Þegar inn var komið í eldhúsið, var þar allt á tjá og tundri. Hið sama gilti um önnur herbergi hússins: heimili Gunnars, konu hans og fjögurra barna er í rúst og húsið sjálft meira og minna kolsprungið. Gunnar tók þessu áfalli þó með hægð og sagði: „Það skiptir mig mestu máli að kona mín og börn voru heil á húfi. — Yngsta barnið okkar er 4ra mánaða gamalt og hið elzta 12 ára. En auðvitað er hroða- legt að horfa svona upp á heimili sitt.“ Úr húsi Gunnars fórum við niður að Asgarði, sem er næsta hús og stendur einnig við hliðargötu, þar býr Jón Þór Þóroddsson, ásamt konu og tveimur börnum. Þar var eng- inn inni, en Friðrik oddviti hafði leyfi til að sýna okkur húsið. Það er talið hafa farið einna verst. Varla var hægt að ímynda sér, þegar maður kom frá húsi Gunnars, að ástandið gæti verið verra annars staðar, en þegar komið er inn í Ásgarð, blasir þó við enn verri sjón: algjör eyðilegging. Húsið er óíbúðarhæft og eru þar sums staðar slíkar fellingar á gólfum, að menn geta hrasað um þær ef þeir gæta sín ekki. I gegnum sprungur á veggjum má sjá út og innanstokksmunir eru allir í maski og hafa tvistrast út um allt. Er tjón þessa fólks gífur- legt. 1 kaupfélagshúsinu hittum við einnig Auðun Benedikts- Jón Ölason f Skógum son, skipstjóra á Þingey ÞH 102 en þegar jarðskjálftinn varð var hann við togveiðar á báti sínum um 8 sjómílur suðvestur af Kópaskeri, sem er nokkurn veginn yfir upptökum land- Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.