Morgunblaðið - 14.01.1976, Qupperneq 12
1
12
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1976
Jónas Frímannsson, verkfræðingur:
Húsasmíðaiðnað-
ur og EFTA
Jafn réttur
Ein þeirra bóka, sem út komu
á nýliðnu ári, er bókin Land og
lýðveldi 3. bindi. Er þar sem í
hinum fyrri bindum að finna
úrval af ræðum og ritgerðum
Bjarna Benediktssonar, þess
mikla þjóðarskörungs sem ótví-
rætt var höfuð og herðar yfir
aðra menn, sem um landsmál
fjölluðu á sjöunda áratug aldar-
innar og raunar miklu lengur.
Er mikill fengur í, að safnað
skuli hafa verið á einn stað
þessum ræðum og ritgerðum
svo þær eru nú landsmönnum
aðgengilegar.
Það sem einkum vekur at-
hygli við lestur bókarinnar er
sú mikla framsýni og innsýn í
íslenzka þjóðarsál sem þar birt-
ist og verður meira áberandi í
ljósi sögunnar en séð varð á
þeim tíma, sem þessar ræður og
ritgerðir komu fram frá höf-
undi sínum. Þetta er ef til vill
hvergi meira áberandi en þar
sem Bjarni fjallar um Alþingi,
störf þess og starfshætti og var-
ar þar við að þingmennska
verði aðalatvinna þeirra manna
sem við hana fást og að þing-
menn séu gerðir að hálauna-
mönnum. Við þessu varar hann
ekki vegna þess mikla kostnað-
ar, sem þetta hefur i för með
sér fyrir sameiginlegan sjóð
landsmanna allra og er honum
þó Ijóst að hann verður ærinn,
heldur meira vegna þess að
honum er annt um virðingu Al-
þingis og óttast afleiðingar þess
fyrir Alþingi sem æðstu stjórn-
stofnunar landsins, að þing-
menn veljist ekki lengur úr
hópi dugandi manna, víðsvegar
um land og úr hinum ýmsu
starfsstéttum, heldur verði æfi-
starf manna, sem í það veljast,
afleiðingin verði minnkandi
starfshæfni þingsins og þar
með minnkandi vegur þess með
þjóðinni.
Því miður var ekki farið að
ráðum Bjarna heitins í þessu
efni. Laun og fríðindi Alþingis-
manna voru aukin umfram það
sem samræmdist siðgæðisvit-
und þjóðarinnar í þeim tilgangi
að gera þingmennsku að aðal-
starfi þeirra sem við hana feng-
ust. Ef ekki lýgur almannaróm-
ur, þá hefur vegur og álit AI-
þingis og Alþingismanna stór-
um minnkað síðan þessi breyt-
ing var gerð. En fleira kemur
til að minnka veg Alþingis,
veigamesta orsökin er eflaust
sú, að Alþingi er á engan hátt
skipað í samræmi við þjóðar-
viljann, þar sem kosningarrétt-
ur manna er orðinn svo misjafn
að naumast er hægt að segja að
samræmist lýðræðisþjóðskipu-
lagi.
Er það raunar furðulegt, hve
lítið er um þetta rætt og ritað á
opinberum vettvangi og sýnir
það eitt með öðru hið stjórn-
málalega áhugaleysi hins al-
menna borgara, að þeir sem hér
eru misrétti beittir á svo frek-
legan hátt, skuli með nokkrum
hætti við það una svo mikil
almenn réttinda skerðing sem í
því felst.
Frumhugsjón lýðræðisins er
að sjálfsögðu sú að allir skuli
hafa jafnan rétt til að velja
æðstu stjórn landsins, en í því
felst að hver maður skuli hafa
eitt atkvæði sem hann má beita
á kjördegi til að velja menn til
að ráða fyrir landi. Því er hald-
ið fram af þeim sem afsaka
vilja misréttið, að þeim er
lengra eiga til þings, sé vegna
margháttaðra hagsmunamála
sinna nauðsyn á að hafa meiri
atkvæðisrétt um stjórn landsins
en hinum sem nær búa. Þetta
er þó með öllu ósönnuð fullyrð-
ing og engan veg eru það full-
gild rök fyrir mismunandi lýð-
réttindum þegnanna, að sumir
hafi meiri þörf fyrir atkvæðis-
rétt en aðrir ibúar landsins.
Þessu verður því hið bráðasta
að breyta, taka upp jafnan at-
kvæðisrétt allra Islendinga,
hvar sem þeir eru búsettir.
Annað mál er það hvort slík
breyting nær því fyllilega að
reisa veg Aiþingis til þess hlut-
verks sem þvi ber að hafa.
Kemur þar einkum til athugun-
ar kosningaskipulag. Á engan
hátt er það viðunandi með því
móti sem nú er, þar sem kjós-
endur eiga sáralitinn kost að
velja milli manna, heldur að-
eins geta valið á milli flokka
eða þeirra lista sem i kjöri eru
hverju sinni.
Bjarni Benediktsson
Margir halda fram kostum
einmenningskjördæma og víst
eru þeir margir og sér i lagi sá,
að þá velur hver kjósandi þann
er hann bezt treystir sem sinn
fulltrúa. En einnig mætti vel
hafa svipað kjördæmafyrir-
komulag og nú er, en hafa þá
óraðað á þeim listum sem fram
eru lagðir og láta kjósendur um
það á kjördegi að merkja við þá
menn er þeir kjósa að velja sem
sína fulltrúa.
Kæmist slík skipan á um
kosningu til Alþingis að kosn-
ingarréttur landsmanna yrði
jafn og menn fengju aukinn
rétt til að velja'sér fulltrúa úr
hópi einstakra frambjóðenda,
er lítill vafi á að vegur Alþingis
mundi stórum vaxa og það
verða það forystuafl í þjóðfé-
laginu sem það getur verið og
þarf að vera.
Þó margháttaðir erfiðleikar
stafi að þjóðinni, svo sem í
landhelgismálinu og efnahags-
málum, má ekki undir höfuð
leggjast að vinna að réttlætis-
málum okkar jafnframt. Ef til
vill er stærsta og brýnasta rétt-
lætismál með þjóðinni meira
launajafnrétti milli þeirra
hærra og lægra launuðu í land-
inu, en hið stjórnmálalega mis-
rétti er einnig alveg óviðun-
andi, hvort sem litið er til ein-
staklingsins sem fyrir því verð-
ur eða til hagsmuna þjóðarinn-
ar í heild.
Brvndís Jónsdóttir
Kalmanstungu.
— Þýddar
Framhald af bls. 10
G. Dahl: („Drengurinn og haf-
mærin" o.fl.). Albert Ólafsson
( Addi og Erna) Ulf Uller:
(höfundarnafn) („Valsauga"
1.—4. bindi.) Alf Pröysen
(„Kerlingin, sem var eins lítil
og teskeið" o.fl.).
En sagan er ekki «11 s«pð.
Sigurður er ágætu upplesan og
hefur hann þýtt nokkuð á aun-
an tug bóka og lesið í barnatím-
um ríkisútvarpsins. Þar á með-
al sögur eftir fræga höfunda,
t.d. Káre Holt (Sigur í ósigri).
Þá hefur útvarpið flutt
marga leikþætti, sem Sigurður
hefur valið og þýtt. Einnig má
geta þess, að hann hefur endur-
sagt og frumsamið nokkrar
kennslubækur.
Þegar fjallað er um bók-
menntastörf Sigurðar Gunnars-
sonar er ekki hægt að ganga
fram hjá því, að hann hefur
fengist við fleira en þýðingar.
Hann hefur frumsamið
bernskuminningar og marga
ferða- og frásöguþætti. Fátt
hefur verið birt, en sumt flutt í
útvarp. Þá er Sigurður einnig
ljóðskáld, þótt hann fari dult
með. Nokkur kvæði hans hafa
birst í ársritinu „Vorblómið",
sem I.O.G.T. gefur út. En Sig-
urður hefur verið ritstjóri þess
í meira en áratug.
Hér læt ég staðar numið að
telja upp þau verk, sem Sigurð-
ur hefur þýtt á íslensku. En af
framangreindu er ljóst, að
hann hefur gefið æskufólki
þessa lands gott og fjölbreytt
lestrarefni. Magnio eitt nægir
,ekki út af fyrir sig, ef fleirr
kæmi ekki til. Það er ekki nóg
að vera góður tungumálamaður
til að vera góður þýðandi. Sig-
urður hefur næman og öruggan
málsmekk og kann með að fara,
eins og þýðingar hans bera ljós-
an vott um. Mál hans er hreint
og oft þróttmikið, en þó mjúkt
og sveigjanlegt og fellur vel að
efninu. Það er ekki einungis að
Sigurður sé mikilvirkur þýð-
andi, heldur líka bráðsnjall,
þegar honum tekst best upp.
Eins og fyrr segir er hann
löngu þjóðkunnur fyrir þýðing-
ar sfnar.
Um inntökuskilyrði í.hið ný-
stofnaða stéttarfélag rithöf-
unda, Rithöfundasamband Is-
lands segir m.a. í 4. gr. í lögum
þess: „Félagar geta orðið þeir
sem birt hafa skáldverk, fengið
þau flutt í leikhúsi, útvarpi,
sjónvarpi, kvikmynduð eða birt
í öðrum fjölmiðlum, svo og við-
urkenndir þýðendur".
Það var þéss vegna vel til
fallið að á fyrsta aðalfundinum
í Rithöfundasambandinu var
Sigurður tekinn í félagið með
samhljóða atkvæðum, ásamt
fleiri rithöfundum.
Hér að framan minntist ég
lítilsháttar á þrjár þýddar bæk-
ur, sem komu út núna fyrir
jólin, allar eftir norræna önd-
vegishöfunda, þá Astrid Lind-
gren, Alf Pröysen og Robert
Fisker. Það er engin tilviljun,
að allar þessar bækur eru vald-
ar og þýddar af sama mannin-
um. Sigurði Gunnarssyni. Það
þarf auðvitað ekki að taka það
fram, að þýðingarnar eru af-
bragð, enda gerir Sigurður
strangar kröfur til sjálfs sín,
<ins og sönnum listamanni
;<emir. Vil ég í þessu sambandi
vitna til þess, sem bókmennta-
gagnrýnandi Mbl. Sigurður
Haukur Guðjónsson segir um
þýðingu Sigurðar á „Litla bróð-
ur og Kalla á þakinu“ 20. des.
s.l. „Þýðing Sigurðar er lista-
góð, málið mjög vandað ..
Með þessum nýju þýðingum
sínum hefur Sigurður, eins og
svo oft áður, fært ungu kynslóð-
inni upp í hendurnar úrvals
bókmenntir.
ÁHUGAMENN um landhelgis-
mál í Þorlákshöfn stóðu fvrir
undirskriftasöfnun meðal fbúa
Þorlákshafnar sunnudaginn 11.
janúar s.I. Var lýst vfir fvllsta
stuðningi við aðgerðir Grind-
vfkinga og hvatt til að öll fslenzka
þjóðin sýndi það f verki að hún
ætti f strfði við Breta. Þá er þess
krafizt að varnarliðið leggi til
skip til eflingar Landhelgis-
gæzlunni, að öðrum kosti er litið
svo á, að forsendan fvrir áfram-
haldandi dvöl varnarliðsins hér á
landi sé brostin. Ennfremur er
lýst vfir aðdáun á störfum skip-
herra og skipshafna varðskip-
anna.
I fréttatilkynningu sem Mbl.
barst frá Þorlákshöfn í fyrradag,
ásamt nöfnum allra þeirra, sem
skrifuðu undir áskorunina, segir
Inngangur.
Fiskimenn þurfa eins og
aðrir þak yfir höfuðið.
Islendingar eru fiskveiðiþjóð.
Búa þarf betur að undirstöðuat-
vinnuvegi þjóðarinnar. Smíðum
stærri og fleiri skip. Hvatningar-
orð af þessu tagi heyrast oft. Svo
kemur allt í einu í ljós að búið er
að draga mest allan fisk úr sjón-
um og farið að tala um að minnka
sókn eða leggja flotanum.
Nýting sjávarafla verður án efa
enn um sinn hornsteinn þjóðar-
búsins. Þegar talað er um undir-
stöðuatvinnuvegi, einkum Iand-
búnað og sjávarútveg, er þó eins
og stundum vilji gleymast, að
bygging nútíma þjóðfélags er
margþætt og þar styður hver at-
vinnugrein aðra. Hér verður fjall-
að lítillega um það hvernig Is-
lendingum gengur að mæta þeirri
frumþörf þjóðfélagsins að byggja
hús.
StaÓa
byggingariðnaðar
Forfeður okkar bjuggu um
aldir í torfbæjum eftir að aðrar
þjóðir höfðu komið sér upp betri
húsakynnum. Eftir að við fórum
loks að byggja úr timbri og steini
hafa þróast ákveðnar byggingar-
aðferðir eða — aðferð, mótuð m.a.
af veðurfari og tiltæku efni.
Byggingar okkar eru á margan
hátt vandaðar. Einn er þó galli á
gjöf Njarðar: Framleiðni við
húsasmíði er afar lág og kostnað-
ur eftir því hár. I innlendum
byggingariðnaði eru notaðar tvö-
falt fleiri vinnustundir en tíðkast
í nálægum löndum, miðað við
meðaltal á rúmtakseiningu
íbúðarhúsnæðis. Hvað er til ráða?
Úrræði vænleg til árangurs eru
aukin stöðlun og verksmiðjufram-
leiðsla húshluta og húsa.
Þrátt fyrir aukna stöðlun hvers
konar byggingarefnis, er húsa-
smíðin ennþá að mestu unnin eft-
ir „gamla laginu" og þróun í átt
til aukinnar framleiðni er hæg-
fara. Benda má þó á eftirtalin
Því miður endurtekur sig oft
gamla sagan, bæði hvað við-
kemur menningarmálum og
öðrum efnum, að lítilsverðar
dægurflugur eru básúnaðar út í
fjölmiðlum en það sem minna
lætur yfir sér og varanlegt gildi
hefur Iiggur að mestu í þagnar-
gildi. En vel megum við, bóka-
þjóðin, minnast starfs okkar
bestu þvðenda og meta það að
verðleikum.
ennfremur, að slita beri stjórn-
málasambandi við Breta þegar í
stað.
Sfðan segir: „Þátttaka var
gífurlega góð, þar sem á tveimur
klukkustundum rituðu 350 manns
nöfn sfn á undirskriftalistana. Því
miður voru nær allir Þorláks-
hafnarbátar á veiðum og gátu
sjómenn þvi ekki tekið þátt í þess-
ari undirskriftasöfnun. Hins veg-
ar má telja, að þeir 120 sjómenn,
sem voru við skyldustörf sin,
hefðu einhuga stutt þetta mál. I
Þorlákshöfn búa um 900 manns.“
I lokaorðum segir: „Við skorum
á alla Islendinga að sýna samtaka-
mátt sinn í verki, eins og þeir
hafa oft sýnt áður, þegar erfið-
leikar hafa steðjað að þjóðinni,
þannig að fullur sigur náist i
þessu lífshagsmunamáli okkar.“
verkefni, þar sem eigi ómerk
þróun aðferða hefur átt sér stað
eða verksmiðjuframleiðslu hefur
verið beitt:
Fjölbýlishús:
Fyrir um áratug hófust á veg-
um Húsnæðismálastjórnar
byggingar fjölbýlishúsa i Breið-
holti, þar sem ýmsar nýjungar
komu fram, er síðan hafa rutt sér
frekar til rúms, svo sem notkun
byggingarkrana og staðlaðra
steypumóta.
Einbýlishús:
Nokkur innlend fyrirtæki hafa
um árabil lagt stund á verk-
smiðjuframleiðslu húshluta úr
timbri og steinsteypu. I flestum
tilfellum er einungis um að ræða
húshluta fyrir ytri skel húsa.
Eftir Vestmannaeyjagosið 1973
voru reist á vegum Viðlagasjóðs
allmörg einbýlishús víðs vegar
um landið. Þetta eru verksmiðju-
framleidd timburhús flutt inn frá
Norðurlöndum.
Verksmiðju- og vöruhús:
Hin síðari ár hefur færst í vöxt
að flytja inn forsmíðaðar
skemmubyggingar.
Vandamál
Ef innlend verksmiðjufram-
leiðsla húsa á að geta þrifist, er
það að sjálfsögðu forsenda að í
lögum og reglugerðum sé tekið
tillit til hennar. Á þessu er nokk-
ur misbrestur:
a) Fyrirmæli byggingarsam-
þykktar eru miðuð við hefð-
bundna byggingaraðferð og
þarf undanþága að koma til
hverju sinni, ef út af er brugð-
.. ið.
b) Byggingarefni er að megin-
hluta í hærri tollflokki en inn-
flutt tilbúin hús. Að auki er
byggingarefni vörugjaldskylt,
en innflutt tilbúin hús ekki.
c) Laun greidd í verksmiðju eru
söluskattskyld, en söluskatt
þarf ekki að greiða af launum
fyrir sömu störf, ef unnin eru
utan verksmiðju.
Lokaorð
Eins og að framan greinir verð-
ur byggingariðnaður okkar að
teljast vanþróaður. Stundum er
talað um háar ákvæðistekjur iðn-
aðarmanna og taxtakerfinu kennt
um stöðnun þessarar iðngreinar.
Taxtakerfið er ófullkomið, en það
er þó varla sá dragbítur sem af er
látið. Núgildandi reglur um tolla
og skatta útiloka hins vegar nán-
ast verksmiðjuframleiðslu húsa
hérlendis og því er vissulega þörf
leiðréttingar a þeim ekki síður en
á taxtakerfi iðnaðarmanna. Þann-
ig býr t.d. eigi ómerkari atvinnu-
vegur en innlend trésmfði við þau
skilyrði nú, að af hvers konar
fullunnum trjávörum, svo sem
innréttingum og húseiningum,
eru tollar og vörugjald 16%, en
37,5% af smíðaviði, hráefni fyrir
sömu vörur framleiddar innan-
lands. Eigum víð kannski að bíða
eftir viði úr íslensku nytjaskógun-
um?
Með aukinni hagræðingu við
húsasmíði getum við sparað mik-
inn gjaldeyri og margar vinnu-
stundir, er jafnframt mætti beina
að öðrum verkefnum, sem ærin
eru fyrir. Til þess að flýta fyrir
slíkri þróun, er þörf marghátt-
aðra lagfæringa á skipulagi og
löggjöf, er þennan iðnað varða.
Hér að framan er bent á nokkur
slík atriði.
Athuganir af þessu tagi leiða x
ljós hve löggjöf um skatta og tolla
er áhrifamikið stjórnunartæki og
mikils um vert að vandað sé til
hennar. Að öðrum kosti getum við
orðið dálítið þungir á okkur í elt-
ingarleiknum við stóru bræðurn-
ar í EFTA klúbbnum.
5. janúar 1976,
Jónas Frímannsson
verkfræðingur.
350 Þorlákshafnarbú-
ar vilja gæzluskip
frá varnarliðinu