Morgunblaðið - 14.01.1976, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANUAR 1976
13
Arias Navarro í sam-
tali við NEWSWEEK:
Evrópa verður
að viðurkenna
hlutverk
Spánar
Arias Navarro.
TVÖ ÁR eru nú liðin sfðan
Arias Navarro, forsætisráð-
herra Spánar, gerði hógværa
tilraun til að liðka stefnu Spán-
ar í Ivðræðisátt. Franco stöðv-
aði þá viðleitni hans og sömu-
Ieiðis mættu hugmyndir hans
eindreginni andstöðu hjá öfga-
mönnum til hægri. Nú hefur
Arias Navarro fengið nvtt tæki-
færi til að viðra hugmvndir sfn-
ar og jafnvel koma þeim í fram-
kvæmd. f síðasta töluhlaði
Newsweek ræðir blaðamaður
við forsætisráðherrann, þar
sem Navarro gerir grein fvrir
afstöðu sinni meðal annars til
kosninga, til kommúnista-
flokksins, herstöðva Banda-
ríkjamanna á Spáni og Atlants-
hafsbandalagsins.
Navarro sagði að Spánverjar
væru nú í þeirri aðstöðu að þeir
ættu að geta bvggt upp kerfi
sem stuðlaði að mikium efna-
hagslegum framförum í land-
inu. Nauðsvnlegt væri að vera
raunsær í mati sínu og virða
pólitískt frelsi eins og gerðist í
öðrum lýðræðisríkjum. „Ég er
ekki hægrisinni,“ sagði ráð-
herrann, „heldur hefðbundinn
íhaldsmaður! Ég hef alltaf ver-
ið umburðarlyndur gagnvart
öðrum stjórnmálaskoðunum og
ég er móttækilegur fyrir öllum
and-kommúnískum kenning-
um, svo fremi þær miði í fram-
faraátt.“
Aðspurður um kosningar
sagði Navarro að í undirbún-
ingi væri að vinna það mál f
tveimur áföngum. 1 fvrsta lagi
vrðu haldnar bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningar og þar gætu
st jórnntálaflokkar öðlast
reynslu f lýðræðisþróuninni í
landinu. Þeim áfanga skvldi
lokið í árslok 1976 og síðan
mvndu þingkosningar haidnar
fyrir lok ársins 1977. Að liðn-
um tveimur árum mætti þvf
vænta að fjórir eða fimm
stjórnmálaflokkar væru starf-
andi á Spáni af fullum krafti.
Um Kommúnistaflokkinn
sagði Navarro:
„Það er ekki mælikvarði á
frelsi að levfa Kommúnista-
flokkinn. Carillo (útlægur
kommúnistaforingi) hefur
margsinnis komið fram með
hugmvndir sem svna að hann
skipar sér undir merki hinna
alþjóðlegu kommúnísku hug-
mvndakerfa. Þvf mvndi hann
verða hér evðingarafl. Hann er
tákn fvrir hóp sem er ekki að
reyna að græða gömul sár, held-
ur rífa upp sárin. Því hefur
Carillo fvrirgert rétti sínum til
að hafa spánskan borgararétt
. . . Borgarastvrjöldin vakti mig
til vitundar um kommúnista og
hrvðjuverk þeirra ... ekki er
til í öllum heimi eitt dæmi um
að kommúnistar hafi farið eftir
leikreglum lýðræðis, þar sem
þeir hafa komizt til valda á
annað borð.“
Navarro sagði að það væri
auðsætt að vitanlega vildi hann
að pólitfskir fangar væru færri.
En aftur á móti vrði þeim
mönnum ekki sleppt úr fang-
elsum, sem hefðu það eitt að
markmiði að rífa niður það sem
væri verið að revna að bvggja
upp.
Forsætisráðherrann var
spurður um herstöðvar Banda
ríkjamanna á Spáni og hann
sagði það misskilning að frá
þeim málum hefði verið gengið
fvrir dauða Francos. Ýmislegt
væri óútkljáð. Bandaríkja-
menn virtust ekki huga að
þeirri staðrevnd að þessar her-
stöðvar væru hlekkur i varnar-
kerfi Atlantshafshandalagsins.
Spánn væri ekki innan vébanda
handalagsins og nvti ekki á
neinn hátt góðs af jákvæðum
hliðum starfseminnar — en
fengi hins vegar að finna fvrir
vanköntunum. Hin Vestur-
Évrópuríkin hefðu fært sér í
nyt landfræðileg legu Spánar
og andkommúníska stefnu, en
látið hjá Ifða að huga að þeim
rétti sem Spánverjar ættu að
njóta í samfélagi frjálsra
þjóða. Meðal annars þess vegna
og vegna útgjalda Spánar af
þessum sökum, vrðu framlög
til hernaðarmála af hálfu
Bandaríkjanna að aukast að
minnsta kosti um helming.
Arias Navarro sagði aðspurð-
ur að Spánverjar vildu vitan-
lega fá aðild að Atlantshafs-
bandalaginu. Slíkt væri ákaf-
lega eðlilegt. Hann kvaðst vilja
minna á að herstöðvar Banda-
rfkjamanna á Spáni hevrðu
undir vfirstjörn Atlantshafs-
bandalagsins og hann teldi að
Spánn hefði sætt sig við fram-
komu af hálfu Bandaríkja-
manna og Évrópuþjóða, sem
ekki vrði við unað framvegis.
Það væri í senn órökrænt og
óviðunandi og Spánn hlvti þá
að líta svo á að hann hefði
engum skvldum að gegna varð-
andi varnir Evrópu. Þessu vrði
að linna og annaðhvort vrðu
Vestur-Evrópulönd að viður-
kenna hlutverk Spánar eða
Spánverjar myndu verða að
takmarka notkun herstöðvanna
við þarfir Spánar.
Izvestia viðrar
sig upp við Albani
Moskvu, 13. jan. Reuter.
SOVÉZKA stjórnarmál-
gagnió Izvestia endurtók í
dag óskir sovézkra stjórn-
valda um bætt samskipti
við Albaníu, þrátt fyrir
fréttir um að andstaða við
stefnu Sovétríkjanna fari
vaxandi þar í landi.
Albanía hefur löngum
stutt Kína hvað eindregn-
ast kommúnistaríkja gegn
Sovétríkjunum.
I gær hafði Izvestia birt
grein þar sem minnst var
þess að 30 ár eru liðin síð-
an „alþýðulýðveldi“ var
komið á fót í Albaníu.
Frakkland:
Breytingar
á stjórninni
Fimm konur skipaðar ráðherrar
París, 12. jan. Reuter
GISCARD d'Estaing, forseti
Frakklands, gerði brevtingar á
stjórn sinni f gærkviildi og meðal
annars skipaði hann fimm konur
í ráðherraembætti. Sagði Frakk-
landsforseti að með þessu væru
konur í ríkisstjórn fjölmennastar
í Frakklandi.
Hann Iagði áherzlu á að hann
teldi það mikilvægt að konur
tækju við ráðherrastöðum og
Frakkland hefði i þessu efni haft
eftirbreytnisvert frumkvæði.
Þá gerði hann nokkrar aðrar
breytingar á stjórninni og skipaði
í flestum tilfellum yngri menn í
stöðurnar en gegnt höfðu þeim
fyrir. Elztu ráðherrarnir í stjórn-
inni, voru 66 ára og voru þeir
tveir. Frakklandsforseti lét þá nú
báða víkja.
Sprengjuhótun
á La Guardia
New York, 13. jan. Reuter
LÖGREGLULIÐ í New York
ákvað f gærkvöldi að rýma alger-
lega La Guardia flugstöðina í
New York vegna þess að hótun
hafði borizt um að sprengju hefði
verið komið þar fvrir. Ekki eru
nema tvær vikur síðan cllefu
manns létust í flugstöðinni, þegar
kröftugsprengja sprakk þar.
Lögreglulið leitaði í tuttugu
mínútur um gervalla stöðina og
næsta nágrenni, en engin
sprengja fannst. Öllu flugi var
frestað á meðan og urðu af nokkr-
ar tafir, en ekki umtalsverðar. Á
meðan sprengjuleitin fór fram
stóðu hundruð manna úti fyrir í
hörkugaddi. þar sem ekki var í
önnur hús að venda.
Fundur OAU
fór út um þúfur
Óttast að átökin magnist nú enn í Angóla
Addis Abeda, 13. jan.
Reuter.
A FUNDI Éiningarsamtaka Afrfkurfkja mistókst gersamlega að ná
samkomulagi er gæti miðað að þvf að binda endi á hin gffurlegu átök f
Angola og f fréttastofufregnum segir að ágreiningur Afrfkuleiðtoga
hafi aldrei verið eins djúpstæður og að þessum fundi loknum. Er búist
við að bardagar færist enn I aukana og erlend afskipti af málefnum
Angola sömuleíðrs eftir að möguleikar á nokkurs konar inálamiðlun
eru gersamlega fvrir bí.
Fundurinn stóð í fjóra daga og
um tíma var talið að samkomulag
myndi nást um ályktun varðandi
Angola, en Iyktir urðu að sam-
staða var ekki um yfirlýsingu og
aðeins sagt að fundinum hefði
verið frestað.
Varaforseti Kenya, Arap Moi,
sagði að fundinum ioknum við
fréttamenn: „Við höfum brugðist
Angólum." Tuttugu og tvö aðild-
arríki samtakanna vildu að
MPLA-hreyfingin sem nýtur
stuðnings Sovétríkjanna yrði við-
urkennd. Jafnmörg riki vildu
beita sér fyrir að vopnahlé yrði
gert f landinu og rikisstjórn
mynduð á breiðum grundvelli og
allri erlendri íhlutun yrði hætt.
Úganda og Eþíópía greiddu ekki
atkvæði.
Vitað er að reynt var að leggja
fram málamiðlunartillögur en
Framhald á bls. 27
'Idi Amin Ugandaforseti og formaður OAU svalar sér í sundlaug Hiltonshótelsins í
Addis Abeda í fundarhléi.