Morgunblaðið - 14.01.1976, Page 14

Morgunblaðið - 14.01.1976, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1976 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími.22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið Fastaráð Atlantshafsbanda- lagsins hefur nú fjallað um landhelgisdeilu Breta og ís- lendinga að ósk ríkisstjórnar íslands, og er bersýnilegt af fréttum, sem borizt hafa um fundinn, að miklar umræður hafa orðið þar um þessa deilu og fulltrúar nær allra aðildar- ríkja Atlantshafsbandalagsins hafa tekið þar til máls. í þessu sambandi ve'kur sérstaka at- hygli, að fréttastofur herma, að David Bruce, aðalfastafulltrúi Bandarikjanna hjá Atlantshafs- bandalaginu, sem er einn virt- asti og þekktasti starfsmaður bandarísku utanrikisþjónust- unnar, hafi flutt langa ræðu á þessum fundi og lýst þungum áhyggjum Bandaríkjamanna vegna deilunnar. Þá vekur það athygli, að í yfirlýsingu, sem birt var að loknum fundi fasta- ráðsins, lýsir ráðið yfir þvi, að deila þessi skaði Atlantshafs- bandalagið í heild sinni. Er ber- sýnilegt, að málstaður íslands hefur komizt vel til skila á þess- um fundi og að öllum aðildar- ríkjum Atlantshafsbandalags- ins er nú Ijóst á hve alvarlegt stig landhelgisdeilan er komin vegna ofbeldisaðgerða Breta. í sama mund er Pétur Thor- steinsson á ferð til höfuðborga flestra aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins og hefur þegar átt viðræður við ráðamenn í Ósló, Kaupmannahöfn og Bonn og ætti heimsókn hans enn að undirstrika gagnvart meðlimaríkjum Atlantshafs- bandalagsins hversu alvarleg- um augum við íslendingar lít- um þessa deilu. í dag kemur Joseph Luns, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, væntanlega til Reykjavíkur og mun dveljast hér fram á föstudag og ræða við ríkisstjórnina, sem mun gera Luns grein fyrir málavöxt- um og sjónarmiðum okkar ís- lendinga. Luns hefur áður haft kynni af deilumálum Breta og íslendinga vegna fiskiveiðilög- sögunnar og þekkir því mál þetta mæta vel og enginn vafi leikur á því, að hann átti mjög rikan þátt i því að leysa land- helgisdeilu okkar við Breta haustið 1973. íslendingum er Ijóst, að Luns hefur ríkan skiln- ing á hagsmunamálum íslend- inga i sambandi við útfærslu landhelginnar og þess vegna vænta menn góðs af komu hans hingað, enda þótt ástæða sé til að undirstrika að deila þessi er komin i svo harðan hnút, að óraunsætt er að búast við skjótri lausn fyrir tilverknað Luns og Atlantshafsbandalags- ins. Enginn vafi leikur hins veg- ar á því, að framlag Luns og Atlantshafsbandalagsins mun áður en yfir lýkur vega þur.gt í þessu mikla deilumáli. Það kemur alltaf æ betur í Ijós hvílíka þýðingu aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu hef- ur í landhelgisdeilu okkar við Breta. Sannleikurinn er sá, að aðild okkar að því er okkar sterkasta vopn í þessari deilu. Sú aðild veitir okkur stjórn- málalega aðstöðu á alþjóða- vettvangi, sem veitir okkur styrk langt umfram það, sem við mundum hafa, ef við vær- um ekki i Atlantshafsbandalag- inu. Til þess að skilja þetta betur ættu menn eitt andartak að hugsa sér, að ísland væri ekki aðili að þessu bandalagi og íhuga þá hvaða stjórnmála- legar leiðir við gætum farið í þessu deilumáli. Væntanlega verður mönnum Ijóst við íhug- un á þvi, að þeir möguleikar, sem við höfum i þeim efnum, mundu vera miklum mun tak- markaðri heldur en þeir nú eru vegna aðildar okkar að Atlants- hafsbandalaginu. Þess vegna þjónar það eng- um hagsmunum íslands og ís- lendinga að hætta aðild að At- lantshafsbandalaginu vegna ofbeldisaðgerða Breta Við er- um ekki í Atlantshafsbandalag- inu annarra vegna heldur vegna öryggis okkar sjálfra og við mundum fyrst og fremst skaða okkar eigin hagsmuni með þvi að fara úr bandalaginu vegna ofbeldisaðgerða, auk þess sem við með slíku, mund- um beina spjótum okkar að röngum aðila. Atlantshafs- bandalagið er ekki í stríði við okkur íslendinga á fiskimiðun- um við landið, það eru Bretar einir. Við verðum einnig að gera okkur Ijóst, að Atlantshafs- bandalagið er ekki þannig upp byggt, að fastaráð þess eða aðrir stjórnendur, geti gefið einni aðildarþjóðanna fyrirmæli um það hvað hún gerir eða gerir ekki. Það á jafnt við um íslendinga sem Breta. Atlants- hafsbandalagið getur ekki sagt okkur íslendingum fyrir verk- um, enda mundum við aldrei þola slíkt og með sama hætti verðum við að skilja, að banda- lagið getur ekki sagt Bretum fyrir verkum. Hins vegar er Atlantshafsbandalagið kjörinn vettvangur til þess að ræða deilumál okkar við Breta og sterkasti vettvangur, sem við höfum, til þess að afla fylgis annarra þjóða til að leggja þann þrýsting á Breta, sem að lokum mun duga til þess að þeir hætti hernaðarofbeldi sínu hér við land. Með þessi sjónar- mið í huga ættu menn að tala af meiri varkárni um aðild okk- ar að Atlantshafsbandalaginu en sumir gera nú um stundir Við hljótum fyrst og fremst að gæta þess að grípa ekki til aðgerða í landhelgismálinu sem geta skaðað okkur sjálfa og okkar hagsmuni, heldur hljótum við að miða allar að- gerðir okkar við það að vinna sigur í þorskastríðinu við Breta. Við skulum minnast þess, að hið fyrsta þorskastríð, sem hófst í september 1958, stóð hátt á þriðja ár og annað þorskastríð við Breta stóð í rúmlega ár. Átökin á fiski- miðunum nú hafa ekki staðið nema í um það bil tvo mánuði. Það er að vísu rétt, að átökin hafa í skjótri svipan orðið mun harðari nú en á sama tíma í hinum fyrri þorskastríðum, en með úthaldi og þrautseigju munum við hafa okkar fram að lokum Þáttur NAT0 o g heimsókn Luns THE OBSERVEF THE OBSERVER áStós. THE OBSERVER THE OBSERVER uSfck THE OBSERVER Mikilvægt hlutverk bíður jafnaðarmanna á Spáni Fyrir skömmu reyndi Felipe Gonzales Marques að halda fréttamannafund í alþjóðlega blaðamannaklúbbnum í Madrid og virða þar með að vettugi þá staðreynd, að jafnaðarmanna- flokkur hans, Spænski sósíal- listafiokkurinn (PSOE) starfar ólöglega. Það var sízt að undra, að þessi tilraun mistækist, því að innanríkisráðuneytið fer með stjórn blaðamannaklúbbs- ins. Hins vegar var þessi til- raun kænlegt bragð hjá Gon- zales og kom hún yfirvöldunum í nokkurn bobba. Psoe á sér áhrifamikla bandamenn erlendis, og með því að neita Gonzales um tján- ingarfrelsi, hafa yfirvöldin síð- ur en svo veitt vatni á myllu Juan Carlos, í þeirra augum. Felipe Gonzales er lögfræð- ingur, 33ja ára að aldri. Ekki er talið líklegt, að hann muni í náinni framtíð mynda ríkis- stjórn sósíalista á Spáni, en eigi að síður mun hann fara með þýðingarmikið hlutverk á þvf breytingarskeiði á sviði stjórn- mála, sem nú fer í hönd og er væntanlega upphaf þróunar í lýðræðisátt. Felipe Gonzales er yngsti maðurinn, sem gegnt hefur for- mennsku f Psoe en það er rótgrónasti sósíalistaflokk- ur Spánar. Honum hefur tekizt að fá töluverðan stuðning frá öðrum sósíaldemó- krataflokkum í Evrópu. M.a. er hann Vel kynntur í aðalbæki- stöðvum brezka Verkamánna- flokksins og nýtur verulegs álits meðal sósíaldemókrata SPD í Vestur-Þýzkalandi. I nóv ember sl. sat hann flokksþing vestur-þýzka sósíaldemókrata- flokksins í Mannheim i boði flokksins, en orsök þess mun einungis hafa verið sú, að hátt- settir embættismenn í flokkn- um vildu láta reyna á, hvort Juan Carlos Arias forsætisráð- herra myndi veita honum vega- bréf. PSOE er aðili að alþjóðasam- tökum sósíalista, en það er bræðralag sósíaldemókrata- flokks, sem hefur bækistöðvarí ST. James Wood í London. Flokkurinn stefnir að borgara- legu lýðræði, og fer sér í engu óðslega. Þegar frjálsar kosning- ar verða leyfðar á Spáni má vænta þess, að flokkurinn eigi mjög upp á pallborðið hjá alþýðu manna í borgum, sem væntir betri lífskjara i kjölfar stjórnarfarslegra umbóta. Meðal forystumanna flokks- ins eru býsna margir lögfræð- i............ eftir David Rudnick ingar. Þar á meðal er Enrique Mugica Herzog, en hann er Baski í aðra ættinga og gyð- ingur í hina, stundar lögfræði- störf í San Sebastian og hefur fengið tækifæri til að kynnast af eigin raun fangelsum Francos. Samt sem áður hefur ein- ræðisstjórnin almennt sýnt PSOS meira umburðarlyndi en kommúnistum (PCE) og er það næsta viðkvæmt mál fyrir báða aðila. Ég hafði orð á þessu við Gonzales nýlega og hann brást illa við: — Það er tilgangslaust að leita eftir píslarvætti um- fram allar þær þrengingar, sem sósíalistar hafa orðið að þola, sagði hann og minnti mig á, að þeir hefðu verið strádrepnir að lokinni borgarastyrjöldinni. Þar að auki væri skýrt afmörk- uð sú stefna PSOE, að hafna þátttöku i sérhverri ríkisstjórn eftir daga Francos, sem ynni að því að útiloka kommúnista frá ,,Iýðræðinu.“ Hann var þá spurður að því, hverju það sætti, að PSOE gengu ekki til liðs við kommúnista og mynduðu með þeim alþýðufylkingu. Fyrir þessu gaf hann þrjár ástæður. I fyrsta lagi styddu kommúnistar Don Juan (föður Juan Carlos sem er réttborinn til konung- dóms) en hugsjón sósíaiista væru sú, að koma á lýðveldi á Spáni. I annan stað stefndu sósíalistar að þvi að koma á sjálfsstjórn íhéruðumað tals verðu leyti, en slíkt skiptir miklu máli í Baskahéruðunum, þar sem styrkur flokksins er mjög mikill. Sfðasta ástæðan og sú veigamesta er sú, að kommúnistar ráða yfir leyni- legum verklýðssamtökum, en sósíalistar ráða yfir öðrum, UGT, sem eru faglegar upp byggð. En að ýmsu leyti virðist Gonzales þó öllu róttækari en kommúnistar. Gagnstætt mörg- um samstarfsmanna sinna, stefnir hann að þjóðnýtingu helztu iðngreina og vill hafa góðan hemil á fjárfestingu er- lendra aðila á Spáni. Hann nefndi til dæmis lyfjaiðnaðinn í landinu, sem er 90% í höndum erlendra aðila. Ennfremur þyrfti að vinda bráðan bug að því að þjóðnýta fimm eða sex stærstu banka Iandsins og stofna til fjölþættra aætlana um umbætur í landbúnaði, þar sem m.a. væri stefnt að aukinni samvinnu og hagræðingu í þeirri atvinnugrein. E1 Socialista, málgagn PSOE, hefur gert grein fyrir stefnu- miðum Gonzales á sviði alþjóða- mála. Er hann sagður hlynntur sambandi sósíalískra Evrópu- Ianda, sem óháð væri þeim öfl- um, er skiptu heiminum á milli sin. Sósíalistar undir stjórn Felipe Gonzales eru hlynntir inngöngu Spánar í Efnahags- bandalag Evrópu, en eru hins vegar andvígir bandarískum herstöðvum á Spáni. Þegar Gonzales var spurður um hugsanlega aðild Spánar að Atlantshafsbandalaginu, fór hann undan i flæmingi og sagði að málamiðlun væri hugsanleg í reynd þegar tillit væri tekið til hernaðarmikilvægis landsins. Á innanlandssviðinu hefur leiðtogi sósialista aðallega áhyggjur að því, að öfgaöfl til hægri muni fyrr eða síðar beita sér með ofbeldi gegn öllum minniháttar umbótum, sem hann telur að vænta megi frá umbótasinnuðum hægri mönn- um. Hann er hræddur um, að þetta geti leitt af sér hálfgert styrjaldarástand milli þessara tveggja hægri afla, á borð við það, sem gerzt hefur í Argentínu, og að herinn verði einhvers konar milligöngumað- ur í þeim átökum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.