Morgunblaðið - 14.01.1976, Side 17

Morgunblaðið - 14.01.1976, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANUAR 1976 17 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Ný sending Síðir kjólar aðeins einn af hverri gerð. St. 36—>46. Dragtin, Klapparstíg 37. Útsala Peysur á alla fjölskylduna. Bútar og garn. Anna Þórðardóttir h.f. Skeifan 6. (vesturdyr). Ný sending rúllukragabolir m. rennilás. Dragtin, Klapparstíg 37. Verðlistinn Munið sérverzlunina með ódýran fatnað, Laugarnes- vegi 82, simi 31 330. heimilisdýr Kettlingar Kettlingar fást gefins. Uppl. í síma 41316. Fiskverkendur Óska eftir að kaupa skreiðar- trönur fyrir ca 200 tonn af fiski. Uppl. i sima 99-1426 — 99-1267. Fiat Rally '74 fallegur og litið keyrður bill til sölu. Má borgast með 2 — 5 ára skuldabréfi eða eftir sam- komulagi. Sími 19032—20070. Er 1 8 ára og óska eftir að komast á samning i rafvirkjun eða rafvélavirkjun. Vanur vinnu við rafmagn. Uppl. i síma 1 5036 eftir kl. 7 e.h. Matreiðslumaður óskar eftir að komast á góðan loðnubát eða litinn skuttog- ara. Uppl. i sima 71 260. Skrifstofustarf Innflutningsfyrirtæki óskar að ráða ábyggilega konu til sjálf- stæðra skrifstofustarfa. Uppl. um fyrri störf sendist Mbl. merkt: Ábyggileg — 4948. ---v—y—yrv f— V/-T—y-yv— : húsnæöi ■ • óskast ] Herbergi óskast til leigu, helzt i Miðbænum. Uppl. i síma 26700. 3ja—4ra herb. góð ibúð óskast til leigu frá fyrri hluta marzmánaðar til 1. nóv. Þrennt i heimili. Simi 21 296 á skrifstofutíma. Óska eftir herbergi ásamt fæði strax, helzt i mið- borginni. Tilboð merkt: „herbergi — 3 700", sendist M bl. strax. SALA—NOREGUR Óskum eftir sambandi við fyrirtæki innan tizkufatnaðar (börn/fullorðnir) gjafavörur, ásamt allskonar nýjungum til sölu i Noregi. Svar á norsku — ensku — þýzku. Uppl.: R.A.C.T. PB 2300, N-3000, Drammen. Spákona Spái í spil og bolla. Sími 82032. Sjómenn og aðrir ferðamenn Ódýr gisting og fæði í elsta gistihúsi bæjarins í hjarta Reykjavikur. Gisti- og sjómannaheimili Hjálpræðishersins, Kirkjustræti 2. Reykjavík. Framtalsaðstoð Timapantanir í sima 1 7938. Haraldur Jónasson, lögfræð- ingur. félagslíf i I At t * áA AA_>J\--4- I.O.O.F. 9 = 1571 148Vr = I.O.O.F. 7 = 1571 1 28Vi = 9. I.E. □ HELGAFELL 59761147 IV/V. — 2 Kristniboðssambandið Samkoma verður haldin i Kristniboðshúsinu Betanía Laufásvegi 13 i kvöld kl. 20.30. Helgi Hróbjartsson kristniboði talar. Allir eru velkomnir. Hörgshlið 2 Almenn samkoma — boðun fagnaðarerindisins i kvöld, miðvikudag kl. 8. Filadelfía Reykjavik Fyrsti systrafundur ársins verður í dag miðvikudag 14. janúar kl. 8.30. Verið allar velkomnar og mætið vel. ísfirðingafélagið Aðalfundur félagsins verður haldinn að Hótel Sögu, (herb. 613) fimmtudaginn 1 5. janúar kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðal- fundarstörf. Nefndin. Ferðafélag íslands heldur kvöldvöku í Tjarnarbúð miðvikudaginn 14. janúar kl. 21.00. Húsið opnað kl. 20.30. Fundarefni: 1. Sigurður Þórannsson, jarðfræðingur sýnir lit- skyggnur frá Nýja-Sjálandi og útskýrir þær. 2. Sýnd verður kvikmynd af brúargerðinm á Skeiðarár- sandi, tekin af kvikmyndo- gerðinni Kvik s/f, Reykjavík Aðgangur ókeypis, en kaífi selt að loknum sýnmgum. Ferðafélag íslands, Öldugötu 3, símar: 19533 —1 1 798. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar tilboö — útboö t|) ÚTBOÐ Tilboð óskast í smíði og uppsetningu veggja, hurða, lofta og hringstiga, ásamt málun og dúkalögn. Einnig I fullgerða raflögn og uppsetningu lampa, loftræst- ingu ásamt pípulögn og frágang hrein- lætistækja í heilsugæslustöð, Hraunbæ 1 02, Reykjavík Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, gegn 15.000 - kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 5. febrúar 1976, kl. 1 1.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 1 AK.I.VSIM.ASIMINN KR: £ 22480 JW#TgunI)Iatiit> nauöungaruppboö sem auglýst var í 68., 69. og 7 1. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1975 á hálfri fasteigninni Vallarhjáleigu í Hvolhreppi, þinglesinni eign Lúðviks Gizzurarsonar fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 1 6. janúar n.k. kl. 14. Sýslumaður Rangárvallasýslu. óskast keypt < \ Hreinar léreftstuskur i Tæknideild Morgunblaðsins óskar eftir að kaupa hreinar léreftstuskur. Móttaka dag- lega. Fyrirtæki óskast til kaups helst tengt sjávarútvegi. Ýmislegt annað kemur til greina. Má vera skuldum vafið. Sendið nafn og símanúmer til Mbl f. 1 7. janúar merkt. Fyrirtæki — 4950. til sölu Ford Granada '75 er til sölu ekinn 7.000 km. sjálfskiptur, mosagrænn að lit, hækkaður á fjöðrum í bifreiðinni er stereo casettuútvarp. Uppl i síma 21860 og 28860 Saab 99 74 Til Saab 99 '74. Góður og vel með farinn bíH Bílasala Alla Rúts. — Minning Þorleifur Framhald af bls. 18 tíma, er hann fór upp í sveit með konu sinni og barnabörnum, og þau tjölduðu nálægt á eða lækjar- sprænu í fallegu umhverfi. Þá naut hann sín vel með börnunum, fór úr skóm og sokkum, bretti upp buxnaskálmarnar og hljóp með krökkunum niður að á, til að vaða, og til að skoða steinana og litlu fiskana. Þá var þessi skapsterki maður barn með börnum. Þegar hann sagði síðar frá þessu, Ijóm- aði andlit hans og var sem tæru lækirnir spegluðust í augunum. Og hann fór aldrei út í náttúruna til að veiða eða deyða nokkurt dýr, heldur til að hlusta og horfa á fegurð islenskrar náttúru. En Þorleifur hafði enn fleiri hliðar, og þær ekki af verri end- anum: Hann var til dæmis manna skemmtilegastur. Hluti af kímni- gáfu hans var enda næsta óvenju- leg: Hann hafði sérlega gaman af að ganga fram af fólki með alls- kyns kúnstum. Ég minnist þess hve oft hann sat með mér og fjölskyldu minni, og hélt öllum hugföngnum kvöld eftir kvöld með frásögnum sínum af skrítn- um tiltektum sjálfs sín og félaga sinna og allskyns skrítlum og skemmtisögum. Hann gat auð- veldlega látið sama fólkið veltast um af hlátri dag eftir dag, með frásögnum sinum, án þess að end- urtaka nokkurntima. Nú kveð ég góðan dreng. Hann kom inn i líf mitt sem vermandi sólargeisli. Hann yljaði ekki ein- göngu sálu minni, heldur fjöl- skyldu minnar og vina. Nú er hann horfinn á vit feðra sinna. Hann tók með sér efni í stóra bók — bók, sem aldrei verður skrifuð. Allt það gaman sem hraut af vör- um hans og við vinir hans fengum að njóta, mun gleðja hugi okkar og hjörtu um ókomin ár. Ég og fjölskylda min erum þakklát fyrir að hafa kynnst slíkum manni. Af honum hefi ég mest lært i lífi mínu, og hefi ég þó þekkt marga ágæta menn. Þorleifur og eftirlifandi kona hans, Kristín Valentínusdóttir, voru höfðingjar heim að sækja. Það reyndum við hjónin í ríkum mæli, — og eftir að hann veiktist, og meðan hann lá sína sjúkralegu i heimahúsum, brást það aldrei. að hversu þjáður sem hann var, að hann risi úr rekkju til að fylgja okkur úr hlaði, og kveðja með sinu hlýja handtaki. Þau handtök munu verða okkur ógleymanleg. Þorgrímur Einarsson. Hugurinn leitar ósjálfrátt aftur í tímann við fráfall afa. Við minn- umst þeirra stunda sem voru okk- ur bræðrunum og afa hvað ánægjulegastar. Fyrr á árum með- an hann var við fulla heilsu, var hann manna ötulastur að hvetja fjölskylduna til útilífs. Við strák- arnir kunnum vel að meta það. Afi var allra manna kátastur þeg- ar hann var kominn á heimaslóðir sinar, Grafning. Tilbreytingin frá leigubílaakstrinum á malbikinu og að komast i tært sveitaloftið gerði hann ungan á ný. Við höfð- um varla roð við honum í fjall- göngum. Hann hafði óskapiega gaman af dýrum. Oft sagðist hann óska sér að eiga hund, en starfið og búseta i þéttbýli leyfði ekki slíkt. Við höfum hvorki fyrr eða síðar fundið neinn sem naut úti- veru í sveit í jafn ríkum mæli og afi. Og hann gerði sitt bezta til að kenna okkur að njóta þess með sér. Við eltumst, og ferðunum í Grafning fækkaði. En alltaf var afi jafn áhugasamur um að fara. jafnvel þótt minna yrði svo úr. Eftir að heilsu hans tók að hraka talaði hann oft um Grafning. Hann vildi helst vera þar hvern dag, en heilsan leyfði það ekki. Anægjulegar samverustundir okkar og afa í Grafningnum rifj- ast nú upp, þegar hann er dáinn. En við áttum ekki síður góðar stundir með honum heima. Síð- ustu árin bjuggum við i sama húsi. Þá var oft sest niður og rökrætt um heima og geima. Afi hafði sínar ákveðnu skoðanir á hlutunum, og þeim varð sjaldnast haggað. Við vorum ekki alltaf sammála honum, en það gerði um- ræðurnar aðeins skemmtilegri. Þegar lífsskeið eins úr þessum samrýnda hópi er á enda runnið getum við ekki annað en þakkað honum fyrir samveruna. Heilsa afa sýndi hvað verða vildi. Samt er erfitt að kyngja því að hann sé virkilega dáinn. Blessuð sé minn- ing hans. Arsæll, Gísli, Jóhann, Olafur og Þorleifur Haukssvnir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.