Morgunblaðið - 14.01.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.01.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANUAR 1976 t GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR Laugavegi 80 Lést í Landakotsspítala að morgni 1 2 janúar Bergþóra Halldórsdóttir, Erlendur Steinar Ólafsson. t Móðir okkar, UNNUR EIRÍKSDÓTTIR. rithöfundur, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 1 6 janúar kl 1.30 Þórunn Halla Guðlaugsdóttir, Hlln Gunnarsdóttir, Alda Gunnarsdóttir. t Föðursystir OKkar GUÐLAUG H. BERGSDÓTTIR, Birkimel 10, Reykjavlk. andaðist í Landakotsspítala þann 13 janúar Fyrir hönd vandamanna. Konráð Adolphsson, Magnús Jónsson. t Útför föður okkar ÓLAFS Á HALLDÓRSSONAR. síldarmatsmanns, Hllðarvegi 14, ísafirði, fer fram frá ísafjarðarkirkju, fimmtudaginn 1 5 janúar kl 2 e h Alda Ólafsdóttir, Halldór M. Ólafsson. t Eiginmaður minn og faðir okkar STEINGRIMUR GUÐBRANDSSON, Hjaltabakka 22, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15 janúar kl 3. e.h. Sigrún Gunnarsdóttir og börn. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma GUOFINNA MAGNÚSDÓTTIR, Barónsstlg 3 A verður jarðsett frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15 janúar kl 1 3 30 e h Guðjón í. Eirlksson, Stella Guðjónsdóttir, Sigurður H. Konráðsson, Ómar Sigurðsson, Bára Sigurðardóttir, Erla Sigurðardóttir. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og' útför eiginmanns míns, föður tengdaföður og afa JÓNS EIRÍKSSONAR, Oldutúni 4, Hafnarfirði. Elínborg Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Jónsson, Eirlkur Jónsson, Sigrún Jónsdóttir, Agnar Jónsson, Þórey E. Kristjánsdóttir, Halldór B. Jónsson, Rósa Eðvaldsdóttir, Stefán M. Jónsson, Guðbjörg Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður afa og langafa KONRÁÐS ÁRNASONAR, Hjallabrekku 24, Árni Konráðsson, Helga Helgadóttir, ■ Sigrlður Konráðsdóttir, Þorsteinn Eirlksson, Jóhanna Konráðsdóttir, Sigfús Borgþórsson, Eggert Konráðsson, Elsa Haraldsdóttir, Ásdls Konrásdóttir, Kristján Jónsson, Rafn Konráðsson, Sigurður Konráðsson, Marit Hákonsen, Ásta Styff, Óli Styff. barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Þorleifur Gíslason (Leifi á Litlabíl) Fæddur 3. ágúst 1904 Dðinn 6. janúar 1976 Aðfaranótt 6. janúar siðastlið- inn stóð ég og horfði út um glugg- ann — út í sortann; bylurinn buldi, snjór og ís hrannaðist upp. — Það var einmitt á þeirri stundu, að dauðinn kom og sótti vin minn, drengskaparmanninn Þorleif Gíslasön. 1 dag verður bál- för hans gerð frá Fossvogskap- ellu. Þorleifur var einstök persóna og það sérstæður persónuleiki, að ég er í miklum vanda með að lýsa honum. Ekkert var fjær skapi hans en hræsni. Sannleikann vildi hann fá fram umbúðalausan. Allt fals var honum viðbjóður. Skap hans var stórbrotið. Það gat skyndilega breyzt frá hinu milda til hins hrjúfa, og þegar mest lét gaus það eins og eldfjall. — Þessi þáttur skapgerðar hans kom honum oft vel í harðri lífsbaráttu, enda lét hann sjaldnast undan siga. Stærstu áhugamál hans voru tengd mannlífinu sjálfu. Hann trúði á það góða í manninum, á ómælisorku hvers einstaklings, og sjálfur var hann reiðubúinn til að beita allri sinni orku í þágu hvers góðs málefnis. Á yngri árum vann hann „þrælkunarvinnu", eins og hann orðaði það sjálfur. Hann fann fljótlega, að slík þrælavinna hæfði ekki nokkrum manni, og kæmi líka harðast niður á hinum t Útför eigmmanns míns, ÞORVALDAR MAGNÚSSONAR, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 1 6 janúar kl. 2 e h Blóm vinsamlegast afbeðin Halldóra Finnbjörnsdóttir. t Údör mannsins mlns ÞORLEIFS GfSLASONAR. Hrauntungu 81, fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 1 4, janúar kl. 1 3 30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð Kristln Valentinusdóttir. t Þökkum innilega samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður og ömmu UNU BRANDSDÓTTUR Anna Hjartardóttir Hanres Þorsteinsson, Helgi Hjartarson Auður Stefánsdóttir. Hjörtur Hjartarson og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURMUNDAR FRIÐRIKS HALLDÓRSSONAR, Laugabrekku 19, Húsavlk. Kristln Jónasdóttir, Jónas Sigmundsson, Hrönn Káradóttir, Þóra Sigurmundsdóttir, Magnús Andrésson. barnabörn og aðrir aðstandendur. Eiginmaður t minn, faðir okka, tengdafaðir og afi. GUÐMUNDUR SVEINBJÖRNSSON. Norðurbraut 27, Hafnarfirði sem andaðist að heimili sínu 8. janúar verður jarðsunginn frá Foss* vogskirkju fimmtudaginn 15. janúar kl. 10.30 Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlega bent á líknarstofnanir. Erika Enoksdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Ragnar Tryggvason, Sveinbjörn Guðmundsson, Steinunn Gunnarsdóttir, Enok Guðmundsson, Anna Björnsdóttir, Elln Guðmundsdóttir, Örn Ægir Óskarsson. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Jón Sigurðsson. og barnabörn. LOKAÐ v Lokað í dag frá kl. 12 vegna iarðarfarar H BIERING fátæku og vannærðu. Hann rudd- ist því fram í baráttufylkingu verkamanna, og barðist ótrauður með þeim, uns þeir náðu loks þeim áfanga að hafa til hnífs og skeiðar, og því sem Þorleifur nefndi svo réttilega að „þrælkun- aránauð" lauk. Á þessu baráttu- tímabili hertist skapgerð Þorleifs, og ætíð stðan stóð hann vörð um hina smáu, er lítt máttu sín, ævin- lega reiðubúinn til baráttu fyrir þá. Þorleifur þoldi aldreí hálf- velgju í neinu máli, og „geystist" þess vegna út í ótrúlegustu hluti, og stóðust þeir með breiðu bökin honum ekki ætíð snúning í þeim hildarleik. (Jt úr þessum ævintýr- um sínum á yngri árum kom hann lítt skaddaður en reynslunni rík- ari — og nú var hann reiðubúinn að hefjast handa um að stinga á kýlum þeim, er honum fannst hrjá þjóðina mest. Ein stærsta meinsemdin, að hans mati, var áfengisbölið. Því böli hafði hann ekki einungis kynnst gegnum ævintýr, heldur starf sitt sem leigubílstjóri í hálfa öld. — Svo hroðalega hluti hafði hann séð af völdum áfengis- neyzlu, að jafnvel þrælkun með- bræðra hans á yngri árum var sem hjóm móti því. Þorleifur skar því upp herör: Köllun hans skyldi framvegis vera: barátta af öllu afli gegn áfengisbölvaldinum. Eyddi hann upp frá þeirri stundu geysilegum tíma og kröftum til að berjast fyrir hugsjón sinni um VÍNLAUST LANÐ. I þeirri bar- áttu komu ræðumannshæfileikar hans brátt að miklu gagni. Hann lét sig hvergi vanta á mannamót né fundi, þar sem áfengismál voru til umræðu. — Og þar talaði hann aldrei neina tæpitungu, oft sveið sárt undan stálbeittu tungu- takinu, og fá voru þau eyru, sem reyndust svo daufdumd, að Þor- leifi tækist ekki að ná til þeirra. — I kappræðum við andstæðinga sína notaði hann gjarna þá aðferð að hleypa þeim upp, gera þá reiða með fullyrðingum. Á þann hátt tókst honum að ,,opna“ þá, og var þá ekki að spyrja að endalokun- um. Hann hjálpaði mörgu drykkju- fólki, leitaði það jafnvel uppi, til að tala við það og aðstoða á alla lund, og hnýtti þannig ótalin fjöl- skyldubönd á ný. — Og þar sem hann var hverjum manni ör- látari voru vasar hans sjaldnast hlaðnir auði. Þorleifur var mikill náttúru- unnandi, sannur fjallamaður sem dáði óspillta náttúru. Hann var einnig dýravinur, sem ætfð brást reiður við, þegar mönnum var líkt við skepnur í niðrandi merkingu — Dýrin eru frjáls. Þau lifa sam- kvæmt eðli sínu, eru saklaus og vilja ekki gera neinum mein. — Þau hafa stóra sál,“ bætti hann *við. Oft minntist Þorleifur þeirra Framhald á bls. 17. t Dóttir okkar, RÁN verður jarðsungin frá Háteigs- kirkju, fimmtudaginn 1 5 janúar kl. 1 0 30 árdegis Lilja Ólafsdóttir, Stefðn Jónsson, Þórshöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.