Morgunblaðið - 14.01.1976, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1976
19
r
Gestur Guðmundsson. formaður SHI:
Námslánin—um
hvað er barizt ?
Opinber umræða á (slandi leysist oft
upp I illskiljanlegt moldviðri, og eru til
þess ýmsar orsakir Þegar eitthvert mál
er I brennidepli, finnast ávallt einhverj-
ir með litla þekkingu en þeim mun
meiri fordóma, sem þykjast kallaðir til
að láta Ijós sitt sklna Jafnframt er það
lenska að málsaðilar, sem á hallar I
málefnalegri umræðu, grlpa til þess
ráðs að gefa villandi yfirlýsingar og
reyna að slá ryki I augu fólks Þessu
fara menn fram óáreittir, m a. vegna
skorts á aðhaldi frá þeim sem starfa að
staðaldri við fjölmiðlun. Afleiðingin er
sú að almenningur á einatt erfitt með
að ráða fram úr moldviðrinu og átta sig
á þvl hvað raunverulega er að gerast.
Dæmigert fyrir sllkt moldviðri I opin-
berri umræðu er margt það sem komið
hefur fram um námslánin nú á þessu
hausti. Skrifendur lesendabréfa og
dálkahöfundar hafa keppst við að hella
yfir landslýð fávisku sinni og fordóm-
um um námslán. Eftir lestur slikra
greina er manni næst að halda að
hvaða drullusokkur sem er geti vaðið
inn I Lánasjóð námsmanna og fengið
nær ótakmarkað fé til að sólunda eða
fjárfesta fyrir — og svo heimti þessi
vanþákkláti lýður enn meira. Hitt mold-
viðrisaflið I námslánaumræðunni er
rlkisstjórn fslands. sem veit (vonandi)
upp á sig skömmina. en gefur yfirlýs-
ingar eins og hún sé stöðugt að leysa
vanda námsmanna og tryggja efna-
hagslegt jafnrétti til náms. ( raun er
hún aðeins að skila aftur kannski
helmingnum af þvl sem hún hefur áður
tekið.
Fyrir hverju eru námsmenn að
berjast
í raun og veru eru námsmenn aðeins
að krefjast þess að rlkisvaldið standi
við þær skuldbindingar sem það hefur
samkvæmt lögum og margltrekaðar
hafa verið I yfirlýsingum allra þing-
flokka í lögum um L.í N. var kveðið á
um það að rlkisvafdið skuli lána náms-
mönnum fyrir framfærslukostnaði, að
frádregnum tekjum þeirra (raunveru-
legum eða mögulegum). Þessu marki
átti að ná smám saman. Árið 1971
lofuðu talsmenn allra þingflokka að
markinu skyldi náð lánaárið 1 974—5.
Hélt áfram að miða að þvi, en þó hægt,
og stöðnun hefur nú rlkt I tvö ár, og
hefur þá verið lánað 83% af því sem
þurft hefði
í haust brá svo við að lagt var fram
fjárlagafrumvarp þar sem gert var ráð
fyrir upphæð til námslána, sem var
næstum helmingi lægri en þarf til að
halda óbreyttum lánum Námsmenn
mótmæltu þvl að kjör þeirra yrðu á
nokkurn hátt skert, og ættu eftirfarandi
tölur að skýra, hví slík kröfugerð er sett
fram þrátt fyrir „erfiða tima '.
Námslán eru reiknuð samkvæmt
mati stjórnar LÍN á fjárþörf. Skv nú-
gildandi reglum er sú fjárþörf metin
upp á 45 þús á mánuði fyrir einstakl-
ing sem býr einn og óstuddur Tekjur
námsmanns eru siðan dregnar frá, og
hafi menn haft litlar sumartekjur eða
engar eru þeim áætlaðar tekjur, sem
samsvara fullri vinnu allt sumarið Ef
tekjur fara hins vegar fram úr þessu
marki, er það, sem umfram er, reiknað
niður, og er þetta gert til að hvetja
menn til að vinna sem mest með námi.
Þegar tekjur hafa verið dregnar frá
fjárþörf, er lánað ákveðið hlutfall af
mismuninum, svokallaðri umframfjár-
þörf, og nam það hlutfall 83% að
meðaltali sl. ár
Sé miðað við meðaltekjur náms-
Þar sem Björn L. Jónsson
heiðrar mig enn í Morgunblaðinu
7. janúar að mér virðist með þvi
að reyna að læða þvi inn í vitund
þeirra sem ókunnugir eru málum
N.L.F.I. og NLFR að ég sé einn af
þeim sem hann kallar „kafara" og
sýnir mér þann heiður að setja
mig í 2. sæti i 11. línu greinar-
innar, enda þótt honum hafi frá
upphafi þessara deilumála aldrei
getað annað en verið fullljóst, að
ég átti þar engan hlut að. Hvað
kemur þá þessum hálærða manni,
veðurfræðingi og lækni, til að
berja þetta ranghermi fram i
grein eftir grein.
Að gera sinn fugl fagran.
Er þessi langskólagengni maður
virkilega að grípa til þessa hálm-
strás til þess eins og sagt var
stundum á alþýðumáli, að gera
sinn fugl fegri í augum þeirra er
máski sjá ekki nema aðra hlið
málanna í tölum og öðru í þessari
manna I leyfum á árinu 1975 eða 200
þús., fær námsmaður, sem býr utan
foreldrahúsa og er á 3. námsári, tæpar
320 þúsund krónur námslán, miðað
við sömu lánakjör og sl ár Náms-
maðurinn ætti sem sé að lifa á 43
þúsund krónum á mánuði árið um
kring, og er þá allt innifalið, húsaleiga.
fæðiskostnaður. námsbókakostnaður,
föt, menningarllf o.s.frv Rlkisstjórnin
ætlaði sér ekki þegar hún lagði fram
fjárlagafrumvarpið, að unna náms-
mönnum þessara kjara. Hún ætlaði að
skerða lánin um 44% eða skera þá
fjármuni sem námsmaður hefur til
umráða á mánuði, I vinnutekjur og
lán, niður I um 31 þúsund á mánuði
fyrir námsmanninn sem er án stuðn-
ings foreldra.
Gegn þessu risi námsmenn.
Framkoma rlkisstjórnarinnar.
Námsmenn hafa aldrei gert kröfu
um hærri námslán en sem svarar til
nauðsynlegs framfærslukostnaðar
Þrátt fyrir að rlkið hafi skuldbundið
sig til að sinna þessari þörf, hef-
ur það aðeins gert það að hluta til
enn sem komið er. Og núverandi rlk-
isstjórn er nógu ósvlfin til að
leggja til að þau kjör sem náms-
menn hafa, skuli skert Tölurnar
sem nefndar eru hér að framan, ættu
að sýna Ijóslega, hve ósvifið þetta
athæfi er Enda hefur rlkisstjórnin ekki
þorað að færa rök að þessari stefnu,
heldur hefur hún gripið til þess ráðs að
reyna að fela staðreyndir málsins með
blekkingarherferð
f fyrsta lagi hefur þvl verið haldið
fram, af hennar hálfu að fjárþörf til
námslána hafi vaxið svo gifurlega, að
þess séu engin tök að sinna henni með
sama hætti og fyrr Þetta eru örgustu
ósannindi, þar sem fjárþörfin frá ári til
árs hefur aðeins hækkað um það sem
nemur verðbólgu i landinu — fram-
færslukostnaður námsmanna hefur
hækkað til jafns við annarra — og
8—10% fjölgun lánþega milli ára
Þegar litið er á fjárlög er nauðsynleg
hækkun á framlagi nú frá fyrra ári
nokkuð meiri en þessu nemur, og
veldur þar einfaldlega um. að fjárlögin
I fyrra voru fölsk, — þar var ekki gert
ráð fyrir fjármagni til lána nú i haust
nema að litlu leyti
í öðru lagi gaf rlkisstjórnin yfirlýs-
ingu um „lausn" haustlánavandans. I
raun var hún aðeins að láta I té helm-
ing þess sem þurfti og því að skerða
lánin um helming En I munni ráðherr-
anna var verið að leysa vandann í Ijósi
„haustlánayfirlýsingarinnar" og
annarrar framkomu rikisstjórnarinnar
eru námsmenn fullir efasemda um
stefnuyfirlýsingu rikisstjórnarinnar frá
13. nóvember. Þótt þar sé lofað frá-
hvarfi frá kjaraskerðingaráformum, eru
ýmsir varnaglar slegnir við þvi loforði.
Yfirlýsingin er raunar dæmigerð fyrir
grein, bara þá hiiðina er hann
sýnir?
Sem dæmi um „sjúklegt hugar-
fóstur vissra æsingamanna“
nefnir hann oró mín „hundruð að
manni virtist af skóla eða götu-
lýð“, sem ég hafi orðað svo
„smekklega" Á fólk sem lætur
hafa sig til svona verka virðu-
legra heiti skilið? Síðar í
greininni kemur það fram, að
hann virðir mér þessa smekk-
leysu til vorkunnar vegna skorts á
skólagöngu. Satt er það ekki hef
ég hana mikla að baki og undrar
það því ekki þó B.L.J. finni þar all
verulega til mismunarins.
I annarri grein furðar hann sig
af eðlissmekkvísi sinni mjög á
fávísi minni og hér er hún
vafalaust sú, að ég skuli leyfa mér
svo óskólagenginn maður, að
halda fram minni skoðun á
málum, og það þó að ég sé einn á
báti, svo einn, að enginn þeirra,
er stóðu að smölun til hins fræga
stjórnmálamenn: hún fer vel I munni,
en getur þýtt nánast hvað sem er.
í þriðja lagi berja ráðherrar sér á
brjóst og segja endurgreiðslukjör lán-
anna valda fjárskorti sjóðsins að miklu
leyti. Vist er það rétt að með núverandi
vaxtakjörum lánanna og rlkjandi óða-
verðbólgu skilast litið til baka af náms-
lánunum Én hverjum er þetta að
kenna? Ekki námsmönnum, við höfum
haft tillögur um auknar endurgreiðslur
I tvö ár, en rlkisvaldið hefur sýnt slikan
slóðaskap við þessa endurskoðun að
hún hefur tafist fram á þennan dag Nú
starfar nefnd að þessu máli, en á
meðan ráðherrar létu sem hæst um
nauðsyn þess að hraða endurskoð-
unarstörfum, var nefndin stopp vegna
þess að það vantaði sérfræðivinnu frá
rikisstofnun einni. Þegar sú vinna loks-
ins barst, reyndist hún kák og ófull-
nægjandi. Slikt er samræmi orðs og
æðis á rlkisbænum.
f fjórða lagi hafa ráðherrar látið sér
sæma að taka undir með ómerki-
legustu kjaftasögum um „misnotkun
námslána", bæði beint I málflutningi
sinum og eins óbeint I yfirlýsingum,
þar sem rætt er um nauðsyn þess að
breyta útlánareglum, svo að lánin komi
til þeirra sem þess þurfa i raun og
veru. Þessum kjaftasögum um mis-
notkun verða gerð skil hér að aftan. en
aðeins skal bent á það, hve litt það
sæmir æðstu stjórnendum þjóðarinnar
að bregða sér i búning Gróu á Leiti.
Allt þetta yfirklór hefur þjónað sama
tilgangi: að draga athyglina frá megin-
staðreynd málsins, sem sé að rlkis-
stjórnin hefur haft uppi bæði áform og
aðgerðir i þvl skyni að hunsa skuld-
bindingar rlkisvaldsins gagnvart náms-
mönnum. Er hér einkum átt við skerð-
ingu haustlánanna og kjaraskerðingar-
áform fjárlagafrumvarpsins.
Þó svo að þeir atburðir hafi enn
verið í fersku minni eru þessir herrar
nógu blygðunarlausir til að lýsa sem
stefnu sinni „að öllum, sem geta og
vilja, verði gert kleift að stunda nám
án tillits til efnahags" Miðað við þær
aðgerðir, sem stjórnin hefur staðið að,
er þetta einungis yfirlýsing um að hún
hafi ekki getu til að fylgja stefnu sinni.
Gróa á Leiti og misnotkun lán-
anna
Hér að ofan var vikið að umtali um
misnotkun námslánanna Af þeim töl-
um sem að framan eru greindar, er
augljóst að námsmenn búa almennt-
við kröpp kjör og að misnotk-
un er a.m.k. undantekningartil-
felli Þvi er nauðsynlegt við að
bæta, að farið er eftir nákvæm-
um reglum við úthlutun námslána
og öll þau atriði tekin til athug-
unar, sem hafa eiga áhrif á fjár-
þörf einstakra námsmanna Þannig er
gert allt sem er i valdi sjóðstjórnar til
að koma i veg fyrir misnotkun Samt
fundar, vildi hætta á að láta mig
fá svo mikið sem grun um hvað til
stæði.
Skylt tel ég að þakka B.L.J.
fyrir að hann skuli þó viðurkenna
það að um gengi þessa margum-
talaða kosningafundar sé hvorki
unnt að sanna né afsanna, hvorki
tölu fundargesta þar við opið hús,
né annað réttmæti fundarins.
„Kafbátahernaðurinn gegn okkur
Árna Asbjarnarsyni“ hefur B.L.J.
að yfirskrift greinar sinnar.
Er hann þar að vitna gegn sjálf-
um sér?
Þar sem hann hefur mig svo nr.
2 í upptalningu liklegra kafbáta-
manna, mig sem berst aðeins fyrir
að réttleysi fundarins vegna óeðli-
legrar smölunar til hans ofl. verði
viðurkennt. Er þá ekki B.L.J. ein-
mitt hér í ógáti að viðurkenna sig
sem nr. x i þeirri smölun? Og sem
betur fer lætur sér ekki detta í
vil ég ekkí halda þvl fram að hún þrifist
ekki, en mig langar til að benda mönn-
um á. hvernig misnotkun námslána
getur átt sér stað
í fyrsta lagi getur verið um það að
ræða að námsmaður fái verulegan
styrk frá aðstandendum sinum án þess
að það komi fram I lánsumsókn
( öðru lagi getur það gerst að tekjur
námsmanns séu sviknar undan skatti
og jafnframt vantaldar I lánsumsókn
Lánasjóðurinn ber ávallt saman láns-
umsókn og skattaskýrslu. en i þeim
tilfellum þar sem sú slðarnefnda er
svikin er ekki hægt að koma i veg fyrir
misferli. Þessa eru auðvitað dæmi i
okkar skattsvikaþjóðfélagi og þá eink-
um þar sem foreldrar námsmanna eða
skyldmenni eru með atvinnurekstur og
aðstoða námsmenn við þessi tvöföldu
svik
í þessum tveim tilfellum er námslán-
ið að miklu leyti aukapeningur, sem
hægt er að nota til munaðar eða fjár-
festingar Þetta er auðvitað misnotkun
Fleiri leiðir kunna að vera til, en mér er
a.m.k. ókunnugt um þær Það er t d
fjarstæða sem stundum er látið liggja
að, að menn fái námslán án tillits til
námsafkasta Lánasjóðurinn hefur
ákveðnar, strangar reglur um „eðlilega
framvindu náms" og fá menn ekki lán
að öðrum kosti
Það ætti að vera orðið augljóst. að
sú misnotkun, sem e.t.v. er að finna í
námslánakerfinu. á ekki rætur sinar
þar, heldur i misjafnri aðstöðu þjóð-
félagsþegnanna og góðri aðstöðu
sumra til að hmka til staðreyndum við
gerð skattskýrslna og lánsumsókna
Við þessu er erfitt að gera, enda hafa
þeir sem hæst tala um misnotkun
námslána, ekki lagt fram neinar tillög-
ur til úrbóta Enda er þessi málflutning-
ur sjaldnast settur fram til að leita
úrbóta, heldur til að koma höggi á
námsmenn og eðlilegar kröfur þeirra
Misnotkun lánanna er notuð sem rök-
semd fyrir niðurskurði Mig langar
hins vegar til að benda hér að niður-
skurður námslánanna bitnar litið á
þeim sem misnota lánin Þar er einatt
um þá að ræða sem eru i góðri aðstöðu
fyrir, svo góðri að þeir geta leynt
tekjum Niðurskurður mun hins vegar
bitna harkalega á þeim mikla meiri-
hluta námsmanna sem hefur brýna
þörf fyrir námslán sin
Fjármálaráðherra er einn þeirra sem
gert hafa veður út af misnotkun lána
Hann ætti, i stað þess að gera sllkan
málflutning að rökum fyrir niðurskurði
lána, að gera eitthvað raunhæft gegn
skattsvikum Þar væri bæði stigið stórt
skref gegn misnotkun námslána og til
að útvega rikissjóði nægilegt fjármagn
til að standa við skuldbindingar slnar
við námsmenn um fullnægjandi náms-
lán
Ég ætla hér ekki að elt3 ólar við allsn
þann villandi málflutning sem „náms
lánahatararnir" hafa haft í frammi
hug að neita, að þar hafi hraust-
lega smalazt hið unga skólafólk
sem aldrei hafði þar sézt áður og
að líkum aldrei oftar, þó svo að
eitthvað af því kunni nú að vera á
félagaskrá.
Áratuga hugsjónastarf B.L.J. og
Árna Ásbjarnarsonar forstj. er
skylt að virða og þakka, þó ekki
geti ég ávallt verið á sama máli og
þeir um allt.
Ég vil aðeins leyfa mér að
minna B.L.J. á hafi hann gleymt
því að ég hef líka varið málstað
þeirra beggja á fundum, hafi mér
fundizt ósanngjarnlega á þá deilt.
Tæpast finnast þeir heldur
margir innan þessara samtaka,
sem ekki viðurkenna hinn næst-
um ótrúlega dugnað Árna til
driftar starfseminni austan fjalls.
Við hjónin, sem margir aðrir,
notuðum okkur i stað Suðurlanda-
ferðar jólafrí á Heilsuhælinu og
nutum þar alls hins bezta sem
unnt var að veita og ekki sízt
i fjölmiðlum Það væri að æra
óstöðugan Ég ætla ekki heldur að
leggja til að slikum mönnum verði
bannað að skrifa í blöð Fordómafullir
menn hafa rétt til að lifa eins og aðrir
og þeir hafa jafnframt málfrelsi Það
sem kannski er athugaverðast i þessu
sambandi, er sá skortur á aðhaldi, sem
fjölmiðlastarfsmenn veita sllkum bögu-
bósum Alls kyns slefberar, sumir titla
sig jafnvel hagfræðinga eða rithöf-
unda, vaða uppi i fjölmiðlum með
rangfærslur, villandi frásagnir og
hreina fordóma, án þess að þen sem
við fjölmiðla starfa finni sig knúna til
að veíta lesendum þá sjálfsögðu
þjónustu að afhjúpa verstu blekk-
ingarnar, en leggja málin skýrt á borð-
ið fyrir almenning
Endurskoðun og úllógur Kjara-
baráttunefndar
Inn i umræðurnar um fjárframlög til
námslána hefur mjög verið dregin yfir-
standandi endurskoðun laga um opin-
bera námsaðstoð Rikisstjórnin hefur
raunar reynt að nota það sem n.k.
afsökun fyrir niðurskurðartillögum sln-
um að endurgreiðslukjör lánanna
þarfnist rækilegra breytinga Þar stfgur
hún eiginlega ofan á höndina á sér, ef
svo má segja Staðreyndin er nefnilega
sú að sökin er Alþingis og rikisstjórní.
að ekki skuli vera búið að breyta endui
greiðsluskilmálum námslána en náms
menn hafa haft tillögur um fyrirkomu-
lag þess i tvö ár
Fyrir allmörgum árum höfðu vinstri
stúdentar þá stefnu, að námsmenn
skyldu hljóta námslaun. enda er nám
vinna sem skilar þjóðfélaginu arði, þótt
að loknu námi sé Slðar varð sú stað-
reynd, að menn hljóta oft háar tekjur
að námi loknu og vegna náms til þess
að vinstri menn breyttu um stefnu og
hafa talið síðan að námslán væri rétt
form námsaðstoðar
Námsmenn hafa lengi barist fyrir pvi
að uppfyllt verði það fyrirheit núgild-
andi laga um námslán, að þau verði
fullnægjandi. Það hefur gengið erfið-
lega að fá þeim kröfum framgengt. og
þegar endurskoðun laganna hófst,
töldu námsmenn að eitt helsta mark-
mið hennar ætti að vera lögbinding
fullnægjandi námslána Fljótt kom I
Ijós að ríkisvaldið hafði annað atriði
aðallega i huga, þ e að minnka fjár-
veitingabyrði sina til námslána Svo
hefur þó verið að skilja, að rikisvaldið
væri reiðubúið til að lögbinda fullnægj-
andi námslán, ef tryggt væri að endur-
greiðslur verði meiri en nú er
Við þessar aðstæður tók Stúdenta-
ráð stefnu sina til athugunar
Niðurstaðan varð sú. i rökréttu fram-
haldi af fyrri stefnu, að rétt væri að
fallast á herðingu endurgreiðslna af
hálfu þeirra sem háar tekjur hafa Hins
vegar skyldi það ekki gilda um lág-
tekjumenn og menn með mjög lágar
tekjur, enda á meginröksemdin um
námslán í stað námslauna ekki við um
þá
Níðurstaða SHÍ-manna var kerfi. þar
sem endurgreiðslur skyldu lagðar á
eins og skattar í þvi kerfi er ákveðið
lágmark. sem nemur nauðsynlegum
framfærslukostnaði, og samsvarar það
persónufrádrætti i skattakerfinu, þ e
þar er ekki um endurgreiðslur að ræða
Á tekjur umfram þetta lágmark eru
slðan lagðar stighækkandi álögur
vegna endurgreiðslna Lánsupphæðin
er visitölubundin, en vaxtalaus að öðru
leyti, og Ijúki menn ekki endurgreiðsl-
um á ákveðnu árabili, fellur skuld
þeirra niður.
Samkvæmt útreikningum má áætla
Framtiald á bls. 21
samstöðunnar af hlýju Arna for-
stjóra og alveg í kjölfar hennar
bæði starfsfólksins og allra
dvalargestanna.
Gangur og starf á hælinu og svo
aftur búðanna, Matstofunnar og
bakarísins í Rvík finnst mér vera
sitt hvort og eigi að sjálfsögðu að
hafa hvort sína stjórn. Mér
finnst við jafnheppin með
stjórnanda þessara fyrirtækja i
borginni, Ásbjörn Magnússon, og
vona, að engir æsingamenn verði
til þeirra öhappaverka að við
töpum þeim góða manni né starfs-
fólki þar frá störfum við þessa
hugsjónastarfsemi.
Að lokum:
Eg vona ennfremur að sem
allrafyrst birtist úrskurður um
réttleysi fyrrnefnds kosninga-
fundar og þar með síðasta þings.
Einnig: að aldrei þrífist innan
þessara samtaka að einn eða
neinn komist upp með að geta
barið sitt i gegn með einhverjum
ráðum, hvort sem minni- eða
meirihluti starfandi löglegra
félaga er því fylgjandi eða ekki
Ingþór Sigurbjs.
Um kafbátahernað á þurru landi