Morgunblaðið - 14.01.1976, Side 24

Morgunblaðið - 14.01.1976, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANUAR 1976 Friðrik fiðlungur „Jæja, nú held ég að þú sért orðinn svona álíka trötralegur og ég var, þegar ég fór úr vistinni hjá þér, og nú er best þú sleppir“, en fyrst varð sýslumaðurinn að borga honum veðféð. Þegar Friðrik, kom til borgarinnar, settist hann að í gistihúsi einu, þar lék hann á fiðluna og þeir sem þangað komu, þeir dönsuðu, og hann lifði í vellysting- um praktuglega og hafði ekkert að segja af sorg né sút. Enginn gat neitað honum um það, sem hann bað um. En þegar skemmtunin stóð sem hæst, komu varðmennirnir og áttu að draga Friðrik fyrir dóm, því sýslumaðurinn hafði kært hann fyrir árás og rán og jafnvel morðtilraun, og nú átti að hengja hann Friðrik. En Friðrik var ekki alveg ráðalaus. Hann tók bara fiðluna og lék á hana og þá urðu varðmennirnir að dansa, þar til þeir duttu um koll og lágu gapandi á gólfinu. Því næst voru sendir hermenn eftir Friðrik, en ekki fór betur fyrir þeim, því fiðlungur spilaði og þeir urðu að dansa. En að lokum léku þeir á Friðrik og tóku hann meðan hann svaf eina nóttina og svo var hann dæmdur til að hengjast strax, og var þegar lagt af stað til gálgans. Þar þyrptist saman múgur manns, sem vildi sjá þenna undarlega mann, og sýslumaðurinn var þar líka Ert það þú sem sandir út or suður art pabhi þinn gæti lamið verkstjórann á bflaverk- ^tæðinu^ ^ staddur og var mjög glaður, því nú hugðist hann fá hefndir, bæði fyrir peningana sína og fötin sín. Friðrik hafði með sér fiðluna og byssuna, því þeim hlutum var ómögulegt að ná af honum. Og þegar hann var kominn að gálganum og var að klifra upp stigann, þrá dróst hann áfram, eins og hann væri alveg að þrotum kominn, og á efsta þrepið settist hann og spurði, hvort hægt væri að neita sér um eina bón, sig langaði svo mikið til þessa að leika svolítið á fiðluna, áður en hann yrði hengdur. Öllum fannst bæði synd og skömm að neita honum um svona lítilræði. En sýslumaðurinn bað þá í öllum bænum að leyfa ekki stráknum að spila, því ef það yrði gert, myndi allt vitlaust verða. Bað hann svo menn að binda sig við birkitré eitt, er þar var svo hann færi ekki að dansa, þótt stráknum væri leyft að spila. Svo tók Friðrik fiðluna og var ekki seinn að byrja og þá fóru náttúrlega allir viðstaddir að dansa, bæði menn og skepn- ur, bæði hermennirnir, fógetinn, böðullinn og presturinn, en sýslumaður- inn dansaði bundinn við birkitréð og rispaði sig á bakinu. Sumir dönsuðu þar til þeir lágu sem dauðir, aðrir þar til þeir féllu í svíma, en verst fór þó fyrir sýslu- manninum. Enginn hugsaði um það að hegna Friðrik fiðlungi, og hann fór loks burtu með byssuna sína og lifði vel og lengi, því enginn gat neitað honum um fyrstu bónina, sem hann bað um. Kolagerðar- maðurinn Einu sinni var kolagerðarmaður, sem átti einn son, og hann var líka kola- gerðarmaður. Þegar faðirinn var látinn, kvæntist sonurinn, en hann var nú ekki beint viljugur að vinna, gætti illa gryfj- unnar, er hann brenndi kol, svo allt varð ónýtt, og að lokum vildi enginn maður nýta vinnu hans framar. Þá fór hann að brenna kol fyrir sjálfan sig, og einu sinni er hann hafði tekið rögg á sig og gert nokkuð af kolum fyrir sjálfan sig, fór hann nokkrum sinnum með kerruna sína til bæjarins og seldi kolin, og þegar síðasta kerruhlassið var selt, ranglaði hann um göturnar og litaðist um. Á heimleiðinni komst hann í hóp nágranna og annars fólks og sagði því dæmalausar sögur um allt það, sem hann hefði séð í Ég segi það: Þú færð peninga fvrir nýjum skóm þegar þú hefur gengið niður úr þessum. / Við sluppum þó við þennan hræðilega hádegisverð sem þeir voru sífellt með um borð. Bismarck kenndi sér eitt sinn sjúkleika og sendi eftir ungum lækni, sem mikið og gott orð fór af. Læknirinn bvrjaði á því að leggja ýmsar spurningar fvrir kanslarann. Hann spurði m.a.: — Hve lengi sofið þér á næt- urnar? í hve miklum mæli nevtið þér áfengra drvkkja daglega? Farið þér í göngu- ferðir á daginn og hve oft og lengi? t fvrstu svaraði Bismarek spurningunum mjög kurteis- lega, en að lokum missti hann þolinmæðina og hrópaði: — Herra læknir, ég bað vður um að koma hingað til þess að gefa mér aftur heilsu mína en ekki til þess að láta vður leggja fvrir mig spurningar. — Jæja þá. sagði læknirinn og lét sér hvergi bregða. Ef þér viljið fá heilsu vðar aftur án þess að lagðar séu fvrir vður spurningar, þá verðið þér að senda eftir dýralækni. Svarið féll Bismarck vel f geð og sendi hann oft upp frá því eftir lækni þessum. s_____________________________ Ég ætla að skreppa niður eftir kolum. Hann: — Ég er ekki ég sjálfur f dag. Hún: — Jæja, þá getum við ef til vill átt skemmtilega kvöldstund saman. X Eitt sinn er aldraður kfn- verskur fursti var í heimsókn f London ákvað auðmaður þar að gefa honum einhverja dýr- mæta gjöf og niðurstaðan voru tveir kjölturakkar. Að nokkr- um dögum liðnum fékk auðmaðurinn eftirfarandi þakkarbréf frá furstanum: „Gjöf vdar gladdi mig mikið. en því miður nevðist ég til þess vegna heilsu minnar að gæta mikillar varúðar f mataræði. Ég lét þess vegna matreiða hundana fvrir fvlgdarlið mitt og smökkuðust þeir ágætlega." X ________________________________> Með kveðju frö hvrtum gesti Jóhanna Kristjóns- 20 með sér. Hvað voruð þið með marga Ivkla að húsinu? — Aðeins þessa tvo. Parsons tók Ivkil upp úr vasa sfnum og sýndi þeim. — Þetta er minn Ivkill og svo var Margaret með einn. Hún hafði sinn á Iftilli kippu úr silfri sem ég gaf henni þegar við komum hingað fvrst. — iVIig langar til að vita hvort kona vðar vandi komur sínar á Prewetthæinn. Þekktuð þið hjón- in eða eitthvað af vinnufólkinu á bænum? Þar er líka ung stúlka sem heitir Dorothv Sweeting. Hefur konan vðar nokkurn tíma minn/t á hana? En Parsons sagðist aldrei hafa hevrf um þennan bæ fyrr en eftir að Ifk konu hans hafði fundizt þar í grenndinni. Hún hafði aldrei verið sérsfaklega hrifinn af sveitaveru og II;ið gert af þvf að fara f gönguferðir. Hann hafði aldrei heyrt hana minnast á Dorothy Sw'eeting. — Þekkið þér Missalhjónin? — Missalhjónin? Nei, það held ég ekki. — Konan er há og rauðhærð. Hún býr beint á móti The Olive and Dove. Maðurinn hennar rek- ur hflasölu. Stór og kraftalegur maður sem á stóran grænan bíl. — Við þekkjum ekki neina sem þessi lýsing passar við. Andiit hans afmyndaðist á ný og hann greip annarri hendi fvrir augun. — Fólkið í grenndinni er ákaf- lega snobbað. Við féllum ekki inn i mvndina hér í þessum bæ. Við hefðum aldrei átt að koma hingað. Rödd hans varð að hvísli og hann bætti við: — Ef við hefðum veríð um kvrrt f London væri hún enn á iffi. — Hvers vegna fluttuð þið þá hingað Parsons? — Það er ódýrara að tiúa hér — eða það hélt maður að minnsta kosti tíl að bvrja með. — Það var sem sagt ekki vegna þess að kona vðar hafði áður búið í Flagford? — Nei, og Margaret var heldur á móti því að flytja hingað. En ég fékk boð um vinnu hér og ég hafði ekki ráð á að vera kostbær. Hún var tilncydd að vinna úti meðan við bjuggum f London. Ég vonaði hún mvndi öðlast hér frið og ró. Hann hikstaði og stamaði — Það má kannski segja hún hafi gert það. — Ég man það var ýmislegt bókadót uppi á lofti. Mig langar að fá að Ifta nánar á það. — Það er velkomið, sagði Parsons. Burden hafði að vísu farið áður upp dimman stigann, svo að óhug- urinn var ekki jafn mikill og þegar hann kleif hann f fvrra sinnið. Sólin skein á þunnt ryk- lagið sem var að setjast að og það var heitt og innibvrgt loft í her- bergjunum uppi. Wexford lauk upp glugga og blés rvkinu af lok- inu á stærsta koffortinu og opnaði það. Koffortið var stútfullt af bókum og hann tók þær efstu upp. Skáldsögur, óáritaðar og ekkerf datt úr þeim, þegar hann hristí þær. Undir þeim lágu búnt af dagbókum, minningabókum og stflabókum. Wexford lagði þær á gólfið og tók bunka af dýrindis hókum upp sem surnar voru mjög fagurlega bundnar inn. Fvrsta bókin var hundin f Ijós- grátt rúskinn með gullslegnum kili. A saurblaðið hafði einhver prontað með bókstöfum: „Væru atlot þín sem rósarinn- ar. væri ég blað hennar, væru örlög mfn samtvinnuð þínum f sól og regni, veðri og vindum...“ Og fyrir neðan: „Kannski dálftið tilfinninga- samt, Minna, en þú veizt hvað ég meina. Til hamingju með afmæl- ið. Innilegar kveðjur. Doon. 21. marz 1950.“ Burden gægðist vfir öxlina á Wexford. — Hver er Minna? — Við verðum að spvrja Parsons um það, sagði Wexford. — Þessi bók virðist kjörgripur og hlýtur að hafa verið rándýr. Mér þætti fróðlegt að vita hvers vegna hún gevmdi þessa bók hér. Það veit hamingjan heil og sæl það hefði ekki veitt af þvf að punta upp á með einhverju þarna niðri. — Og hver er Doon? spurði Burden. — Eigið þér ekki að heita rann- sóknarlogreglumaður! Revnið að komast að því. Hann lagði bókina á gólfið og tók upp þá næstu: The Oxford Book af Victorian Verse og f það hafði Doon einnig ritað hoðskap sinn. Wexford las það upphátt: „Ég veit að þú hefur óskað þér þess að eiga þessa bók, Minna, svo að ég fvlltist gleði, þegar ég fann hana hjá Fovle. Gleðileg jól. Doon. Jölin 1950.“ Næsta bók var enn íburðar- meiri — bundin f geitarskinn. — Við skulum Ifta nánar á hana, sagði Wexford. — The Poems of Christina Rosetti. Afskaplega falleg og vönduð. Hvað ætli Doon hafi að segja núna: „Gjöf til þfn án til- efnfs, kæra Minna, frá Doon, sem óskar þér alls góðs, nú og ævin- lega. Júnf 1950.“ Mér þætti fróðlegt að vita hvort

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.