Morgunblaðið - 14.01.1976, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. JANUAR 1976
25
VELA/AKAIMIDI
Velvakandi svarar i sima 10-100
kl 14—15, frá mánudegi til föslu-
dags
0 Beðið um
hljóð úr horni
„Stella" sendir okkur eftirfar-
andi bréf, og enn er það sjónvarp-
ið, sem er á dagskrá:
„Það er skrifað svo mikið um
sjónvarpið í biöðin, sem er lika
skiljanlegt, jafn drjúgur partur
og það er orðið af „heimilislífi"
okkar. Hinsvegar ber það varla
við að sjónvarpsmenn láti sjá
eftir sig staf um þetta i blöð-
unum, hvað þá að þeir taki til
máls i sínum eigin fjölmiðli. Eru
þeir svona hlédrægir eða hafa
þeir bara ekkert að segja?
Mér og starfssystrum mínum
finnst nú samt, að þeir mættu
gjarnan svara einhverju af þeirri
gagnrýni, sem þeir liggja undir
svo að segja i hverri viku. Okkur
kemur að visu ekki til hugar, að
öll sú gagnrýni sé réttlát, en
naumast er það samt af eintómum
ótuktarskap sem menn eru að
senda þessari stofnun tóninn.
Sannleikurinn er sá, að það er
sama við hvern maður talar, allir
eru orðnir jafn uppgefnir á dag-
skránni þeirra í sjónvarpinu.
Kannski eru fjárráð þess svo
þröng, að það megnar bara ekki
að gera betur. En þá eiga sjón-
varpsmennirnir að koma út úr
skel sinni og segja okkur frá því
hvar skórinn kreppir. Þeir geta
viðrað sínar raunir opinberlega
án þess að setja ofan. Mér og
fleirum finnst það meira að segja
skylda þeirra að gera hreint fyrir
sinum dyrum.
Ég heiti nú á þá að þeir reyni að
útskýra fyrir okkur, hvers vegna
sjónvarpið er nú á heljarþrök. Því
að það er rétt, sem fram kom í
Velvakanda fyrir fáeinum dögum
að þó að ótrúlegt sé er það ennþá
að versna!“
0 Aðallega til
búnaðarmálastjóra
K.T skrifar um (ó)kindur
„Óttalega gengur mér illa að
trúa þvi sem Halldór Pálsson bún-
aðarmálastjóri hélt fram i kapp-
ræðu sinni við Hákon Bjarnason í
sjónvarpinu í siðastliðinni viku,
að sauðkindin sé enginn skaðvald-
ur á gróðri, og jafnvel þvert á
móti. Við hjónin urðum fyrir því
óláni fyrir nokkrum árum að fá-
einar af þessum skjólstæðingum
hans Halldórs míns komust i garð-
inn okkar að næturþeli, og árang-
urinn var í stuttu máli sá, að
gífurleg spjöll voru unnin á garð-
inum. Blessaðar skephurnar
gerðu sér vitanlega mat úr því
sem þarna var á boðstólum.og lái
ég þeim það ekki. Girðingin um
garðinn okkar var ekki fjárheld,
og er raunar varla hægt að ætlast
frú Parsons hefur keypt allar
þessar bækur af Minnu.
— Minna gæti verið frú
Parsons sjálf — gælunafn.
— Sú hugsun hafði hvarflað að
mér, sagði Wexford hranalega. —
Þetta eru gððar bækur og vandað-
ar, ekkert rusl og ég fæ satt að
segja ekki skilið hvernig þessar
bækur gætu verið hér nema þvf
aðeins að henni hafi verið færðar
þær að gjftf. Bókmenntir
heimilisins vitna hreint ekki um
að þessi hafi verið smekkur henn-
ar. Ef mér skjátlast ekki er þessi
útgáfa hér af Omari Khayan rok-
dýr og sömuleiðis „Verses of
Walter Savage Landor". Hann las
orðin sem skrifuð voru á saur-
blaðið, hástemmd og viðkvæmnis-
legt Ijóð sem f var vitnað og sfðan
stóð skrifað:
„Finnst þér þetta ekki fallegt,
Minna? Innilegar kveðjur frá
Doon. 21. marz 1951.“
— Hver sem þessi Minna hefur
verið fæ ég ekki af neinu séð hún
hafi fagnað þessum gjöfum neitt
sérstaklega. Hún hefur ekki einu
sinni skorið upp úr bókinni. Eg
þarf að tala ögn meira við hann
Parsons, en við verðum sennilega
að taka allt þetta hafurtask með
: okkur á stöðina.
Wbl VlíNN \im VxÍK/I'dÍ/ MA909 4
\$Í.An9/ V4 VA9LA W \/EÍ?A
\1 AR \ f/SKl, WmiMö w WQW'Kofl
*0
til þess, að húseigendur reisi
þannig viggirðingar í bæjarland-
inu. En hvar í ósköpunum hefur
búnaðarmálastjóri verið öll þessi
ár? Og einkanlega: Hvar hefur
hann verið á vorin, þegar garðeig-
endur hér i Reykjavik byrja að
hringja i ofboði á lögreglu og blöð
— vegna skaðans sem þeir verða
alltaf fyrir af völdum sauðkind-
anna sem komast i úthverfin. —
Kveðja, K.T.“
0 Að loknu
kvennaári
Hér er bréfritari sem vill að
konur líti sér nær:
„Ég kunni ekki við að vera að
fitja upp á því á „kvennaárinu",
en getur kvenfölkið ekki æði oft
kennt sjálfu sér um þegar það
dregst aftur úr í launamálum til
dæmis. Ég veit til dæmis ekki
betur en að konur séu í yfirgnæf-
andi meirihluta í frystihúsum,
þar sem þær segja oft og sjálfsagt
oft með réttu að þær séu „híru-
dregnar" samanborið við karl-
mennina. En þarna hafa þær nú
samt sjálfar staðið i sínum launa-
samningum og eiga þar af leið-
andi við engan annan að sakast en
sjálfar sig. Mig langaði bara að
skjóta þessu að þeim í bróðerni.
Það má kenna okkur karlmönn-
um um margt, sem hefur gengið
böslulega hjá kvenþjóðinni. En
samt ekki allt! — Vinur.“
% Þakkar
gangstéttarþrifin
Roskinn maður hringdi og bað
Velvakanda að koma þakklæti
sínu til þeirra verslunareiganda
sem hefðu „haft rænu á“ að moka
snjónum frá verslunum sínum áð-
ur en hann byrjaði að frysta.
„Þetta eru eins og vinjar i eyði-
mörkinni," sagði símhringjandi,
„og okkur ber aö sjá það við
mennina sem sýna þó þetta frám-
tak."
Hann vildi lika vita hvort verzl-
unarmenn og húseigendur al-
mennt „bæru ekki ábýrgð" á sín-
um gangstéttum. Þeirri spurn-
ingu kunnum við ekki að svara.
En ef „Gatnahreinsunardeild"
borgarinnar vill leggja hér orð í
belg þá er henni velkomið að
senda okkur línu.
HOGNI HREKKVISI
Knattspyrnuþjálfarar
íþróttafélagið Huginn. Seyðisfirði óskar að ráða
knattspyrnuþjálfara á komandi sumri. Uppl.
gefnar í símum 97-2207 á daginn, 2326 —
21 41 á kvöldin fram til 1 . febrúar.
K nattspy rn u ráð.
LE/TIÐ AÐ ÞVOTTA VÉL MEÐ STÓRFt/ HURÐ
(auðve/t að hlaða og afhlaða)
LEITIÐ AÐ ÞVOTTA VÉL MEÐ STÓRUM ÞVOTTABELG
(fer betur með þvottinn-Þvær betur)
LEITIÐAÐ ÞVOTTA VÉL SEM ER ÓDÝR íREKSTRI
(tekur bæði heitt og kalt vatn, sparar rafmagn)
LEITIÐAÐ ÞVOTTA VÉL MEÐ DEMPURUM
(lengri ending og hljóðlátari)
LEITIÐAÐ ÞVOTTA VÉL SEM ER ÞUNG
(meira fyrir peningana, vandaðri vara)
o. fl. o. fL o. fl. o. fí. o. fl. o. fí. o. fí.
OG ÞÉR MUNUÐ SANNFÆRAST UM YFIRBURÐI
PHILCO ÞVOTTAVÉLANNA.
Þess vegna segjum við að þær hafi
VIÐGERÐARÞJÓNUSTA OKKAR TRYGGIR YÐAR HAG.
heimilistœki sf
Hafnarstræti 3—Sætúni 8
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
83? S\öeA V/GGA £ A/LVER4W
<dV0£6VA<dT Af. íú* VA9F A9 VIR/N6M ir pisj
•oía vivo^r mahma)! 99 !VÖK\<09y/MÍ VA9 YlBV YfyfíOOM < VtdN ATT/ YíIea 1