Morgunblaðið - 15.01.1976, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANUAR 1976
3
„Það varð haf af
bókumíbúðinmniiiim’
EINN AF elztu Ibúum Kópa-
skers, Kristjana Þorsteins-
dóttir, sem er 70 ára gömul,
hefur rekið bókabúð á Kópa-
skeri um 38 ára skeið. Hún bvr
ein í Melum, þriggja hæða
húsi, sem að sjálfsögðu fór ekki
varhluta af jarðskjálftanum
mikla og fóru m.a. allar bækur
í búð hennar á flevgiferð. Við
röbbuðum við Kristjönu þar
sem hún var stödd hjá vanda-
mönnum á Húsavfk í gær.
„Það fóru allar bókahillurnar
í búðinni á ferð,“ sagði hún, ,,og
féllu niður og það varð heilt haf
af bókum á gólfinu. Ég var svo
heppin að vera ekki í búðinni,
var nýfarin út, því þá hefði að
öllum líkindum farið illa fyrir
mér. Þetta eru stórar hillur og
bækurnar eru þungar.
Ég var hins vegar í stofunni
heima hjá mér á gangi þegar
kippurinn reið yfir og ég hékk
bara i stofuhurðinni og flaug
með henni fram og til baka. Svo
sá ég útvarpið koma þjótandi á
móti mér og kom mér þá fram
úr stofunni. Allt i báðum stof-
unum brotnaði meira og minna
og leirtauið mitt fór allt í mask.
Þetta var mikið áfall en mér
liður vel hér og svo ræður Guð
og lukkan því hvenær við för-
um aftur.
Bókabúðin er í útbyggingu á
stofuhæðinni og það er voðaleg
summa af bókum þar frá öllum
bóksölunum, en ég held nú að
bækurnar hafi ekkert skemmzt
þótt allar hillurnar hafi fallið,
en svo reisum við bara
hillurnar upp aftur.“
Rabbað við Kristjönu bóksala
á Kópaskeri sem flaug fram
og til baka á stofuhurðinni
t hókahúðinni hjá Kristjönu var allt á tjá og tundri, eða öllu heldur minnti það á jólabókaflóðið.
desembermánuði en hún er
kennd við G.B. Viotti. öll verk
eru send undir dulnefni og sendi
Hafliði inn verk fyrir flautu og
selló, er hann nefnir Vers'I. Að-
eins mátti senda inn verk fyrir
eitt eða tvö hljóðfæri.
Hafliði hlaut fyrstu verðlaun,
sem eru vegleg peningafjárhæð
ásamt prentun og útgáfu á verk-
inu af útgáfufyrirtæl^^sem
hefnist Casa BD. BeSPn Di
Ancona. Engin önnur verðlaun
voru veitt að þessu sinni, en nokk-
ur tónskáld fengu gullpeninga og
viðurkenningarskjöld fyrir þátt-
töku sína.
Gullverðlaun hlutu þannig
Hafliði Hallgrímsson
hlaut 1. verðl á Ítalíu
HAFLIÐI Hallgrfmsson, selló-
leikari og tónskáld, hreppti
fyrstu verðlaun og veglega
peningaupphæð á alþjóða tón-
skáldasamkeppni, er haldin var
nýlega á ttalfu.
Samkeppni þessi var nú haldin
í 26. sinn í Vercelli á ítalíu í
Pedro Saenz frá Madrid og Ellen
Taaffe Zwillich frá New York,
Dale Anthony Stark frá Boston
hlaut silfurverðlaun en Uri
Branea frá Minneapolis, Gianni
Possio frá Torino og Yloande de
Maco frá Briissel fengu viður-
kenningarskjöl.
Afnám tolla í Þýzka-
landi forsenda ís-
fisksölu ísl. togara
LÆKKI V-Þjóðverjar tolla á ís-
lenzkum sjávarafurðum á næst-
unni má vænta að í gildi gangi
samkomulag um sölu íslenzkra
fiskiskipa á um 20 þúsund tonn-
um af ísfiski f v-þýzkum höfnum.
Að því er Kristján Ragnarsson,
formaður Landssambands ísl. út-
vegsmanna, tjáði Morgunblaðinu
var gengið frá slíku samkomulagi
um ísfisksölu hérlendra fiski-
skipa í Þýzkalandi í samnings-
drögum er gerð voru milli land-
anna i landhelgisviðræðum 1973
en sá fyrirvari var af hálfu út-
vegsmanna hér, að landhelgis-
deila þjóðanna leystist, tollar þar-
lendis yrðu afnumdir af þessum
fiski og ýmis löndunar- og
markaðskostnaður íslenzkra fiski-
skipa yrði hinn sami í v-þýzkum
höfnum og hjá v-þýzkum togur-
um.
Kristján sagði, að siðast þegar
landhelgisviðræður hefðu verið
hér í Reykjavík, hefðu komið full-
trúar útgerðarmanna í Þýzka-
landi ásamt viðræðunefndinni
þýzku og rætt við fuiltrúa Lands-
sambandsins. I þeim viðræðum
kvað Kristján það hafa verið
ítrekað af hálfu islenzku út-
gerðarmannanna að samkomu-
lagið frá 1973 stæði af þeirra
hálfu svo fremi að fullnægt yrði
fyrrgreindum fyrirvörum.
Kristján benti á, að enn væri
allt óbreytt hvað tollamálin í
Þýzkalandi áhrærði, en sam-
kvæmt landhelgissamningi þjóð-
anna hefðu V-Þjóðverjar frest til
1. maí nk. til að fullnægja fyrir-
varanum um tollaívilnanir i land-
helgissamningnum. Kristján
sagði ennfremur, að nú strandaði
fyrst og fremst á þessu tollaatriði
og sú væri ástæðan fyrir þvi að
ekki væri meiri áhugi meðal ís-
lenzkra togara á að sigla með is-
fisk á þýzka markaðinn. V-
Þjóðverjar hefðu þegar lækkað
löndunar- og markaðskostnað ís-
lenzkra togara til jafns við þýzka.
Dagblaðið kaupir Laugaveg
45 fyrir tæpar 50 millj. kr.
DAGBLAÐIÐ hefur fest kaup á
húseigninni Laugarvegi 45, sem
stendur á horni Laugarvegar og
Frakkastígs, en þar voru áður til
húsa Sokkabúðin og verzlun
Sláturfélags Suðurlands. Er
kaupverð hússins milli 45 og 50
milljónir króna, en gengið var frá
kaupsamningi milli fvrri eiganda
og forráðamanna Dagblaðsins í
gærmorgun.
Húseign þessi er þrjár hæðir
auk riss og kjallara og bakhúss.
Er stærð hússins nálægt því að
vera um 1000 fermetrar.
Morgunblaðið náði tali af
Sveini R. Eyjólfssyni, fram-
kvæmdastjóra Dagblaðsins, og
spurði hann hvort fyrirtæki hans
hefði fyrst og fremst verið að fjár-
festa með því að kaupa þessa hús-
eign eða hvort fyrirhugað væri að
flytja bækistöðvar blaðsins í þetta
hús.
Sveinn kvað það fyrst og fremst
hafa vakað fyrir þeim Dagblaðs-
mönnum að verðtryggja það
hlutafé sem fólk hefði trúað for-
ráðamönnum fyrirtækisins fyrir
frá því að blaðið var stofnað, þar
eð ekki væri að fuliu ljóst hvað
yrði með kaup Dagblaðsins á
eigin prentvél. Forráðamenn Dag-
blaðsins hefðu talið sér skylt að
gæta þess að fara vel með þetta fé
sem fólk hefði lagt í kaup á hluta-
bréfum Dagblaðsins en það hefði
ekki verið keypt sérstaklega til að
Dagblaðið flytti þangað bæki-
stöðvar sínar, þó að það hefði
Framhald á bls. 27
Flugumferðar-
stjórar taka
ekki þátt í
heræfingum
varnarliðsins
MBL. barst í gærkvöldi eftir-
farandi fréttatilkynning:
Starfsmannafundur flugum-
ferðarstjóra í Flugstjórnarmið-
stöðinni i Reykjavík haldinn þ.
14. janúar 1976, hefur sam-
þykkt eftirfarandi:
Vegna hernaðarihlutunar
Nató-ríkis gegn islenzkri lög-
gæzlu innan landhelgi okkar,
munu flugumferðarstjórar
ekki starfa við heræfingar
várnarliðsins á Keflavikur-
flugvelli né annarra Nató-
herja innan íslenzkrar loft-
helgi og innanlandsflug-
stjórnarsvæðis vikuna 15.—21.
þ.m.
Verði áframhald áður-
nefndrar hernaðaríhlutunar
má vænta áframhaldandi og
aukinna aðgerða.