Morgunblaðið - 15.01.1976, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 15.01.1976, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANUAR 1976 5 Jóhann Hjálmarsson: Ólafur Jóhann Sigurðsson. Trúnaður við eigin tilfinningar t UMSÖGN um ljóðabók Ólafs Jóhanns Sigurðssonar Að brunnum (Mbl. 27. nóv. 1974) lét ég þetta standa sem lokaorð: „Með Ijóðabókum sfnum Að laufferjum og Að brunnum hefur skáldsagnahöfundinum Ólafi Jóhanni Sigurðssvni tek- ist eftirminnilega að beina at- hygli manna að Ijóðskáldinu með sama nafni.“ Nú hefur verið ákveðið að veita Ólafi Jóhanni Sigurðssyni bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs fyrir þessar bækur í sænskri þýðingu Inge Knuts- sons. Skyndilega er þessi hlé- drægi rithöfundur á allra vör- um. Þá vaknar sú spurning hve kunnur Ólafur Jóhann sé í raun og veru á Islandi. Ljóð hans eru áreiðanlega þekkt af fáum öðr- um en ljóðrænum sælkerum. Skáldsögurnar hafa náð meiri útbreiðslu, einkum stutt skáld- saga, Litbrigði jarðarinnar (1947), Skáldsagan Fjallið og draumurinn (1944) og fram- hald hennar Vorköld jörð (1951) eru sveitalífssögur. Öðru máli gegnir um Gangvirk- ið (1955) og Hreiðrið (1972). Þær eru Reykjavíkursögur. Fyrir Hreiðrið fékk Ólafur Jó- hann Silfurhestinn, bók- menntaverðlaun gagnrýnenda dagblaðanna, þrátt fyrir mjög skiptar skoðanir um þá bók. Skýringin var einkum sú að 1972 kom einnig út Að laufferj- um og fengu báðar bækurnar stig í atkvæðagreiðslu gagnrýn- enda. Með því móti varð Ólafur Jóhann stigahæstur og var þess vegna kosið um tvær bækur hans. Hreiðrið varð þá ofan á. Löngum hefur verið fundið að því að bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafi ekki verið veitt íslenskum höfundi. Ekki er ólíklegt að Ólafur Jóhann hafi notið þess þegar dómnefndarmenn greiddu at- kvæði. Þeir hafi hugsað sem svo að rétt væri að beina nú sjónum manna í eitt skipti að íslenskum höfundi. Ég kem ekki auga á að ljóð Ólafs Jóhanns hafi svo mikla verð- leika fram yfir aðrar bækur, sem komið hafa til álita áður af íslands hálfu. Ekki er heldur líklegt að Ólafur Jóhann Sig- urðsson skari fram úr höfund- um eins og til dæmis Svíanum Werner Aspenström og Danan- um Thorkild Björnvig svo að tveir séu nefndir, sem ásamt honum komu til greina að þessu sinni. Ef til vill er þýðing Inge Knutssons frábær. Um það get ég ekki dæmt fyrr en ég hef lesið hana. Skáldsagnahöfundurinn Ólafur Jóhann Sigurðsson hefur eins og margir aðrir íslenskir skáldsagnahöfundar orðið að sætta sig við að búa í skugga Halldórs Laxness. Þegar hann nú fær verðlaun fyrir ljóð, sem að vissu marki eru hvíld frá skáldsagnagerð, „urðu til í tómstundum mínum“, eins og hann orðar það sjálfur, er vonandi að áhugi manna vakni á lífsverki hans. Ólafur Jóhann var bráðger höf- undur, aðeins 15 ára þegar fyrsta bók hans Við Alftavatn (1934) kom út. En einhvern veginn hefur honúm ekki auðnast að ná til fjölmenns les- endahóps og hljóta verðuga viðurkenningu. Á því verður nú vonandi breyting því að fullyrða má að Ólafur Jóhann Sigurðsson sé í fremstu röð skáldsagnahöfunda okkar. Um ljóð Ólafs Jóhanns ætla ég ekki að fjölyrða að sinni. Ég vitna til fyrrnefndrar umsagn- ar minnar um Að brunnum og raða saman nokkrum brotum: í Að Iaufferjum birtist Ólaf- ur Jóhann sem fastmótað skáld. Hann er trúr sínum eigin til- finningum og óragur að tjá þær með sínum hætti. Hann er líkt og staddur á mörkum tveggja heima, gamla tímans með klið- mjúku kveðskaparlagi sínu og nútímans með kröfum sínum um endurmat, breytt form. Yrkisefnið er ávallt hið sama: varanleiki lifsins eins og það er fegurst í endurminningum skáldsins frá bernskuárum og hinn miskunnarlausi tími, sem hótar að svipta skáldið draumi sinum. Náttúruljóð Ólafs Jóhanns verða áleitinn skáld- skapur vegna þessarar tog- streitu, sem honum tekst að tjá á fágaðan og yfirlætislausan hátt. Sé litið á Að laufferjum sem fyrri hluta bókar, Að brunnum sem síðari hluta, dæmist fyrri hlutinn forvitnilegri. I honum er meiri fjölbreytni. Síðari hlutinn er aftur á móti sam- stæðari. Það er eins og átökum skáldsins sé lokið, þau ljóð, sem varð að yrkja, séu komin til skila. Fyrsta ljóðið í Að brunnum birtir lesandanum inntak bók- arinnar: Vorflug í ánni. Og vatnið kallar á drauminn sem valdi sér farveg um brjóst þitt og ómaði þar. Því er auðvelt að halda fram að ljóðabók eins og Að brunn- Um sé einhæf og tilbreytingar- lítil. En slík skoðun á bókinni þarf ekki endilega að vera nei- kvæð. I henni getur falist að skáldið haldi sig innan þeirra marka, sem það setur sér, list- ræn vinnubrögð þess stefni að fullkomnun ákveðinnar mynd- ar, vissrar tilfinningar. Þannig tel ég að líta eigi á ljóðagerð Ólafs Jóhanns Sigurðssonar og með það í huga eru ljóð hans óvenjulega hugþekk. Tónleikar í Norræna húsinu Manuela Wiesler og Snorri Sigfús Birgisson. Manuela Wiesler flautuleikari og Snorri Sigfús Birgisson planó- leikari munu halda tónleika I Norræna húsinu föstudaginn 16. janúar kl. 8.30 e.h. Á efnisskrá tónleikanna eru verk, sem Manuela og Snorri hafa æft til flutnings á kammermúsik- hátíð, sem NOMUS skipuleggur og haldin verður í Helsinki í Iok janúar. öll verkin, sem flutt verða á föstudag, eru samin á 20. öld. M.a. verða frumflutt tvö ný islenzk verk: „Per Voi“ (Fyrir ykkur) éftir Leif Þórarinsson og „Xanties" (Næturfiðrildi) eftir Atla Heimi Sveinsson. Bæði þessi verk voru samin á siðasta ári með Snorra og Manuelu í huga. Að auki eru á efnisskránni verk eftir Niels Viggo Bentzon og S. Prokofiev. Hljóður á brúnni þú horfir niður í strauminn og hugsar um það sem einu sinni var. Ef þér haldið að allar reiknivélar séu eins, - lítið á hvað aðrir hafa að bjóða, áður en þér kaupið Ricomac. Sölumenn okkar eru ávallt reiðubúnir að veita yður hvers konar upplýsingar um verð og möguleika Rico- mac án nokkurra skuldbindinga af yðar hálfu. RICOMAC 1012P Sérstaklega lipur reiknivél, sem m.a. skilar rauðum mínustölum og hefur aflestrarkommu. Hringið eða komið og fáið upplýsingar um Ricomac, sem hæfir starfi yðar. .---N ( Ricoh j SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33 Sími 20560

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.