Morgunblaðið - 15.01.1976, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANUAR 1976
Svipmyndir frá jarðskjálftasvæðinu
„Eins og tröll
hafi þrammað
um bryggjuna”
Friðrik Jónsson oddviti á Kópaskeri er
þarna á staðnum þar sem hann var er
hrinan gekk yfir og heldur hann við
glerstafla sem minnstu munaði að
hryndi yfir hann.
Tveir Kópaskersbúar skoða eina rifuna á bryggjunni.
I fjarska sézt varðskipið Baldur eins og punktur yfir
i-inu.
Hillur og varningur á tjá og tundri f Kaupfélaginu.
^riðrik Jónsson oddviti stfgur þarna með vinstri fæti f
10 sm breitt bil, sem myndaðist eftir að húsið Skógar á
Kópaskeri hafði kastazt til á grunninum.
Svona var umhorfs f mörgum húsum á
Kópaskeri, margsprungnir veggir í fbúð-
arhúsum.
„Byrjum af fullum krafti”
Framhald af bls. 1
þess að koma í veg fyrir skemmd-
ir af völdum frosts. Hugað var að
viðgerð á frystihúsinu til að koma
frosti þar á aftur, en vatnið fór af
því sem öðrum byggingum og auk
þess sprakk ammoniakssleiðsla
við það. Þá voru menn að huga að
og kanna aðrar hugsanlegar
skemmdir. í dag komu til Kópa-
skers menn frá Viðlagatryggingu
íslands og byggingarverk-
fræðingar frá Akureyri til að
kanna öryggi húsanna til íbúðar
og starfa. Komu þá einnig þing-
menn kjördæmisins, Sigurður
Gizurarson sýslumaður Þing-
eyínga, Ragnar Stefánsson jarð-
fræðingur, fréttamenn og fleiri.
Friðrik Jónsson oddviti á Kópa-
skeri tjáði biaðamanni Mbl. að
mönnum þætti nú Ijóst að tjónið
næmi ekki tugum milljónum
króna, heldur huridruðum. Þá má
þess geta að fólkið I Leirhöfn og
Miðtúni, sem þangað flúði í gær,
var flutt þaðan í dag af öryggis-
ástæðum til Raufarhafnar og var
sú ferð erfið sökum þungrar færð-
ar, en vegir milli Kópaskers og
nágrahnabyggðanna voru ekki
opnaðir fyrr en eftir hádegi er
veðrinu slotaði. Þá munu flestir
heimamenn á Valþjófsstöðum
hafa yfirgefið staðinn um sinn.
Jarðskjálftinn í gær er nú tal-
inn hafa verið rúm 6 stig á
Richter-kvarða og af samtölum
við fólk kemur fram hversu gífur-
legar náttúruhamfarir hafa verið
hér á ferð. Má segja að næstum
hver einasti maður í þorpinu og
nágrenni hafi fallið við skjálft-
ann, ef örfáir, sem náðu góðu taki
á einhverju haldföstu, eru undan
skildir.
Sögur fara af því hvernig menn
köstuðust til eins og í stórsjó og
varð sumum svo um veltinginn,
að þeim varð flökurt. Geysistórir
og þungir hlutir sem 4—5 menn
hefðu átt í erfiðleikum með að
færa úr stað köstuðust eins og
eldspýtur.
Þá fylgdi þessum hrinum
óskaplegur hvinur og hávaði og
einn af starfsmönnum kaup-
félagsins sagði við Morgunblaðið
að þegar jarðskjálftinn hefði
verið genginn yfir, hefði hvinur-
inn og hávaðinn í verzlun kaup-
félagsins verið svo yfirgengilegur
að það hefði verið líkast því er
menn fengju martröð og vöknuðu
og gleddust yfir því að hafa
aðeins dreymt illa, en þarna hafði
blákaldur veruleikinn verið á
ferðinni og martröðin haldið
áfram enn skelfilegri. Tveir
félagar sem voru staddir skammt
fyrir utan þorpið að setja vélsleða
í bíl, sáu jörðina koma í bylgjum á
móti sér og náðu að stíga fyrstu
bylgjuna án þess að falla, en þá
kom skyndilega bakslag og þeir
skullu kylliflatir á jörðina.
Eru allir sammála um að það
gangi kraftaverki næst að enginn
skyldi slasast f hamförunum, því
það voru aðeins örfáir, sem hlutu
smávægilegar skrámur við að
detta eða kastast á eitthvað. Er
ljóst af lýsingum sjónarvotta, að
Kópasker hefur í orðsins fyllstu
merkingu gengið í bylgjum.
Við ræddum síðdegis í dag við
Friðrik Jónsson oddvita á Kópa-
skeri og spurðum hann hvernig
ástandið væri og hvað það væri
sem helzt blasti við.
„Vatnsveitan er langefst á
baugi hjá okkur til þess að hægt
sé að hafa fólk hérna, því ekkert
vatn er nú að hafa. Við vitum ekki
hve langan tíma tekur að kanna
skemmdir á veitunni og gera við
þær, en byrjað var á að hleypa
vatni á tankinn sem tæmdist al-
gjörlega og síðan á að hleypa
vatni á leiðsluna í áföngum til
þess að sjá hvar lekur. Vatns-
leiðslan hjá okkur er úr asbeströr-
um og það er hætt við að þau hafi
farið í sundur. Við erum nú að
athuga með vatn, sérstaklega fyr-
ir frystihúsið, úr borholu í þorp-
inu, en það vatn, sem dælt hefur
verið upp úr henni í dag, hefur
verið mjög gruggugt og við vitum
ekki hverju fram vindur þar.
Einnig fór ammoníaksleiðsla í
sundur sem þarf að gera við til að
hægt sé að halda frosti á frysti-
húsinu og koma í veg fyrir að
afurðirnar þar skemmist. Annars
ætti ekki að vera svo mjög mikil
hætta á því í svona köldu veðri.
Þá hafa einnig verið gerðar ráð-
stafanir til þess að fá flugvél með
þéttiefni til þess að gera við
sprungur I íbúðarhúsum. Ekki er
búið að taka ákvörðun um hvort
verður haldið áfram að skipa út
kjöti í Ljósafoss, en ýmis tor-
merki eru talin á að hægt verði að
fá menn úr nágrannasveitunum
til að vinna að útskipun, til þess
að fara aftur inn í frystihúsið,
þannig að við yrðum að fá nýtt
lið.“
„Hvernig er hugurinn í fólk-
inu?“
„Það er nokkur ótti ennþá í
konum og börnum við að snúa
heim, þó eru tvær konur, sem
fóru að heiman í gær, komnar
heim aftur og þá geta þær dugn-
aðarkonur, sem staðið hafa í því
látlaust að elda ofan í okkur, farið
heim og hvílt sig einn og einn
tíma. Það þarf auðvitað ekki að
taka það fram, að þessar náttúru-
hamfarir valda sveitarfélaginu
gífurlegu tjóni þar sem allt at-
vinnulíf lamast og við leggjum
alla áherzlu á að geta byrjað lífið
hér af fullum krafti á ný, því að
við máttum sízt við því af öllu að
atvinnulíf hér lamaðist. Annars
má segja að þetta byggist meira
og minna á úrskurði manna frá
Viðlagatryggingunni, sem komu
hingað í dag, því menn vilja ekki
hefjast verulega handa fyrr en
allt tjón hefur verið metið og
kannað.“
„Eruð þið nokkuð farnir að
gera ykkur grein fyrir tjóninu?"
„Nei, ekki annað en það, að það
skiptir hundruðum en ekki tug-
um milljóna króna.“
Á Skógum i Öxarfirði er það að
frétta í kvöld að talið er að fram-
ræslan fram í sjó hafi borið góðan
árangur þó svo að vatn hafi hækk-
að verulega í kílnum f nótt, en
síðdegis voru talin líkindi á að
vatnið í kílnum væri byrjað að
lækka verulega. Allsendis er þó
óljóst hvenær og hvort Jón bóndi
Ólafsson á Skógum getur flutzt
aftur heim til sín með heimilis-
fólk og fénað, sem flutt var á
brott í gær.
Eftirskjálftavirknin á þessu
svæði hefur verið nokkuð mikil í
gær og í dag, en þó hefur hún
heldur farið minnkandi, eftir því
sem á hefur liðið og mun flestum
þykja mál að linni.
Svo virðist sem vatn sé nú aftur
farið að seytla í Klifatjörn, sem
hvarf með öllu þegar stóri kippur-
inn reið yfir og sagt var frá í
Morgunblaðinu í gær.
54 Kópaskersbúar höfðu komið
til Húsavíkur í gær og þar af
höfðu 24 farið áfram til vina og
vandamanna á Akureyri, i
Reykjavik og víðar.