Morgunblaðið - 15.01.1976, Page 13

Morgunblaðið - 15.01.1976, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANUAR 1976 13 Frydenlund harmar slit KNUT Frydenlund, utanríkisráðherra Noregs, hefur staðfest í viðtali við NTB, að tslendingar hafi beðið Norðmenn að gæta hagsmuna sinna f London fyrir tilstilli norska sendiráðsins ef stjórnmálasambandi fslands og Bretlands verður sHtið. „Norömenn munu verða viö þessari ósk,“ sagði Frydenlund. ,,Ég mun harma ef til stjórnmála- slita kemur og vona að hjá því megi komast, en við verðum að horfast í augu við það að til þess> geti komið,“ sagði hann. Roy Hattersley, aðstoðarutan- ríkisráðherra Breta, verður i Ósló 22. og 23. janúar og mun þar eiga pólitískar viðræður. Hattersley stjórnaði fyrir Breta hönd fyrstu viðræðum tslendinga og Breta, „en ég er hræddur um að þróunin allra næstu daga muni ráða úrslit- um,“ sagði Frydenlund. Agreiningur um tillögur Wilsons — varðandi Skotland og Wales Leiðtogar kfnverska kommúnistaflokksins votta Chou En-lai forsætisráðherra hinztu virðingu og þökk við líkbörur hans í Peking 11. janúar. London 14. jan. Reuter. SÚ fyrirætlun ríkisstjórnar Bretlands að veita Wales og Skotlandi takmarkaða heimastjórn hefur vakið upp geysilegar þrætur brezkra stjórnmálamanna og er líkt við deilur um aðild Breta að Efnahagsbandalaginu f fyrra. Gagnrýni frá ýmsum aðilum hefur beinzt að Harold Wilson, forsætisráðherra, eftir að hann Viðbúnaður í Danmörku Kaupmannahöfn, 14. janúar. Reuter. Yfirmenn öryggismála hafa lokið undirbúningi víðtækra öryggisráðstafana með þátttöku danskra og erlendra öryggisvarða til að mæta hugsanlegum hryðju- verkaárásum á fundi æðstu manna sósíalistaflokka Evrópu i Kaupmannahöfn 18. og 19. janúar. Engum væntanlegum þátttak- anda í viðræðunum hefur verið hótað, en meðal þeirra verða Harold Wilson forsætisráðherra frá Bretlandi, Francois Mitterand frá Frakklandi, Mario Soares frá Portúgal, Helmut Schmidt kanzlari frá Vestur-Þýzkalandi og Willy Brandt fyrrverandi kanzlari. hóf umræður um málið í neðri deildinni. Gert er ráð fyrir, að kjörin þing verði i Edinborg og Cardiff, en úrslitavald verði áfram í höndum brezka þingsins í London. Nokkrir þingmenn töldu að of langt væri gengið og gæti haft þær afleiðingar, að um algera upplausn ríkisins yrði að ræða. Aðrir töldu þær mjög ófullkomn- ar og að Skotar og Walesbúar ættu að fá miklu víðtækari stjórn eigin mála. < Wilson sagði að tillögurnar væru að likindum viðamestu stjórnlagabreytingar í Bretlandi síðan árið 1707 en þá voru lög um samband Skotlands og Englands staðfest. I tillögunum er gert ráð fyrir, að þing Skota muni hafa fram- kvæmdavald til að setja Iög um ýmis mál, svo sem menntunar-, húsnæðis- og heilbrigðismál. Aft- ur á móti er ekki gert ráð fyrir að þingið f Wales verði annað en ráðgjafarþing. Myndin er af Leonid Plyushch er hann kom til Austurríkis á laugardaginn. Með honum er kona hans Tatjana og að baki hennar sést í ungan son þeirra. Danskir sjómenn gagnrýna landanir íslenzku skipanna Frá Lars Olsen f Kaupmannahöfn. KAJ BORK, formaður félags fiskimanna í Skagen, hefur gagnrýnt íslenzka sjómenn vegna erfiðleika danska sjávarútvegsins. Hann segir að miklar landanir þeirra ættu þátt f að lækka verð á fiski f Danmörku. Á sama tfma drægi úr Iöndunum sjómanna frá hinum Norðurlöndun- um og Austur-Evrópu. Samtök sjávarútvegsins í Hirts- hals, Skagen og Hanstholm ætla að reyna að leysa vandann með samkomulagi milli danskra sjó- manna og fiskiðnaðarins. Slíkt samkomulag á að útiloka miklar og óvæntar landanir og tryggja dönskum sjómönnm stöðugra verð. Danskir sjómenn hafa enn ekki náð sér eftir það áfall sem þeir urðu fyrir þegar danska ríkis- stjórnin bannaði allar sfldveiðar danskra sjómanna í Norðursjó. Það leiddi til þess að sjómenn lokuðu höfnum á mörgum stöðum og neituðu að fara til veiða. Síðan hafa verið kosnar nýjar stjórnir í félögum sjómanna á mörgum stöðum. Gömlu stjórnirnar for- dæmdu herskáar aðgerðir bar- áttumanna sjómanna. Kaj Bork, sem er formaður ann- ars stærsta sjómannafélagsins í Danmörku telur að danska ríkið eigi að tryggja dönskum sjómönn- um betri samkeppnisaðstöðu gagnvart erlendum sjómönnum, sem njóti ríkisstyrkja. „Tryggja verður að danskir sjómenn fái sanngjarnt verð,“ segir Kaj Bork, „annars verður danska ríkið að veita sjávarútvegnum ríkisstyrk." Kissinger til Moskvu Washington 14. jan. AP. Reuter. HENRY Kissinger, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, mun fara til Moskvu f næstu viku og vera þar dagana 20.—23. janúar til að ræða við Leonid Brezhnev flokks- leiðtoga sovézkra kommúnista um væntanlegan samning um gagnkvæman samdrátt herafla Bandarfkjamanna og Sovétrfkj- anna f kjölfar Vladivostoks- samningsins milli Bandarfkjanna og Sovétrfkjanna frá 1974. Bandaríska utanrfkisráðuneyt- ið neitaði í dag að segja nokkuð um hvort þjóðirnar hefðu leitt til lykta það þrátefli sem hefur verið eftir að Vladivostokfundurinn var milli Fords og Brezhnevs. En Henry Kissinger. talið er trúlegt, að málamiðlun hafi náðst í höfuðdráttum, þar sem kveðið sé á um að Bandaríkin takmarki framleiðslu langdrægra eldflauga sem tilraunir verða gerðar með á þessu ári og á móti komi að Sovétríkin takmarki þróun á nýrri tegund sprengju- flugvéla. I Vladivostoksamningnum var gert ráð fyrir að hvort riki um sig takmarkaði kjarnorkubúnað sinn við 2400 flaugar og orrustuflug- vélar. Hámark flauga með marga kjarnaodda mátti vera 1320. Ágreiningur um hvort ætti að telja hina nýju sprengjuflugvél Sovétríkjanna með í þessu svo og eldflaugategundina nýju, sem Bandaríkjamenn eru að fram- leiða, hefur sfðan staðið í vegi fyrir þvi að niðurstaða fengist. Tun A bdel Razak lézt í gœr London, Kuala Lumpur 14. jan Reuter. FORSÆTISRÁÐHERRA Malaysiu. Tun Abdul Razak, lézt á sjúkranúsi I London i dag Banamein hans var hvltblæSi, en hann hafSi einnig þjáðst af beinakölkun og öSrum sjúkdómum. Hann var 53ja ára gamall. Razak hafSi veriS for- sætisráSherra Malaysiu I fimm ár og var oft nefndur „faSir fram- þróunarinnar" vegna þess aS slS- an hann tók viS völdum hafa stór- stigari breytingar I framfara og þróunarátt orSiS I Malaysiu en á nokkru tlmaskeiSi áSur slSan landiS hlaut sjálfstæSi undan brezkri stjórn 1957. Razak var mjög andvígur kommúnistum og bannaði starfsemi þeirra i landinu. Hann var ékafur og dyggur bandamaður vestrænna rlkja og er ekki búizt við breytingu á stefnu landsins við fráfall hans, svo fremi Datuk Hussein taki við en hann hefur gegnt embætti forsætis- ráðherra siðasta mánuð I veikinda- forföllum Razaks. Hussein tilkynnti lát forsætisráðherrans I útvarpi og mun fréttin hafa komið flatt upp á þorra manna þar sem ekki hafði verið opinberlega tilkynnt hversu alvarleg væru veikindi Razaks Razak var fæddur árið 1922 og hlaut menntun sina fyrst i Kuala BREZKA leikkonan Margaret Leighton andaðist I dag, 53ja ára að aldri. Leighton var i hópi frægustu leiksviðs- og kvikmynda- leikkvenna Breta og mótleikarar hennar voru menn á borð við Sir Laurence Olivier, Sir Alec Guinnes og fleiri. Þekktustu myndir hennar voru „Winslow Boy", „The Sound and The Fury" og „Lady Caroline Lamb". Lumpur, slðan í Singapore og loks i London Hann var kjörinn leiðtogi æskulýðshreyfingarinnar Umno árið 1950 og hóf þar með afskipti af stjórnmálum Þrátt fyrir að Razak væri mjög andsnúinn kommúnistum gerði hann þó á allra siðustu árum tiiraunir til bættra samskipta við kommúnistalönd, þar á meðal Kina Hún fékkst við kvikmyndaleik nær eingöngu siðustu árin en kom i fyrra aftur fram á leiksviði i London og lék þá aðalhlutverk i verkinu ,,A Family and a Fortune" á móti Alec Guinnes Siðasta mynd hennar var „Great Ecpectations" en sú mynd verður frumsýnd í London á morgun Margaret Leighton naut mikils álits sem kvikmyndaleikkona og fékk margs konar viðurkenningu á þvi sviði Eiginmaður hennar var Michael Wilding. Margaret Leighton látin London 14 jan AP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.