Morgunblaðið - 15.01.1976, Side 14

Morgunblaðið - 15.01.1976, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANUAR 1976 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 800.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Leiðin 1973 og aðstæður 1976 Þegar staðan í land- helgisdeilunni við Breta er metin nú, fer ekki hjá því, að menn beri hana saman við ástandið í sept- embermánuði 1973, þegar slit á stjórnmálasambandi við Breta voru yfirvofandi vegna ítrekaðra ásiglinga brezkra herskipa á íslenzk varðskip. I kjölfarið á yfir- lýsingum þáverandi ríkis- stjórnar um slit á stjórn- málasambandi af þeim ástæðum, komu all víðtæk stjórnmálaleg samráð milli ýmissa aðila, sem að lokum leiddu til fundar Olafs Jóhannessonar og Edward Heaths í London, en á þeim fundi var gengið frá drög- um aö samkomulagi um fiskveiðiheimildir Breta í íslenzkri fiskveiðilögsögu. Þar sem ástandið er nú mjög svipað vegna ítrek- aðra ásiglinga brezkra her- skipa á íslenzk varðskip og yfirvofandi slita á stjórn- málasambandi við Breta af þeim sökum, ef ný viðhorf skapast ekki allra næstu daga, hefur þess misskiln- ings gætt, bæði innanlands 'og utan, að þróunin geti orðið svipuð og haustið 1973 er samningar náðust við Breta. En nauðsynlegt er, að innanlands sem utan átti menn sig á því, að grundvallarmunur er á að- stæðum nú og þá. Þessi munur byggist á því, að eftir að skýrsla Haf- rannsóknastofnunar um ástand þorskstofnsins á Is- landsmiðum kom fram, er svigrúm hvaða ríkisstjórn- ar, sem við völd situr á íslandi, miklu minna til samninga en haustið 1973, þegar slíkar upplýsingar höfðu ekki verið birtar op- inberlega, enda þótt nú liggi fyrir, að vísindamenn hafi þegar í marzmánuði 1972 aðvarað Lúðvík Jós- epsson, þáverandi sjávar- útvegsráðherra, mjög rækilega um þróunina í þorskstofninum, án þess að hann gerði nokkuð í því máli. Nú telja vísindamenn okkar, og það álit er stað- fest af brezkum vísinda- mönnum í meginatriðum, að ef veitt verði meira en 230—265 þúsund tonn af þorski á íslandsmiðum á næsta ári og nokkru meira magn á árunum 1977 og 1978, megi búast við hruni í þorskafla á árinu 1979. Af þessum sökum er auðvitað augljóst, að engin íslenzk ríkisstjórn getur samið við Breta um veiðiheimildir þeirra hér við land á þeim grundvelli, sem þeir hafa stungið upp á og íslenzka ríkisstjórnin hefur lýst því yfir, að tilboð, sem sett var fram um 65 þúsund tonna ársafla Breta á miðunum hér, standi ekki lengur. Vera má, að einhverjum erlendum mönnum þyki þetta einstrengingsleg af- staða og aó íslendingar geti ekki vænzt þess að fá stuðning annarra þjóða í landhelgisdeilunni við Breta, ef þeir ekki eru til- búnir til samninga um ein- hverjar veiðiheimildir Bretum til handa. En þeir sem þannig kunna að hugsa verða að gera sér ljóst, að þorskurinn er und- irstaða jieirra lífskjara, sem við Islendingar búum við og í raun og veru ein meginundirstaða þess, að íslenzka þjóðin geti búið í þessu landi. Afleiðingar þess, að hrun yrði í þorsk- afla yrðu svo óskaplegar fyrir lífsafkomu íslenzku þjóðarinnar, að þeim verð- ur ekki lýst með orðum. Af þessum sökum er hvorki um að ræða einstrengings- hátt eða þvermóðsku af hálfu íslendinga, þegar um er að ræða veiðiheimildir fyrir Breta. Visindalegar staðreyndir sýna, að af- koma þjóðarinnar er í voða, ef aflamagn Breta minnkar ekki verulega. Af þessu má ljóst vera, að til þess að hugsanlegt eigi að vera, að samningar geti tekizt milli Islendinga og Breta, þurfa tvær for- sendur að vera til staðar. I fyrsta lagi, að Bretar láti af hernaðarofbeldi sínu á Is- landsmiðum og hverfi á brott með flota sinn héðan. Fyrr en þessu skilyrði er fullnægt, mun enginn Is- lendingur setjast að samn- ingaborði við Breta. En jafnvel þótt þessu skilyrði yrði fullnægt og fulltrúar þjóðanna settust við samn- ingaborðið er ljóst, að önn- ur forsenda hugsanlegra samninga er sú, að Bretar geri sér ríkari grein fyrir þeim aöstæðum, sem nú ríkja á Islandi í sambandi við þorskveiðarnar og séu tilbúnir til þess að ræða við íslendinga á þeim grund- velli. Það voru þeir ekki tilbúnir til að gera í sept- ember, október og nóvemb- er og af hálfu forráða- manna þeirra hafa engar yfirlýsingar komið sem benda til þess, að skilning- ur Breta á þessu atriði hafi glæðzt. En hann er að sjálf- sögðu grundvallarforsenda þess, að samningar gætu tekizt um tímabundnar veiðiheimildir Breta hér við land, ef þeir fjarlægja flota sinn frá Islandsmið- um. Tillaga til skiptingar fslands f jarðskjálftasvæði. J AflDSK.I Al.í'TAll.VTTLSVA'DI , 30 cm/a«c2 1 I I l .-UiA 111 S K I f II NO AH ÍSI.AM Þankar að kvöldi 13. janúar eftir Sigurð Þórarinsson jarðfrœðing ENN einu sinni hefur land okkar minnt á, að það er land náttúruhamfara. A rösklega einu ári höfum við orðið að þola stórtjón af völdum snjóflóða, ágangs sævar, jarðskjálfta, og jarðeldur hefur látið á sér bæra og ekki séð fyrir, hvað úr kann að verða. Ekki tjóir að æðrast, en ráð er að læra sem mest við megum af þessum dýru lexíum. Sitthvað höfum við lært af náttúruhamförum síðustu ára og er tilkoma Almannavarna þar merkasti áfanginn. Þær þarf að efla. Viðlagatryggingin er annað spor í rétta átt. Nú í augnablikinu eru það jarðskjálftarnir nyrðra, sem eru efst f huga. Tvennt eigum við einkum af þeim að læra. Þeir geta veitt einstæðar upplýsingar varðandi það fyrir- bæri landrek, sem svo ofarlega er á baugi með jarðvísinda- mönnum. Skilyrðið er, að sér- fræðingar okkar fái fé og tíma til ítarlegrar úrvinnslu þeirra margháttuðu upplýsinga, sem safnazt hafa, bæði þeim, er jarðskjálftamælarnir skrá, og þeim, sem er að fá á jarð- skjálftasvæðunum sjálfum, bæði með mælingum og upplýs- ingum frá fólkinu á þessu svæði. Þær upplýsingar má ekki vanmeta, enda þótt jarð- skjálftamælanetið veiti mikils- verðustu upplýsingarnar. Sýnt er nú, að gliðnun landsins gengur aðallega fyrir sig i hrinum með löngum hléum á milli. Síðasta stóra hrinan í Kelduhverfi kom 1885 og er ekki alveg Ijóst, hve lengi hún varaði, en hún virðist hafa byrjað með jarðskjálfta þ. 25. janúar, er var álíka snarpur og kippurinn nú á Kópaskeri. Ára- tug áður rifnaði jörð nyrðra f sambandi við Sveinagjárgosið. 1 sambandi við Mývatnselda 1724—1729 opnuðust margar sprungur á Mývatnssvæðinu og norður af því og líklegt má nú telja, að miklir jarðskjálftar, sem urðu nyrðra árið 1618, hafi átt upptök á sprungusvæði, er liggur um Kelduhverfi. Um þá jarðskjálfta segir í Skarðsárannál: ,Gengu jarðskjálftar all- tíðum, nálega nótt og dag, um haustið og fram að jólum; hröpuðu í einum þeirra 4 bæir norður í Þing- eyjarþingi; þar sprakk jörð í sundur, svo varla varð yfir komizt á einum stað, undir Brekkum [brekkum i öðru afriti] á Tjörnesi". Sómi okkar liggur við, að vel verði staðið að grundvallarvís- indalegum rannsóknum á jarðskjálftunum nyrðra. Hitt snertir aftur á móti þjóðarhag, að reynt verði að draga sem mestan praktiskan lærdóm af þessum jarðskjálftum, og þá einkum af áhrifum þeirra á byggingar af ýmsu tagi. Hér þarf verkfræðinga til og við eigum sérfróða verkfræðinga á þessu sviði. Vonandi verður allt gert til þess að læra sem mest af þessu og vonandi verða jarð- skjálftarnir einnig til þess, að settar verði strangari reglur um styrkleika bygginga á hættulegustu jarðskjálfta- svæðum okkar en nú gilda, eða a.m.k. strangari en þær, sem nú er fylgt í raun. Það er óhugnan- legt til þess að vita, að með hverju árinu sem nær dregur næstu sterku jarðskjálftum á Suðurlandsundirlendinu fjölg- ar þar húsum hlöðnum úr vikursteinum. Og er ekki ýmsu áfátt um styrkleika sumra annarra húsa á þessum svæðum? Er þar tekið nægt til- Iit til jarðskjálftahættu í sam- bandi við gerð milliveggja o.fl? Senn eru 17 ár síðan Sigurð- ur Thoroddsen, Eysteinn Tryggvason og undirritaður birtu í Timariti Verkfræðinga- félags Islands greinargerð um jarðskjálftahættu á íslandi, þar sem landinu er skipt í svæði með tilliti til jarðskjálftahættu — slfka skiptingu mætti gera mun nákvæmari nú — og leyfðu sér þá að vænta þess, að hið allra fyrsta yrðu settar regl- ur um styrkleika bygginga gagnvart jarðskjálftum, er byggðu á þeim upplýsingum um jarðskjálftahættu, sem fyrir lægju. Þótt málinu hafi eitthvað þokað áfram síðan er þessu marki enn ekki náð. Enn er hoilt að minnast eftir- farandi orða, er gamall maður mælti við mig á Dalvík eftir jarðskjálftann 2. júní 1934: ,,Það er nú ekki alltaf Guði að kenna ef ólukka skeður“. Skemmdir eftir jarðskjálftana á Dalvfk árið 1934.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.