Morgunblaðið - 15.01.1976, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANUAR 1976
Flugleiðir fluttu 694 þús. farþega 1975:
Einhver hagnaður verður af rekstri félagsins
— meiri áhyggjur af smæð félagsins en stærð
„Með sameiningu flugféiag-
anna var komið í veg fvrir tap-
rekstur þrátt fvrir erfitt árferði
og vegna hennar hafa sparazt
drjúgar fjárhæðir í erlendum
gjaldevri, sem miklu máli skiptir
fvrir þjóðarbúið,“ sagði Örn
Johnson, forstjóri Flugleiða. á
fundi með blaðamönnum I gær,
sem hann hélt ásamt forstjór-
unum Sigurði Helgasvni og Al-
freð Elfassyni. — Ljóst er nú, að
einhver hagnaður verður af
rekstri Flugleiða, en þó ekki
mikill miðað við stærð og umsvif
fyrirtækisins. A árinu 1975 fluttu
flugvélar Flugfélags Islands,
Loftleiða og International Air
Bahama um 694 þúsund farþega,
sem er um 2.4% fækkun frá árinu
1974.
í byrjun fundarins kvað Örn
Johnson flugmálin hafa verið
mjög í sviðsljósinu á nýliðnu ári
— ekki aðeins erlendis heldur
einnig hér á landi. í umræðum
um þessi mál virtist sem erlendis
hefði hæst borið hina erfiðu fjár-
hagsafkomu mikils fjölda flug-
félaga víða um heim, enda haft á
orði, að sum þekkt flugfélög
hefðu jafnvel riðað til falls.
Orsakir þessara erfiðleika, sem
steðjað hafa að flugrekstrinum,
eru sjálfsagt margþættar, en ekki
færi þó milli mála að meginvanda-
málið hefði verið olíuhækkan-
irnar og almennar hækkanir á
flestum sviðum vegna verðbólgu.
Þá sagði Örn, að á árinu 1974
hefði í fyrsta skipti verið gerð
heildarrekstraráætlun fyrir félög-
in, bæði um flutninga og þá
einnig tekjur, gjöld og fjár-
streymi. í öllum markaðslöndum
hefði verðbólgan vaxið frá árinu
áður, mest á íslandi 43%, minnst í
Þýzkalandi 7%. Olíuhækkanirnar
hefðu verið félaginu erfiðar, sem
dæmi mætti nefna, að eldsneytis-
kostnaður beggja félaganna hefði
verið 130 millj. kr. hærri í júlí
1974 en í sama mánuði 1973. Far-
þegum hefði fækkað í fluginu yfir
N-Atlantshafið á árinu 1974 og
fagmönnum kom yfirleitt saman
um, að ekki væri bata að vænta á
þeirri flugleið, nema síður væri, á
árinu 1975.
Af þessari ástæðu m.a. var
tekin sú ákvörðun, að starfrækja
aðeins þrjár DC-8 flugvélar á N-
Atlantshafsleiðinni sumarið 1975,
í stað fjögurra sumarið 1975, en
þessi ákvörðun leiddi af sér m.a.
uppsögn 16 flugliða og mörg fleiri
atriði spunnust inn í þessa
ákvörðun.
Örn vék nú að rekstri Flugleiða
árið 1975 ogsagði m.a.
Rekstur Flugleiða
árið 1975
,,Nú er árið 1975 gengið hjá og
því nokkur ástæða til að
skyggnast eftir hvernig okkur
hefur farnast, bæði hvað afköst
og afkomu snertir. Endanlegar
tölur liggja auðvitað ekki fyrir
ennþá, og þá sizt að því er varðar
fjárhagsafkomuna, en farþega-
flutningar fyrstu 11 mánuðina
hafa verið gerðir upp og sé áætl-
uðum flutningum síðasta mán-
aðar ársins bætt við þær tölur
hefur árangur orðið sem hér
greinir hvað farþegaflutninga
snertir I áætlunarflugi:
Árið 1974 fluttu Loftleiðir
282.146 farþega milli Bandaríkj-
anna og Evrópu, um Island. Gert
hafði verið ráð fyrir 10% fækkun
þeirra á árinu 1975, en fækkunin
nam hinsvegar 7% og farþega-
fjöldinn var 262.200. Vegna
fækkunar ferða batnaði sæta-
nýting og var 75.4%, en hafði
verið 72.7% árið 1974.
Á flugleiðunum milli Evrópu-
landa voru fluttir 119.860 far-
þegar, sem er 0.3% fleiri farþegar
en árið áður (119.509). Gert hafði
verið ráð fyrir samdrætti i
þessum flutningum, en þó hafði
ferðum verið fjölgað frá fyrra ári
vegna mjög hárrar sætanýtingar á
Norðurlandaleiðum á tímabili
sumarið 1974. Sætanýting lækk-
aði því i 62.9% úr 66.9% árið
áður.
Fluttir voru rúml. 206.700 i inn-
anlandsflugi og nemur aukningin
um 2.7%, en gert hafði verið ráð
fyrir allt að 10% aukningu. Sæta-
nýting var svo til óbreytt frá
árinu áður, eða 62.7% (var
62.6%).
Farþegum í leiguflugi milli
landa fjölgaði verulega eða um
23.8% í 32.811 og hleðslunýting f
slíkum flugum var 85.3%.
Farþegum í Bahamaflugi með
félaginu International Air
Bahama fækkaði um u.þ.b. 10%
og urðu þeir um 72.500.
Alls fluttu flugvélar Flugfélags
íslands, Loftleiða og
International Air Bahama því um
694.000 farþega á árinu, sem er
um 2.5% fækkun frá árinu 1974.
Vöru- og póstflutningar félag-
anna hafa ekki enn verið gerðir
upp, en sýnt er að vöruflutningar
hafa minnkað nokkuð á milli-
landaleiðum.
Varðandi fjárhagsafkomu Flug-
leiða á liðnu ári er því miður ekki
mikið hægt að segja enn sem
komið er. Þó má gera ráð fyrir að
hagnaður verði af rekstrinum,
þótt ekki verði hann mikill.
Reynist það svo, hygg ég að við
getum sæmilega við unað miðað
við allar aðstæður, þ.e.a.s. sam-
drátt i flutningum og mikla
hækkun reksturskostnaðar vegna
verðbólgu. Hefur þá ráðið úrslit-
um, annarsvegar takmörkun á
sætaframboði, sem leiddi til betri
Frá fundi forstjóra Flugleiða með blaðamönnum 1 gær. Talið
blaðafulltrúi, Sigurður Helgason, Örn Johnson og Alfreð Elfasson.
frá vinstri: Sveinn Sæmundsson
DC-8 flugvélum í fyrra, verða nú
3 ferðir með Boeing 727. Þá mun
beinum ferðum til Kaupmanna-
hafnar fjölga úr 8 i 9 og verða
tvær þeirra með DC-8. Tvær
ferðir verða til Þýzkalands viku-
lega, hliðstætt því sem var
sumarið 1973. Fleiri minniháttar
breytingar kunna einnig að verða
gerðar á sumaráætluninni frá því
sem var i fyrra, en ekki er gert
ráð fyrir neinum stökkbreyt-
ingum, enda margt sem bendir til
að hófleg bjartsýni varðandi
væntanlega flutninga henti bezt á
þessu nýbyrjaða ári.
Ríkisábyrgðir
10
milljón $
Farþegatekjur 1975 BANOARfKJADAUR
I INORÐURATLANTSHAFSFUJG
i I FUXS T1L OG FRÁ iSLANDI
r ! AIR BAHAMA
INNANLANDSFUJG
jan feb mar apr mai jun júl ág sept okt nóv des
MAflXABSaANNSÖKNADeU) 5/1 197«
A þessu línuriti sést hvernig fjöldi farþega er langmestur vfir sumar-
mánuðina, og tekjurnar þar af leiðandi langmestar á frekar stuttu
tfmabili.
Haustið 1974 sóttu Flugleiðir
um ríkisábyrgð fyrir tveimur
erlendum lánum. Hið fyrra, að
upphæð $ 13.500.000, var til
kaupa á tveimur þotum af
gerðinni DC-8-63, sem Loftleiðir
höfðu starfrækt um nokkurt ára-
bil á leigukaupsamningi við Sea-
board World Airlines, en upphaf-
legt kaupverð þessara flugvéla og
núverandi markaðsverð, er um 22
millj. dollara. Um $ 8.500.000 af
leiguverði höfðu áður gengið upp
í kaupverð flugvélanna. Síðara
lánið, að upphæð $ 5.000.000, var
ætlað til að bæta rekstrarfjár-
stöðu félagsins. Ríkisstjórnin fól
sérstakri nefnd að kanna fjár-
hagsstöðu félagsins ásamt rekstr-
ar- og fjárstreymisáætlunum. Að
fengnu jákvæðu áliti hennar,
lagði ríkisstjórnin frumvarp fyrir
Alþingi til að afla heimildar fyrir
veitingu ábyrgðanna óg var frum-
varpið, svo sem kunnugt er, sam-
þykkt eftir nokkrar umræður.
Að rikisábyrgð fenginni voru
tekin tvö lán i Bandaríkjunum,
alls að upphæð 13,5 millj. dollara,
og gengið frá kaupum DC-8 flug-
vélanna. Hefur rúm 1 millj.
dollara af þessum lánum nú þegar
verið endurgreidd, í samræmi við
gerða lánasamninga. Fyrirhugað
rekstrarlán, að upphæð 5 millj.
dollara hefur hinsvegar enn ekki
verið tekið og gæti svo farið að
ekki yrði þörf á að taka það fyrst
um sinn. Við teljum hinsvegar
mikið öryggi i þvi fólgið fyrir
Flugleiðir að eiga kost á ríkis-
ábyrgð fyrir slíku láni, ef
nauðsynlegt reynist að bæta fjár-
hagsstöðu fyrirtækisins, enda er
nýtingar flugvélanna og, hins-
vegar margháttuð hagræðing og
sparnaður í rekstri. Um þetta
hvorttveggja hefur svo örugglega
betur til tekist en ella hefði vegna
þess, að félögin höfðu verið sam-
einuð. Vegna sameiningar þeirra
varð taprekstri forðað þrátt fyrir
erfitt árferði og vegna hennar
hafa sparast drjúgar fjárhæðir í
erlendum gjaldeyri, sem miklu
máli skiptir fyrir þjóðarbúið.
Áætlanir fyrir
nýbyrjað ár
Nú er verið að ljúka við gerð
rekstraráætlunar fyrir árið 1976.
Nokkur óvissa rikir þó enn um
vissa þætti sumaráætlunar, en
helstu breytingar i millilanda-
flugi frá liðnu sumri verða vænt-
anlega þær að fjölgað verði um
eina ferð milli Luxembourg og
Chicago, þ.e. úr 3 í 4 ferðir viku-
lega og i stað 2ja ferða til Oslo og
Stockholm, sem farnar voru með
VÍSITÖLUSTVG
-400
Samanburöur á fargjöldum og
vísitölum kauptaxta og neysluvöru
verdlags 1971-1976
-300
-200
-100
■KAUPTAXTAR
■NEYSLUVÖRUVERÐ
■ KANARI FARGJÖLD
1971
HAOOCILD 5/1 197«
rekstursfé þess vissulega í lág-
marki.
Allmiklar umræður hafa orðið
um þessa ríkisábyrgð og aðrar
sem Flugfélag Islands og Loft-
leiðir höfðu áður fengið. Virðist
svo sem sumir vilji líkja þeim við
beinan ríkisstyrk, sem er auðvitað
hin mesta fjarstæða. Skemmst er
frá að segja að hvorugt flugfélag-
anna hefir nokkru sinni notið
ríkisstyrkja og er líklegt að eins-
dæmi sé að tekist hafi að byggja
upp fiugsamgöngur þjóðar,
innanlands og við umheiminn,
algjörlega án rikisstyrkja, svo
sem hér hefur verið gert.
I þessu sambandi skal þess og
getið að lán þau til kaupa á Fokk-
er-flugvélum og þotunni „GULL-
FAXA“, sem Flugfélagi tslands
var veitt ríkisábyrgð fyrir á
sínum tima, eru nú að fullu
endurgreidd og staðið hefir verið
að fullu við alla lánasamninga
Loftleiða og Flugleiða.
Flugskýlisbruninn
Svo sem mönnum er i fersku
minni, kom upp eldur i aðal flug-
skýli Flugfélags tslands á liðnum
vetri og brann það ásamt verk-
stæðum félagsins, varahlutum og
ýmsum verðmætum tækjum, til
kaldra kola. Atburður þessi átti
sér stað þann 13. janúar 1975 og
er þvi í dag liðið rétt ár síðan.
Svo sem að likum lætur hefir
flugskýlisbruninn valdið miklum
erfiðleikum fyrir flugreksturinn i
heild og þá sérstaklega flugvirkj-
um og öðrum, sem vinna að við-
haldi flugvélanna og á ýmsum
verkstæðum félagsins. Aðstaða
þeirra til að sinna vandasömum
störfum sinum hefur verið mjög
bágborin síðan flugskýlið og verk-
stæðin brunnu og hafa þeir sýnt
mikinn þegnskap og þolinmæði
við hinar erfiðu aðstæður.
Unnið er nú að lögn hitaveitu
og nýrrar raflýsingar í það flug-
skýli Flugfélagsins, sem áður var
aðeins notað til geymslu flugvél-
anna, en það hefur verið notað til
viðhalds Fokker flugvélanna
siðan hitt skýlið brann, og munu
aðstæður batna nokkuð að þvi
loknu. Viðunandi verður ástandið
i þessum málum þó ekki fyrr en
byggt hefur verið nýtt skýli,
ásamt verkstæðum, og er unnið að
því að það mál komist í höfn á
þessu ári.
Áróður gegn
Flugleiðum
betta Ifnurit sýnir samanburð í fargjöldum og visitölum kauptaxta og
nevzluvöruverðlags 1971—1976. Kemur glögglega í Ijós, að fargjöid
hafa ekki hækkað eins ört og kaup og verð nevzluvara.
„Á nýliðnu ári,“ sagði Örn, ,,þá
sérstaklega i síðasta mánuði þess,
hefur margvislegum áróðri verið
uppi haldið gegn Flugleiðum.
Kennir þar margra grasa, en að
Framhald á bls. 19