Morgunblaðið - 15.01.1976, Síða 28
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
AUGLYSINGASIMINN ER:
22480
JR«r0xinblsíiil>
FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1976
Ingimundur Páls-
son, Katastöðum:
Óttast
um
slösuðu
kindurnar
Katastöðum í gær frá Ingva
Hrafni Jónssyni.
EINS og frá var skýrt í Morg-
unblaðinu í gær varð bónd-
inn á Katastöðum við Kópa-
sker, Ingimundur Pálsson,
fvrir tilfinnanlegu (jóni f
náttúruhamförunum, er milli-
veggur í fjárhúsi hrundi og
varð sex kindum að hana og
slasaði margar aðrar og varð
Ingimundur að lóga ejnni kind
til viðbótar f morgun. Blaða-
Framhald á bls. 27
1 túnið á Katastöðum komu
tugir sprungna og sumar þann-
ig, að hægfega mátti reka fót
niður f þær. Ljósmvnd Mbl.
Friðþjófur.
I TtJNGJANNI — Sturla bóndi
Sigtryggsson I Keldunesi
stendur þarna ofan í sprungu
sem myndaðist f túninu hjá
honum og er hún allt að 1,5
metrar á breidd, mannhæðar-
djúp og hundruð metra löng,
en upp úr sprungunni vellur
vfða 40 stiga heitt vatn. Sturla
stendur þarna á syliu f gjánni
þar sem 40 stiga heitt vatn
bullar undir.
Ljósmynd Frióþjófur
Hafnargarðurinn nær
gleypti stýrimanninn
Frásögn skipverja á Ljósafossi af jarðskjálftunum
Húsavfk 14. jan. Frá blm. Mbl. Ingva Hrafni Jónssyni: EINS OG fram hefur komið f fréttum var Ljósafoss f höfn á Kópaskeri er jarðskjálftinn reið þar yfir og var verið að skipa um borð f hann kjöti. Stýrimaður skipsins, Steinar Magnússon, var þá mjög hætt kominn og minnstu munaði að hann félli ofan f stærstu sprunguna sem kom f hafnar- garðinn. Við báðum hann að lýsa þessu fyrir okkur. — Ég var staddur niðri á bryggjunni og var að skoða kælivatnsrennslið út úr skipinu þegar þetta dundi yfir. Ég fann hvernig ég var að missa fótanna og baðaði út öllum öngum til að ná jafnvægi. Sprungan opnað- ist alveg við fætur mér, en ég rétt sá hana útundan mér og gat forðazt að falla ofan í. Þeg- ar ég svo var búinn að ná jafn- væginu kom mikil holskefla upp milli skips og bryggju og fékk ég sæmilegan skerf af henni yfir mig og þá forðaði ég mér hið bráðasta um borð. Ég skildi í fyrstu ekkert hvað var á seyði enda hafði ég nóg að gera við að halda jafnvægi. En þetta var óneitanlega hálf óhugnan- leg reynsla að sjá bryggjuna Framhald á bls. 27
Dr. Joseph Luns við komuna til íslands:
„ísland mikilvægt fyrir NATO og
fiskveiðar mikilvægar fyrir Island”
JOSEPH Luns fram-
kvæmdastjóri Atlantshafs-
bandalagsins kom til
Keflavíkurflugvallar kl.
12.30 í gær. Hann hélt þeg-
ar til Reykjavíkur á Hótel
Sögu, þar# sem hann býr
meðan á Islandsdvöl hans
stendur. Að því loknu eða
klukkan rúmlega þrjú hélt
Luns á fund Geirs Hall-
grímssonar forsætisráð-
herra í stjórnarráðinu.
Stóð fundur þeirra til tæp-
lega fimm. í dag ræðir
Luns við ríkisstjórnina, en
hann heldur utan í fyrra-
málið.
Luns kom hingað með þotu frá
v-þýzka flughernum. Þegar hann
Ienti í Keflavík, var veður heldur
hryssingslegt, éljagangur og
hvasst með köflum.
Dr. Joseph Luns, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins heilsar
Geir Hallgrímssyni, forsætisráðherra, við komuna til Islands f gær. Að
baki dr. Luns er Tómas A Tómasson, sendiherra tslands hjá Atlants-
hafsbandalaginu.
Á Keflavfkurflugvelli tók Geir
Hallgrímsson á móti Luns ásamt
fylgdarliði. Er Luns hafði heilsað
forsætisráðherra ræddi hann lítil-
lega við fréttamenn og sagði: „Eg
get ekki mikið sagt fyrr en ég er
búinn að taia við ríkisstjórn Is-
lands. Ég get aðeins látið í ljós
von um, að réttlát lausn finnist á
þessari hörmulegu deilu milli
Bretlands og Islands. Ég væri
mjög feginn ef ég gæti gert eitt-
hvað til lausnar deilunni enda
geri ég mér fulla grein fyrir því,
að ísland er mikilvægt fyrir
NATO og fiskveiðar mikilvægar
fyrir Island."
Þá náði Morgunblaðið tali af
Geir Hallgrímssyni forsætisráð-
herra. Hann sagði:
„Joseph Luns er góður gestur og
okkur kærkominn. Luns hefur
alla tíð reynzt okkur vel og því er
að vænta árangurs af viðræðun-
um við hann. En það er ekki hægt
að búast við að lausnin komi
strax.“