Alþýðublaðið - 23.09.1958, Side 7

Alþýðublaðið - 23.09.1958, Side 7
Þriðjudagur 23. sept. 1958 Alþý8ublaSi» SVORTUSKOGAR nefnist landsvæðr vestast í Suður- Þýzkalandi, í fylkinu Baden- Wiirtenberg. Takmörk þess eru áin Rín að vestan og Sviss að sunnan. Þarna er mjög fjöllótt, há fjöll og djúpir dalir skiptast á, og allt er vaxið þéttum, há- vöxnum furu- og greniskógum. Hæð yfir sjávarmál er allt frá 160 metrum upp í 1495 metra. (Hæsta fjallið Feldberg). Þetta' er víðlent svæði og eru þar ó- tal smábæir og þorp í dölunum, kastalar frá miðöldum í hæð- um og nokkrar stærri borgir, svo sem Offenburg, Freiburg <o. fl. Aðalatvinnuvegir eru landbúnaður, skógarhögg, klukkusmíði, útsknrður og annar heimilisiðnaður, nokkur vínrækt, en margir hafa at- vinnu af ferðafólki, sem þang- að kemur á öllum árstímum, enda eru þar mörg gistihús og búðir, sem selja fólki útskorna minjagripi o. fl. Þetta er mjög vinsælt hérað fyrir ferðafólk, því þar er hægt að fara í fjall- göngur á sumrum og baða sig í háfjallasól og heilsulindum, sem þar eru líka, veiða í ám og vötnum, og á vetrum eru þarna mikið sóttir vetraríþróttastað- ir, fyrir skíðaferðir, sleðaferðir o. s. frv. ÍSLENZKIR HESTAR. Nú á síðustu árum hefur eitt skemmtiatriði bætzt við til þess að lokka ferðamenn þang- að, en það er hið svonefnda hestahótel (Pferdehotel), sem hefur upp á að bjóða íslenzka hesta til útreiða um fiöll og dali Svörtuskóga. Er það orðið mjög vinsælt og hefnr, sem kunnugt er, orðið til þess, að það er orð- in tízka í Þýzkalandi að eign- ast íslenzkan hest. Kemur það sér ekki illa fyrir íslenzka bændur að fá þann markað fyrir hesta sína. Munu vera að rísa upp fleiri slík hótel í Þýzka landi, t. d. í nánd við Saar- brueken. Það er þýzkur maður, Falkn- er að nafni, sem hér dvaldi í mörg ár, sem stofnað hefur þetta fyrsta hestahótel í Svörtu skógum, ásamt fleirum. SVÖRTUSKÓGARRAUT. Frá Konstanz, sem er á landa- mærum Sviss og Þýzkalands, liggur hin svonefnda Svörtu- skógajárnbraut norður í gegn- tim Svörtuskóga til Offenburg. Er brautin geysilegt mann- virki, byggð á síð'ari hluta 19. aldar og vígð 10. nóvember 1873. Verkfræðingurinn, sem gerði uppdrátt að henni og stjórnaði foyggingu hennar hét Robert Gerwig og er minnismerki um hann í bænum Triberg. Járn- forautin liggur í gegnum og ut- an í Jurafjöllunum, utan í snarbröttum hengiflugum og gegnum hæðir Svörtuskóga í 28 jarðgöngum, að minnsta kosti. í fyrstu ferðinni var skóla- börnnm boðið frítt far og þykir Þjóðverjum það hafa verið góðs viti, því að til þessa dags hefur þar ekkert slys hent á þessari hættulegu og erfiðu leið. Hlýtur það að vera mikið tæknilegt afrek á þeim tíma, Þóra M. Sfeíánsdóttir: Ferðaþættir Vi. að koma öUu svo örugglega fyr- ir á þessari leið, sem raun ber vitni. TIL SVÖRTUSKÓGA. Við förum frá Konstanz við Bodenvatn með járnbrautar- j lest síðdegis sunnudag einn og | er ferðinni heitið norður í | Svörtuskóga (Schwarswald). i Fyrst liggur leiðin meðfram j ströndum Bodenva^nsins, að vestanverðu. Er mjög fallegt að horfa yfir vatnið og til skógi- vaxinna hæðanna hinummegin. Það eru AUgöver-Alparnir í Bavern. sem við fórurn um í gær. Á vinstri hönd eru skóg- ar næst. með þorpum og hús- um á víð og dreif. Margir sum- arbústaðir standa nálæ.gt. vatn- inu. enda er þarna tilvalinn staður fvrir þá. Skammt frá rísa hæðir og fjöll, klædd greni- og furuskógum. Þar sjá- um við enn til Sviss. Nú stefnum við í norður frá Bodenvatni og Sviss og þjót- um gegnum Baden-Wúrtem- bercr í glaða sólskini. Nú er Bodenvatnið horfið, en hér eru háar hæðir, með skóvi og kastalarústum, kletta- hæðir, með tún í hlíðunum, miklir greniskósar og stór engi og akrar á milli og mjög fal- legt og tilbreytingarríkt lands- lag. Fvr.sta stöðin. sem við kom- um til, eftir að farið var frá Konstanz, heitir Rodolfzell. Svo koma ýmsar smástöðvar, t. d. heitir ein Singen, önnur Enpon o. s. frv. Þetta eru allt smábæir. Á WENGIFLUGI Nú erum við að komast inn í Schwarswald (Svörtuskóga) o? er nú klukkan orðin fimm. Nú hækka hæðirnar og dal- irnir eru hér dýpri. Dimmur greniskógur þekur allar hæðir, en niðri í dölunum eru smábæ- ir og þorn. Grenitrén eru risa- vaxin. Nú fórum viS stöðugt ofan í móti. utan í háum hæð- um og virðist brautin liggja sums+aðar á hengiflugum. Ligg ur við að mér ógni að horfa niður. Þetta er hrikalegasta landslag, sem ég hefi séð. Þó hefi ég ferðazt mikið um ís- land og vfir Noreg þveran. Hér lækkar brautin um 200 metra á skömmum tíma. enda erum við alltaf á niðurleið. Við förum í gegnum tvö jarðgöng með stuttu millibili og- hallast brautin í þeim mik- ið niður í móti. Það er eins og við séum að steypast ofan háa brekku og ískrar í öllum heml- um lestarinnar. Á suðurleið, upn bessar sömu brekkur, eru hafðir tveir eimvagnar, annar á undan lestinni. eins og venja er, og hinn á eftir, til að ýta henni áfram upp brattann. Minna þykir ekki duga. Við förum yfir ána Gutach, sem er ein mesta á á þessum slóðum. Neðar og norðar í Svörtuskógum sáum við foss í henni, það var um kvöldið, þeg- j ar við komum til Triberg, sem er mikill ferðamannabær. Rétt eftir að við fórum yfir ána, komum við á stöðina Immendingen, sem er smáþorp. Unglingahópur er hér í lest- inni á sunnudagsferðalagi. Eru tíma dembist yfir mann ýms fræg verk eftir hina og þessa meistara og allskonar dans- lög, þjóðlög og dægurlög, sitt úr hverri búð, en þær geta skipt tugum. En fullorðnir, unglingar og börn reika um og kaupa sér sælgæti eða aðra hressingu, eða einhvern varn- ing,. minjagrip eða eitthvað, sem vantar f búið. Allir eru í hátíðaskapi og allt er iðandi líf og fjör og hávaði. í fjarska sjáum við sjón- Foss í Svörtuskógum Krækuber og Aðalbláber. Bféma og grænsnetismarkaðurinn Laugavegi 63 — Sími 16990. það auðsjáanlega skóladrengir í fríi. Einn drengjanna er að spila á munnhörpu ýmis þjóð- lög og dægurlög og spilar hann snilldarvel. Þetta eykur enn á' sunnudagshugblæinn, sem hvíl ir yfir þessum degi. Við þjótum framhjá þorpi, þar sem verið er að halda árs- markað (Jahrmarkt), en það eru samkomur, sem haldnar eru í hverjum smábæ í Þýzka- landi, á vorin og síðari hluta sumars. varpsturn, til vinstri handar við okkur. Þeir eru til og frá nm Þýzkaland. Við sjáum mörg þorp á víð og dreif og alltaf er faileg kirkja í hverju þorpi. Sumstað- ar sjáum við kapellur og kross- merki á víðavangi, eins og í Bayern, því að hér eru flestir kaþólskir, eins og þar. KAUPAHÉÐNAR. Koma þangað allir kaupa-1 héðnar og framleiðendur, svo sem bændur, garSyrkjumenn j og ýmsir iðnaðarmenn með j varning sinn, auk alls konar verzlunarmanna, og setja þar upp sölutjöld og búðir með allt milli himins og jarðar. Auk, þess eru þar auðvitað mörg1 veitingatjöld með allskonar hressingu á boðstólum og sýn- ingartjöld með ýmsu og svo rólur, hringekjur og margt til j skemmtunar. Hver keppist við annan að bjóSa vörur sínar og j skemmtanir og happdrætti og | hver búð heíur sitt útvarp, með 1 alls konar hljómlist. Er hér hinn herfilegasti hávaði og gauragangur, því að á sama VIÐ UPPTÖK DONAR. Stundarf jórðung yfir sex komum við til smábæjarins Donaveschingen og er hér höfð stutt viðdvöl. Hér er uppspretta Dónár. Erum við því tvisvar búin að mæta þeirri miklu á, því að við fórum yfir hana við Dónárwörth í Bayern. En á hvorugum staðnum er hún eins mikil og maður hefði haldið, enda vex hún seinna mjög, þegar hinar stóru þverár taka að falla í hana á hinni löngu leið hennar um ýms lönd og út í Svartahaf. Eina þverá hennar — Leck — sáum við í Lands- berg. Er hún stórfljót, og hlýt- ur Dóná að muna mikið um hana. Þegar klukkan er stundar- fjórðung yfir sex komum við til þorpsins St. Georgen. Það er klukkubær, þ. e. hér em búnar til og skornar út Svörtu- skógar-gauksklukkur, sem frægar eru um allan heim og fást meira að segja úti á ís- landi, en þá eru þær nú orðnar nokkuð hærri í verði en þær voru hér, fast við uppruna sinn. Þessi klukkusmíði og út- skurður hefur í aldaraðir verið heimjlisiðnaður hér. Hingað til höfum við fengið ágætt veður, sól og blíðu, en. nú skiptir um og fer að rigna og komum við skömmu síðar til annars klukkubæjar, Tri- berg, í dvnjandi ringingu. Rétt | áður klifrar lestin enn niður j mörg brött jarðgöng og er hér | sami hrikaléikinn í náttúrunni og fyrr um daginn. I RÉTTNEFNI. j Nú skil ég hversvegna þetta heita Svörtuskógar. Ðimm- grænn greniskógurinn risahár þekur þessi háu og snarbröttu fjöll frá rótum og upp á tinda og á milli liggja djúpir dalir og þröngir, langt niðri. Grenitrén vaxa alls staðar jafnvel út úr grjóti og klettum, þar sem enginn jarðvegur virðist vera. Svo þegar regnið strevmir úr loftinu, eins og hellt sé úr fötu, eins og núna, þá verð ég að viðurkenna, að mér finnst hér nokkuð dimmt og drungalegt, eins og niðri í þröngum potti, — sannnefndir Svörtuskógar. Járnbrautarstöðin í Triberg j er í miðri hlíð og förum við þar úr lestinni og göngum ofan í bæinn, sem liggur allur fyrir neðan, niðri í dalbotninum. Þegar við komum ofan í bæ- inn minnkar heldur rigningin og höldum við áfram gegnum hann, í áttina að fossinum fræga í Gutach-ánni, sem fyrr getur. Við mætum mörgu fólki, - því að Triþerg er mikill ferða- mannabær og eru þar mörg hótel. Er það ýmist að koma frá fossinum eða á leið upp að honum. Á leiðinni. sjáum við margar minjagripaverzlanir við aðal- götuna og eru þar margskonar útskornir .munir, auk gauks- klukknanna, úti í sýningar- gluggunum. En slík verzlun er meira að segja opin núna, þótt sunnudagur sé. FOSSAR. Það kemur sér vel núna að hafa plastregnkápur og regn- hlífar með í förinni, því að stöðugt er sama rigningin. Við öslum gegnum bleytuna og upp með ánni, eftir góðum göngu- vegi, eftir að við höfum farið framhjá bvggðasafni og stóru hóteli sem stendur skammt fyr ir neðan fossinn. Loks kom- umst við að fossinum. Hann felur í mörgum stöllum og er talsvert vatnsmikill og hár. Annars mvndi ég frekar kalla þetta marga smáfossa. Ekki get ég sagt að mér finn- ist hann mikilfenglegur, sam- anborið við okkar góða gull- foss eða Dettifoss, en rétt lag- legur er hann nú samt. En hvað fossa snertir þarf nú þó nokkuð til að „imponera11 eða ofbjóða okkur íslendingum. Við getum sagt eins og Ame- ríkumenn: „Ég hefi nú séð þetta betra!“ Við göngum miðja vega upp með fossinum og setjumst þar á bekk. Þar er hljómleikapall- ur og þar auglýstir hljómleik- ar kl. 8 um kvöldið, en ég býst ekki við, að úr því hafi orðið í þessari rigningu. Trébrýr liggja yfir fossinn á nokkrum stöðum og sumar hátt uppi í hlíðinni og var þar fólk á ferli, en ekki nenntum við þangað upp. Er sennilegt, að þaðan sé þó fossinn tilkomu meiri að sjá.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.