Morgunblaðið - 05.02.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.02.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRUAR 1976 7 Rökþrota lágkúra Sjaldan ef nokkru sinni, hafa jafn margir sagt jafn lítið í jafn stóru máli og stjórnarandstæðingar i landhelgisumræðum á Alþingi í fyrradag. Málflutningur þeirra var í raun það hæpinn og hald- laus að hver sæmilega hygginn maður sá rök- þrotin í gegnum innan- tómt málskrúðið. Megin- punktar máls þeirra voru þessir: 0 1. Of Mikil leynd hefur hvilt — og of lengi — yfir könnunarviðræðum þeim, sem fram fóru í Lundun- um fyrir rúmri viku. ^ 2. Það tók ríkisstjórn- ina of langan tima að móta synjun á sam- komulagshugmyndum Breta og næstu skref þjóðarinnar i landhelgis- deilunni. 0 3. Hugsanlegar við- ræður um 3ja mánaða skammtímasamning við Breta koma ekki til greina þar eð við höfum um ekkert að semja, rétt eins og Bretar tækju engan afla á íslandsmiðum án samninga og við sætum þá einir að þorskveiðum innan 200 milna markanna. Leyndin og lengdin Viðræðuaðilar komu sér saman um vissa leynd, meðan niðurstöður viðræðna voru kannaðar af stjórnvöldum beggja rlkjanna, svo sem ævin- lega er gert I hliðstæðum viðræðum. Formenn þing- flokka stjórnarandstöðu og þingnefndir. sem allir flokkar eiga aðild að. fengu þó þegar alla mála- vexti á borðið. Engin hald- bær rök hniga að því að þessi ,,leynd" hafi i einu eða neinu skert vigstöðu þjóðarinnar i þessu þýðingarmikla máli, hvorki inn á við né út á við, fremur hið gagn- stæða. Sú staðreynd að rikis- stjórn, þingnefndir og sér- fræðingar okkar tóku sér örfárra daga frest til að móta þau næstu skref okkar i landhelgismálinu, sem óhjákvæmilegt var að stiga samhliða og I framahldi af synjun á „samkomulagsgrund- velli" Breta er ekki ein- vörðungu skiljanleg, heldur hefði beinlinis verið óverjandi að gaum- gæfa ekki þau viðbrögð vel og vandlega Þessi gagnrýnisatriði bera þvi aðeins vott veikleika og ábyrgðarleysis stjórnar- andstöðunnar í þessu þýðingarmesta máli þjóðarinnar i dag. Ef hægt er að komast hjá ófriði Lúðvík Jósepsson sagði hreint út, að við ættum að hans mati þann einan kost, að halda áfram ófriði á miðunum og bæta togurum og hraðskreiðu leiguskipi í gæzluflota okkar. Þá sætum við einir að öllum bolfiskafla á íslandsmiðum. Er þetta nú svo? Hver var reynslan frá árinu 1973? Þá var einnig ófriður á íslands- miðum og veiðar sóttar undir herskipavernd. Þá veiddu Bretar meir en 150.000 tonn af bolfiski, þar af um 120.000 tonn af þorski. Ekki þarf að efa, að þá hafi gæzlunni verið beitt þótt ekki hafi verið framkvæmd ein einasta klipping i meir en mánuð, frá þvi Bretar færðu her- skip sín þá út úr land helginni unz samið var 13. nóvember 1973. Þjónar það fiskifræðileg- um staðreyndum um ástand þorskstofnsins og markmiðum um verndun hans að álika magn af þorski falli i hlut brezkra sjóræningja á næstu misserum? Þjónar það fiskif ræðilegum stað- reyndum, að Bretar taki slikan afla jafnt á hrygningar- og uppeldis svæðum ungfisks sem utan þeirra? Skiptir það engu máli i hugum kommúnista að bægja hugsanlegri vá frá dyrum landhelgisgæzlu okkar? Að ekki sé talað um við- skiptahagsmuni út- flutningsgreina sjávar- útvegs okkar á Evrópu- markaði. Ef til vill taka Bretar minni afla nú undir her- skipavernd en 1973, þrátt fyrir mun meiri veiðisókn (fleiri togara) en Ijóst er þó að áframhaldandi ófriður tryggir hvorki að þeir hætti veiðum né hlíti fiskifræðilegum verndar- aðgerðum okkar. Ef hægt er að ná viðun- andi samningum, sem hér skal þó ekkert fullyrt um, þjóna þeir tvímælalaust betur hagsmunum okkar og fiskifræðilegum mark- miðum heldur en áfram- haldandi ófriður. Um þetta er þorri þjóðarinnar sammála innst inni. Hafréttar- ráðstefna Sameinuðu þjóðanna Benedikt Gröndal vakti athygli á þvl í umræðum á Alþingi að EBE-rtki, eins og Bretland og V- Þýzkaland. myndu snúast til fylgis við 200 milna mörk á hafréttarráðstefnu S.þ. i trausti þess, að þeim tækist þann veg að tryggja skilyrðisbundin ákvæði nýrrar alþjóða- reglu i hafréttarmálum,' sem fæli i sér annað tveggja: viðurkenningu á „hefðbundnum veiði- rétti" eða gjörðardómi. Þetta er einmitt það sem við höfum helzt að óttast og höfum barizt harðast gegn. Öll viðbrögð okkar þurfa að taka mið af þess- um hugsanlega mögu- leika. Könnunar- og samningaviðræður eru ekki sizt liður i þvi að tryggja betur vigstöðu okkar á hafréttarráð-, stefnunni að þessu leyti. Alþýðubandalagið kýs hins vegar þau viðbrögð sem Ijá andstæðingum okkar í þessu efni vopn i hendur. Þeir sjá það eitt að skapa ófrið innanlands í málinu, sem þeir telja að laði til þeirra atkvæði fólks, sem gleymir skyn- seminni í skaphita átakanna. Landhelgisstriðið er öðrum þræði taugastrið. Þar gildir það bezt til sigurs að halda sálarjafn- vægi og móta yfirvegaðar aðgerðir. Umræðurnar á Alþingi bentu hins vegar til þess. eins og forsætis- ráðherra benti réttilega á, að stjórnarandstaðan væri að tapa sínu taugastriði i þessu máli. Viðbrögð hennar voru öll með þeim hætti er einkenna tauga- fum rökþrota manna. sem vita sig vera að ganga á svig við raunverulega hagsmuni þjóðarinnar. — Reyna þarf til þrautar frið- samlega lausn. Reynist hún ekki fyrir hendi, verður vigstaða okkar sterkari eftir að hafa fullreynt samkomulags- leiðir en áður. I I I I ÁöbÍ kg 1/1 i ^ 555 144 169 390 85 184 , 188 HÚSGAGNA- deild ^ SÍMl 86-112 Skrifborð Kommóður Stakir hvíldarstólar ^ænsk sófasett miög ódýr Svefnbekkir með skúffu Járnrúm, svört eða hvít *S2£ £í|W/86-77 148 - ( ^yksugur, . e/davé/ar , ” kæl'skápar PpÞv< skápar. °9 Pyór,> Htir: gu7tnt' r8U«- Hósgr yEFNAÐAR símiRUDE,LD SíMI86.713 °9 koddar. JUr, sængur Vörumarkaöurinn hf. TÁrmúla 1A. Húsgagna og heimilisd. S-86-11 2 Matvörudeild S-86-111, Vefnaðarv.d. S-86-113 £ Til sölu: Hefi verið beðinn að selja íbúð á III. hæð í blokk við Hjarðarhaga. íbúðin er 3 herbergi á hæð- inni og eitt herbergi í risi. Stærð ca. 90 fermetrar. íbúðin er laus í síðasta lagi 15. maí n.k. Upplýsingar einnig gefnar í síma 25306. Málflutningsskrifstofa Björgvins Sigurðssonar, hrl. Austurstræti 6 Simi 27500. Heimasimi 36747. OPIÐ HUS Næsta opna hús verður föstudaginn 6. febrúar SVFR Dagskrá: Kvikmyndasýning og happdrætti Húsið opnað kl. 20:30. Mætum öll vel og stundvíslega. Hús- og skemmtinefnd S.V.F.R. SERSTAKT TILBOÐ Blaupunkt SJONVORP sem ættu að kosta kr. 92.650. seliast gegn staðgreiðslu á KR. 85.000. Afborgunarskilmálar: Verð kr. 89.500.— Utborgun kr. 30.000 Eftirstöðvar til 8 mánaða Bfciupunkt SJOIMVÖRP ;érstök langdrægni Tóngæði sérstök og svo ofangreint tilboo unnai Sfyzeiibóon Lf AUK EFTIR- TALINNA UMBOÐS- MANNA REYKJAVÍK — AKUREYRI Akranes: Verzlunin Bjarg Borgarnes Verzlunin Stjarnan BúSardalur: Einar Stefánsson PatreksfjörSur: Baldvin Kristjánsson Bfldudalur: Verzlun Jóns Bjarnasonar Bolungarvlk: Jón Fr. Einarsson SauSárkrókur: Kaupfélag SkagfirSinga Siglufjörður: Gestur Fanndal Húsavlk: Bókav. Þór. Stefánssonar HornafjörSur: Verziunin Kristall Vestmannaeyjar: Verzlunin Stafnes Selfoss: G. Á. BöSvarsson Keflavlk: Verzlunin Stapafell.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.