Morgunblaðið - 05.02.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRUAR 1976
15
arinnar og í þágu heims-
friðarins.“
Þá sagði Kissinger. „I Angóla
hefur það sannazt í fyrsta skipti
að Sovétmenn fara með herlið
langar leiðir til að koma til valda
stjórn, sem er þeim þóknanleg, og
þetta er í fyrsta skipti, sem
Bandaríkin láta undir höfuð
leggjast að bregðast við hernaðar-
íhlutun Sovétríkjanna utan
áhrifasvæðis þeirra."
Þá sagði ráðherrann: ,,Ekkert
ríki skyldi treysta því, að Banda-
rikjamenn láti afskiptalaust það
athæfi að herdeildir og gífurlegar
vopnabirgðir séu sendar til að
koma á minnihlutaríkisstjórn-
um.“
Níð um
Kína í
Sovét-
sjónvarpi
Moskvu, 3. febr. — Reuter.
SOVÉZKA sjónvarpið sýndi í
kvöld fræðslumynd um Kína.
Kvikmyndin heitir „Hinum
megin við vegg óttans“ og er
þar brugðið upp svipmyndum
úr lífi hinnar kúguðu þjóðar,
sem hefur orðið áróðri leiðtog-
anna að bráð. I myndinni eru
höfð viðtöl við fólk, sem á að
hafa flúið undan óstjórn Maós.
Þá eru í myndinni atriði frá
landamærum Kína og Sovét-
rikjanna og sýndar féttamynd-
ir frá átökunum á bökkum
Ussúrífljóst fyrir nokkrum ár-
um, og sýnd er handtaka kín-
versks njósnara, sem er að
reyna að komast yfir landa-
mærin i skjóli nætur. Flestir
Kínverjanna, sem fram koma í
myndinni, eru sagðir fyrrvér-
andi flokksleiðtogar, verka-
menn, hermenn og rauðir
varðliðar. I myndinni eru and-
lit þeirra hulin, og er það sagt
vera til þess að hiífa ættingj-
um þeirra, sem enn eru í Kína.
Höfundar myndarinnar eru
tveir — Sovétmaður og Kin-
verji. I formála er þvi haldið
fram, að kínverska þjóðin sé í
raun og sannleika vinveitt
Sovétríkjunum og þess sé ekki
langt að bíða að kínversku leið-
togarnir og stefna þeirra liði
undir lok.
Um 3000 manns urðu heimilislausir þegar fátækrahverfi í Hong Kong brann til
kaldra kola s.l. laugardag. Um 500 fjölskyldur áttu heima í hverfinu, sem gereyði-
lagðist á þremur klukkustundum.
Argentína:
Sex nýir ráðherrar
á hálfum mánuði
Kissinger:
Buenos Aires, 3. febr. — Reuter.
Cafiero efnahagsmála-
ráðherra og Ruckauf
verkalýðsmálaráðherra
báðust lausnar í dag, og
hefur Maria Estella Peron
tekið erindi þeirra til
greina, að því er blaðafull-
trúi hennar hefur tilkynnt.
Um leið var gefin út til-
kynning um, að við efna-
hagsmálaráðherraembætti
tæki Emilio Mondelli, yfir-
maður aðalbanka landsins
og Miguel Unamuo, forseti
borgarráðs í Buenos Aires
og leiðtogi samtaka banka-
manna, tæki við stjórn
verkalýðsmála.
Frá þvl um miðjan janúar s.l.
hefur forsetinn skipt um sex af
átta ráðherrum I stjórn sinni.
Mondelli verður fimmti efnahags-
málaráðherra Mariu Estellu
Peron frá því að hún tók við völd-
um fyrir einu og hálfu ári.
Verðbólga I Argentínu varð
334% á árinu 1975. Stuðnings-
menn Mondellis halda því fram,
að aðalorsök þess að mistekizt
hafi að halda verðbólgunni niðri
sé sú, að stjórnmálamenn hafi
ekki veitt Mondelli nægilegan
stuðning.
„Líðum ekkí frekari
íhlutun
San Francisco,
4. febr. — Reuter.
HENRY Kissinger, utan-
ríkisráðherra Bandaríkj-
anna, lýsti því yfir í dag, að
Bandaríkin myndu ekki
líða aðgerðir á borð við
íhlutun Sovétríkjanna í
eins og í Angóla
Angóla í framtíðinni. Um
leið átaldi hann Banda-
rikjaþing fyrir að hindra
stefnu stjórnarinnar í
framkvæmd.
cisco og sagði m.a.. „Þingið
og framkvæmdavaldið
verða að koma sér saman
um þetta mál, í þágu þjóð-
Kissinger lét þessi orð
falla á fundi í San Fran-
ERLENT
Marchais gagnrýnir Sovét harðlega
á landsfundi franskra kommúnista
París 4. febr. — Reuter — AP.
1 setningarræðu sinni á lands-
fundi franska kommúnistaflokks-
ins I París I dag gagnrýndi
Georges Marchais, leiðtogi flokks-
ins harðlega kúgun og óréttlæti I
Sovétríkjunum. Þessi gagnrýni er
talin eiga rætur sínar að rekja
m.a. til vitnisburðar Leonid
Plyuschch um vist hans í geð-
veikrahæli í Sovétríkjunum á
fundi með fréttamönnum í gær.
I setningarræðunni lýsti
Marchais stuðningi við lýðræðis-
legar kosningar og hafnaði hug-
myndinni um „alræði öreiganra",
sem hefur verið lögð til grund-
vallar kenningum kommúnismans
frá upphafi.
Við setningu fundarins voru
fulltrúar allra kommúnistaflokka
veraldar, nema frá Kína og Al-
baníu, en frönsku fulltrúarnir
eru um 1700 að tölu. Meðal er-
lendu fulltrúanna er Andrei
Kirilenko, ritari miðstjórn'ar
sovézka kommúnistaflokksins og
náinn samstarfsmaður Brezhnevs
flokksleiðtoga.
1 ræðu sinni sagði Marchais
m.a.: Við getum ekki samþykkt að
kommúnistahugsjónin sé svert
með óréttlátum og óréttlætan-
legum aðgerðum. Siíkar aðgerðir
eru engan veginn óhjákvæmileg
afleiðing sósíalisma." Þá ásakaði
hann sovézk yfirvöid um að hafa
gengið „hinn breiða veg kúgunar
og valdbéitingar“, eins og hann
orðaði það.
Marchais lagði þó áherzlu á, að
þessa gagnrýni mætti ekki skilja
svo, að flokkur hans hafnaði sam-
starfi við sovézka kommúnista í
„baráttunni við heimsvaldastefn-
una.“ Hann gagnrýndi Vestur-
lönd og sagði: „Þau kalla sig
„hinn frjálsa heim“, en þetta er
heimur Pinochets, íranskeisara,
kynþáttahaturs í Bandaríkjunum
og aðskilnaóarstefnu í Suður-
Afríku."
10 fórust
í húsbruna
í New York
New York, 4. febr. — AP.
TÍU manns, þar af sjö börn,
létu lífið þegar kviknaði í sex
hæða íbúðarhúsi í New York
um hádegisbilió í dag. Að sögn
sjónarvotta breiddist eldurinn
út með leifturhraða og björg-
uðust margir íbúar hússins
með því að binda saman
rekkjuvoðir og renna sér niður
á jafnsléttu.
Slökkviliðsmenn hafa upp-
lýst, að flestir hinna látnu hafi
látist af reykeitrun. Tíu af
þeim, sem björguðust, voru
fluttir í sjúkrahús.
Patty
Hearst
í röntgen-
myndatöku
San Francisco, 3. febr. —
Reuter.
AÐ KRÖFU verjanda Patriciu
Hearst úrskurðaði alríkis-
dómari í dag, að röntgenmynd-
ir skyldu teknar af höfði sak-
borningsins.
Talið er, að með röntgen-
myndunum hyggist verjand-
inn sanna, að Patricia hafi
beðið varanlegt tjón þegar
„Symbionesfski frelsisherinn"
rændi henni í febrúarmánuði
1974.
Ítalía:
Búizt við
úrslitum
í dag
Róm, 4. febrúar. — Reuter.
Leiðtogar sósíalista á Italfu,
sem nú virðast hafa stjórnar-
myndun f hendi sér, frestuðu f
dag ákvörðun til morguns um
þátttöku í stjðrn undir forsæti
Aldo Moros.
Að loknum tveggja klukku-
stunda fundi ritara sósialista-
flokksins, Francesco de
Martino, og Aldo Moros var
tilkynnt að endanleg úrslit
um stjórnarmyndunartilraunir
Iyrðu tilkynnt að loknum form-
legum fundi leiðtoganna á
U morgun.
\ Martino var að því spurður
I"1 hvort nokkrar horfur væru á
því að Moro tækist stjórnar-
myndun og svaraði hann þá:
„Að sjálfsögðu eru horfur á
í þvi.“
Ákvörðun sósíalista er talin
* velta á því hvort þeir fallast á
i tillögur Aldo Moros um endur-
skipulagningu iðnaðarins og
■ leiðir, sem hann hefur bent á
til að draga úr atvinnuleysi, en
á Italíu er tala atvinnulausra
nú komin upp í 1.2 miiljónir.
Frainhald á bls. 19