Morgunblaðið - 05.02.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRUAR 1976
13
Helga Whitmore
Svo var það. að ég slóst í hópinn
með skólafélögum mínum til að vera
við starffræðslu í Imperial College
Það gerði ég fyrir orð vinkonu minn-
ar, sem langaði til að kynna sér
rafeindaverkfræði, en vildi ómögu-
lega fara ein með öllum strákunum.
Við vorum einu stúlkurnar í hópn-
um, en þarna tók ég ákvörðun um
að leggja fyrir mig flugvélaverk-
fræði
Ég var 1 8 ára þegar þetta var Ég
sótti um inngöngu í verkfræðiskól-
ann í Kingston Þá var að verða sér
úti um lærlingsstöðu og hana fékk
ég í Hawkers-verksmiðjunum "
,,Fyrsta árið var erfitt,” heldur
Helga áfram ,,og á timabili var ég að
því komin á gefast upp En kennar-
arnir hvöttu mig til að reyna við
prófin og þau stóðst ég Eftir það
gekk allt eins og i sögu "
Ritgerð Helgu til lokaprófs fjallaði
um loftræstinu i 1000 farþega flug-
vél.
„Þær hugmyndir, sem ég gerði
grein fyrir i ritgerðinni, hafa enn
ekki orðið að veruleika, en samt sem
áður hafa þær komið mér að góðu
haldi við hönnunarstarfið hjá Hawk-
ers. Þegar ég var í skólanum taldi
ég, að þörf yrði einhvern tíma fyrir
stærri flugvélar til farþegaflutninga
en Júmbó-þoturnar Nú held ég hins
vegar, að svo stórar flugvélar verði
ekki nauðsynlegar, enda þótt hægt
sé að smiða þær En þetta er aðeins
persónulegt álit mitt," segir Helga
„Ég hef gaman af að vinna að
smiði herflugvéla, en samt langar
mig ennþá meira til að fljúga þeim
en að vinna að þeim við teikniborð-
ið. Mig langar til að taka þátt i
reynsluflugi og vinna við hlið flug-
mannanna, sem eiga svo að fljúga
þeim þegar þær hafa verið teknar i
notkun
Mig hefur langað til að gerast
flugmaður og mig hefur líka langað
til að ganga i þrezka flugherinn
Ekki svo að skilja, að ég vildi
heldur vera strákur, en mér finnst
svo sannarleg, að flugherinn ætti að
ráða stúlkur í störf flugmanna Þetta
gera þeir í Ameríku, og ég er viss
um að stúlkur geta ekki siður stjórn-
að flugvélum en smiðað þær," segir
Helga
Henriette Simenon
Georges Simenon
0 Nýlega kom út bók eftir
Georges Simenon, sem ber heitið
„Bréf til móður minnar".
Henriette Simenon lézt árið 1 970,
91 árs að aldri. í bréfinu leitast
Simenon við að gera upp sakir við
móður sina, og enda þótt sagan sé
aðeins sögð frá annarri hliðinni,
afhjúpar hún harmleik sem í flest-
um öðrum tilvikum fer aldrei út
fyrir veggi fjölskyIdunnar. Bréfið
hefst á þessum orðum: „Nú eru
liðin þrjú og hálft ár frá andláti
þínu, en það er kannski fyrst nú sem ég er að byrja að skilja þig." Hann heldur áfram: „Maðan þú lifðir þótti
okkur aldrei vænt hvoru um annað. "
Simenon rifjar upp ýmis atvik úr uppvexti sínum. Hann minnist þeirrar stundar er honum varð Ijós sú
staðreynd að móðir hans vantreysti honum, en þá var hann fimm ára að aldri. Ef Christian, yngri bróðir hans
grét, var viðkvæðið jafnan: „Hvað hefurðu nú gert honum?" Mörgum árum síðar virti hún hann fyrir sér með
rannsakandi augnaráði, og sagði síðan hugsi: „Christian, það var synd, að það skyldi vera Christian, sem þurfti
að deyja."
Hugmyndina að bókinni kveðst Simenon hafa fengið er hann sat við dánarbeð móður sinnar. Hann kom viku
áður en hún fékk hægt og friðsælt andlát vegna elli. Ekki einu sinni þá gátu þessar striðandi sálir samið um
vopnahlé. Hún heilsaði honum með þessum orðum: „Til hvers ert þú kominn, Georges?"
í einni bóka sinna, Pedigree, er Henriette Simenon fyrirmynd að sögupersónu Hún birtist þar sem ágjörn,
vinnusöm kona gersneydd kimnigáfu. Að lokum fær hún það, sem hana hefur alltaf dreymt um — eiginmann,
sem rekur greiðasölu við járnbrautarstöð.
Henriette Simenon var þrettánda barnið i röð þrettán systkina. Að sögn sonar sins var hún smáborgari,
harðlynd og stolt. Faðir hennar varð eignalaus þegar hún var fimm ára. Hún varð ekkja ung að árum og átti
jafnan erfitt uppdráttar. Þrátt fyrir beizkjuna reynir Simenon að láta móður sina njóta sannmælis. Hann kveðst
reyna að fyrirgefa með þvi að reyna að skilja, og það er ef til vill meginkostur bókarinnar. Enda þótt móðir hans
kunni að hafa verið ófeimin við að lýsa andúð sinni á honum, hefur hann bersýnilega ekki látið hana eiga hjá
sér. Þar sem hann virðir hana fyrir sér á dánarbeði skrifar hann: „Þú hefur ekkert elzt i minum augum. Þú
hefur alltaf haft þetta horaða andlit, þessa skorpnu húð, þessar munnviprur."
Simenon var 17 ára þegar hann skrifaði fyrstu bók sina og skömmu siðar fór hann að styrkja móður sina
fjárhagslega. Þetta hefur hún bersýnilega ekki kunnað að meta. þvi að þegar hann var löngu orðinn auðugur
maður borgaði hún aftur hvern eyri, og afhenti honum auk þess gullmynt handa barnabörnunum. Hann
blygðast sin ekki fyrir að viðurkenna að hann hafi ekki látið myntina ganga til réttra aðila. (Ur Time)
„Okkur þótti aldrei
vænt hvoru um annað”
— segir Simenon í bréfi til móður sinnar
undum drykkjarfanga. Þetta er
allblandaður kór, þar í til dæmis
leikari og lögfræðingur, og þegar
við bætast gleðikona og sjó-
maður, sem hafa séð og heyrt út á
götu, að þarna mundi gott til
fanga, má segja, að í stofunni hafi
safnast samgn hópur, sem sé
ímynd margumrædds islenzks
stéttleysis. Og vissulega verður
öllum að því,' að þarna er þeim
heimilt að tjá sig hömlulaust, eft-
ir því sem áhrif BakkUsar gefa
kost á. Engir njóta þess þó í jafn
ríkum mæli og sjálf hjónin. Þau
þykjast hreint ekki sjá hvort ann-
an, en hafa valið sér félaga úr
hópi gestanna, hún lögfræóing,
hann unga stúlku. Og svo bregða
þau sér, hvort með sínum útvalda
oftar en einu sinni inn í svefn-
herbergi. Þannig minnast þau
þess á viðeigandi hátt, að fyrir
fimmtán árum fóru þau knúin
svokölluðu velsæmi, á fund
klerks, sem smeygði á þau hjóna-
bandshelsinu!
Eg hygg mér óhætt að segja, að
það, sem höfundurinn vill sagt
hafa í þessu leikriti, hafi komið
mætavel til skila á Logalandi, og
hinn ungi leikstjóri mun og hafa
séð þar gleðiiegan og örvandi
árangur kunnustu sinnar og
rómaðrar elju. Auðvitað hvílir
mest í leiknum á hjónunum og
dætrum þeirra, en svo sem áður
er vikið að er gerð hans þannig að
helzt ekki má í nokkru skeika um
meðferð hinna litlu hlutverka og
þar tel ég að engum í hinum tólf
manna hóp hafi fatazt. Ég læt svo
hjá líða að nefna nokkur nöfn, því
að þótt ég gerði það, væri fólk úti
í frá jafnnær um flesta hinna
mörgu leikenda.
Við höfundinn vildi ég sagt
hafa: Bót hefði verið að því að
hann hefði dregið saman í færri
atriði kynninguna á hjónunum og
heimili þeirra í upphafi leiksins.
Þá hefðu atriðin ekki orðið eins
stuttaraieg og þau eru og hléun-
um hefði fækkað. Þau virðist mér
og óþarflega og allt að því leiðin-
lega löng, sem raunar verður að
skrifast á reikning leikstjórans.
Framhald á bls. 23
Þórður Jónsson Látrum:
Fyrir nokkru eða um áramót
barst mér í hendur bréf frá
Siglingamálastofnun rikisins,
sem ég starði orðlaus á um stund,
enda ekkert að segja.
Efni bréfsins var neitun um
skráningu á litlum báti undir 6
metrum, sem ég hafði beðið um
skráningu á. Neitun Siglinga-
málastofnunarinnar byggðist á
öðru meðfylgjandi bréfi frá hæst-
virtu samgöngumálaráðuneyti
þar sem tekið er fram að Siglinga-
málastofnuninni beri að synja um
skráningu á bátum undir 6
metrum. Þá höfum við það, sem
barizt höfum fyrir því innan sam-
taka Slysavarnafélags Islands að
koma þessum minnstu bátum
fiskiflotans, og öðrum undir eitt-
hvert öryggiseftirlit, en gengið
heldur illa vegna fjárskorts
Siglingamálastofnunar ríkisins að
okkur er tjáð.
Þó eru margir af þessum bátum
undir 6 m, sem fiskveiðar stunda,
skráðir, þvi til þessa hefir ekki
verið bannað að skrá þá ef um
hefir verið beðið, og Siglinga-
málastofnunin gert það, þrátt fyr-
ir sinn fjárskort. En það er ekki
skylda, og þess vegna fjöldi báta
óskráður og utan við öll lög og
reglur. Arið 1892 hóf séra Oddur
V. Gislason, fyrsti starfskraftur
almennra slysavarna við sjó á Is-
landi, slysavarnir sínar og skipu-
lagningu á öryggisbúnaði opinna
báta.
Hann réðst í það að gefa út
mánaðarblaðið „Sæbjörgu",
fyrsta sjómannablað á tslandi, til
að útbreiða slysavarnastarfsemi
sína og leiðbeiningar til
sjómanna. Fyrsta forsíða
Sæbjargar var skreytt með heil-
síðumynd af tveimur skipbrots-
mönnum sem í hafróti flutu á
braki úr skipi. Yfirskrift myndar-
innar var: „Hjálpa þú oss, herra,
vér forgöngum." Ég leyfi mér að
hafa sömu yfirskrift að þessu
greinarkorni.
Allar götur síðan hefir verið
eitthvert öryggiseftirlit með
smábátaflota okkar, sem vafa-
„Hjálpa
þú oss,
herra, vér
for-
göngum”
laust hefur bjargað mörgum
mannslífum á undangengnum ár-
um. Allar deildir Slysavarna-
félags Islands viðs vegar um land-
ið hafa sameinaðar á landsþing-
um og aðalfundum félagsins
reynt að hafa áhrif á lög og reglu-
gerðir til að herða og bæta þetta
eftirlit, og vist hefir nokkuð á
unnizt. Síðustu árin hefir bar-
áttan aðallega staðið um að fá
reglugerð yfir báta undir 6
metrum, svo þeir komist einnig
undir öryggiseftirlit skipa, og
verði að hafa ákveðinn öryggis-
búnað við sitt hæfi.
Ég veit ekki hvort fólk almennt
gerir sér grein fyrir því
hversu stór smábátafloti okkar er
og hvers virði hann er þjóðinni,
en styrkjalítið hefir hann
bjargazt. Opnir vélbátar voru 1.
janúar 1964 skráðir 1432 talsins
samt. 3665 lestir meðalstærð 2,55
lestir. Úr því fer þessum bátum
fækkandi, og verða fæstir á þessu
tímabili í árslok 1971, þá 1034
bátar, samtals 3246 lestir, meðal-
stærð 3,13 lest. Þarna hefir meðal-
stærð bátanna aukizt með
fækkuninni, sem ekki er óliklegt
að stafi meðal annars af því að
ekki er skylda að skrá báta undir
6 m og sumir eigendur þeirra ekki
mótfallnir því að geta verið með
þá fyrir utan öll lög og reglur. Það
hefir að visu sína kosti, ef svo má
kalla.
Á árinu 1972 fer svo þessum
bátum aftur að fjölga, og eru þá i
árslok 1054 samtals 3313 lestir.
Þarna fer sennilega að gæta
áhrifa frá aukinni hrognkelsaút-
gerð, en bátar af 6 m stærðinni
eru víða mjög heppilegir til
þeirra veiða, og geta verið eftir
byggingarlagi 1,5 lestir eða
stærri. I janúarbyrjun 1975 er
þessi opni bátafloti orðinn 1087
bátar, 3456 lestir.
Upplýsingar um fjölda og
heildarlestatölu bátanna eru úr
skipaskrám Siglingamálastofn-
unar. En smábátafjöldi lands-
manna er mun meiri, þar sem
hluti hans er hvergi á skrá.
Hversu mikill veit enginn, en
einn 6 m bátur gæti á einni
grásleppuvertíð skilað á land afla-
verðmæti fyrir 2—3 milljónir
króna, áhöfn tveir menn. Áætla
mætti, að áöllum opna bátaflotan-
um störfuðu hluta úr árinu eða
sumrinu 1,500—2000 sjómenn sé
flotinn gerður út. Það er þvi frá
mínu sjónarmiði séð mjög harka-
leg og í alla staði vafasöm ákvörð-
un hjá einu ráðuneyti að svipta
verulegan hluta þessa hóps
sjómanna réttindum til að fá að
vera með bát sinn undir öryggis-
eftirliti með einu litlu bréfi eða
pennastriki, öryggiseftirliti, sem
þeir hljóta þó að eiga rétt til sem
aðrir sjómenn og þegnar okkar
þjóðfélags, eða hver eru rökin
fyrir því að svo sé ekki?
En heiðrað samgöngumálaráðu-
neyti gerir meira með nefndu
bréfi. Það gerir þessum útskúfaða
hópi sjómanna að minnsta kosti
erfitt og í sumum tilfellum úti-
lokað að ná þeim skattfríðindum,
sem þeim ber sem sjómönnum, og
sem verulega voru aukin á liðnu
ári, Þau miðast flest við þann
tíma sem sjómaðurinn er skráður
á skip, en um skráningu er ekki
að ræða á eitthvert fljótandi far,
sem ekki er skráð og hefir því
ekki þann rétt að kallast „fslenzkt
skip“ og nýtur þvi engra þeirra
réttinda sem íslenzk skip njóta.
En þar vona ég og veit raunar, að
hæstvirt samgöngumálaráðu-
neyti, eða þeir sem þar ráða
málum, eru mér sammála um, að
líf eins sjómanns er þjóð okkar og
viðkomandi vandafólki jafn dýr-
mætt meðan varir, og jafn sár
missir þá slokknar, hvort sem
sjómaðurinn ferst fyrir slæman
öryggisbúnað um borð í skut-
togara eða fyrir engan öryggis-
búnað á báti undir 6 metrúm.
Okkur ber að reyna að koma í veg
fyrir hættuna á báðum stöðunum.
Því leyfi ég mér hér með að
skora á viðkomandi ráðuneyti að
afturkalla þetta bréf til siglinga-
málastofnunar ríkisins sem fyrir-
mæli, svo stofnunin geti eftir sem
áður þess vegna skráð umrædda
báta ef ttm er beðið.
En hæstvirt ráðuneyti ætti að
gera betur og gefa út þá reglu-
gerð sem í áratugi hefir verið
beðið um, reglugérð sem segir
fyrir um lágmarks öryggisbúnað
báta undir 6 m, gerir þá skráning-
arskylda og kemur þeim undir
eftirlit siglingamálastofnunar
ríkisins
Skráningin er og verður að vera
grunnurinn undir öll réttindi og
öryggisbúnað íslenzkra skipa,
þess vegna hafa hundruð kvenna
og karla innan samtaka Slysa-
varnafélags íslands, sem áður
getur, beðið hið háa ráðuneyti um
þennan grunn til handa minnstu
bátunum, sem sagt reglugerð við
þeirra hæfi, og framkvæmd
hennar. Það er allt og sumt.
Þótt ég sé óánægður með
framannefnd bréf og þau hafi
valdið mér vonbrigðum þá er ég
ánægður með það að fá fyrstu
neitunina um skráningu, fyrst um
neitun var að ræða. Mun ég
einskis láta ófreistað til þess að
það mætti einnig verða sú síðasta.
Fer vel á því. Fyrsta starf mitt hjá
skipaskoðun ríkisins var fyrir 42
árum, en þá var ég beðinn af þeim
nöfnunum Ólafi Sveinssyni skipa-
skoðunarstjóra og Ólafi
Thoroddsen skipst. og skipa-
skoðunarmanni I Vatnsdal,
tengdaföður mínum, að fara hér
um hreppinn til að mæla og skrá
13 smábáta, sem þá voru hér í
,notkun og óskráðir. Flestir þeirra
voru undir 6 metrum. Siðan hafa
allir bátar hér verið skráðir burt-
. séð frá smæð þeirra. Þannig
mætti það viðar vera.