Morgunblaðið - 18.02.1976, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 1976
Brunamálastjóri:
Ekki næg varúð við
framleiðslu úretan
1 LJÖS hefur komið að tvær efna-
verksmiðjur hér á landi — Sjöfn
á Akurevri og Börkur í Hafnar-
firði — framleiða svonefnt
úretan-plast til notkunar við
bólstrun húsgagna og einangrun
húsa en hér er um að ræða efni,
GUÐMUNDUR Sigurjónsson
tefldi í gærkvöldi við Spán-
verjann Munoz á
Torremolinos-skákmótinu á
Spáni. Lauk skákinni með
sigri Guðmundar í 26 leikjum.
Hann er nú í 3.—5. sæti í mót-
inu með 6'A vinning. Banda-
ríkjamennirnir Dvrne og
Christiansen eru efstir og
jafnir eftir 11 umferðir með 8
vinninga. Guðmundur er tap-
laus í mótinu, hefur gert 9
iafntefli en unnið 2 skákir.
I gærkvöldi sigraði Christi-
Framhald á bls. 16
sem við bruna myndar eiturgas er
inniheldur blásýru. Hafa farið
fram bréfaskriftir milli
Heilhrigðiseftirlitsins og Bruna-
málastofnunar ríkisins vegna
þessa, og hefur viðkomandi verk-
smiðjum og slökkviliðsstjóra á
Akureyri verið send viðvörun um
þá hættu sem stafar af þessu efni.
Blásýra er sterkasta eitur sem
til er, og þarf einungis eitt milli-
gramm af henni til að bana
manni. Að þvi er Bárður Daníels-
son, brunamálastjóri ríkisins,
Framhald á bls. 16
Verkfall boðað
í prentiðnaðinum
LAUNÞEGAFÉLÖG prentiðnað-
arins boðuðu í gær til verkfalls,
sem koma skal til framkvæmda
frá og með 25. febrúar næstkom-
andi, hafi samningar ekki tekizt
fyrir þann tíma. Er þarna um að
ræða Hið íslenzka prentarafélag,
Bókbindarafélag íslands og Graf-
íska sveinafélagið. Dagblöðin
munu þannig stöðvast 25. febrúar
vegna verkfalls HIP og GSF, hafi
samningar ekki tekizt þá.
Bretarnir farnir
af friðaða svæðinu
SAMKVÆMT upplýsingum Land-
helgisgæzlunnar voru í gær alls
34 brezkir togarar að veiðum við
Island. Voru þeir allir mjög djúpt
úti af Vopnafjarðargrunni, en
fyrir sunnan og utan friðuðu
svæðin á þessum slóðum. Fjórar
freigátur gættu togaranna, og
hafði þeim því fjölgað um eina frá
því sem var. I gær mátti heita
fyrsti dagurinn frá því fyrir helgi,
sem togararnir hafa eitthvað
getað verið við veiðar, en í
óveðrinu siðustu daga hafa togar-
Missir Reykja-
vík stjórn
Elliðaánna?
Eigandi bæjarins Vatnsenda
við Elliðavatn hefur skrifað
landbúnaðarráðunevtinu og
óskað eftir þvf að fá að inn-
levsa veiðiréttindin í Elliðaán-
um, sem eru í höndum Revkja-
víkurborgar.
Hefur Veiði- og fiskiræktar-
ráð borgarinnar gert álvtkun
um þetta, þar sem það mælir
mjög gegn erindinu og telur,
að ef að þessu vrði gengið, þá
mundi borgin missa þau tök
sem hún hefur á stjórnun
veiðimála í Elliðaánum. Stað-
festi borgarráð í gær þessa
samþykkt veiði- og fiskimála-
ráðs.
arnir hrakizt undan veðrinu fram
og aftur á þessum slóðum. Allt
var með friði og spekt á miðunum
í gær, að sögn Gunnars Ólafssonar
hjá stjórnstöð Landhelgisgæzl-
unnar.
Fyrirlestur um
tannskekkju o.fl.
ÞÖRÐUR Eydal Magnússon
prófessor flytur fyrirlestur á
vegum Islenzka mannfræðifélags-
ins, og nefnir það „Tannskekkja
og komutími fullorðinstannanna
meðal Islendinga og annarra
þjóða“. Verður fyrirlesturinn
fluttur í 3. kennslustofu í aðal-
byggingu Háskóla tslands
fimmtudaginn 19. febrúar kl. 20.
febrúar kl. 20.15. öllum er
heimill aðgangur.
Þórður Evdal Magnússon
Eyfellingar halda
Haraldi Pálssyni
afmælissamsæti í dag
Borgareyrum, Eyjafjöllum —
SJÖTUGUR er f dag Haraldur
Pálsson, trésmíðameistari, Hrúta-
felli i A-Eyjafjallasveit.
Haraldur fæddist 18. febrúar
1906 í Bolungarvík og ólst þar
upp. Hann vann þar algeng störf
til lands og sjávar. Haraldur fór
til Reykjavikur 1928 og hóf þar
nám í húsasmíði, tók þar próf í
iðn sinni 1932 og hlaut hæstu.
einkunn sem þá hafði verið gefin.
Næstu 6 árin var hann við húsa-
smíðar í Reykjavík en fluttist
undir Eyjafjöll árið 1938, og
hefur unnið á flesturn býlum í
sveitinni meira og minna.
Haraldur hefur reist fjölda
húsa, bæði ibúðarhús og hey-
hlöður. Hann hefur verið sæmdur
hinni íslenzku fálkaorðu fyrir
störf sin í byggingariðnaði. Sveit-
unar hans i V-Eyjafjallahreppi
halda honum samsæti í dag, mið-
vikudag, að Heimalandi sem
þakklætisvott fyrir mikil og góð
störf í þeirra þágu.
Eyfellingar árna honum allra
heilla.
Samningar um landaskipti:
UPPDRATTURINN sýnir það landsvæði, sem Seltjarnarneskaupstaður fær á Eiðinu, milli Nesvegar og
Eiðsgranda. Svarta strikið afmarkar landið, sem Reykjavfk á, og fær Seltjarnarnes landið að brotalfn-
unni.
Seltjarnarnes fær land á Eiði
Rvft: Viðey, Engey og Akurey
REYKJAVlKURBORG og Seltjarnar-
neskaupstaður eru um þessar mundir að
ganga frá samningum um landaskipti,
þannig að Seltjarnarnes fær 40 þús.
ferm. á svokölluðu Eiðsgrandasvæði, en
á móti fær Reykjavfkurborg iögsögu yfir
eyjunum Viðey, Engey og Akurey.
Annars vegar afsalar Reykja-
víkurborg til Seltjarnarness um
40 þús. ferm. af landi, sem er á
svokölluðu Eiðsgrandasvæði, þ.e.
við vesturmörk borgarinnar.
Þetta svæði er að hluta fyrir vest-
an tengibrautina, sem er á milli
Eiðsgranda og Nesvegar og að
hluta austan við þau mörk. A
þessu svæði standa nokkur hús,
svo sem Eiði, Vindás, Baldurs-
heimur o.fl., sem Seltjarnarnes-
kaupstaður þarf að leysa til sín, ef
þau þurfa að vfkja af skipulags-
ástæðum.
Hins vegar fær Reykjavíkur-
borg lögsögu yfir eyjunum Viðey,
Engey og Akurey. Engey er í eigu
ríkissjóðs, Akurey í eigu borgar-
sjóðs og Viðey að hluta f eigu
Reykjavíkur, hluta i eigu ríkisins
og hluta í einkaeign. Minna má á,
Liggja fyrir samningsdrög milli aðila,
sem báðir hafa lýst sig samþykka. Stað-
festi borgarráð Reykjavfkur það í gær á
fundi og borgarstjórn væntanlega á
morgun. t höfuðatriðum felur þetta f
sér:
að fyrir 1958 voru uppi áform f
Reykjavík um gerð hafnar með
garði út i Engey og um Akurey,
sem þá var fallið frá, en gæti
komið upp síðar.
Samningsumræður um þetta
hafa staðið yfir i nærri 5 ár, með
hléum að vísu. En báðum aðilum
liggur á að leiða málið til lykta, til
að geta lokið skipulagsaðgerðum
á mörkunum. Breytingar á lög-
sögumörkum milli kaupstaða
þurfa lagasetningu frá Alþingi. I
samningnum er ákvæði um að
vinna að þvi að fá það í gegn. Má
reikna með að ekki verði fyrir-
staða með það, en það tekur
nokkurn tfma.
„Enn til heiðarlegt
fólk hér á íslandi”
MAÐURINN, sem sagt var frá f blaðinu f gær að tapað hefði umslagi
með 100 þúsund krónum f, hringdi til okkar f dag f sjöunda himni. „Eg
ætlaði bara að segja ykkur frá þvf, að það hringdi til mfn kona f dag,
sem hafði fundið umslagið með öllum peningunum f, svo að það er
ennþá til heiðarlegt fólk á Islandi," sagði hann.
Kyrrt á jarðskjálftasvæðinu í Öxarfirði:
Enn skjálfa þó stofublóm
Karólínu íÆrlœkjarseli
Skinnastað,
Öxarfirði
— 17. febrúar
Hér f jarðskjálfta-
sveitunum hefurmjög
mikið dregið úr hrær-
ingum sl. hálfan
mánuð. Sfðasta meiri-
háttar hrinan skall
yfir dagana 1.—2.
febrúar, eins og áður
hefur komið fram f
fréttum, og átti að
öllum Ifkindum upp-
tök úti f friðinum
skammt norður af
Sandinum. Eftir þá
hrinu kyrrðist jarð-
skjálftabeltið mjög
allt suður á Lcirhnúks
svæðið, og hafa fáir
umtalsverðir kippir
komið hér sfðan.
Þó finnast oft vægir
kippir, einn eða fleiri
á sólarhring, einkum á
bæjum f Sandinum f
Öxarfirði, en f fyrri-
nótt einnig f uppsveit
Kelduhverfis. Ennþá
skjálfa þó stofublóm
hjá Karólfnu í Ær-
lækjarseli, þótt sjálf
verði hún ekki vör við
nema einstaka smá-
kippi, og svo mun vera
hjá fleiri konum hér f
sveit. A mælitækjum
sjást Ifka allt að
3—400 smáskjálftar á
sólarhring hverjum,
og einstaka kippur
sem getur verið allt
upp f 3 stig á Richter-
kvarða.
Annars er þetta allt
annað lff hjá fólki hér
nú heldur en meðan
ósköpin gengu á f
fyrra mánuði, og um
hátfðarnar. Allmargar
konur hafa brugðið
sér burtu til hvíldar
og hressingar, eftir
margar þreytandi
vikur.
Bráðabirgðaskýrsl-
um hefur verið safnað
um skemmdir á mann-
virkjum f héraðinu, og
hafa a.m.k. 80—100
hús orðið fyrir ein-
hverjum skaða, senni-
lega mun meira alls.
Allgott eftirlit er haft
með vegum í Keldu-
hverfi og Sandi, enda
ekki vanþörf. I
hlákunum undanfarið
hafa sigdældirnar og
gjárnar komið betur í
ljós og eru margar
ljótar útlits. Er hætt
við að ofaníburðurinn
hvlli sumsstaðar á
stokkfreðnum klaka-
spildum, sem halda
honum uppi I bili.
Dag einn í sl. viku
voru vegagerðarmenn
að lagfæra veginn hjá
Lyngási í Kelduhverfi
með því að sprengja
upp varasöm stykki.
Ennþá er mikill
vatnsgangur I Skóga-
kíl og hækkar vatns-
borð mikið, ef brim
eða norðan hvassviðri
stfflar útfallið til
sjávar, en það getur
gerzt á nokkrum
klukkustundum.
Segja bændur hér f
sveitinni að þeir eigi í
sffelldu „vatnsstríði"
með Skógabændum
við að hjálpa þeim að
opna útfallið með upp-
moksturstækjum.
Uppbygging er í
fullum gangi á Kópa-
skeri, fólkið flest
komið heim og tekið
til við fyrri störf sín,
óttalaust að mestu, en
landið f kring og
raunar Núpasveit öll
er þakin Ijótum sárum
eftir ógnarkraftana,
sem léku þar lausum
halda, sér í lagi þriðju-
daginn 13. janúar sl.
— sr. Sigurvin.