Morgunblaðið - 18.02.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 1976
5
Sinfóníuhljómsyeitin
leikur á Akranesi
Akranesi, 17. febrúar.
Fimmtudaginn 19. febrúar kl.
8.30 leikur Sinfóníuhljómsveit Is-
lands f hinu nýja íþróttahúsi á
Akranesi. Þetta er f fvrsta sinn
sem tónleikar eru haldnir í
fþróttahúsinu. sem er hid glæsi-
legasta f alla staði. Ahorfenda-
pallarnir rúma 12—1500 manns.
Efnisskrá tónleikanna er mjög
fjölbrevtt — í fvrsta lagi forleik-
ur eftir Berlioz, einnig Capriceio
Italien eftir Tschaikovskv og
konsert f B-dúr fvrir celló og
hljómsveit eftir Boccerene og
loks svrpa úr West Side Storv
eftir Bernstein.
Páll P. Pálsson er stjórnanfi en
einleikari á celló er Deborah Da-
vis, sem er vandarískur ríkisborg-
ari og hefur numið tónlist frá
unga aldri hjá þekktum kennur-
um. Hefur hún leikið með Sinfón-
íuhljómsveitinni hér sl. tvö ár og
jafnframt verið kennari við Tón-
listarskólann í Reykjavík.
Akranesbær og tónlistarfélagið
standa að þessum tónleikum.
— Júlfus
Iþróttahallarkabarett í Eyjuni
ÝMSIR aðilar og félög i Vest-
mannaeyjum hafa að undan-
förnu efnt til eins og annars í
Eyjum til þess að styrkja bygg-
ingu íþrótta- og sundhallar sem
þar er að rísa og verður tilbúin
á þessu ári.
Næstkomandi sunnudag
verður fluttur kabarett i Sam-
komuhúsi Vestmannaeyja til
þess að afla fjár til íþrótta-
hailarinnar og að þeirri
skemmtun standa Leikfélag
Vestmannaeyja, Samkór Vest-
mannaeyja, Lúðrasveitin,
Dixielandband Eyjaskeggja,
söngkvartett og einnig munu
nemendur í Dansskóla Heiðars
Ástvaldssonar i Vestmannaeyj-
um sína nýjustu dansana, en
dagskráin er miðuð við að eitt-
hvað verði fyrir alla i fjölskyld-
unni hvort sem þeir eru á
fyrstu árum eða efri æviskeiði.
Þannig var umhorfs við húsið.
Grindavík:
Þak tók af
í heilu lagi
Grindavík 16. feb.
I GRINDAVlK bar það til tíð-
inda aðfararnótt sunnudagsins
s.l. um klukkan 2 eftir miðnætti
að þak fauk í heilu lagi af
íbúðarhúsi í Hrauni í Grinda-
vík. Þar býr Sigurður Gíslason
með fjölskyldusinni. Þakið
eyðilagðist alveg, hluti af því
lenti á þaki nýlegrar Bronco-
bifreiðar sem skemmdist tals-
vert. I húsinu er steypt loft-
plata yfir efri hæð hússins.
Urðu því ekki skemmdir á
innbúi.
Þegar þetta gerðist var suð-
Ljðsm. Guðfinnur.
vestan ofsaveður og miklar eld-
ingar svo að bjart var eins og
um hádag. Hús Sigurðar er
byggt 1955—6 við gamla húsið
að Hrauni, en það stóð af sér
þetta fárviðri. Björgunarsveitin
Þorbjörn veitti aðstoð við að
fergja járnplötur og aðstoðaði
Sigurð á annan hátt en hann er
starfandi félagi f sveitinni og
skotmaður hennar um árabil.
— Guðfinnur.
Iðnaðarvörur fluttar út
Myndin sýnir þrjá af leikurum LeikfélagsVestmannaevja I sfð-
astaverkefni félagsins, Hart 1 bak, nú um áramótin, en leikararnir
eru frá vinstri: Marta Hallgrímsdóttir, Astþór Jóhannsson og Elva
Elfasdóttir. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir 1 Eyjum.
fyrir 8,5 milljarða í fyrra
HEILDARUTFLUTNINGUR iðn-
aðarvara árið 1975 nam 8.521,3
millj. kr. Er aukningin 21,3% frá
árinu 1974, en þá nam iðnaðar-
vöruútfiutningurinn 7.024,3
millj. kr.
Stærstu flokkar útfluttra iðnað-
arvara árið 1975 eru:
Á1 og álmelmi 5.047,1 millj.
Ullárvörur 1.406,6 millj.
Loðsútið skinn og
vörur úr þeim 665,2 millj.
Kísilgúr 571,8 millj.
Niðursoðnar/niður-
lagðar sjávarafurðir 463,4 millj.
Hvolfbyggingar Buckminster
Eins og Mbl. hefur sagt frá,
kom til landsins 1 vetur Banda-
ríkjamaðurinn Buckminster
Fuller og kvnnti kúlubvggingar
sínar. Þessar kúlubvggingar hafa
vakið mikla athvgli víða um
heim. Sigurður Karlsson sem
verið hefur erlendis og kvnnt sér
bvggingar Huckminster Fullers
hefur nú fengið umboð fvrir þær
og hvggst flvtja þær inn.
Slíkar kúlubyggingar hafa
marga kosti. Má nefna að fá hús
hafa staðizt jarðskjálfta og óveður
betur. Kemur það til af lögun
hússins, en það ber s.ig að mestu
leyti uppi sjálft og lögun þess
veldur því einnig að það tekur
lítið á sig veður. Þakið er við-
haldsfritt og er húsið líklega
miklu ódýrara en sambærileg hús
af viðlíka stærð. Einnig má nefna
að þakið er mjög létt og gefur því
kost á ódýrari undirstöðum. Fljót-
legt er að setja húsin upp. Er
nefnt sem dæmi að sex menn geta
lokið byggingu sem er 50 metrar í
þvermál á fjórum vikum.
Kostnaðaráætlun hefur verið
gerð fyrir byggingu húss á Islandi
sem er 62 m 1 þvermál. Sam-
kvæmt henni kostar húsið upp-
komið á Akureyri um 115 millj.
kr. með tollum og söluskatti. Er
þá ekki gert ráð fyrir undir-
stöðum, gólfi, klæðningu veggja
eða einangrun þaks. Auk þess eru
innréttingar og það, sem arki-
tektum hússins finnst til þurfa,
ekki í áætluninni.
Hvolfþökin má fá af mismun-
andi stærðum og gerðum. Þau eru
öll samsett úr álgrind með
formuðum álplötum á milli, eða
þá gegnsæjúm plötum.
Af öðrum vöruflokkum má
nefna að málning og lökk voru
flutt út fyrir 167,4 millj., fiskilín-
ur.kaðlar og netfyrir 68 millj. og
pappaöskjur fyrir 55,5 millj.
Iðnaðarvöruútflutningurinn
nam nú 18,8% af heildarútflutn-
ingi landsmanna, en var 21% árið
1974. Þessi samdráttur er nær
eingöngu vegna minnkandi út-
flutnings og lágs verðs á áli.
Hlutur annarra iðnvara i heild-
arútflutningnum jókst nokkuð
eða úr 6,8% af heildarútflutn-
ingnum í 7,3%.
Athyglisverð er aukning í út-
flutningi ullarvara, þar er verð-
mætisaukningin 82,8% í ísl. kr.,
en 19,7% sé reiknað I dollurum
á meðalgengi hvors árs. Aukning-
in er mest f fullunninni vöru.
Töluverð aukning varð einnig i
útflutningi véla og tækja. Ut-
flutningur þeirra varð 21,5 millj.,
Framhald á bls. 16
^JJL,
vVr
Hvolfbygging reist á suðurskautinu.
Hvatarfundur um
stjórnarskrána
I kvöld, miðvikudagskvöld.
heldur sjálfstæðiskvennafélagið
Hvöt fund i Atthagasal Sögu, og
hefst hann kl. 20.30.
Þar mun dr. Gunnar Schram
tala um stjórnarskrá Islands. Er
allt sjálfstæðisfólk hvatt til að
sækja fundinn.
Gunnar Ölafsson
Ráðinn aðstoðar-
forstjóri hjá
Rannsóknastofnun
landbúnaðarins
GUNNAR Ólafsson, lic. agr..
hefur verið ráðinn aðstoðarfor-
stjóri við Rannsóknastofnun land-
búnaðarins og tók hann við því
starfi um síðustu áramót. Gunnar
varð stúdent frá Menntaskólanum
í Reykjavik 1954 og lauk búfræði-
kandidatsprófi frá Ási í Noregi
1960. Framhaldsnám stundaði
hann við sama skóla og einnig í
Bretlandi á árunum 1963—64.
Licentiatprófi lauk hann frá Ási
árið 1972 í næringarlifeðlisfræði
og fóðurfræði. Frá árinu 1963
hefur hann starfað sem sér-
fræðingur í fóðurfræði hjá Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins.
Gunnar er kvæntur Unni Mariu
Figved.
Leiðrétting
I frétt blaðsins á sunnudaginn
um nauðumgaruppboð á frysti-
húsinu i Höfnum slæddist sú
villa, að Hafblik hf„ sem rekið
hefur hisið, væri gjaldþrota.
Þetta er ekki rétt og engin gjald-
þrotabeiðni hefur borozt sýslu-
mannsembættinu. Eru hlutaðeig-
endur beðnir velvirðingar á þessu
ranghermi.
PMRV
SKÉI
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
jtotjwiMrtit