Morgunblaðið - 18.02.1976, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 18.02.1976, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 1976 11 Sinfóníutónleikar Háskólabíó 12. febr. 1976. Stjórnandi: Karsten Ander- sen. Einleikari: John McCaw. Efnisskrá: J.S. Bach — Brandenborgarkonsert nr. 3 í G-dúr C. M. Weber — Concertino í Es-dúr op. 26. M. Seiber — Concertino. A. Dvorak — Sinfónfa nr. 7 i d-moll op. 70. Brandenborgarkonsertar J.S. Bachs eru hreinasta náma fyrir þá, sem unna hinum pólí- fóniska stíl. Þriðji konsertinn er fágætlega vel gerð og skemmtileg tónsmíð, þar sem rökrétt þróun kontrapunktsins situr í fyrirrúmi. Svo virðist sem tónlist Bachs láti Andersen ágætlega. Strengjasveitin var venju fremur samtaka og lék af ákveðni, þar sem allar aðallínur verksins voru skýrt dregnar. Að vísu var tónninn óþarflega harður, en allegro-kaflinn var leikinn af miklum þrótti. Klarinettleikarinn John McCaw er óvéfengjanlega snill- ingur á hljóðfæri sitt. Hann er einn þeirra listamanna, sem neglir áheyrendur niður við fyrsta tón og heldur athygli þeirra til hins síðasta. Leikur Tðnllst eftir EGIL FRIÐLEIFSSON hans ber öll einkenni afburða- mannsins, óbrigðúlt öryggi, tæknileg fullkomnun, þroskað næmi fyrir mótun hendinga og styrkleikabreytingum, léttleiki og skýrleiki, en auk þess felst eitthvað í leik hans sem ekki er hægt að koma orðum að, heldur aðeins njóta. Konsert Webers ristir e.t.v. ekki djúpt, en í höndum McCaws hljómaði hann sem sjaldgæft eyrna- gaman. Mun áhugaverðari tón- smíð er konsert ungverjans M. Seibers, sem gerir óvægnar kröfur til einleikarans, en með sigurbros á Vör og að því er virtist algerlega áreynslulaust lék McCaw sér að hinum erfiðustu þrautum og skundaði í mark við dynjandi lófaklapp hrifinna áheyrenda. Áreiðan- lega verður John McCaw minnisstæður öllum þeim, er til hans heyróu í Háskólabíói á John McCaw fimmtudagskvöldið. Ekki verður annað sagt en hlutur hljómsveitarinnar hafi verið góður og samvinna við ein- leikarann með ágætum. Tón- leikunum lauk svo með 7. sinfóníu Dvoraks, þeirri I d- moll op. 70. Þetta er stórt verk i allri byggingu, litríkt og fagurt og flutningur tókst vel i þetta sinn, einkum var lokaþátturinn áhrifarikur. Mikil stemmning var rikjandi á þessum tón- Ieikum, og þökkuðu áheyr- endur fyrir sig með innilegu lófaklappi. 85 ára í dag: Gunnar Olafsson lœknabílstjóri Gunnar Ölafsson, bifreiðastjóri Frakkastíg 6a hér í bæ, er 85 ára í dag. Ber hann aldurinn betur en flestir menn, svo sem gert hefur frændgarður hans lengi. Hálfnf- ræður lætur hann engan bilbug á sér finna, enda kominn af kjarn- miklu og langlifu Suðurnesjafólki stórra sæva f báðar ættir. Glað- lyndur og hressilegur rennir hann gljáfægðri bifreið sinni fim- lega gegnum ólgusjó umferðar- innar, og hefur hvorki valdið né lent i óhappi í sextiu ár, en ein- lægt mættur á mfnútunni — og geri aðrir betur. Gunnar fæddist hinn 18. febrú- ar 1891 suður í Njarðvík, sonur sæmdarhjónanna Ölafs kaup- manns Ásbjarnarsonar frá Innri- Njarðvík, sem verslaði í Keflavík og síðar I Reykjavik, og konu hans Vigdísar Ketilsdóttur, sem látin er fyrir fáum árum, hátt á tíræðis- aldri. Faðir Ölafs var Ásbjörn Ölafsson, bóndi í Innri-Njarðvik, Ásbjarnarsonar, merkisbónda og vel látinn. Kona hans var Ingveld- ur Jafetsdóttir gullsmiðs i Reykjavík Einarssonar. Vigdís móðir afmælisbarnsins var dóttir Ketils hreppstjóra og Danne- brogsmanns Ketilssonar í Kotvogi og konu hans Vilborgar Eiriks- dóttur, Olafssonar frá Litla- Landi. Var Ketill talinn mestur stórbóndi um Rosmhvalanes um sína daga og hafði á sér höfðingja- háttu. Enn skarta á Reykjanesi myndarleg handaverk þessara skörunga, því að afar Gunnars reistu sína kirkjuna hvor, Guði til dýrðar og i þakkarskyni fyrir góð og gjöful ár til sjós og lands, Ólaf- ur Njarðvíkurkirkju og Ketill Hvalsnesskirkju. Gunnar ólst ’upp í stórum syst- kinahópi og við gott atlæti for- eldra sinna. A sumrum dvaldi hann til skiptis f Njarðvík og á Kotvogi, sem kúarektor og létta- drengur hinna hugumstóru afa sinna. Sérstöku ástfóstri tók hann við hestana og hafði jafnan gam- an af þeim síðan, hafði lengi gæð- inga á eldi úti i bílskúr hjá sér, f félagi við Óla M. Isaksson, mág sinn. Og þótt hugurinn beindist ekki að sveitabúskap, kunna áhrifin frá útvegsbændunum á Suðurnesjum að hafa skilað sér hjá Gunnari í þeirri staðreynd, að eftir að hann hætti með hestana í bílskúrnum á fimmta áratugnum, sneri hann sér að hænsnarækt f sömu húsakynnum. Þegar Ólafur og Vigdis fluttu til Reykjavikur, settust þau að á Grettisgötu 26, þar sem að höfuð- stöðvar fjölskyldunnar hafa stað- ið síðan. Þar býr nú systir Gunn- ars, Halldóra, höfðingi I sjón og raun, mikil drengskaparkona, og óbrigðul hjálparhella fjölda fólks fyrr og sfðar, en hin systkinin eru Ingveldur, listræn og ákaflega flink hannyrða- og matgerðar- kona, Unnur, stórbrotin lista- kona, eins og mikilúðlegir höklar hennar, altarisklæði og félagsfán- ar bera vott, Ásbjörn, gjafmildur viðskiptajöfur, og Vilborg, list- feng og vel að sér un kvenlega mennt, allra kvenna léttust á fæti. Ungur lærði Gunnar húsgagna- smiði hjá Jóni Halldórssyni og Co. á Skólavörðustíg 6, og lauk prófi í þeirri grein 1913. En samhliða vann hann við húsasmíðar, meðal annars kirkjubyggingu á stóra- gnúpi 1911 og barnaskólabygging- una á Akranesi 1912. Þótt þessi verkefni hefðu að sjálfsögðu í för með sér kynni af mörgum góðum drengjum hefur Gunnar sagt svo frá sfðar, að hann hafi í rauninni verið dauðleiður á snikkeríinu og að þar hafi meðfædd lofthræðsla hans mestu valdið. Hvað sem þvf líður, voru það hin fjórhjóluðu farartæki hins nýja tíma, sem fljótlega tóku hug hans allan, þótt mörgum áratugum siðar ætti Gunnar eftir að snúa sér aftur að mublusmíðinni af endurnýjuðum krafti. Gunnar var kúskur í konungs- komunni 1907, þegar hans hátign Friðrik 8., af Guðs náð konungur Islands og Danmerkur, vinda og gauta, hertogi í Slésvik, Holtsseta- landi, Stórmæri, Þjéttmerski, Lainborg og Aldenborg heimsótti þennan part ríkis sins hér vestur í hafinu. Það voru 32 röskir svein- ar, sem óku konungi og föruneyti hans austur yfir fjall. I þá daga tíðkuðust Iystikerrur, sem lend- prúðum hesti var beitt fyrir. Tveir tignarmenn sátu í hverri kerru, og kúskurinn þar fyrir framan. Þá var Gunnar á sautj- ánda árinu. Hvort þessi eftirminnilegi at- burður hefur orðið kveikjan á ökuferli Gunnars eða ekki, þá er hitt jafnvíst, að hinn 23. nóvem- ber settist hann fyrst undir stýri bifreiðar, eftir að hafa lært listina af Jensen skólastjóra Vélskólans. Framhald á bls. 18 28flfl0 Til sölu Asparfell 2ja herb. 60 fm ibúð á 1. hæð. Verð 4.5 millj. Útb. 3.5 millj. Arahólar 2ja herb. 60 fm ibúðir sameign frágengin verð 5 millj. Útb 3.5 millj. Miðvangur 2ja herb. 60 fm íbúð i blokk i Norðurbæ Hafnarfirði. Útb. 3.8 millj. Kópavogsbraut 2ja herb. 70 fm kjallaraibúð. Dúfnahólar 3ja herb. 90 fm ibúð á 2. hæð ásamt bilskúr. Verð 6.5 millj. Útb. samkomulag. Lindargata 3ja herb. 70 fm ibúð innarlega við Lindargötu Njálsgata 3ja herb. 80 fm ibúð á 3. hæð i steinhúsi. Verð 6 millj. Útb. 4 millj. Fífusel 4ra herb. fokheld endaibúð á 3. hæð. Afhendist ásamt hita og einangrun. Birkigrund 200 fm fokhelt raðhús Álfhólsvegur Litið snoturt 50 fm einbýlishús á byggingarlóð innarlega við Álf- hólsveg. Kársnesbraut 4ra herb. risibúð. Víðimelur 3ja herb. ibúð á hæð og 2ja herb. íbúð í kjallara. Opið laugardag 2—6. Fasteignasalan Bankastræti 6 Hús og eignir Simi28440. kvöld- og helgarslmi 72525 S—85009 Til sölu Við Leirubakka Glæsileg 3ja herb. íbúð á 3ju hæð, enda. Herb. í kj. útsýni. Vönduð sameign. Verð 6.7—6.9 millj. Við Hraunbæ 115 fm. íbúð á 3ju hæð (efstu). Góð íbúð, ný teppi og nýjar hurðir. Gott skápapláss. Útsýni. Verð 8.5 millj. Útb. 6.3 millj. í Hveragerði Parhús í smíðum við Heiðar- brún. Stærð um 1 10 fm. Fokhelt í vor. Verð 3.1 millj. Vantar nýlega 4ra herb. ibúð (100 fm) nálægt miðbænum í Hafnarfirði, góð útborgun og 3ja—4ra herb. íbúð í Breiðholti. helst með bil- skúr. Upplýsingar og teikn- ingar hjá Sigurði S. Wiium, Ármúla 21, R. (hús Vatnsvirkjans) S. 85009. 26600 ÓÐINSGATA 3ja herb. kjallaraibúð i steinhúsi. Laus strax. Verð: 4.2 millj. Útb. 2.6 millj. VESTURBERG 4ra herb. 106 fm. ibúð á 4. hæð i blokk. Verð: 7.5 millj. Útb.: 5.0 millj. VÍÐIHVAMMUR 3ja herb. íbúðarhæð í þríbýlis- húsi. Bílskúrsréttur. Verð: 6.5 — 6.7 millj. ÆSUFELL 4ra herb. íbúð á 4. hæð í blokk. Mjög snyrtileg ibúð. Fullgerð sameign. Mikið útsýni. Verð: 7.8 millj. Fffsteignaþjónustan Austurstræti 17 (Silli&Zaldi) simi 26600 l s FLÓKAGÖTU 1 SÍMI24647 Við Hraunbæ 4ra herb. íbúð á 3. hæð 3 svefnherb. Suður svalir. Laus strax. Við Njálsgötu 3ja herb. ibúð á 3. hæð i stein- húsi. í Breiðholti 3ja herb. nýlegar og vandaðar íbúðir. í Norðurmýri 2ja herb. kjallaraibúð. Sérinn- gangur. Útb. 2.2 millj. Helgi Ólafsson löggiltur fasteignasali kvöldsimi 21155. Til sölu Hafnarfjörður Falleg 2jaherb. ibúð i fjölbýlishúsi við Slétta- hraun. (búðin er velútlitandi. Með góðum innréttingum. 3ja herb. íbúð i fjölbýlishúsi við Móabarð. Bilskúr fylgir. Fallegt útsýni. 3ja herb. íbúð í tvíbýlishúsi nálægt miðbænum. Nýstandsett vel út- litandi. Verzlunar og skrifstofuhúsnæði eða fyrir léttan iðnað við Reykja- vikurveg. Húsnæðið selst fokhelt með tvöföldu gleri. Teikningar liggja frammi á skrifstofunni. Garðabær 6 herb. endaraðhús á Flötunum. Vandaðar innréttingar. Stór ræktuð lóð Hvolsvöllur grunnur fyrir einbýlishús, ásamt steyptri plötu járn timbur og glugga- karmar fylgja. Tilboð óskast. Skipti á góðum bil koma til greina. Árni Gretar Finnsson hrl., Strandgötu 25, Hafnarfirði, Simi 51500. Fasteignir til sölu: 3ja herb. jarðhæð við Skólagerði í Kópavogi. 4ra herb. sérhæð í Vesturbæ Kópavogs. Sigurður Helgason hrl, Þinghólsbraut 53, sími 42390. E i n bý I i s h ú s Óska eftir einbýlishúsi til kaups á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Húsið þarf að vera nýlegt og vandað, æskileg stærð um 320 fm. Hugsan- leg skipti á nýlegu fullfrágengnu, vönduðu einbýlishúsi sem er um 1 50 fm. auk tvöfalds bílskúrs. Tilboð með nánari upplýsingum legg- ist inn á afgreiðslu Mbl. fyrir 24. febr. n.k., merkt Einbýlishús — 3940. Fasteignir til sölu KÓPAVOGI Fallegt 120 fm einbýlishús í Vesturbæ, Kópavogs, ásamt 40 fm. bílgeymslu. Lóð frágengin. ■fr 3ja herb. falleg íbúð við Ásbraut. + 2ja herb. jarðhæð við Vallartröð. ★ Raðhús við Vallartröð, ásamt stórri bíl- geymslu um 1 40 fm. REYKJAVÍK Glæsileg 3ja herb. íbúð ca. 90 fm við Engjasel. Fallegt útsýni. Góð bílgeymsla fylgir. SIGURÐUR HELGASON LÖGFRÆÐINGUR, Þinghólsbraut 53, sími 42390.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.