Morgunblaðið - 18.02.1976, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 1976
ASÍ 02 MFSA gefa út
fréttablað í verkfallinu
NÝR þáttur hefst i dag í útgáfu
Vinnunnar — málgagns Alþýðu-
sambandsins og Menningar- og
fræðslusambands alþýðu. Vinnan
hefur tii þessa verið tímarit og
komið út fjórum sinnum á ári en í
dag kemur út sérstakt fréttablað
með þessu heiti.
Að því er Baldur Óskarsson hjá
M.F.S.A. tjáði Morgunblaðinu í
gær er ástæðan fyrir útgáfu þessa
fréttablaðs hið nýhafna alls-
herjarverkfall, þar sem alþýðu-
samtökin hafi verið knúin til
verkfallsaðgerða vegna afstöðu
atvinnurekenda og aðgerðarleysis
ríkisstjórnarinnar í vinnudeil-
unni. Sagði Baldur að þessu blaði
væri ætlað að stuðla að samstöðu
og samvitund þess fólks sem nú
stæði í verkfallsbaráttu og myndi
það flytja fréttir frá einum verk-
fallshópi til annars. I blaðinu
yrðu einnig skýrð rök verkalýðs-
hreyfingarinnar fyrir verkfallsað-
gerðunum og sagt frá gangi samn-
ingamála.
— Frakkar
Framhald af bls. 1
væri leitað, en slikur stuðningur
hefði þá jafnan verið háður því,
að sú ríkisstjórn, sem um aðildina
sækti, hefði óumdeilanleg yfirráð
í viðkomandi landi.
Stjórnin í París hefur sætt
gagnrýni annarra ríkja Efnahags-
bandaiagsins vegna þeirrar
ákvörðunar að viðurkenna stjórn
MPLA að svo komnu máli, og
víkja þannig frá stefnu aðildar-
ríkjanna. Þessi gagnrýni kom
m.a. fram á fundi leiðtoga Efna-
hagsbandalagsríkjanna í síðustu
viku, er málið var reifað. Giscard
d’Estaing, forseti Frakklands, lét
þá m.a. svo um mælt, að Evrópu-
löndin tækju engan þátt í gangi
heimsmálanna, og það, sem meira
væri, enginn hefði þá trú, að
Evrópa gæti haft þar hlutverki að
gegna.
Umræður fulltrúa Efnahags-
bandalagsins um Angóla-málið
héldu áfram í Luxembourg i gær
og í dag. Að fundinum loknum
kom fram, að Frakkar höfðu leit-
að eftir samstöðu um málið, en
þegar hún náðist ekki, lýstu þeir
því yfir að þeir viðurkenndu
Angólu.
— Sjómanna-
deila
nefnd lagði fram í fvrrakvöld.
Var þar sem kunnugt er fjallað
um hækkað fiskverð og brevttar
hlutaskiptareglur samfara brevt-
ingum ásjóðakerfi.
„Samninganefndirnar höfðu
áður lagt fram tilboð en hugmynd
okkar kemur inn á milli þeirra og
fékkst þannig ný lína, sem nú er
unnið eftir,“ sagði Geir Gunnars-
son. Hann vildi að öðru leyti
ekkert tjá sig um gang mála.
„Við erum nú að ræða um
breytingu á hlutaskiptareglunum.
Um önnur atriði kjaradeilunnar
er ekki fjallað að sinni,“sagði Jón
Sigurðsson formaður Sjómanna-
sambands Islands við Morgun-
blaðið í gærkvöldi. „Við erum að
vinna i þessu og um það er ekkert
frekar að segja,“ sagði Jón um
leið og hann bætti þvi við, að
Iíklega myndi fundurinn standa
til morguns.
— Vestmanna-
eyjar
Framhald af bls. 28
var ákveðið að frestunin næði
til allrar vinnu. Verkakvenna-
félagið Snót i Vestmanna-
eyjum frestaði hins vegar ekki
verkfalli sínu.
Eins og fram hefur komið í
fréttum höfðu nokkur verka-
lýðsfélög á Austfjörðum frest-
að verkföllum sinum — flest
iil nk. sunnudagskvölds. Þá
mun hafa verið heimilað á ver-
sföðvum á Suðurnesjum að afli
væri unninn úr bátunum, sem
áftu net sín í sjó þegar verk-
fallið skali á, og höfðu ekki
Kctað vitjað þeirra vegna
> -ðurs.
Samninga-
viðræður
Framhald af bls. 28
s i a, því að fyrirkomulag þarf að
ræðast enn frekar. Þess vegna er
: >ndi að reynt verði að finna
bráðabirgðaúrlausn meðan fyrr-
greind umræða fer fram um enn
haldbetri og öruggari leiðir fyrir
fólkið."
9 Guðmundur sagði að undan-
farna daga hefði verið unnið að
því að finna slíka bráðabirgðaúr-
lausn í lífeyrissjóðamálum fólks-
ins. Guðmundur var þá spurður
að því í hverju slík úrlausn væri
fólgin. „Hún er hugsanlega fólgin
í því, að aðilar taki afstöðu til þess
að heimila lífeyrissjóðunum að
inna af hendi auknar greiðslur til
hækkunar ellilífeyris lífeyris-
sjóðsfélaga. I því sambandi eru
menn að kanna möguleikana á því
hvort sjóðirnir myndu Ieggja tak-
markaðan hluta iðngjaldatekna
þessa árs og 1977 í sameiginlegan
sjóð, sem sfðan greiddi hinn
aukna ellilifeyri, sem hér um
ræðir."
0 Eftir þvi sem blaðamaður
Morgunblaðsins heyrði á göng-
unum úti á Hótel Loftleiðum i
gær er meginfyrirstaðan á þeirri
lausn, sem Guðmundur ræddi um
hér á undan, hjá fulltrúum Sam-
bands isl. samvinnufélaga, sem
ræður yfir sérstökum fyrirtækja-
sjóði. Morgunblaðið spurði Guð-
mund nánar út í þetta atriði. „Ég
hef undanfarna daga haft ásamt
fleirum það sérverkefni að
tryggja lausn á þvi að út úr
þessum samningaviðræðum komi
að sjóðirnir greiði verulega hærri
ellilífeyri, og vil ekki á þessu stigi
skýra opinberlega frá afstöðu ein-
stakra aðila til þessarar hug-
myndar. Ég trúi þvi hins vegar
ekki að þegar á herði taki ekki
allir þátt i þessu mikla og brýna
hagsmunamáli þúsunda eldri fé-
laga í verkalýðshreyfingunni.
Fyrir verkalýðshreyfinguna í
heild tel ég að stórauknar ellilíf-
eyrisgreiðslur séu annað af
tveimur þýðingarmestu málum
þessara samninga, en hitt er að
sjálfsögðu að samningar takist
um kauphækkun."
Morgunblaðið spurði Guðmund
hvort sú bráðabirgðaúrlausn sem
nú væri rætt um myndi hafa i för
með sér skerta lánamöguleika
sjóðanna. Guðmundur kvað ið-
gjaldatekjur sjóðanna það háar að
enda þótt þeir tækju á sig þá
auknu greiðslubyrði er hér um
ræddi, þá hefði það óveruleg
áhrif á lánamöguleika sjóðanna.
0 Guðmundur J. Guðmundsson
formaður Verkaman.nasambands
Islands tjáði Morgunblaðinu í
gær, að sú lausn sem unnið væri
að i sambandi við lifeyrissjóða-
málið væri bráðabirgðalausn til
tveggja ára sem gilti frá 1. júlí
n.k. Væri hugmyndin sú að ríkis-
sjóður hækkaði tekjutryggingu
eftirlaunaþega sem næmi 200
milljónum á ári og verkalýðs-
félögin og lifeyrissjóðirnir legðu
fram á móti álíka háa upphæð.
Yrði þannig unnt að hækka veru-
lega lifeyri eftirlaunaþega og ef
hugmyndin næði fram að ganga
myndi lífeyrir einstaklinga
hækka I 44 þúsund krónur á
mánuði og lífeyrir hjóna í 69—70
þúsund krónur á mánuði.
0 Snorri Jónsson, varaforseti
ASl, sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær, að það væri ákveðin
skoðun forystumanna verkalýðs-
hreyfingarinnar að allir lífeyris-
sjóðir yrðu að vera með í þessu
svo að engir lífeyrisþegar yrðu
útundan. „Takmarkið er að eftir-
laun allra lífeyrisþega hækki.
Þetta er bráðabirgðalausn sem
gilda á í 2 ár og eftir þann tíma er
það svo takmarkið að við taki
verðtryggður lífeyrissjóður fyrir
alla landsmenn. „Snorri sagði að
afgreiðsla þessa máls gengi hægar
en æskilegt væri og væri það
vegna andstöðu nokkurra fyrir-
tækjalifeyrissjóða. „Við vonum
fastlega að það fari að komast
skriður á þetta mál og það flækist
ekki miklu lengur fyrir. Þetta er
fyrst og fremst hagsmunamál
launþeganna og það eru þeir sem
njóta fyrirgreiðslu sjóðanna."
0 Guðlaugur Þorvaldsson
háskólarektor, sem á sæti í sátta-
nefnd, sagði að sáttafundi hefði
lokið um klukkan 3 aðfararnótt
þriðjudags. Þá var engin lausn
fengin á lifeyrissjóðamálinu. Var
tekið til við það að nýju klukkan
13 í -gær og settar á laggirnar 3
nefndir til að skoða jafnmörg
grundvallaratriði þeirrar bráða-
birgðalausnar sem unnið er að.
Hlé var gert klukkan 18 en tekið
til að nýju við lífeyrissjóðamálin
klukkan 21 í gærkvöldi eins og
fyrr segir. Sáttanefnd hefur enga
tillögu lagt fram í Iífeyrissjóða-
málinu. Önnur atriði kjaradeil-
unnar hafá ekki verið tekin til
umræðu á siðustu fundum og er
t.d. sáralitið farið að ræða um
beinar kauphækkanir.
— Saltviðræður
Framhald af bls. 1
upplýstu, að umtalsverður
árangur hefði náðst í þessu
efni á fundum þeirra á siðasta
ári. Þegar hefðu verið lögð
drög að samningi sem úti-
lokaði að aðilar að honum
röskuðu náttúrufari, svo sem
með þvf að hafa áhrif á vinda
og sjávarföll, eða framkölluðu
jarðskjálfta og aðra óáran í því
skvni að klekkja á andstæð-
ingum sinum. Martin og
Roshchin létu i ljós vonir um,
að hægt vrði að leggja fullgert
uppkast að slfkum samningi á
allsherjarfundi Sameinuðu
þjóðanna næsta haust.
— Mjólk
Framhald af bls. 28
taka til greina þegar afstaða er
tekin tií slíkrar beiðni. En ég tek
fram að synjunin á mánudags-
kvöld þarf ekki að þýða að það sé
endanleg afgreiðsla málsins,"
sagði Guðmundur.
Hann sagði að margar beiðnir
um undanþágur bærust og væru
þær flestar smávægilegar. I 95%
tilfella væri beiðnum synjað en i
einstaka tilfelli væri fallizt á þær.
T.d. hefði héraðslækni úti á lands-
byggðinni verið leyft að taka sér
far með Landhelgisgæzluflugvél-
inni heim i hérað svo þar yrði
ekki læknislaust, en læknirinn
var staddur i Reykjavík þegar
verkfallið skall á.
Að sögn Péturs Sigurðssonar
hjá Framleiðsluráði landbúnaðar-
ins fer áhrifa stöðvunar á
mjólkurflutningunum ekki að
gæta verulega fyrr en að fjórum
til fimm dögum liðnum. Um 75%
af mjólkurframleiðendunum í
landinu hafa nú yfir að ráða
heimilismjólkurtönkum og ættu
þeir í flestum tilvikum að rúma
framleiðsluna í fjóra til fimm
daga. Stæði verkfallið hins vegar
lengur, sagði Pétur að bændur
ættu ekki annarra kosta völ en
hella niður mjólkinni. Þess má
geta að um þessar mundir nemur
dagsframleiðsla mjólkur I land-
inu um 215 þúsund lítrum og
komi til þess að bændur verði að
hella niður mjólk nemur
tap þeirra í heild um 12 millj.
króna á dag.
— Brunamála-
stjóri
Framhald af bls. 2
tjáði Morgunblaðinu var það Heil-
brigðiseftirlitið sem hafði spurnir
af þvf að þetta efni væri hér fram-
leitt og spurðist fyrir um það hjá
Brunamálastofnuninni. Hann
kvað engin ákvæði vera til hér á
landi er bönnuðu framleiðslu
þessa efnis en kvað það hins
vegar hafa komið til umræðu
innan norrænnar nefndar er
vinnur að samræmingu bygginga-
samþykkta á Norðurlöndum.
Væri talið líklegt að það yrði
bannað sem byggingarefni og
hugsanlega einnig til bólstrunar
húsgagna. Bárður kvað dæmi þess
frá nágrannalöndunum okkar, að
yfirvöld brunamála hefðu bannað
slökkviliðsmönnum að fara inn í
brennandi hús þar sem úretan-
efni væru framleidd eða geymd.
Kæmi því ekki annað til greina en
forráðamenn fyrirtækjanna
tveggja hér fylgdu í einu og öllu
fyrirmælum framleiðenda hrá-
efnisins um geymslu, og að það
yrði að vera geymt í eldtraustu
herbergi. Ellegar teldi hann það
skyldu yfirmanna slökkviliða á
viðkomandi stöðum að banna
mönnum sínum að fara inn í þessi
hús, ef eldur kæmi þar upp.
Kváðst Bárður þess raunar full-
viss, að forráðamenn fyrirtækj-
anna sæju til þess að þessu yrði
fullnægt.
Morgunblaðið reyndi i gær að
leita viðbragða aðstandenda
þessara tveggja fyrirtækja við
viðvörun Brunamálastofnunar en
tókst ekki.
— IRAhefndir
Framhald af bls. 1
ins sprakk sprengja í húsgagna-
verzlun við hliðina.
Irski lýðveldisherinn hefur
einnig lýst ábyrgð sinni á
sprengingum, sem urðu í gær i
aðalpósthúsi borgarinnar og
hóteli, sem einnig er í miðborg-
inni.
Síðan hitna tók í kolunum eftir
andlát Staggs fyrir fjórum dögum
hafa 11 manns látið lífið í
hefndaraðgerðum irska lýðveldis-
hersins.
— Nixon
Framhald af bls. 1
Bandarikjunum. Strauss sagði í
sjónvarpsviðtali í dag: „Það er
með ólíkindum, að Nixon skuli
ekki hafa heilsu til að bera vitni
um hlutverk sitt i Watergate-
hneykslinu, en svo er hann allt í
einu að fara til Kína."
Kraft telur, að Nixon hafi valið
sérkennilegan tíma til fararinnar,
en honum hafi verið I sjálfsvald
sett hvenær hann þekktist heim-
boð Kínverja.
Þá bendir dálkahöfundurinn á,
að Nixon leggi upp í ferðalagið
aðeins fáeinum dögum áður en
repúblikanar velja forsetaefni
sitt, en forkosningarnar fara fram
í Hampshire 24. þ.m. Éinnig
bendir hann á, að Nixon hyggist
leggja af stað til Kína nákvæm-
lega fjórum árum eftir að hann
fór þangað i krafti forsetaem-
bættisins.
Kraft heldur þvi fram, að for-
setinn fyrrverandi geti á engan
hátt beitt sér í þágu utanríkis-
mála í þeirri stöðu, sem hann sé
nú í, og hann bætir við: „Nixon
ætlar nú að svíkja manninn, sem
sýknaði hann. Framkoma hans
getur ekki leitt annað af sér en
jafntefli milli Regans og Fords,
og þjónar þeim tilgangi einum að
styðja framboð mannsins, sem
hann dreymdi um að yrði eftir-
maður hans í forsetaembætti —
gömlu hetjunnar Johns Conally."
— Guðmundur
Framhald af bls. 2
ansen Spánverjann Medina en
Byrne gerði jafntefli við
Szmetan frá Argentínu.
Rúmenarnir Georghiu og
Ciocaltea gerðu báðir jafntefli
en þeir eru jafnir Guðmundi
að vinningum. Guðmundur
hefur teflt með litlum hléum
frá þvf í desember og sagði
hann í samtali við Morgunblað-
ið fyrir skömmu, að hann væri
orðinn þreyttur og byggist því
ekki við sérlega góðum árangri
á þessu móti.
— Alþingi
Framhald af bls 12
Arið 1975 er ekki hægt að gejra
upp með vissu, fyrr en ríkisreikn-
ingur liggur fyrir og reikningar
helstu sveitarfélaga.
Þess ber að geta, að ekki er vfst
að samanburður milli landa sé
allskostar-réttur, þar sem ekki er
vist að hin einstöku lönd flokki
þessi mál á nákvæmlega sama
veg.
Benda má á, að Efnahagsstofn-
unin og menntamálaráðuneytið
gáfu út skýrslu um menntamála-
útgjöld hins opinbera og skóla-
hald árin 1946—1971. Er þar að
finna sundurliðuð yfiílit um út-
gjöld til fræðslumála, rannsókna
og annarra menningarmála árin
1946, 1951, 1956, 1961, 1966 og
1971. Er í ráði að semja skýrslu
um þetta efni fyrir þau ár, sem
siðan eru liðin. Yfirleitt telur
menntamálaráðuneytið æskilegt
að teknar verði saman tölfræði-
legar upplýsingar um menntamál
á tslandi f meira mæli en gert
hefur verið, þótt slfkt kalli á
aukna fjármuni.
Vænti ég að háttvirtur fyrir-
spyrjandi telji spurningum sfnum
svarað með því sem nú hefur
verið sagt.“
— Verkföll
Framhald af bls. 3
átta sig á þvf enn, að komið sé
verkfall, já og sumir trúa þvf
vart, sagði Kristvin Kristins-
son, forsvarsmaður verkfalls-
varða hjá Dagsbrún, en Dags-
brún hefur komið upp aðsetri
að Laufásvegi 8.
Kristvin sagði, að ekki væri
talandi um nein sérstök brot,
sem komið væri og auðvelt
hefði verið að eiga við þau fáu
mál, sem upp hefðu komið.
— Við höfum verkfallsverði
eftir þörfum. Brotin geta alltaf
komið upp, en þó er það svo, að
á síðustu 10—15 árum hefur
þeim farið fækkandi. Það er
helzt á litlum vinnustöðum,
eins og t.d. víða f byggingar-
iðnaðinum, sem verkfallsbrot
hafa átt sér stað. Oft er hér um
misskilning að ræða, sem leið-
réttist þegar málin eru rædd.
Ég vona, að menn geri sér
það Ijóst, að allar tilraunir til
verkfallsbrota koma verst
niður á þeim er þau reyna. Það
er leiðinlegt fyrir alla menn að
þurfa að ganga með verkfalls-
brotsstimpilinn á sér, og að
sjálfsögðu njóta allir þeirra
bóta sem nást.
Þá sagði Kristvin að hann
hefði staðið í hópi verkfalls-
varða Dagsbrúnar síðan 1952 og
síðan 1968 hefði hann stjórnað
verkfallsvarðaskrifstofu Dags-
brúnar, en hún væri ávallt sett
á fót þegar verkföll væru.
MENNINGABRAGUR
MEIRI NUNA
Þá lá leið okkar á skrifstofu
Iðju, félags verksmiðjufólks.
Guðmundur Guðni Guðmunds-
son sér þar um starf verkfalls-
varða.
Hann sagði f upphafi, að ekki
væri hægt að segja, að verk-
fallsbrot hefðu átt sér stað. Þeir
hefðu faríð á nokkra staði, þar
sem heyrzt hefði, að ekki væri
allt í þvl lagi, sem það ætti að
vera. Verkfallsverðir Iðju
hefðu verið mjög liprir á þeim
stöðum, þar sem brot hefðu átt
sér stað. Þeir hefðu séð til þess,
að ekki hefði þurft að eyði-
leggja liti og efni og annað f
þeim dúr, sem væri mjög við-
kvæmt.
Guðmundur sagði, að hér
áður fyrr hefði verið annað
andrúmsloft á skrifstofu Iðju,
þegar verkföll hefðu átt sér
stað. Þá hefði verkfallsskrif-
stofan verið full af fólki alla
daga, en nú kæmi fólk aðeins til
starfa þegar það væri kallað.
— Það er líka svolftið annað
að standa í þessu, þegar flest öll
verkalýðsfélögin standa saman
i verkfalli. Þá er miklu minni
hætta á brotum. Menningar-
bragurinn er líka margfalt
meiri nú á tímum, þvf nú skilja
báðir aðilar málið til fullnustu.
— Iðnaðarvörur
Framhald af bls. 5
og er það 71% aukning frá árinu
1974.
TJtflutningur málningar og
lakks nam 911,5 tonnum og er það
33,4% aukning frá árinu 1974 en
heldur minna en flutt var út 1972
og 1973.
Þá var í fyrsta skipti flutt út
þangmjöl á árinu 1975, og var það
einungis flutt út tvo síðustu mán-
uði ársins. Utflutningur þess nam
16,3 millj. kr.