Morgunblaðið - 18.02.1976, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 1976
Á hættu-
slóðum í
ísrael“e
Sigurður
Gunnarsson þýddi
stormurinn. Við verðum að fara strax
niður að tjaldinu."
Hún studdi afa niður að tjaldinu, og
þau skriðu inn í það. Hún fékk hann til að
leggjast á asnaskinnið. Ferðin frá
Galíleu, þar sem þau bjuggu, og hingað
til Negew-eyðimerkurinnar hafði reynt
mjög á krafta hans. Hún lokaði tjalddyr-
unum eins vel og hún gat og hallaði síðan
bakinu að þeim. Loks gaf hún gamla
manninum úlfaldamjólk að drekka.
Og svo kom stormurinn. í fyrstu heyrð-
ist aðeins ofurlítil vindhviða, sem feykti
aðeins fáum sandkornum. En rétt á eftir
kom önnur stærri, sem virtist vilja opna
tjalddyrnar. Og eftir örskamma stund
var óveðrið skollið á eins og æðisgengin
ófreskja. Stúlkan var róleg, en hún
þrýsti sér fast að afa. Og nú tók sandur-
inn að þröngva sér inn undir tjaldskörina
í litlum en stríðum straumum og kom sér
meðal annars fyrir í hvítum lokkum
gamla mannsins. Hún dustaði sandinn úr
hári hans. Afi var nú þannig gerður, að
hann vildi lifa og starfa eins og forfeóur
hans höfðu gert á undan honum, og hann
vildi heldur deyja en láta klippa af sér
hárið sitt síða. María ýtti nokkrum hár-
lokkum til hliðar og kallaði hátt í eyra
hans: „Stormurinn lægir áreiðanlega
innan skamms, afi. Já, hann lægir
áreiðanlega fljótt aftur.“
Tjaldið var enn óhaggað. Bedúínarnir
höfðu hjálpað þeim til að reisa það og
festa, og þeir kunnu tökin á því verki.
Hún fékk afa til að snúa bakinu í vindinn
og sjálf lagðist hún að nokkru yfir hann
til að skýla honum. 1 vindhviðunum
hrikti hræðilega í tjaldinu, og hún gerði
sér ljóst að ef það fyki ofan af þeim, yrði
þeim ekki lífs auðið. Sandurinn mundi
grafa þau í kaf á fáeinum mínútum. Hún
kallaði aftur í eyra gamla mannsins:
„Við munum áreiðanlega hafa okkur
fram úr þessu, afi. Já, við munum
áreióanlega gera það. Við höfum alltaf
haft okkur fram úr erfiðleikunum...
En heyrði hann það sem hún sagði?
„Við höfum okkur fram úr erfiðleikun-
um, þegar við flýðum frá Þýzkalandi
forðum, — manstu það ekki? Og pabbi
þinn varð að flýja frá Rússlandi og faðir
hans frá Póllandi? Það hefurðu sagt mér
oftar en einu sinni. Og ég sem varð að
flýja frá Noregi á stríðsárunum, — ég
hafði mig líka fram úr erfiðleikunum.
Við hljótum því áfreiðanlega að spjara
okkur líka núna afi...“
Þannig lágu þau lengi, lengi. Tjaldið
hriktist svo hroðalega til að hún heyrði
ekki lengur sína eigin rödd. En svo
virtist sem stormurinn hefði nú myndað
sandhæð nokkra við hliðina á tjaldinu og
varð þá vindþrýstingurinn mun minni.
Ein klukkustund leið og síðan önnur.
Þá varð allt í einu hlé á storminum, líkt
og hann yrði að draga andann um stund
og hvíla sig, áður en hann héldi áfram
yfir eyðimörkina allt frá smáþorpunum í
norðri og suður til Sínaífjallanna. Ef til
vill var þetta aðeins tveggja stunda |
stórviðri að þessu sinni?
Já, storminn lægði reyndar jafnskyndi-
lega og hann hafði komið. Móses gamli
sofnaði. Hún ætlar að leyfa honum að
sofa, hann er þreyttur. Hún situr róleg
og horfir á gamla greindarlega andlitið
hans. Afi er eina persónan í fjölskyldu
hennar sem nú er á lífi. Foreldrar henn-
ar eru dánir, og frænkur hennar allar og
frændur eru líka dáin. Að vísu er það ef
til vill hugsanlegt, að hún eigi bróður á
lífi, ef til vill í Noregi. — ef til vill er
hann llka dáinn. Óvinirnir töku hann í
stríðinu, þegar foreldrar þeirra ætluðu
aö reyna að koma honum úr landi. Hann
var svo lítill þá aö hann vissi ekki einu
sinni hvað hann hét. Já, ef til vill lifir
hann einhvers staðar og veit ekki hver
hann er?
I
Hvenær ferðu með mig I vett-
vangsrannsðkn I þessu glæpa-
máli mlnu?
Já. Lilli minn, þetta er
snjallt hjá þér. En hvort þetta
gengur I augun á henni Lúlu
okkar, það er annað mál.
Já, Snúlli minn. Nú man ég
það, að ég þarf að fá nýja kápu.
Ekkert liggur á, drengir, að
Ijúka viðgerðinni. Eg og
maðurinn minn „höfum fundið
hvort annað á ný“, eins og
stundum er sagt.
Ég vil ekki verða stðr
mamma, — ég vil verða kapp-
reiðaknapi.
ung og þeir sögðu: Allt er hey i
hallæri.
Betlari: — Ég er höfundur Elsa litla hafði misst fyrstu
bókarinnar „Tðlf aðferðir til barnatönnina. Hún hrðpaði til
þess að verða ríkur“. mömmu sinnar:
— Hvers vegna betlarðu þá? — Mamma, mamma, komdu
— Já, það er ein aðferðin. fljótt, ég er öll að detta í mola.
X
— Hvar hefurðu fengið
þessa fallegu regnhlíf?
— Hún er gjöf frá systur.
— En ég hélt að þú ættir
enga systur.
— Nei, en það stendur á
handfanginu.
X
— Ég hefi drepið fimm flug-
ur f dag, tvær kvenkyns en
þrjár karlkyns.
— Hvernig veiztu það?
— Það var augljðst, tvær
sátu á speglinum en þrjár á
ölflöskunni.
I________________________________
X
— Er nú alveg víst að eggin
séu ný?
— Ég held nú það. Að réttu
lagi áttu þau ekki að verpast
fyrr en á morgun.
X
— Mér er sagt að Jón sé orð-
inn drykkfelldur. Er það satt?
— Nei, langt frá þvf, en væri
ég konfaksflaska kærði ég mig
ekkert um að vera ein með hon-
um.
X
— Heldurðu að snillings-
gáfur gangi f erfðir?
— Ég veit það ekki, ég á ekk-
ert barn.
Meö kveöju frö hvítum gesti Jóhanna Kristjóns-
50
hefur sennilega orðið eftír f
bflnum á morðdaginn.
— Quadrant varð að vernda
Fabiu, sagði Wexford. Hann gat
kannski ekki orðið henni eigin-
maður, en hann gat alténd verið
verndari hennar. Hann varð að
fullvissa sig um að enginn gæti
komizt á snoðir um að svona væri
í pottinn búið millum þeirra. Hún
er geðveik, Burden, alvarlega
geðveik og ólæknandi og öll til-
vera hans — og staða f Iffinu —
væri f bráðri hættu ef það kæmist
i hámæli. Auk þess var það hún
sem átti peningana. Það sem
hann hefur upp úr sér með lög-
fræðistörfum er baun f bala
miðað vrð þau auðæfi sem hún
ræðuryfir.
En það er kannski ekki skrftið
þótt hann læddist út á kvötdin.
Sjájfsagt hefur hann Ifka orðið
hundleiður á að hlusta á enda-
laust málæði hennar um ástinatil
Minnu . . . Það hlýtur að hafa
verið nánast óbærilegt.
Hann þagnaði augnablik og
rifjaði upp heímsóknir sfnar f
húsið. Hvað höfðu þau verið gift
lengi? I nfu ár, kannski tfu ...
Sjálfsagt hafði Quadrant reynt
allt til að rjúfa vftahringinn.
Sjálfsagt hafði hann ekki skilið
strax hvernig f málinu lá . . . og
loksins þegar Ijós rann endanlega
upp fvrir honum hvernig konan
hans var á sig komin . . .
— Og svo kom Minna aftur og
gift kona, sagði Burden. — Fabia
hitti hana og þær fóru saman f
ökuferð f bfl Quadrants. Hann
notaði hann ekkf á þriðjudeg-
inum en hún gerði það. Þegar
hún kom heim á þriðjudagskvöld
hefur hún sagt honum að hún
hefði drepið Margaret Parsons.
Hann hefur sjálfsagt óttazt þetta
— að hún hneigðist til ofbeldis.
Fyrsta hugsun hans var að gera
þaö sem hann gæti til að grunur
beindist ekki að henni. Hún sagði
honum hvar Ifkið væri og hann
hefur þá hugsað með sér að hjól-
förin gætu komið upp um Fabiu.
— Rétt til getið, sagði Wexford.
— Allt sem ég sagði við hann f
kvistherberginu i Parsonshúsinu
var sannleikanum samkvæmt.
Hann leitaði ekki þangað af for-
vitni — heldur meira til að ganga
úr skugga um að hún væri þarna.
Það var ekki alltaf að treysta
orðum Fabiu. Og svo missti frú
Missal varalitinn sinn.
Hann vonaðl að við myndum
ekki fara að spvrja Fabiu neins.
Þegar ég sté inn f dagstofu frú
Missals á föstudagskvöld ... —
ávörpuðuð þér Missal, sagði
Burden — er. þér horfðuð á Quad-
rant, þvf að við urðum báðir undr-
andi að sjá hann þar. Þér sögðuð:
Mig langar að segja orð við kon-
una yðar, og Quadrant hélt þér
væruð að tala við hann.
— Ég hafði hann grunaðan um
verknaðinn þangað til sfðdegis f
gær, sagði Wexford. —Én þegar
ég spurði hvort hann hefði þekkt
frú Parsons — og hann hló —
vissi ég að hann var ekki I)oon. 1
þeim hlátri lá mikið og margt,
Burden. Það get ég sagt yður.
Hann hafði séð frú Parsons dána
og hann hafði séð mynd af henni f
blaðinu. Hann hlýtur að hafa
fundið til ólýsanlegrar biturðar
þegar hann hugsaði til þess hvað
það var sem hafði gert konu hans
vitskerta og evðilagt hjónaband
hans.
— Hann sagðist aldrei hafa séð
hana lifandi, sagði Burden.
— Mér þætti fróðlegt að vita
hvers vegna. Mér þætti fróðlegt
að vita af hverju hann leitaði
hanaekki uppl.
— Kannski þorði hann það
ekki, svaraði Wexford hugsi —
kannski var hann hræddur við
það sem hann gæti gert undir
þeim kringumstæðum . . . Hann
tók upp myndina og þeir horfðu
báðir á hana.
— Ég veit að sagt er að ástin sé
blind, sagði Burden. — En hvað
hefur Fabia eiginlega séð við
hana. *
— Hún hefur ekki alltaf litið
svona út, sagði Wexford. — Getið
þér ekki ímyndað vöur að gáfuð,
rík og fögur stúlka eins og Fabia
gæti fundið það sem hún þráði
einmitt f þessari stúlku . . .
Hann rétti Burden myndina
sem ungfrú Clarke hafði komið
með. Margaret Godfrey fyrir tólf
árum.
Þeir virtu báðir myndina fvrir
sér. Tólf stúlkur. Allar brosandi
nema Margaret. En yfir andliti
hennar hvfldi einhver tigin ró og
upphafin fegurð sem snart þá
báða. . .
Burden kyngdi nokkrum
sinnum. Svo lagði hann myndina
frá sér, ræskti sig og sagði:
— Það er bara eltt enn, sagði
hann. — Þegar þér heimsóttuð
frú Quadrant f gær, sögðuð þér að
hún hefði verið að lesa. Ég hef
verið að hugsa um . . . hváð hún
hafi verið að lesa.
Wexford brosti.
— Lélega vfsindaskáldsögu,
sagði hann. — Fólk er alltaf í
mótsögn viðsjálft sig.
ENDIR.