Morgunblaðið - 18.02.1976, Síða 28
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
3M«r0unb[nbi>
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1976
Bátarnir sem stöðv-
ast ekki geta séð Nor-
global fyrir hráefni
LJÓST ER, að a.m.k. 6—7 loðnubátar munu ekki stöðvast f sjómanna-
verkfallinu. Geta þeir, þó svo að verksmiðjur f landi stöðvist, losað afla
sinn f verksmiðjuskipið Norglobal svo lengi, sem ekki verður lýst yfir
samúðarvinnustöðvun um borð f skipinu. Sem kunnugt er hefur A.S.I.
farið fram á það við norska alþýðusambandið, að lýst verði yfir
samúðarvinnustöðvun um borð f verksmiðjuskipinu um leið og verk-
smiðjur á landi stöðvast. Vegna þessa hafði Morgunblaðið samband við
Jón fngvarsson hjá Isbirninum og spurði hann hvort Ifkur væru á að
Norglobal hyrfi senn af Islandsmiðum.
Jón Ingvarsson sagði, að það
væri alveg ljóst, að ef Norglobal
Verkalýðsfél. í
Eyjum frestar
verkfalli sínu
VERKALYÐSFELAG Vest-
mannaeyja hefur frestað verk-
falli sínu til nk. föstudags-
kvölds.Upphaflegaimunfélagið
hafa gefið ádrátt um að heimil-
uð yrði loðnubræösla en síðan
Framhald á bls. 16
Sjómannadeilan:
stöðvaðist vegna hráefnisskorts
til langframa, væri enginn vafi á
að skipið yrði sent heim, enda
kostnaðurinn við leigu skipsins
mjög mikill.
Þá sagði hann, að sér væri ekki
kunnugt um hvaða svar A.S.I.
hefði fengið frá norska alþýðu-
sambandinu um samúðarvinnu-
stöðvun um borð í skipinu. Á hinn
bóginn lægi það fyrir að að
minnsta kosti 6—7 loðnubátar
myndu ekki stöðvast I sjómanna-
verkfallinu og ef veður héldist
sæmilegt ættu þeir að geta séð
Norglobal að mestu fyrir hráefni.
Unnið var útfrá hug-
myndum sáttanefndar
SAMNINGANEFNDIR sjómanna
og útvegsmanna settust að samn-
ingaborði f Tollhúsinu klukkan
22 I gærkvöldi eftir tveggja tfma
matarhlé. Geir Gunnarsson al-
þingismaður, sem sæti á í sátta-
nefnd, sagði við Morgunblaðið í
gærkvöldi að unnið væri útfrá
þeirri sáttahugmvnd, sem sátta-
Framhald á bls. 16
Sfðustu fréttir
Þegar Mbl. hafði síðast
fréttir af sáttaumleitunum f
sjómannadeilunni virtist svo
sem þar væri unnið af miklum
krafti að lausn deilunnar og
menn þættust þar eygja ein-
hver ja von.
AÐ LOKNUM SATTAFUNDI — Jón Sigurðsson formaður Sjómanna-
sambandsins og Kristján Ragnarsson formaður LlU klæða sig f yfir- -
hafnir að loknum sáttafundi.
Mjólkurdreifingin:
• ' ■
Verkfallsverðir áttu náðugan dag f gær og aðeins f fá skipti þurftu þeir að hafa
afskipti af verkfallsbrjótum. Meðfylgjandi mynd Friðþjófs er af nokkrum verkfalls-
vörðum Dagsbrúnar.
Unnið að lausn líf-
eyriss j ó ðamálsins
Takmarkið er veruleg hækkun lífeyris eftirlaunaþega
SÁTTAFUNDUR hófst á Loftleiðahótelinu klukkan 21 í
gærkvöldi eftir að þriggja stunda hlé hafði verið gert á
fundinum. Lffeyrissjóðamálið er eina málið sem nú er
unnið að lausn á, en ASÍ hefur sett það á oddinn og vill
að lausn fáist á þvf áður en önnur atriði kjaradeilunnar
eru tekin til umræðu. Lausn sú á Iffeyrissjóðamálinu,
sem rætt er um, hefur mætt nokkurri andstöðu, og þá
sérstaklega hjá nokkrum fyrirtækjalffeyrissjóðum.
Hefur hægt miðað á sfðustu fundum.
0 Vegna þessa lffeyrissjóðamáls
sem er efst á baugi f samningaum-
leitunum að Hótel Loftleiðum um
þessar mundir sneri Morgun-
blaðið sér til Guðmundar H.
Garðarssonar, sem er formaður
Verzlunarmannafélags Reykja-
víkur, stærsta launþegafélagsins
innan ASI og hefur jafnframt yfir
öflugasta Iffeyrissjóðnum að ráða,
og spurði hann hvernig þessu
máli liði.
Guðmundur sagði f því sam-
bandi að flestum væri orðið það
ljóst að núverandi skipan Hfeyris-
sjóðanna með tilliti til trygginga-
greiðslna væri gjörsamlega ófull-
nægjandi. „Það hefur nokkuð vaf-
izt fyrir mönnum með hvaða
hætti er unnt að auka verulega
tryggingar til aldraðs fólks. Þau
stéttarfélög sem nú eiga í kjara-
deilu, hafa á undanförnum árum
myndað mikla sjóði, sem hafa
greitt mjög óverulegan hluta af
sfnum iðgjaldatekjum til trygg-
ingaþarfa. Stafar það m.a. af
þröngum reglum þar að lútandi
og mikilli verðbólguþróun.
Guðmundur sagði, að þess
vegna hefði það verið megin-
stefna þessara félaga að nú skyldi
reynt að gera lagfæringar f þess-
um efnum. „Var því sett fram sú
krafa, að fundin yrði leið til að
mæta þessari þörf aldraðs fólks,“
sagði Guðmundur. „Ymsar leiðir
koma þarna til greina en ég leyfi
mér að benda á þá leið sem ég og
verzlunarmenn teljum bezta, þ.e.
svokallað gegnumstreymiskerfi
en vegna þeirra tfmaþrengsla sem
yfirstandandi samningsgerð er
komin f verður það naumast leyst
Framhald á bls. 16
Sfðustu fréttir
Samkvæmt upplýsingum
blaðamanns Mbl. að Hótel
Loftleiðum seint l gærkvöldi
var þá nýhafinn fundur hjá
sáttanefnd um lffeyrissjóða-
málið. Fundinn sátu formenn
ASl og VSl og Vinnumálasam-
bands samvinnufélaga ásamt
fulltrúm f lífeyrissjóðanefnd
beggja aðila Það var að heyra
á samningamönnum, að hægt
miðaði f þessu máli, margt
væri óleyst ennþá og óljóst
hvort lausn fengist f lífeyris-
sjóðamálinu f þessari lotu.
Stöðvast stræt-
isvagnaferðir?
Borgarlæknir hefur
óskað eftir undanþágu
Öll starfræksla m jólkursamlaganna liggur niðri
ÖLL starfræksla mjólkursamlaganna f
landinu liggur nú niðri vegna verkfalla.
Skúli Johnsen borgarlæknir sagði f sam-
tali við Mbl. f gærkvöldi, að hann myndi í
dag óska eftir því við þau verkalýðsfélög,
sem hlut ættu að máli, að séð yrði fyrir
nægjanlegri mjólk handa börnum,
barnshafandi konum, sjúklingum og
gamalmennum í Reykjavfk. I fyrrinótt
óskaði Mjólkursamsalan f Reykjavfk
eftir undanþágu til að afgreiða mjólk en
þeirri beiðni var þá hafnað. Hins vegar
sagði Guðmundur J. Guðmundsson, sem
á sæti f sérstakri nefnd ASt, sem fjallar
um undanþágubeiðnir að ekki bæri að
Ifta á þá synjun sem endanlega
afgreiðslu málsins.
Engin mjólk er nú sótt til
bænda en þessi stöðvun á
mjólkut'Tlutningunum fer þó ekki
að hafa veruleg áhrif hjá
bændum fyrr en eftir fjóra til
fimm daga, því um 75% mjólkur
framleiðendanna hafa heimilis
mjólkurtanka til geymslu á mjólk-
inni. Skúli Johnsen sagði að
skipulagning mjólkurdreifingar
ef leyfð yrði væri ekki ákveðin.
Guðmundur J. Guðmundsson
ítrekaði það í samtalinu við
Morgunblaðið að beiðnin um
undanþágu til mjólkurfram-
leiðslu og dreifingar er fram kom
í fyirakvöld hefði verið rudda-
lega fram sett að mati nefndar-
innar. Þar hefði verið rætt um
undanþágu fyrir alla framleiðslu
ellegar enga undanþágu. „Þarna
koma mörg verkalýðsfélög inn í
myndina og margt sem þarf að
Framhald á bls. 16
1 dag verður ljóst hvort Strætis-
vagnar Reykjavfkur munu halda
áfram ferðum eða stöðvast. For-
ráðamenn fyrirtækisins hafa far-
ið fram á undanþágu fyrir lág-
marks mannafla eða 15 menn til
að vinna við viðhald vagnanna og
telja að ekki verði að öðrum kosti
hægt að halda uppi ferðum
áfram.
I samtali við Morgunblaðið í
gær sagði Eiríkur Asgeirsson, for-
stjóri SVR, að í dag hefðu til að
mynda 4 vagnar bilað, þrátt fyrir
að allur akstur hefði stöðvazt frá
kl. 9—11 í gærmorgun vegna
hálku. Kvað hann strætisvagnana
hafa orðið mjög illa úti i umhleyp-
ingunum í vetur og ekki væri
nokkur leið að halda þeim gang-
andi í verkfallinu nema þeir
fengju viðhaldsþjónustu sam-
hliða, enda væri þess að gæta að
strætisvagnarnir þyrftu að vera
þess albúnir að hefja akstur sam-
kvæmt áætlun um leið og verk-
fallið leystist. Þessa dagana er
ekið samkvæmt laugardags-
áætlun og akstri hætt kl. 19.
Forráðamenn SVR munu i dag
eiga frekari viðræður við fulltrúa
þeirra félaga, sem viðhaldsmenn
SVR eru i, og verða málin þar til
lykta leidd að sögn Eirfks. Hann
kvað SVR eiga næga olíu til
aksturs í viku eða 10 daga.
Utanríkismála-
nefndfjallar
um punktaLuns
Ríkisst jórnarfundur var f
gærmorgun, þar sem m.a. var
fjallað um þau atriði, sem
Luns kom á framfæri við Is-
Ienzku ríkisstjórnina eftir við-
ræður við brezka ráðamenn á
dögunum.
Að sögn Einars Ágústssonar,
utanrikisráðherra, hefur utan-
ríkismálanefnd Alþingis verið
kölluð saman til fundar árdeg-
is í dag, og kvaðst Einar þar
mundu gera grein fyrir málinu
og niðurstöðu ríkisstjórnarinn-
ar. Bjóst utanríkisráðherra við
því, að opinber tilkynning yrði
gefin út um málið eftir þann
fund.