Morgunblaðið - 20.02.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.02.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRUAR 1976 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóhannsson Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 100 Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80 Áskriftargjald 800.00 kr. á mánuði innanlands. I lausasólu 40,00 kr. eintakið. Ilok forystugreinar í Fjármálatíðindum, sem birt var í Morgunblaðinu í gær, kemst dr Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri, svo að orði um viðhorfin í efnahagsmálum okkar íslendinga um þessar mundir ..Efnahagshorfurnar hér á landi mótast mjög af samskonar vandamálum og nú hefur verið lýst Eftir tvö ár óhagstæðrar þróunar viðskipta- kjara og gífurlegs viðskipta- halla við útlönd er svigrúmið til fjármögnunar .éframhaldandi halla orðið afar þröngt og greiðslubyrði erlendra lána tekur til sin sívaxandi hluta þjóðarframleiðslunnar, Sá bati, sem nú er sjáanlegur i eftir- spurn á heimsmarkaði, er vissulega vel þeginn, en ólik- legt virðist, að hann nægí til að færa íslendingum nokkurn telj- andi bata viðskiptakjara á árinu 1976 Leiðrétting greiðsluhall- ans við útlönd verður þvi að mestu leyti að gerast með enn frekari samdrætti þjóðarút- gjalda Við þann mikla hag- stjórnarvanda, sem í þessu felst, bætast svo áhyggjur vegna minnkandi veiðiþols ís- lenzkra fiskistofna á næstu árum og áhrif þau, sem það kann að hafa á útflutningstekj- ur þjóðarinnar Það er því hætt við að framundan sé þungur róður i rekstri þjóðarbúsins áður en sá bati, sem þegar má sjá viða erlendis, fer að setja svip sinn á þróunina hér á landi." í tilefni af þessum orðum dr Jóhannesar Nordals er ástæða til að rifja upp þau þrjú megin- markmið, sem Islendingar hljóta að hafa i efnahagsmálum við ríkjandi aðstæður Þau eru í fyrsta lagi að draga verulega úr viðskiptahalla, i öðru lagi að draga enn úr verðbólguhraða á þessu ári og í þriðja lagi að tryggja fulla atvinnu. Þessi markmið og þau viðhorf, sem Seðlabankastjórinn lýsir í framannefndri grein, er ástæða til að minna á nú, þegar samn- ingar standa yfir um kaup og kjör vel flestra starfsstétta þjóð- félagsins og miklu skiptir, hvort þeir samningar, sem gerðir verða, fyrr eða síðar, taka mið af þessum meginmarkmiðum. Staða okkar í viðskiptum við útlönd er mjög slæm og gert er ráð fyrir, að halli á viðskipta- jöfnuði á árinu 1975 muni nema 12,4% af þjóðarfram- leiðslu, en þessi halli nam á árinu 1974 um 11,7% af þjóðarframleiðslu í krónu- tölum er talið, að viðskipta- jöfnuðurinn á síðasta ári verði óhagstæður um tæplega 22 milljarða króna og hefur þessi halli á viðskiptajöfnuði verið jafnaður, annars vegar með rýrnun gjaldeyrisstöðu, sem nemur um 5 mílljörðum króna á árinu 1975, en hins vegar með lántökum og öðru inn- streymi erlends fjármagns, sem nemur 1 7 milljörðum króna. Dr. Jóhannes Nordal bendir á, að þennan mikla viðskipta- halla við útlönd sé orðið ákaf- lega erfitt að fjármagna, enda er Ijóst, að ekki er endalaust hægt að taka aukin lán til þess að standa undir hallarekstri á þjóðarbúinu, þar sem greiðslu- byrði vegna erlendra lána er að verða iskyggilega mikil Raunar hefur það komið fram áður, að möguleikar okkar ís- lendinga til þess að fá lán er- lendis með sæmilegum kjörum eru mjög bundnir því, að okkur takizt að koma efnahagsmálum okkar i betra horf. Verði nú gerðir kjara- samningar, sem fara út fyrir hófleg takmörk, er Ijóst, að slíkir samningar mundu leiða til stóraukinnar eftirspurnar eftir vörum og þjónustu en slik eftir- spurn mundi enn auka á hall- ann i viðskiptum okkar við út- lönd og getur hann þá orðið nánast óviðráðanlegur. Þetta sýnir, að kjarasamningar, sem fara út fyrir hófleg takmörk, geta leitt til nánast óviðráðan- legra vandamála í stöðu þjóðar- búsins út á við og geta þar með haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar og komið í veg fyrir, að það meginmarkmið náist í efna- hagsmálum á þessu ári, að verulega verði dregið úr við- skiptahallanum Þá er og sýnt, að óraunhæfar hækkanir kaup- gjalds munu koma í veg fyrir, að öðru meginmarkmiði efna- hagsmálanna á þessu ári, þ.e. að draga úr verðbólguhraðan- um, verði náð. Eins og öllum landsmönnum er kunnugt, hefur nú loks náðst umtals- verður árangur í þeim efnum og verðbólgan á ársgrundvelli miðað við verðlagsþróunina á siðari hluta síðasta árs komin niður í 25—30%. Óraunhæfar kauphækkanir mundu snúa þessari þróun við og verka eins og olía á verðbólgueldinn. En það sem kannski er einna nærtækast fyrir verkalýðshreyf- inguna, sem nú situr við samn- ingaborðið og hefur hafið verk- fallsaðgerðir til þess að knýja fram kjarabætur, er sú stað- reynd, að kaupgjaldshækkanir umfram ákveðið mark geta leitt til þess, að þriðja meginmark- miðinu í efnahagsmálum okkar á þessu ári verði heldur ekki náð en það er að tryggja fulla atvinnu í landinu. Á undanförn- um mánuðum hefur orðið vart við vaxandi áhyggjur hjá for- ystumönnum verkalýðssamtak- anna um að atvinnuleysi væri í aðsigi. Til allrar hamingju höfum við enn komizt hjá at- vinnuleysi að nokkru marki. En sannleikurinn er sá, að undan- farin misseri hafa fjölmörg at- vinnufyrirtæki brugðizt við verðbólguþróuninni á þann veg að skera niður allan kostnað eins og unnt hefur verið, þ.á m yfirvinnu starfsmanna sinna. Þessar sparnaðarráð- stafanir atvinnufyrirtækja eru vafalaust komnar á það stig, að lengra verður ekki komizt i þeim efnum. Þess vegna er sú augljósa hætta fyrir hendi, að verði gengið of langt í hækkun kaupgjalds í yfirstandandi kjarasamningum muni fyrir- tækin annars vega knýja á um verðlagshækkanir til þess að standa undir kauphækkunum og hins vegar grípa til þess að fækka verulega starfsfólki til þess að reksturinn geti staðið undir sér eða að rekstrarhallinn verði ekki óviðráðanlegur. Óraunhæfir kjarasamningar nú geta því komið í veg fyrir, að áðurnefndu meginmarkmiði I efnahagsmálum okkar, þ.e. að tryggja fulla atvinnu, verði náð á þessu ári. Þessi viðhorf er nauðsynlegt, að samninga- menn bæði verkalýðsfélaga og vinnuveitenda hafi í huga þessa dagana, þegar leitað er leiða til lausnar á þeirri alvar- legu kjaradeilu sem nú stendur yfir. Markmið í efnahagsmálum og kjarasamningar Jón Árnason, alþm.: Hafa skal það, sem sannara reynist 1 MOIUiUNBLAÐINU DAUiS. 11. SKUTKMKUK 1975 KIKTIST UKKIN KKTIK H.IAKMAK K. KÁKÐAKSON SIUI,- I NUAMÁLAST.JÓK A UNDIK KYKIKSÖUN- I NNl „Öryfifíi á sjó og I'járveitingar“: Uc'gar grt'in þt'ssi birt- ist, tlvaldi ég erlendis og frétti ekki um efni henn- ar fyrr en um það leyti, sem fjárveitinganefnd hóf störf sín í október- mánuöi s.l. Kg verð að segja, að ég undraðist mjög þessi skrif siglinga- málastjóra, eftir þá af- greiðslu, sem stofnun hans fékk af hendi fjár- veitinganefndar við af- greiðslu fjárlaga ársins 1975, en siglingamála- stjóri heldur því fram, í umræddri grein, að stofnun hans hafi ekki fengið viðbótar fjárveit- ingu eða heimild til ráðn- íngar á auknum starfs- kröftum, til að auka öryggi og efla öryggis- eftirlitið á útbúnaði fiski- skipaflotans. Kins og fram kemur í grein siglingamálastjóra, skrifaði hann fjárveit- inganefnd bréf, dags. 29. nóv. 1974, þar sem hann benti sérstaklega á þær tillögur, sem stofnun hans hafði gert ár eftir ár, um aukningu á fast- ráðnum skoðunarmönn- um Siglingamálastofnun- ar ríkisins, einkanlega utan Keykjavíkursvæðis- ins. Knda þótt fyrrnefnt bréf bærist fjárveitinga- nefnd ekki fyrr en um mánaðamótin nóv./des. ’74, þegar nefndin var að ljúka afgreiðslu sinni á breytingatillögum við fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1975, var þetta erindi siglingamálastjóra tekið til sérstakrar at- hugunar og afgreiðslu og samþykkt að bera fram breytingartillögu um hækkun launaliðar um tvær millj. króna, er var- ið skyldi til fastráðningar á tveim nýjum skoðunar- mönnum, en um þessa breytingartillögu segir svo í framsöguræðu und- irritaðs við þriðju um- ræðu fyrir árið 1975: „Við Siglingamála- stofnunina er tillaga um Jón Arnason aó launaliður hækki um tvær millj. kr. Kr það til ráðningar á tveimur starfsmönnum, sem skulu hafa á hendi sér- stakt eftirlit með öryggis- búnaði fiskiskipa. Kr starfssvið þeirra allt landið og ætlast til þess að teknar verði upp eins konar skyndiskoðanir á skipum öðru hverju. Hér er um fjárveitingu að ræða, sem ég tel að hafi verið mjög brýn. Það hef- ur verið kvartað yfir því aó undanförnu að ekki hafi verið fyrir hendi hjá Siglingamálastofnuninni nægir starfskraftar til þess að starfa aó þessu nauðsynlega eftirliti, og höfum við tekið eftir því aó undanförnu, að það hefur veriö um nokkuó tíð tilfelli að ræða í sam- bandi við bruna í skipum. Kr óhætt að fullyrða, að rekja má til þess, a.m.k. að nokkru leyti, að ekki hafi verið nægilega gott eítirlit í sam- bandi við þann útbún- aó í skipum, sem get- ur afstýrt því að skip- in veröi fyrir eldsvoöa. Það er von mín og nefndarmanna að þessi fjárveiting komi aó góðu haldi, þar sem ákveðið er aö ráða tvo fasta starfs- menn, sem eiga stöðugt að hafa þetta verkefni á hendi í öllum verstöðvum landsins að fylgjast með öryggisútbúnaði skip- anna og gera öðru hver ju skyndiskoðanir í því sam- bandi.“ Það er svo fyrst þegar siglingamálastjóri mætir hjá fjárveitinganefnd á s.l. hausti til að ræða við nefndina um aukna fjár- veitingu fyrir stofnunina fyrir árið 1976 að í ljós kemur að ekki hefur ver- ið notuð sú heimild um ráðningu á tveim skoóunarmönnum til vió- bótar sem Alþingi sam- þykkti einróma. Siglingamálastjóri hafði þá ekki grenslast fyrir um það, allt árið, í hvaóa sambandi tveggja millj. króna hækkun á launalið Siglingamála- stofnunarinnar hefði átt sér stað. Kjárveitinganefnd ósk- aði eftir þvi vió siglingamálastjóra aó hann kæmi á framfæri leiðréttingu á ummælum sinum í greininni „Öryggi á sjó og fjárveit- ingar“ þar sem honum hlyti nú að vera ljóst að hann hafi ekki skýrt rétt frá staðreyndum varð- andi fjárveitingu og heimildar til ráðningar á fleiri skoðunarmönnum. Við þessum tilmælum nefndarinnar hefur siglingamálastjóri ekki orðið, þess í stað er Morgunblaðsgreinin endurprentuð í Sjómannablaðinu, að öllu leyti óbreytt og án at- hugasemda. Öll öryggismál og ekki sízt öryggismál sjómanna eru nauðsynjamál sem ekki má vanrækja. Það er því ábyrgðarhlutur af þeim manni, sem hér fer með forystu, þegar af hans hendi er ekki skýrt rétt frá staðreyndum varðandi hlut þess opin- bera um fjárhagslegan stuðning til eflingar á öryggiseftirlitinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.