Morgunblaðið - 20.02.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1976
11
Við löndun á
Eskifirði
— Ásg. Har.
„Mikil blóðgjöf
að fá loðnuna ”
JON ÖLVERSSON skipstjóri á
Magnúsi frá Neskaupsstað var í
brúnni á skipi sínu og fylgdist
meö löndun. Það var mikið um
að vera við höfnina enda biðu
margir bátar löndunar eftir
metafla sem fékkst þann sólar-
hring.
— Vertíðin leggst yfirleitt
alltaf vel i mig. Maður vonast
til að það verði ekki minni afli í
ár en í fyrra ef ekki verður
stopp.
— Við erum búnir að veiða,
tja ætli það séu ekki svona 1600
tonn. Þetta er sjötta löndunin.
(11. febr.).
— Báturinn er 260 tonn.
Núna erum við með fullfermi
sem við fengum í tveim köstum.
— Héðan er um 10 tíma stím
á miðin eins og er en loðnan var
við Hrollaugseyjarnar.
— Við fiskuðum í fyrra um
það bil 6.500 tonn á svona tveim
mánuðum.
— Loðnan hljóp núna í góðar
torfur. Það var fyrst í gær-
kvöldi sem hún varð veiðanleg í
marga daga. Það hefur náttúru-
lega verið vont veður en hún
hljóp reyndar ekki saman fyrr
en í gærkvöldi.
— Nótin hjá okkur er 150
faðmar og 44 faðmar á dýpt.
Hún er nú orðin gömul. Þetta
er bara smá bleðitl.
— Loðnuverðið er allt of lágt.
Við getum ekki skapað okkur
kaup á minni skipunum meðan
verðið er svona lágt.
— Annars held ég að mann-
skapurinn liti umbæturnar á
sjóðakerfinu björtum augum,
ef allt er tekið til skipta.
BRAGI HALLDÓRSSON vinn-
ur á pallinum í fiskimjölsverk-
smiðjunni á Eskifirði.
— Eg er búinn að vera i 20 ár
á Eskifirði og kann alveg stór-
vel við mig. Það er gott fólk
hérna og atvinna hefur verið
góð. Það er mikil blóðgjöf fyrir
staðinn að fá loðnuna. Það er
bara svo lágt kaup að menn
þurfa að vinna svo mikla yfir-
vinnu að félagslif fer forgörð-
um. Menn vinna svo mikið að
þeir geta ekki sinnt sinum
hugðarefnum sem skyldi.
— Og krafa okkar væri sú í
dag að við hefðum það gott dag-
vinnukaup að við þyrftum ekki
að vinna næturvinnu. Atvinnu-
reksturinn þyldi það með þvi
móti að það kæmu ýmsar
leiðréttingar frá stjórnvöldum.
— Og sem sagt stjórnvöld
mega ekki gleyma verkafólkinu
sem er aðaluppistaðan í fram-
leiðslugetu landsins. Landið
getur ekki borið sig nema
verkafólkið sinni framleiðslu-
störfunum.
— Hér á Eskifirði er nokkuð
góð aðstaða til löndunar loðnu.
Það er svona miðlungsaðstaða
önnur svo sem þróarrými og
vinnuaðstaða. Ég get kannski
ekki sagt að hún sé fullkomin
en hún er ekki verri en annars
staðar.
— Svo má bæta því við að
margir hafa sagt að þetta sé
einhver þrifalegasta verk-
smiðja á landinu.
— Ég vil líka taka fram um
landhelgismálið að ég állt að
þeir séu allt of linir við að slita
stjórnmálasambandi við Breta
og segja sig úr NATO. Bretar
hafa komið þannig fram við
okkur að þeir eiga ekkert gott
skilið.
Landað á Eskifirði.
Ljósm. A.H.
Um borð í Norglobal:
„Hér er svo miklu hlýrra ”
NORGLOBAL hefur nú legið á
Reyðarfirði frá því 7. febrúar.
Hefur skipið minnkað mjög þá
löndunarbið sem farin var að
skapast þegar skipið kom á mið-
in. Norglobal hefur nú tekið á
móti rúm. 16.000 tonnum af
loðnu. A síðustu loðnuvertiö
var skipið einnig hér við land
og tók þá á móti rúm. 14000
tonnum af loðnu. 15. febrúar i
fyrra hafði Norglobal tekið á
móti rúmlega 15.000 tonnum.
Meðalafköst skipsins eru um
1500 tonn á sólarhring og eru
það meiri afköst en hjá verk-
ast ég öll viðskipti við land
gegnum lot'tið. Stýrimennirnir
eru mér mjög hjálplegir. Sam-
starfið milli mín og þeirra er
alveg eins gott og hugsast get-
ur.
— Mér finnst verulega gam-
an að vera kominn í samband
við sjómennina aftur eins og á
sildarárunum forðum.
— Loðnuvertíðin leggst ann-
ars bara vel í mig. Tíðin er að
vísu ekki eins góð og i fyrra. Þá
stoppaði skipið aldrei vegna
hráefnaskorts heldur bara þeg-
Eileif Johansen skipherra á Norglobal ásamt Ottó W. Magnússyni
móttökustjóra um borð í skipinu. Ljósm. Á.H.
smiðjunum á Fáskrúðsfirði,
Reyðarfirði og Eskifirði til sam-
ans.
I fyrra lá skipið hluta timans
á Reyðarfirði en þegar loðnan
fór að færast vestur með landi
flutti það sig inn á Hvalfjörð.
Það eru fyrirtækin Isbjörn-
inn og Hafsild sem leigja skip-
ið. Hafa þau um borð sinn full-
trúa Ottó W. Magnússon, og er
hann jafnframt móttökustjóri.
Morgunblaðið brá sér um borð
og ræddi við hann um starfið og
lifið um borð.
— Mér likar mjög vel, mjög
vel. Aðbúnaður allur er eins og
á hóteli. Svo eru Norðmennirn-
ir alveg ágætir, alveg eins og
vant er. Það er alltaf gott að
vinna með Norðmönnum. Þeir
eru alveg sérstaklega góðir
menn.
— Ég verð hér um borð með-
an skipið er hér við land. Starf-
ið hjá mér felst í því að taka á
móti hráefni um borð. Svo ann-
ar verið var að hreinsa einu
sinni í viku.
— Um borð er allt mjög þrifa-
legt, klefarnir snyrtilegir og
aðstaða mjög góð.
— Samskipti skipsins eru svo
til eingöngu við loðnunefnd i
Reykjavík sem ég tel þarfasta
og bezta nefnd sem sett hefur
verið á laggirnar. Það er mjög
gott að eiga samskipti við hana.
— Loðnunefnd gefur mér
upp hvaða bátar koma hér. Eg
held að loðnunefnd starfi á
mjög heilbrigðum grundvelli.
— Ég var um borð í þrjár
vikur i fyrra. Þá vorum við
tveir Islendingarnir um borð,
en nú er ég bara einn. Mikið af
áhöfninni sem var i fyrra er
enn á skipinu.
— Nú vinn ég á meðan að
löndun stendur yfir og svo vinn
ég bara þegar min er þörf.
— Mér fellur þessi vinna
mjög vel. Þó fellur mér einnig
ágætlega við mína föstu vinnu í
landi. Þetta er samt ágæt til-
breyting.
Eileif Johansen er skipherra
á Norglobal. Hann var að vísu
ekki með skipið þegar það var
hér i fyrra, þá var hann í frii.
Hann var þó með skipið þegar
það var undan ströndum Mári-
taníu, en þar voru nokkrir is-
lenzkir bátar með því.
Það reyndist nokkrum erfíð-
leikum bundið að finna skip-
herrann um borð til að spjalla
svolitið við hann. Það er heldur
ekkert gaman að þurfa að leita
að einum manni um borð í svo
stóru skipi sem Norglobal er.
Það auðveldaði heldur ekki
leitina að skipherrann hefur
brennandi áhuga á öllu sem
fram fer um borð og gat hann
því verið upp i verksmiðju niðri
í vélarrúmi eða hvar sem var i
skipinu. Hann fannst þó að lok-
um og tók því ágætlega að
spjalla svolítið um skipið og
starfsemi þess.
— Skipið er 26.000 lestir að
stærð, sagði hann, og meðalaf-
köst þess eru nálægt 1500 tonn-
um á sólarhring. I verksmiðj-
unni eru þrjár vélasamstæður.
Hægt er að geyma 3.800 tonn af
óunnu hráefni um borð og
u.þ.b. 8.000 tonn af mjöli. Mjöl-
ið er ekki sekkjað um borð í
skipinu eins og gert er í landi.
— Hægt er að afgreiða þrjá
báta í einu.
— Um borð er 55 manna
áhöfn. Eru það 50 Norðmenn og
5 Spánverjar sem aðstoða bryt-
ann.
— Ég fer lítið í land, sagði
Eileif ennfremur. Einu sam-
skiptin sem ég hef við Islend-
inga í landi eru að við fáum
nýjan fisk og vistir frá þeim.
— Þetta er nú stutt ferð,
verður e.t.v. tveir mánuðir í
mesta lagi. Eg var eitt sinn sjö
mánuði á sjó án þess að stíga
nokkru sinni á land svo að þetta
þykir nú ekki langt.
— Siðast vorum við við norð-
ur Noreg. Þar var miklu
þrengra og erfiðara að athafna
sig en hér. Hér er lika miklu
hlýrra. Þar vorum við iðulega í
17 til 18 gráða frosti, en hérna
er frostið varla nema nokkrar
gráður.
Um leið og haldið var frá
borði var reynt að sannfærast
um að hér væri alls ekki svo
kalt, eins og skipherrann á Nor-
global hafði sagt. Eileif Johan-
sen var hins vegar löngu horf-
inn inn i verksmiðjuna til að
fylgjast nánar með því sem þar
fer fram.
Á.H.