Morgunblaðið - 20.02.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRUAR 1976
17
Soffía Elísabet
Guðmundsdóttir
Fædd 15. ágúst 1901
Dáin 13. febrúar 1976
Soffía Elísabet Guðmundsdóttir
var fædd aó Felli í Víkursveit á
Ströndum 15. ágúst 1901. Faðir
hennar var Guðmundur Þorkels-
son, bóndi á Felli, Þorkelssonar
bónda i Öfeigsfirði. Móðir Guð-
mundar Þorkelssonar á Felli var
Jensfna Öladóttir, Ölasonar Vi-
borg í Öfeigsfirði. Kona Guð-
mundar Þorkelssonar og móðir
Soffíu, var Vilborg Ölafsdóttir frá
Munaðarnesi, Andréssonar Olafs-
sonar á Eyri í Ingólfsfirði. Soffía
ólst upp á Felli hjá foreldrum
sínum til 18 ára aldurs, en fór þá
til tsafjarðar og dvaldist þar eitt
ár. Þaðan fór hún til Reykjavikur
og átti síðan heima á Stór-
Reykjavíkursvæðinu til dauða-
dags.
Þegar ég kynntist Soffíu Guð-
mundsdóttur átti hún heima í
Grænumýri á Seltjarnarnesi hjá
hjónunum Ölafi Jónssyni og konu
hans, Ingibjörgu Eiríksdóttur.
Hún leigði þar herbergi og var
„sjálfrar sinnar", sem kallað var,
þ.e. gekk til ýmsra verka utan
þess heimilis, sem hún dvaldist á.
Ég fluttist í nágrennið og varð þá
starsýnt á þessa hávöxnu grönnu
konu, sem gekk svo léttilega til
allra verka, hvort sem hún var á
túninu i Grænumýri eða annars
staðar. Við kynntustum þá og
féll vel á samt, og hefur sú kynn-
ing og vinátta haldist síðan þar til
dauðinn skildi leiðir. Arið 1944
stofnaði Ingvar Vilhjálmsson
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma
GUÐBJÖRG SÆUNN JÚLÍUSDÓTTIR,
Arnarhrauni 21, Hafnarfirði,
andaðist 19 þ m
Börn hinnar látnu
t
Faðir okkar
JÓNAS ÞORLEIFUR JÓNSSON,
bifreiðastjóri
andaðist í Borgarspítalanum þann 1 7. febrúar
Bára Rósa Jónasdóttir, Heimir Jónasson.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
BERGÞÓRA KRISTINSDÓTTIR
Grettisgötu 84,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, laugardaginn 21. febrúar kl
10.30
Jarðsett verður t kirkjugarðinum við Suðurgötu. Þorkell Ásmundsson,
börn tengdabörn og
barnabörn.
t
Alúðarþakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og jarðarför
SIGURJÓNS BRAGASONAR.
Læknum og hjúkrunarliði á lyfjadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri þökkum við innilega hjúkrun og umhyggju í veikindum hans.
Helga Jónsdóttir Bragi Sigurjónsson
Hrafn Bragason Ingibjorg Arnadóttir
Þórunn Bragadóttir Björn Þ. Guðmundsson
Ragnhildur Bragadóttir Ingvar Baldursson
Gunnhildur Bragadóttir Úlfar Bragason
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför konu
minnar, móður okkar. tengdamóður og ömmu,
ÞÓRU J. MAGNÚSDÓTTUR,
Otrateigi 3.
Guðmundur Jónsson,
Kristfn Guðmundsdóttir, Ótafur V. Guðmundsson,
Guðmundur M. Guðmundsson, Þorbjörg Guðmundsdóttir,
Þórður Helgason,
tengdabórn og barnabörn.
Vegna jarðarfarar
JÓHANNSJÓNSSONAR,
verða verzlanir okkar lokaðar frá kl.
12.30—16 ídag.
Kjötborg,
Búðargerði 10,
Austurborg,
Búðargerði 10.
Minning:
Jóhann Jónsson
frá Suðurgarði
fiskvinnsluhúsið Isbjörninn á Sel-
tjarnarnesi og fékk Soffía þá
vinnu þar við fiskverkun. Þar
vann hún svo alltaf síðan, eða
fram til sjötugs aldurs. Arið 1947
hitti ég hana eitt sinn og frétti þá,
að hún væri flutt frá Grænumýri.
Spurði ég hana þá hvort hún vildi
flytja til mín, því ég hefði laust
herbergi. Varð það úr, að hún
flutti til mín í ágústmánuði 1947
og var síðan til heimilis að Víði-
mel 66 til dauðadags, 13. febrúar
s.l.
Soffía Guðmundsdóttir var stór
kona vexti sterkleg og óhemju
dugleg til verka. Hún var einnig
stór I sniðum á aðra lund, vinföst
og trygg svo af bar, kjarkgóð og
æðrulaus þó á móti blési, en
heilsa hennar var oft mjög erfið,
sérstaklega á síðari árum, en hún
kunni ekki að hlifa sér, var sjálf-
sagt ekki alin upp við slíkt. Hún
reyndist heimili mínu og börnum
svo sem væri það hennar eigið,
sérstaklega þó dóttur minni, sem
var nýfædd þegar Sofffa fluttist
til okkar. Það er mikils vert að
hafa sér við hlið traust fólk, sem
maður getur reitt sig á þegar eitt-
hvað amar að. Hún var sívinnandi
og ánægðust þegar mest var að
gera, vinnan var hennar gleði.
Framhald á bls. 19
Hinn 12. þ.m. andaðist á St.
Jósefsspítalanum i Hafnarfirði
Jóhann Jónsson, sem lengst af
hefur verið kenndur við Suður-
garð í Vestmannaeyjum enda þótt
hann hafi verið búsettur í Hafnar-
firði nær hálfa ævi sína eða rúm
40 ár. Utför hans fer fram í dag,
föstudag, frá Fríkirkjunni, Hafn-
arfirði.
Jóhann var fæddur á Kirkju-
bóli í Landeyjum hinn 3. júlí
1893, sonur hjónanna Ingibjargar
Jónsdóttur og Jóns Guðmunds-
sonar, en þau bjuggu siðar að
Hallgeirséy í sömu sveit og buggu
þar þar til Jóhann var 10 ára
gamail, en þá fluttist fjölskyldan
til Vestmannaeyja og bjuggu for-
eldrar hans þar til æviloka. Þau
reistu hús nokkru utan kaupstað-
arins og nefndu Suðurgarð. Jó-
hann var etatur fjögurra systkina
en þau eru öll látin, eina fóstur-
systur átti hann, Guðlaugu Berg-
þórsdóttur, sem gift er Guðmundi
A. Finnbogasyni og eru þau bú-
sett i Njarðvíkum. Var ávallt
mjög kært með þeim fóstursyst-
kinum og reyndust þau hvort
öðru sem beztu systkin. Hugur
„Hanna“, en það var hann ávallt
nefndur af frændum og vinum,
hneigðist snemma að sjó-
mennsku, enda um fáa aðra vinnu
að ræða á hinum mikla útgerðar-
stað, Vestmannaeyjum, og var
það hlutskipti hans að eyða nær
allri starfsævi sinni við fiskveið-
ar. Barnungur hóf hann róðra á
litlum árabátum, en strax um
sextán ára aldur heldur hann til
Austfjarða, réðst hann þar á tog-
ara og eftir það vann hann á tog-
urum hátt á þriðja áratug. Lengst
t
Þakka innilega öllum þeim, sem auðsýndu mér samúð og vinarhug við
andlát og útför eiginmanns míns,
BJÖRNS ÁRMANNS INGÓLFSSONAR,
Skúlagötu 9, Stykkishólmi.
Sérstakar þakkir eru færðar Lionsklúbbi Stykkishólms
Fyrir hönd barna og annarra vandamanna,
María Guðbjartsdóttir,
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
móður okkar og tengdamóður
GUÐBJARGAR GUÐNADÓTTUR,
Hraunbæ 99.
Guðni Jónsson,
Ragnheiður Jónsdóttir,
Ásta Meyvantsdóttir,
Vilhjálmur Ingibergsson.
t
Alúðar þakkir fyrir samúð og hlýhug okkur sýnda við fráfall og útför
eiginkomu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu
LÁRETTU MAGNHILDAR BJÖRNSDÓTTUR,
Akurbraut 4 — Innri-Njarvik.
Sérstakar þakkir færum við systrafélagi Innri-Njarvíkurkirkju
Eiríkur Ingimundarson,
Gunnbjörn S. Gunnarsson, Elinborg Friðriksdóttir,
Helga S. Honse,
Svanfrlður Ó. Williams,
Ingimundur Eiríksson,
Sveinn R. Eiríksson,
Ástvaldur Eiriksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
William Honse.
Ronald Williams,
Guðný Þorsteinsdóttir,
Sigrún Sigurðardóttir,
Katla M. Ólafsdóttir,
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns
mlns, föður, tengdaföður og afa,
HARALDAR KRISTJÁNSSONAR
verkstjóra,
Tjarnarbraut 21, Hafnarfirði.
Ágústa Sigurðardóttir,
Sigurður Haraldsson,
Friðbjörg Haraldsdóttir.
Sigrún Haraldsdóttir,
Haraldur Haraldsson,
Kristján Haraldsson,
og barnabörn.
Örn Jónsson,
Hjalti Zóphóaníasson,
Sigurveig Ulfarsdóttir.
Arndís Birgisdóttir,
var hann á togaranum Sviða frá
Hafnarfirði, en hætti á honum
aðeins tveimur eða þremur mán-
uðum áður en hann fórst á Vest-
fjarðamiðum 2. desember 1941.
Eftir það stundaði hann róðra á
vélbátum frá Hafnarfirði, var þá
ýmist formaður eða stýrimaður
enda hafði hann aflað sér skip-
stjórnarréttinda með námi i Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík á ár-
unum 1917—1919.
Hanni var kominr. nokkuð á átt-
ræðisaldur þegar hann vegna
sjúkdóms, sem fylgdi honum æ
síðan og hann bar með fádæma
karlmennsku, varð að mestu leyti
að hætta fangbrögðum við Ægi
konung. Hanni var mikils metinn
f sinni stétt og var hann heiðraður
á ýmsan máta af sjómannasam-
tökunum. Þess má geta að þótt
hann hætti að róa til fiskjar
stjórnaði hann oft á sjómannadög-
um kappróðrarbátum og reyndist
sá bátur jafnan sigursæll, sem
hafði hann í stafni . Siðustu
starfsár sín eða alit fram á siðustu
ár stundaði hann ýmis störf i
landi, lengst af og síðast vann
hann hjá Vélsmiðju Hafnarfjarð-
ar.
Hinn 5. ágúst 1934 kvæntist
Hanni frændkonu minni, Astu
Asmundsdóttur, frá Auraseli i
Fljótshlið. Asta var alin upp hjá
afa okkar og ömmú, Kristjáni
Jónssyni og Bóelu Erlendsdóttur.
Þegar svo nývígðu hjónin sama ár
hófu búskap i Hafnarfirði fluttust
fösturforeldrar Astu með þeim
var þeim þar búið hlýlegt og
elskulegt heimili allt til dauða-
dags, enda bæði samhent um að
reynast þeim eins og bezt yrði á
kosið. Þau Asta og Hanni eignuð-
ust eina dóttur, Guðbjörgu, sem
gift er Hreiðari Arsælssyni prent-
ara og eiga þau 4 börn. I septem-
ber á síðastliðnu ári hafði sjúk-
dómur Hanna ágerzt svo mjög að
flytja varð hann á sjúkrahús og
þegar sýnt þótti að hann ætti ekki
afturkvæmt þaðan fluttist Asta til
dóttur sinnar og tengdasonar að
Haukanesi 19 i Garðabæ og hafa
þau búið henni þar vistlegt og
notalegt heimili til frambúðar.
Nú þegar ég ef stiklað á stóru
um helztu æviatriði Hanna vinar
mins, tekur málið að vandast þeg-
ar lýsa skal manngildi hans. Fátt
var honum fjær en ýkjur eða
skrum, en nú er það þannig, að ef
ég lýsi manninum eins og hann
kom mér fyrir sjónir, og eins og
hann reyndist mér og mínum, og
eins og ég heyrði alla tala um
Hanna frá Suðurgarði frá því ég
fyrst man eftir mér þá rnyndi það
f eyrum ókunnugra hljóma sem
skrum eða hræsni. Eg mun því
draga eitt fram sem vert væri að
nefna. Hanni var ekki mikill mað-
ur að vallarsýn, en þeim mun
meiri atgervis ; maður að öðru
leyti. Samskipsmönnum hans
mun seint úr minni líða hug-
dirfska hans, hjálpfýsi og sam-
vizkusemi þá er hann oftlega
sýndi í hinum á stundum krappa
dansi við Ránardætur og sama er
að segja um þá starfsfélaga hans
sem unnu með honum landvinnu.
Ættingjum hans og vinum verður
minnisstæðust hjartahlýjan, um-
Framhald á bls. 19