Morgunblaðið - 20.02.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.02.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRUAR 1976 21 félk f fréttum Einkona — tvö andlil Marisa Berenson f bananastuði Folies-Bergére. eins og Jóseffna Baker á Marisa Berenson f hlutverki aðalskonunnar f kvikmyndinni „Barry Lyndon“, sem Stanley Kubrick gerði eftir sögu William M. Thackerarys. Myndin fjallar um sjálfstortfmingu og sögu- sviðið er Irland, Þýskaland og England 18. aldar. Fjölmargar þekktar pecsónur koma við sögu og samtfma málverk eru dregin fram. Gifysileg vinna var lögð í rannsóknir, áður en myndataka hófst, m.a. varðandi klæðnað fólks á þessum tíma. Myndin þykir afburða fögur og vel gerð. Framleiðendur eru Warner Brothers. BO BB & BO + Myndin hér til hliðar birtist f tfskublaðinu Vouge og er úr myndröð, þar sem leikkonan og fyrirsætan Marisa Berenson líkir eftir ýmsum frægum og sérkennilegum konum — m.a. hinni óviðjafnanlegu Jóseffnu Baker, sem hún nær óneitan- lega nokkuð vel. Ilún er þarna f bananaskýlu eins og Jóseffna klæddist forðum, er hún skemmti á Folies-Bergére í Parfs á 3. áratugnum (litla myndin). Föl húð Marfsu var lituð með brúnu maki, áður en hún setti sig f stellingar og hún bar svarta hárkollu. Það er ótvfræður 'meistarabragur á handverki Ijósmyndarans, Richard Avedon. Ilann notaði „jóseffnska" hljómlist f vinnu- stofu sinni á Manhattan til þcss að auðvelda fyrirsætunni að hita sig upp. „Jóscffna Baker dansaði oft dans, sem hún kallaði apadansinn," segir Marisa. „Hún kom fram á sviðið og Ifkti eftir hreyfingum apa, hljóp um og skrækti. Og þetta reyndi ég að apa eftir henni.“ Mynd þessi af Marisu Berenson f gervi Jóseffnu Baker er skemmtileg andstæða þeirrar Marisu, sem fer með hlutverk hinnar bresku 18. ald- ar aðalskonu f kvikmynd Stanley Kubricks, „Barry Lyndon“, eins og sjá má á neðri mvndinni hértil vinstri. (Time Vogue) Sidney Poitier, eini óskarsverð- launahafinn f hópi blökku- manna (Liljur vallarins) kvæiitist 23. janúar s.l. kanadfsku leikkonunni Joanna Shimkus. Þetta er annað hjóna- band hans, en hennar fyrsta. Þau hafa búið saman sfðan 1968 og eiga tvær dætur saman, 4ra og 2ja ára. SIOUX CITY Iowa — 11. febr. Charles Knowles frá Kingsley i Iowa, sem er 100 ára gamall, gckk undir ökupróf 31. janúar s.l. — en féll. Má hann reyrta við prófið öðru sinni fyrir 20. febrúar. Knowles segir að hann aki vild sfna heima f héraði, meðan birtu njóti á daginn. Batiksýning í Stofunni SIGRUN Jónsdóttir hefur nú opnað sýningu á yfir 100 verk- um i Stofunni, Kirkjustræti 11. Eru á sýningunni einkum batikverk og glergluggar en einnig vefnaður. Mun Sigrún halda utan innan skamms og halda sýningu á verkum sínum í New York i boði Scandinavian Foundation i New York. A sýningunni er m.a. mynd sem Sigrún sýndi á sýningu hjá UNESCO og hlaut þar sérstaka heiðursviðurkenningu. I þeirri sýningu tóku listamenn 63ja landa þátt og voru tvö verk frá hverjum listamanni en fjögur verk Sigrúnar voru sýnd þar. Sýningin verður opin frá kl. 9—6 virka daga og fram á þriðjudag n.k. Sigrún Jónsdóttir við verkið sem fékk heiðursviðurkenn- ingu á UNESCO. Fornihvammur: Hýsti 30 manns í 3 sólarhringa — I óveðrinu hér um helgina tepptist bæði Holtavörðuheiðin og Hellishrvggurinn hér fvrir neðan, svo að hér stöðvuðust við gistihýsið alls 12 bílar, stórir og smáir,“ sagði Hafsteinn Olafsson, veitingamaður í Fornahvammi, þegar við ræddum við hann f gær. Að sögn Hafsteins voru alls um 30 manns i þessum bílum og varð fólkið að halda kyrru fyrir í Fornahvammi í þrjá sólarhringa eða þar til á mánudag, þegar leið- in var opnuð á ný. Ríkið á Fornahvamm, en það lýtur umsjá Vegagerðar ríkisins, og sagði Hafsteinn, að hann héldi fistihúsinu nú opnu i trássi við vilja Vegamálastjóra, sem teldi ekki ástæðu til að hafa húsið starfandi á þessum árstíma. Sagði Hafsteinn, að þetta væri í þriðja sinn, sem fólk tepptist með þess- um hætti i töluverðan tíma við Fornahvamm, og taldi algjörlega óverjandi að loka húsinu fyrir vegfarendum á erfiðasta tíma árs- ins. Mikil spjöll voru unnin á bamaheimili AÐFARARNOTT mánudags fékk barnaheimilið Bakkaborg í Breiðholti heimsókn heldur óskemmtilegra náunga. Brutu þeir upp hurð, fóru inn f heimilið og frömdu þar stór- kostleg spjiill. Var heimilið af þessum sökum hálf óstarfhæft f gær og vöggustofa þess alveg lokuð. Svo virðist sem skemmdar- vargarnir hafi fyrst lagt leið sína í eldhúsið. Þar var mat- vælum hent út um allt, m.a. eggjum um alla veggi. Lakk- málningu í öllum regnbogans litum var helt niður á gólfin og málningin troðin um allt húsið. Þá var dót barnanna rifið niður og eyðilagt. Loks voru unnar skemmdir á húsmunum, m.a. á skrifstofu heimilisins. Nemur tjónið undruðum þúsunda, því það er allt eins vist að skipta þurfi um dúka á gólfum. Aðförin svipar þarna til innbrots sem framið var f kjallara Breiðholtsskóla nóttina áður, þar hefur skáta- félagið Urðakettir aðstöðu. Engu var stolið en miklar skemmdir unnar með exi. Rannsóknarlögreglan hefur mál þessi til meðferðar. Smáfiskadrápið í Reykja- fjarðarál orðum aukið Hafrannsóknastofnunin hefur fengið nánari tölur um landaðan afla úr Reykjafjarðarál, þar sem kemur í ljós að fyrstu fregnir sem stofnunin fékk um skiptingu afl- ans í stærðir hafa verið ýktar, að sögn Jóns Jórtssonar, forstöðu- manns stofnunarinnar. Hins vegar kvað hann þess að geta að þarna væri um landaðan afla að ræða og ekki lægi því fyrir hversu miklu hefði verið kastað. Olafur Pálsson, fiskifræðingur, mældi þennan afla úr togurum sem lönduðu á Siglufirði úr Re.vkjafjarðarál. Var Ölafur á Hafþóri, sem sendur var strax á þetta svæði en komst aldrei lengra en til Siglufjarðar vegna óveðurs. Veiðinni í Reykja- fjarðarál er hins vegar lokið nú. Samkvæmt mælingum Ölafs er aflasamsetningin svo sem hér segir: Undir 42 sm voru 0,6% aflans, 45,6% voru af stærðinni 43—54 sm, 40,8% af stærðinni 55—70 sm en 13% voru yfir 70 sm. Þannig voru alls um 18% aflans undir 50 sm og eftir þvi sem Ólafur sagði var þarna mest um 4ra ára fisk að ræða. Jón sagði, að samkvæmt þessum töl- um væri ekkert athugavert við samsetningu aflans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.