Morgunblaðið - 20.02.1976, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRUAR 1976
— Stjórnmála-
sambandi slitið
Framhald af bls. 1
herskip sín inn í fiskveiðilögsög-
una á nýjan leik og þar með lokað
fyrir allar sáttaleiðir. „Þetta er
skref sem við erum tilneyddir að
stiga vegna framferðis Breta og
það er ekki létt skref að slfta
stjórnmálasambandi við þjóð sem
við höfum átt náin samskipti við á
mörgum sviðum,“ sagði ráðherr-
ann.
Einar Ágústsson sagði að
ekkert nýtt hefði falizt i punktum
þeim, sem dr. Josep Luns lagði
fram og þeir hefðu ekki verið
aðgengilegir fyrir Islendinga.
Þegar ráðherrann var að síðustu
að því spurður hvort líta bæri svo
á, að með stjórnmálaslitumim
væri möguleikar á samningum við
Breta endanlega úr sögunni,
svaraði hann því til, að hann vildi
enginn spámaður gerast í þessum
efnum. Það yrði að meta stöðuna
eins og hún væri á hverjum tíma.
SENDIHERRAH NATO
Á SKYNDIFUNDI
Sendiherrar Atlantshafsbanda-
lagsríkjanna í Brússel voru
kvaddir saman til skyndifundar
síðdegis í dag eftir að tilkynnt
hafði verið um stjórnmálaslit
Bretlands og íslands. Joseph
Luns, framkvæmdastjóri handa-
lagsins, itrekaði þar vilja sinn til
að leggja fram sitt lið, eins og
fram kemur i viðtali við Luns.
Fundurinn stóð í 45 mínútur og í
opinberri tilkynningu, sem var
gefin út að fundi loknum, sagði að
sendiherrarnir lýstu „djúpri
hryggð" vegna þeirrar togstreitu
sem væri milli Breta og Islend-
inga. Var síðan á ný lögð áherzla á
að framkvæmdastjórinn væri
reiðubúinn fyrir hönd bandalags-
ins að gera það sem í hans valdi
stæði til að finna viðunandi lausn
fyrir báða aðila.
„ÉG ER ENN
REIÐUBÚINN AÐ
LEGGJA FRAM
MINN SKERF“
I samtali við Mbl. sagðist
Joseph Luns, framkvæmdastjóri
Atlantshafsbandalagsins, hafa
kvatt saman ráðherra bandalags-
ins, að undanskildum þeim
brezka og íslenzka, til að ræða
ákvörðun íslenzku ríkisstjórnar-
innar og hefði verið gefin út um
fundinn stutt tilkynning (sjá á
öðrum stað í þessari frétt). Hann
sagðist mundu halda áfram að
vera til reiðu, ef hann gæti lagt
fram skerf er stuðlaði að því að
leysa deiluna. Luns sagði að-
spurður að ákvörðun stjórnar-
innar hefði ekki komið sér á
óvart, en hann hefði vonað í
lengstu lög að til þess myndi ekki
koma. Luns sagðist hafa fengið
svar frá íslenzku ríkisstjórninni
um að þau tillögudrög sem hann
hefði lagt fram hefðu ekki verið
talin grundvöllur að samningavið-
ræðum. Aðspurður um hvort
hann héldi að langvinnt þorska-
stríð væri í vændum, sagðist Luns
vitanlega vona að svo yrði ekki.
„Ég er enn til reiðu, hvort sem er
opinberlega eða á bak við tjöldin
ef ég gæti eitthvað það gert sem
leiddi þessa deilu til lykta," sagði
Joseph Luns. Hann bætti þvi við
að hann hefði ekki trú á að þetta
myndi skaða starfsemi Atlants-
hafsbandalagsins sem slíks, að
minnsta kosti ekki að svo stöddu.
EYKURÁ ERFIÐ-
LEIKA VIÐ AÐ
NÁ SAMKOMULAGI
Fred Peart, landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðherra Breta,
ræddi um fiskveióideilu Breta og
tslendinga á fundi Neðri málstof-
unnar í dag og sagði að stjórn-
málaslit mynd'j ekki hafa önnur
áhrif en þ' auka á erfiðleik-
ana til að ; 'riðsamlegu sam-
komulagi vri hafði þá ekki
haft fréttir því að sambandi
hefði ver- en siðar í ræðu
sinni var ! * kíár’ að ákvörðun
um þau !n ' ■-r)tekin. Hann
sagði þá: „Islenzka ríkisstjórnin
hefur óskað eftir þvi að við lokuð-
um sendiráði okkar í Reykjavik.
Munu Frakkar gæta hagsmuna
okkar í Reykjavík og Norðmenn
starfa fyrir Islendinga hér. Eg er
mjög hryggur yfir að Islendingar
skyldu gera þetta og harma það.“
Peart sagði þó að brezka stjórn-
in væri tilbúin til samningavið-
ræðna hvenær og hvar sem væri.
„Veiðar Breta á þessum slóðum
hafa farið minnkandi i nokkur ár.
Fyrir fimm árum veiddum við þar
150 þúsund tonn af þorski, en á
síðasta ári undir 100 þúsundum.
En samtímis því hefur islenzki
togaraflotinn eflzt að skipakosti,
og veiðum hefur nokkuð verið
breytt vegna þess að sildin hvarf
gersamlega vegna ofveiði Islend-
inga. Ef hætta er á ferðum varð-
andi þorskstofnana hafa íslend-
ingar skapað þá hættu en ekki
Bretar,“ sagði Peart. Peart sagði
að rikisstjórnin gerði sér grein
fyrir því hversu háðir Islendingar
væru fiskveiðum og rakti síðan
fyrri rök Breta um að þeir hefðu
verið fúsir til að fara þess á leit
við forsvarsmenn í brezkum fisk-
iðnaði að hann færði verulegar
fórnir, ef það mætti verða til að
leiða til samkomulags, en ekki
mætti horfa framhjá því að þessar
veiðar skiptu Breta einnig máli.
Síðan sagði Peart að áreitni
íslenzkra varðskipa við brezka
togara væri ekki aðeins brot á
alþjóðalögum heldur einnig stór-
hættuleg. „Þegar varpa á einum
togara okkar var skorin af í
morgun, slóst vír I skipverja og
slasaði hann.“
Meðal þeirra sem tóku til máls
var Jo Grimmond, fyrrverandi
leiðtogi Frjálslynda flokksins, og
sagðist hinn hryggasti yfir slitun-
um. „Ég er þeirrar trúar að veru-
leg samúð hafi verið hér í landi
með málstað Islendinga en þeirri
skoðun vex fylgi að Islendingar
megi ekki vera of harðskeyttir.
Þeim hafa verið boðnar samn-
ingaviðræður og sá tími er
kominn að skynsamlegt væri fyrir
þá að sýna dálitla stillingu."
Margir þingmenn thaldsflokks-
ins létu andúð slna hástöfum i
ljós þegar Hamish Watt, þing-
maður Skozka þjóðernissinna-
flokksins, sagðist harma afstöðu
stjórnarinnar sem að tslandi
sneri. „tsland er aðeins lítil þjóð
sem er að huga að sínum eigin
málum. Við Skotar erum nær
hugsanagangi íslenzku ríki-.
stjórnarinnar en þeirra úreltu
sjónarmiða sem eru við lýði hjá
brezku stjórninni," sagði Watt.
John Prescott, Verkamanna-
flokksþingmaður frá Hull, sem
nýverið var I heimsókn á tslandi,
sagði að sú ákvörðun Islendinga
að slíta stjórnmálatengsl við Bret-
land myndu gera þaó óhemju
erfitt fyrir þjóðirnar tvær að
ræða samkomulag á réttlátum og
sanngjörnum grundvelli. Prescott
lét I Ijós áhyggjur af því að til
slysa kynni að koma á tslands-
miðum og einhver léti lífið. Þá
greip fram I umræðurnar William
Ross, ráðherra frá Skotlandi, og
sagði að nú væri það vitað að
brezki sjómaðurinn væri ekki
alvarlega slasaður. Prescott bætti
síðan við að ef samkomulag ætti
að nást væru ákveðnar grund-
vallarforsendur nauðsynlegar og
þar á meðal sú að brezki flotinn
færi út fyrir tvö hundruð míl-
urnar.
MÁLIÐÆTTI AÐ
LEYSA MEÐ TVÍ-
IILIÐA VIÐRÆÐUM
Talsmaður bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins, John Trattn-
er, sagði að Bandaríkin hörmuðu
stjórnmálaslitin.
Hann kvað það skoðun Banda-
ríkjanna að málió ætti að leysa
með tvíhliða viðræðum, en sagði
að Bandaríkin væru reiðubúin að
styðja allar tilraunir sem gætu
leitt til þess að málið yrði leitt til
lykta og nytu einróma stuðnings
NATO.
Trattner sagði orðrétt í samtali
við Mbl.: „Island og Bretland eru
gömul vinaríki Bandaríkjanna og
bandamenn í NATO. Því hörmum
við djúpt þessa síðustu þróun. I
deilu þeirra höfum við sífellt látið
í ljós þá von að báðír aðilar fyndu
skjóta og sanngjarna lausn á
ágreiningi sínum og við hvetjum
enn til þess að sú leið sé farin
þrátt fyrir þessi nýju vand-
kvæði.“
Við þetta bætti Trattner í svari
við spurningu um hvort Banda-
ríkin væru fús að miðla málum i
deilunni: „Við höfum þráfaldlega
látið i ljós þá von að bæði löndin,
það er tsland og Bretland, sýndu
þann velvilja og þá stillingu sem
nauðsynleg væri til að leysa
vandamálið. Afstaða okkar hefur
einnig stöðugt verið sú að þetta sé
mál sem báðir aðilar ættu að leysa
sin á milli tvihliða. Atlantshafs-
ráðið og framkvæmdastjóri
NATO fást við þetta mál og
Bandaríkin eru reiðubúin að
styðja hvers konar tilraunir sem
mundu leiða til þess að þetta
vandamál yrði farsællega til lykta
leitt og njóta stuðnings NATO.“
HÖFUM SKORAÐ Á
BRETA AÐ FARA
MEÐ HERSKIPIN
Noregur mun nú gæta hags-
muna Islands í Bretlandi, eftir að
stjórnmálasambandi hefur verið
slitið, eins og við hafði verið
búizt. Frydenlund, utanríkisráð-
herra Noregs, sagði í dag að ts-
lendingar hefðu borið fram
beiðni þessa efnis og Norðmenn
fallizt á hana. Utanrikisráðherr-
ann sagði, að norska ríkisstjórnin
harmaði mjög það ástand, sem nú
hefði komið upp. „Norska stjórn-
in hefur verið í stöðugu sambandi
við báða aðila til að freista þess að
samningar gætu hafizt millum
þeirra. Hvað eftir annað höfum
við skorað á Breta að draga her-
skip sín á braut af hinum um-
deildu miðum. Við höfum gert
það végna þess, að slíkt er for-
senda þess að samningar geti haf-
izt. Þessar forsendur eru enn í
fullu gildi nú. Við hljótum aðeins
að vona að ekki komi til enn nýrra
átaka á miðunum, er gæti stofnað
mannslifum i voða, og aukið enn
deiluna," sagði Frydenlund að
lokum.
K.B. Andersen, utanríkisráð-
herra Dana, hefur einnig látið í
ljós þá skoðun sína að hann tæki
það sárt að til stjórnmálaslita
þurfti að koma. Hann sagðist þó
engu að siður vonast eftir þvi að
kleift yrði að finna lausn sem
væri I samræmi við hagsmuni
beggja aðila. Þá lýsti utanrikis-
ráðuneyti Hollands yfir því að
það væri hörmulegt að til þessa
hefði komið en þar var sem
annars staðar látin í Ijós „einlæg
von um að fulltrúar landanna
tveggja bæru gæfu til að leysa
ágreiningsmál sín í náinni fram-
tíð“. Lögð var á það áherzia að
hollenzka stjórnin væri algerlega
hlutlaus í málinu og tæki afstöðu
með hvorugum.
„BREZKA STJÓRIN
HARMAR STJÓRN-
MÁLASLITIN..
Mr. Wall, sem fjallar um mál-
efni tslands í upplýsingadeild
brezka utanrikisráðuneytisins,
sagði að ráðuneytið hefði eftirfar-
andi að segja um ákvörðun Is-
lendinga um sambandsslit:
Brezka ríkisstjórnin harmar þá
ákvörðun íslenzku stjórnarinnar
að slita stjórnmálasambandi. Með
þessum aðgerðum hefur íslenzka
stjórnin enn fært deilu ríkjanna
tveggja á alvarlegra stig, og
skorið á helztu beinu samskipta-
leiðina, sem gæti leitt til lausnar.
Engu að síður mun brezka ríkis-
stjórnin halda áfram að vinna að
samkomulagslausn á deilunni.
Við viljum nota þetta tækifæri
til að ítreka skilning okkar á því
hve mjög tsland er háð fisk-
veióum, og viðurkenningu okkar
á skyldu allra þjóða, sem stunda
fiskveiðar á Norður-Atlantshafi,
til að virða þörfina fyrir fisk-
vernd. Jafn nauðsynlegt er að ís-
land viðurkenni gildandi alþjóða-
lög, og að Islendingar leysi deilur
sínar við bandalagsþjóðir með
samningum, en ekki með
óraunhæfum aðgerðum.
Brezka ríkisstjórnin er enn
reiðubúin til að ganga til samn-
inga við Island hvenær sem er,
hvar sem er, og hvort heldur væri
með ráðherra- eða embættis-
mannaviðræðum.
Við óskum eftir að leysa deil-
una á þann hátt að lausnin þjóni
hagsmunum bæði tslands og Bret-
lands. Það ætti að okkar áliti að
gerast með samningaviðræðum
eða málamiðlun. Við erum reiðu-
búnir til að taka þátt í hvoru
tveggja strax og íslenzka ríkis-
stjórnin telur sig reiðubúna.
MÁLIÐKOMIÐl
ALGERA SJÁLFHELDU
Mike Burton, formaður Sam-
taka brezkra togaraeigenda, sagði
að þorskastríðið væri nú komið í
fullkomna og óleysanlega sjálf-
heldu og sannaði að Islendingar
vildu alls ekki samninga. Hann
sagði að stjórnmálaslitin væru
aðeins gerð af hálfu Islendinga til
að leiða athygli fslenzku þjóðar-
innar frá innanlandsmálum.
Hann sagði að slitin myndu ekki
hafa nein áhrif á framvindu deil-
unnar á neinn hátt og þau tilboð,
sem Bretar hefðu gert Islending-
um varðandi veiðitakmarkanir,
hlytu sannarlega að verða síðasta
málamiðlunin sem Bretar byðu
fram.
HATTERSLEY
„SÉRDEILIS
VONDAUFUR“
Roy Hattersley, aðstoðarutan-
rikisráðherra Breta, sem er stadd-
ur í Sviss, sagði við fréttamenn
Reuters, að hann væri sérdeilis
vondaufur um að útlit væri fyrir
að nýjar samningaviðræður við
Island kæmust í kring eftir að
stjórnmálasambandi landanna
tveggja hefði verið slitið.
Hattersley sagði það verða veru-
legan þránd í götu fyrir því að
samningar tækjust eins og Bretar
óskuðu eftir.
EAST HARMAR
SLITIN
„Ákvörðunin um sambandsslit-
in er íslenzk, og ríkisstjórn
hennar hátignar harmar hana.
Sambandsslitin munu ekki auð-
velda leitina að lausn deilunnar,
og við vonum að eðlilegt samband
verði fljótlega tekið upp að nýju,“
sagði Kenneth East, sendiherra
Breta, i samtali við Mbl. eftir að
ákvörðun íslenzku rikisstjórnar-
innar hafði verið birt.
Ef vinnudeilur leysast mun
East halda heim til Bretlands n.k.
þriðjudag en aðrir starfsmenn
sendiráðsins verða um kyrrt hér
og teljast þá starfsmenn Bret-
landsdeildar franska sendiráðsins
á Islandi.
— Bretar
Framhald af bls. 1
samningnum um upptöku Bret-
lands, Danmerkur og Irlands væri
gert ráð fyrir að 12 mílur væru
hámark og þessu væri ekki hægt
að hnika nema með breytingum á
samningnum, en slík breyting
þyrfti samþykki rikisstjórna allra
aðildarlandanna níu og staðfest-
ingu þjóðþinga þeirra.
Hann sagði að það væri ómögu-
legt að fallast á að Bretar fengju
stærri landheigi en 12 mílur þar
sem þeir einir gætu veitt og það
væri heldur ekki nauðsynlegt.
Bretar krefjast 100 mílna einka-
lögsögu.
Samkvæmt heimildum í Brussel
er talið að Danir geti vel við unað
en tillögurnar ná ekki til Græn-
lands. Lardinois benti á, að fram
ættu að fara viðræður við Norð-
menn og fleiri þjóðir um gagn-
kvæm veiðiréttindi. „Við lýsum
ekki einhliða yfir 200 milna fisk-
veiðilögsögu og reynum að telja
Norðmenn á að gera það ekki
heldur,“sagði hann.
Lardinois kvaðst ekki viss um
að samkomulag næðist um 200
mílur á hafréttarráðstefnunni,
sem hefst í New York í næsta
mánuði, en sagði að Efnahags-
bandalagið viðurkenndi þessa
reglu í grundvallaratriðum og því
skipti ekki meginmáii hvenær
þetta gerðist.
Hann sagði, að veiði Vestur-
Þjóðverja við Island og Noreg
væri i hættu vegna 200 mílna út-
færslunnar. Hann sagði, að veiði
Breta á þessum miðum væri
350.000 lestir. „Við munum reyna
að fá viðtækar veiðiheimildir á
miðum annarra landa,“ sagði
Lardinois.
Lardinois sagði, að ástandið í
málum sjómanna mundi breytast
verulega þegar hin nýja fiski-
málastefna EBE væri orðin að
veruleika. Hann sagði að draga
mundi úr veiðum. Hann bætti því
við, að EBE-löndin flyttu mikið
inn af fiski „og sú staðreynd
mundi gegna mikilvægu hlut-
verki í samningaviðræðum við
þriðju ríkin“.
— Vinnu-
veitendur
Framhald af bls. 28
ar—marz 1977, en vinnuveit-
endur gera að skilyrði fyrir til-
lögu sinni í gærkveldi, að samn-
ingurinn gildi til 1. júnl 1977. Þar
sem I tillögunni felst svokallað
rautt strik, sem miðast við 1.
nóvember, framfærsluvísitöluna
585 stig, þ.e. að verðbætur koma á
laun 1. desember fari vfsitalan
fram yfir þetta mark, telja vinnu-
veitendur þessa kröfu slna ekki
óeðlilega, enda á framfærsluvísi-
talan með þessu að tryggja kaup-
mátt launa eftir 1. nóvember og
fram á árið 1977.
Eins og áður segir fallast vinnu-
veitendur á verulegan hluta af
sameiginlegum sérkröfum
aðildarfélaga ASI. Þeir fallast á
að greiða slysa- og atvinnusjúk-
dómabætur með óskertu kaupi I
fjórar vikur en áður var þetta
bundið við eina viku, þeir fallast
á að fjárhæðir vegna slysa- og
dánarbóta verði hækkaðar til
samræmis við kaupgjald, en fjár-
hæðir þessar hafa verið óbreyttar
frá 1974, þeir fallast á að fastir
starfsmenn varðandi orlofslaun
skuli teljast þeir, sem hafa minnst
eins mánaðar uppsagnarfrest og
þeir fallast á með vissum skil-
yrðum, að launþegi, sem veikist
alvarlega I orlofi I ákveðinn daga-
fjölda, skuli eiga rétt á orlofs-
lengingu að uppfylltum ákveðn-
um skilyrðum. Ennfremur fallast
vinnuveitendur á að áunnin rétt-
indi starfsmanns, sem sagt hefur
verið upp störfum, t.d. vegna sam-
dráttar, skuli haldast ef hann er
endurráðinn innan eins árs.
— Hlé
Framhald af bls. 28
eftir áliti tillögunefndar um sjóði
sjávarútvegs og hlutaskipti.
Með lækkun útflutningsgjalda
er gengið út frá þvl að fiskverð
hækki þess vegna um 24% til þess
að útgerðin geti svo aftur greitt
um það bil fimmfalt olíuverð, sem
hækkað hefur úr 5,80 krónum i
25,30 krónur hver lítri. Þurfa út-
vegsmenn því að fá meginhluta
þessarar fiskverðshækkunar til
þess að brúa þann kostnaðarlið,
en ástæða fyrir því, hversu gífur-
lega hann hækkar, er niðurfelling
olíusjóðs. Kemur þessi breyting I
veg fyrir að miklir fjármunir séu
fluttir á milli aðila og samkvæmt
nýja kerfinu nýtur hver þess, sem
hann aflar og geldur síns kostn-
aðar.
Jón Sigurðsson, formaður Sjó-
mannasambands Islands, sagði I
gær að málið væri mjög flókið og
rætt væri um margar skipta-
prósentur eftir stærð skipa og
gerð veiðarfæra. Ekki hefur verið
boðaður nýr fundur, en Jón sagði
að sáttanefnd hefði lofað að boða
fund með fjögurra klukkustunda
fyrirvara.
— Leysir ekki
Framhald af bls. 28
mæla með henni. Ég vil ekki ræða
einstök atriði tillögunnar nú.“
Morgunblaðið spurði þá Björn
að hvaða leyti tillaga vinnuveit-
enda væri lakari en tillaga sátta-
nefndarinnar. Björn sagði:
„Samningstfminn er t.d. lengri og
svo er tillagan skilyrt, en f þvf
felst, að aukakröfur fá ekki full-
nægjandi meðferð.“
— Mjólkur-
skortur JSSS"
getið, að áður en verkfallið skall á
hefðu Dagsbrúnarmenn hringt í
öll sjúkrahús og bent á að betra
væri að birgja þau vel upp af
mjólk.
Stefán Björnsson forstjóri
Mjólkursamsölunnar sagði i gær-
kveldi að hann gæti ekkert sagt
um þetta mál að svo stöddu, enda
væri málið nú algjörlega i hönd-
um heilbrigðisyfirvalda.